Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNHIAÐIÐ Fimmtudagur 14. maí 1964 ‘l!lllllllllll!lll!lllllllllllllli:iíit!l'lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllirillllllllll!!:!|!!!llllllllll[lllir.li)ll>l!illlllllllllllll!!llillllllllillllllllllllllllllllllillllilllllllll!IIIIIIIIL!llllllllllllli!lllllll!lll!milllllli:ililillllllllllllllllllllllllllllllllllimi|lllllll|||ll||||||||||||mi|||||l||| stofnana í landinu, ættin.gja og vini. Lúðrasveit Reykjavíkur kom til Bessastaða um kl. fimm og lék nokkur lög úti á hlaðinu. Gestamóttökunni lauk milli kl. sex og hálfsjö. Fánar blóktu við hún á opinberum byggingum og víða annars staðar, bæði í Reykjavík og víðs vegar um landið. Forsetinn ræðir við Jón Pálmason á Akri — Forsetinn = Framhald af bls. 8. H hálfu Alþingis, að þingið |É mætti lóta mála mynd af hon- = um. Bað forseti Sameinaðs = Alþingis forseta sjálfan að H velja listamanninn. Meðal gesta, sem komu síð- H ar, má nefna fjölmarga em- §| bættismenn, forvígismenn §§ margra félagssamtaka og ggMjáj ' r v-r: Páll Pampichler Pálsson stjórnar leik Lúðrasveitar Rcykjavíkur. Forsetinn og gestir hans hlyðVt á. liessastaðakirkja er í báksýn. E ÍÍÍllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllUlllllllllllllllllllllliMIlLilllllilillllllllllllMiilllllllllllÍltllllllÍlllilllillllilllilllllilliiltlllllllilltlllliilllllllllllilllilUilllllllRV.MllllMIIIIIIIIIHIiiltMlllllllllllilllllllllltillllHllllillllllllillllllllllltllllllllllilllllllUllllllllllltlllimMUIMIMIIIIIIIHIIItiIMIIllllllinZ Ófyrirsjáanlegar ástæður ollu, að Strákavegi seinkar VIÐ umræður um vegaáætl- un fyrir árið 1964 síðastliðinn föstudag urðu allmiklar um- ræður á Alþingi um Stráka- veg og af hverju það staf- afoi, að jarðgangagerðinni um Strákafjall seinkar eitt- hvað. í ræðu, sem Einar Ingi- mundarson flutti við þessar umræður, sagði hann m.a. í tilefni af ræðu, sem Ragnar Arnalds hafði áður flutt um málið: Það eru aðeins örfá orð, sem ég ætlaði að segja í tilefni af þeirri ræðu, sem hv. 5. landsk. þm. (RA) flutti hér áðan út af Strákavegi. Mest af hans ræðu snerist nú raunar upp í .hnútu- kast og persónulegar skammir á hæstv. samgöngumálaráðherra. Ég ætla ekki að fara að elta ól- ar við þær skammir ,enda veit ég, að hæstv. ráðh. mun svara því hér á eftir, sem hann telur svara vert af því, sem fram kom í ræðu hv. þm. En þess vil ég þó geta, að það var ekki hæstv. samgmrh. sem gerði vinnuáætl- unina um framkvæmd jarð- gangagerðarinnar fyrir Stráka, en þessi vinnuáætlun var gerð í fyrra, heldur voru það allt aðrir embættismenn, sem þar til eru settir. Hins vegar var það hæstv. samgmrh., sem gaf fyrirmæli um það, að þessi vinnuáætlun skyldi gerð, og hann mun einnig hafa tekið að sér að tryggja fé til þessara framkvæmda, þ.e.a.s. til jarðgangagerðarinnar, og má segja um það, að hvort tveggja þetta var þó meira heldur en fyrirrennarar hans í embætti samgmrh. höfðu gert. Þeir höfðu engin fyrirmæli gefið um að gera vinnuáætlun um framkvæmd þessa verks og ekki heldur út- vega fé til framkvæmdarinnar. Og líka get ég fullyrt það, að það er ekki hæstv. samgmrh., sem hefur hrært svo í berglög- unum í Strákafjalli, að þau reyn- ast nú við rannsókn vera allt öðru vísi en áður hafði verið áætlað af faglærðum mönnum að undangenginni rannsókn. Ég þykist alveg vita það, hvers vegna hv. 5. landsk. þm. Ragn- ar Arnalds, sem mér þykir verst, að hlýðir ekki á mál mift hér, er svo bitur og sár í garð hæstv. samgmrh. og hvers vegna hon- um verður svo tíðrætt um þann fund, sem var haldinn um þetta vegamál á Siglufirði í fyrra, en á þeim fundi mun það hafa ver- ið allra manna mál, að hv. þm. hafi ekki sótt gull í greipar hæstv. samgmrh. Annars held ég að það þurfi engum