Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 18
18 MORZUNBLADID nmmtudagur 14. ma? 1964 tionöíöa oo ntynáíísrö$kólínn ^l'nn veitti næga atvinnu I dag fimmtudaginn 14. maí kl. 15 verður vor- sýning skólans opnuð í húsakynnum skólans að Skipholti 1. — Sýningin verður opin til hvíta- sunnudags daglega frá kl. 15—22. Verð fjarverandi 10—12 daga og Bjarni Bjarnason gegnir sjúkra- samlagslæknisstörfum mínum á meðan. JÓNAS SVEINSSON, læknir. Argreiðslumaður Ungur og reglusamur óskast. Upplýsingar kl. 10—11 f.h., ekki í síma. Verðandi hf. I t A flösueyðandi SHAMPOO ,, ★ MAN-shampoo inniheldur fiösueyðandi efnið SBU-18S ★ Með MAN-shampoo losnið þér við flösu á ótrúlega skömmum tíma. ★ MAN-shampoo notið þér á sama hátt og önnur hár- þvottaefni. ★ Athuganir á virkni MAN ieiddu í ljós að um 70% þeirra, er notuðu það, iosn- uðu alveg við fiösu meðan á reynslunni stóð. ★ MAN er ódýrasta shampoo sinnar tegundar. ★ Fæst í flestum snyrtivöru- og lyfjaver'/lunum. mm man Svarthakurinn minkurinn STYKKISHÓLMI, 9. maí. — Undanfarin hálfan mánuð hefir verið erfið tíð hér í Stýkkishólmi og við Breiðafjörð, nórðan o-g norðaustan hvassviðri og oft snjóað í fjöll. Bátar hafa ekki nerna tvisvar tíl þrisvar sinnuín komizt í netin og hefir fiskur við það stórskemmzt og ekki ver ið unninn sem skyldi. Senn er vertíð hér að ljúka og hefir Straumnes mestan afla um 860 tonn og er það algert met hér í Stykkishólmi. Straumnesið hóf fyrst sjóróðra hér eftir áramót eða í janúar sl. Sé hinsvegar tek ið tillit til úthaldstíma mun Svanur vera aflahæstur með um 800 tonn en hann hóf veiðar Um miðjan febrúar. Skipstjóri á Straumnesi í vetur var Ólafur Sighvatsson en á Svan Eyjólfur Ólafsson. Atvinna hefir því ver- ið næg hér í frystihúsunum og oft unnið langt fram á kvöld. Byggingarframkvæmdir Talsvert mun verða um bygg- ingarframkvæmdir hér í Stykk- ishólmi í sumar og margir farnir að undirbúa sig með að byggja. Gert er ráð fyrir að unnið verði af krafti í dráttarbrautinni í Skipavík í sumar. í>á mun Mjólk ursamsalan láta reisa hér mjólk- urbúð og hefir þegar fengið út- mælda lóð fyrir húsin og bygg- ingarnefnd og hreppsnefnd sam- þykkt uppdrátt að húsinu. Bátasmiði Rúmlega 60 tonna bátur er i smíðum hér á vegum nýstofnaðs hlutafélags Skipavík hf og hefir því verki miðað vel áfram. Einn ig mun brátt byrjað á að hreinsa, mála og gera við bát- ana eftir vertíðina og útbúa þá til næstu veiða og hafa margir bátar pantað stæði í Dráttar- brautinm nú í vor og mun þá verða hörgull í vinnuafli. Trésmiðjurnar Tresmiðja Stykkiahólms hf heí ir nýlega tekið í notkun stórt og vandað húsnæði í suðurenda kauptúnsins en hús þetta hefir verið í smíðum undanfarið og fær Trésmiðjan- þarna ágætis starfsskilyrði. Eru þar mörg verkefni framundan. Trésmiðjan Ösp hefir einnig mikið umleikis nú, er með innréttingar í nýja heimavistarskólann í Kolviðar- nesi og eins útibú Kaupfélags Borgfirðinga á Vegamótum og auk þess mörg verkefni fram- undan. Svartbakur og minkar Svartbakurínn byrjaði snemma að verpa í vor og hefir verið mikið UBi egg. Það er auðsjáan- iegt að svartbak fjölgar mjög hér og hefir sú fjölgun verið að mér virðist undanfarin ár. Þótt að eggin hafi verið tekin er eins og fjöldamikið verði útundan. Sumar eyjar þar sem hann verp- ir lítið eða ekkert leitaðar og þar á hann friðland. Ein og ein æðar- kolla er byrjuð að verpa en venjulegur tími hennar er eftir miðjan þennan mánuð. Minkn- um er nú haldið í skefjum, því margir nafa hunda til að útrýma honum. Jón bóndi Hjaltalín 1 Brokey tjáði mér að fyrir nokkr- um árum þegar mikið af mink. komst í æðarvarp hans, hrapaði það niður úr öllu valdi, en síðan hann fékk hunda til að útrýma mmknum hefir æðarvarpið allt að því þrefaldast og er nú að komast í sitt fyrra horf. Jón tjáði mér að í fyrra hefðu þeir í Brokey veitt um 20 minka og rélt hann að Jónas í Öxney hefði veitt eitthvak svipað. Vilhjálmur bróðir hans sagði mér að eitt smn fyrir nokkrum árum hefði hann farið til minkaveiða og eftir þriggja tíma ferð kom hann með 15 stykki til baka og rjia af þessu sjá hversu minkaplágan hefir á þeim árum verið alger. á friðiand, en þverrandi Sumarhótelið I Stykklshólmi Sumarhóteiið í Stykkisihólmi mun taka til starfa í júní og veita sömu þjónustu og síðast- liðin ár. Hreppsnefnd Stykkis- hólms'hrepps mun standa fyrir rekstri hótelsins og hefir nú fyrir skömmu ráðið Lúðvíg Hall dórsson kennara sem forstöðu- mann hótelsins. Er stórkostleg- ur munur að þessu hóteli sem mun eins og áður verða staðsett í heimavist baina og miðskóla Stykkishólms. í vetur voru oft vandræði með hversu erfitt var áð fá hér gistingu og er þörfin brýnni með hverju árinu sem líð ur að hér verði reist veglegt og gott hótel því ferðamanna- straumur er mikill um Snæfells- nes og á eftir að aukast. Karólína Jóhannesdóttir hefir af miklum dugnaði haft hér undan- farin ár greiðasölu og gistingu og hefir það gersamlega bjargað þannig að ef hún hefði ekki hasft þessa þjónustu hefðu orðið stór vandræði. Tónlistarfélag stofnað Hinn 7. apríl sl. var stofnað Tónlistarfélag StykkishóLms og urðu um 50 manns stofnfélagar. Kosið var á stofnfundinum 12 raanna tónlistarráð og lög fyrir félagið samþykkt. Tónlistarráð undirbýr nú stofnun og starf- rækslu tónskóla í Stykkishólmi næsta vetur og hefir hrepps- nefnd Stykkishólmsihrepps ný- verið samþykkt að greiða til skólans Vs af rekstrarkostnaði hans. Þá hefir tónlistarráð skrif- að Menntamálaráðuneytinu og óskað eftir að rí'kissjóður lögum samkvæmt veitti skólanum 14 af rekstrarkostnaði skólans. Er miikill áhugi fyrir þesu málí hér í Stykkishólmi og standa vonir til að allt verði tiLbúið í haust til að hefja starfsemina. Þá vak- ir það fyrir tónlistarráði að Vik- ingur Jóhannsson sem undan- farin 20 ár hefir verið stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms og eins organisti í kirkjunni verði ráðinn forstöðumaður skólans. ALlur undirbúningur að stofn- un Tónlistarfélagsins var af hálfu Lúðrasveitarinnar en hún átti 20 ára starfsafmæli 20. apríl sl. Formaður tónlistarfélagsins er Árni Helgason umdœmisstjóri Stykkishólmi og meðstjórnendur Bjarni Lárusson verzlunarmaður og Jóhann Rafnsson bókari. Lúðrasvaitin Svanur kom um seinustu helgi til Stykkishólms og iék fyrir bæjarbúa. FréttaritarL Bátur til ** F SOtU Báturinn er 43 tonn, með nýrri aðalvél og ljósavél vökvadrifnum spilum, humarveiðarfæri fylgja, hlerar og^ vírar ásamt fiskitrollum, og dragnóta- veiðarfærum. — Bátur og tæki í fyrsta flokks standi og báturinn tilbúin að byrja veiðar. Upplýsingar gefur Guðni Grímsson, Vestmannaeyjum, sími 1248 og Jóhann Sigfússon, Reykjavík, sími 20424. Sjúkraþjálfari (fysioterapeut) óskast að Borgarspítalanum í Heilsu verndarstöðinni frá 1. ágúst nk.' Umsóknir sendist yfirlækninum fyrir 1. júní nk. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Sveitarst'óri Hreppsnefnd Hafnarhrepps vill ráða sveitarstjóra frá og með 1. september nk. — Umsóknarírestur til 1. júní nk. Hreppsnefnd Hafnarhrepps. Hornafirði. Tjöld 2ja manna með hotni kr. 1495,00. 2ja manria með botni’og útskoti kr. 1645,00. 4ra manna með botni kr. 1985. 4ra manna með botni og útskoti kr. 2220,00. SVEFNPOKAR kr. 655,00. VINDSÆNGUR kr. 635,00. — Berið saman verðin — Miklatorgi PUN^FIÐURHREINSUNINÍ VATNSSTIG 3 SIMI 18740 rEST BEZT-koddar AÐEiNS ÖRFA' SKREFV FFA' LAUGAVFGI Endurnýjum gömlu sœng urnar.eigum dún- og fid'urheld ver. f ELJUM aedardúns-og gæsadúnssæng*' ur og kodda oí ýmsum stærdum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.