að koma svo mikið á óvart, þótt nánari tæknileg athugun hafi farið fram og þurft að fara fram í sambandi við hina fyrirhuguðu jarðganga- gerð um Stráka, vegna þess að í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar innar frá því í fyrra er einmitt sagt berum orðum, að það verk þarfnist rækilegrar tæknilegrar athugunar og undirbúnings við, áður en það verði hafið, og það er einmitt sú tæknilega athug- un, sem þar var boðuð, sem nú stendur yfir. Hitt hlýtur hins vegar að valda öllum þeim, sem áhuga hafa fyrir því, að vega- gerðinni um Stráka ljúki sem fyrst, hinum mestu vonbrigðum, að sú jarðfræðilega athugun, sem fram fór á sl. sumri, leiddi til allt annarrar og óhagstæðari nið- urstöðu en fyrri rannsóknir gerðu, og af þessu leiðir, að jarð- gangagerðinni mun eitthvað seinka, en þó vonandi sem allra minnst. Annars tel ég, að öllum aths. hv. 5. landsk. þm. Ragnars Arn- alds nú. um framkvæmd jarð- gangagerðarinnar um Stráka sé raunverulega fullkomlega svarað í grg. þeirri, sem vegamálastjóri sendi fjárv.n. með vegaáætlun- inni fyrir 1964, en þar er ná- kvæmlega rakið og gerð grein fyrir, hvers vegna vinnuáætlun vegamálastjóra frá 1963 um fram kvæmd verksins hafi raskazt. Þesp grg. hefur ekki svo mér sé kunnugt um verið birt í mál- gögnum hv. 5. landsk. þm. Ég skal ekki beint leiða neinum get- um að því, hvers vegna það hafi ekki verið gert, en þó mætti segja mér, að það sé vegna þess, að sannleikurinn um þróun þessa máls er sagður þar. Þá lét hv. ræðumaður, Ragnar Arnalds, eftir því sem ég bezt skildi, orð liggja að því, að vega- málastjóra og e.t.v. fleirum hafi verið kunnugt um það, þegar vegamálastjóri ge-rði vegaáætlun sína um jarðgangagerðina í fyrra, að verkið væri ófram- kvæmanlegt á þeim tíma, sem vinnuáætlunin ráðgerði, og þar hafi hann sjálfur, þ.e.a.s. hv. þm. séð betur heldur en vega- málastjóri og starfsmenn hans, því að hann hafi sagt á þessum fræga Siglufjarðarfundi í fyrra, að það væri ekki hægt að standa við loforð framkvæmdaáætlun- arinnar um að verkinu yrði lok- ið á svona stuttum tíma. í sam- bandi við þessar aðdróttanir í garð vegamálastjóra verð ég að segja það, að mér finnast þær vera bæði ósæmilegar og ómak- legar aðdróttanir í garð sam- vizkusams opinbers starfsmanns, sem áreiðanlega hefur gert sitt bezta í þessu efni sem öðrum. Eins og segir í grg. vegamála- stjóra, sem ég áður nefndi, var ekki vitað um það fyrr en á sl. vetri eftir að skýrsla jarðfræð- inga um framhaldsathugun á jarðlögum í Strákafjalli lá fyrir, að neinir erfiðleikar væru á því að gera jarðgöngin eftir áætlun- inni frá 1963, og ég kalla það ekki svik á framkvæmdaáætlun- inni frá 1963, þótt jarðganga- gerðinni seinki af ástæðum, sem þá voru gerasamlega ókunnar, vegna tæknilegra erfiðleika, sem þá var ómögulegt að sjá fyrir. Ég vil svo að lokum spyrja hv. þm. og segi ég það þá aftur, að mér þykir það leitt, að hann skuli ekki hlýða á mál mitt svo ég viti, að mig langaði til að fá svör hans við því, hvort það sé raunveruleg skoðun hans, að hefja eigi nú jarðgangnagerðina af fuílum krafti, þótt fróðustu menn telji nauðsynlegt, að frek- ari rannsóknir á fjallinu, sem á að grafa í gegn, fari fram. Síðar í þessum umræðum sagði E. I. vera engu líkara en að þeir stjórnarandstæðingar, sem talað hefðu um mál þetta, fögnuðu því, að vegamálastjóri hefja eigi nú jarðgangagerðina að jarðgangagerðinni seinkaði, vegna þess að nánari tæknilegur undirbúningur væri nauðsynleg- ur, áður en verkið væri hafið og virtist þessi frétt vera hyin mesti hvalreki á fjörur þeirra. Lagði hann einnig áherzlu á, að það hefði verið núverandi ríkisstjórn, sem gerði fyrsta og eina stórátak- ið til að ljúka vegagerðinni um Stráka á skijmmum tíma. Hann skoraði að lokum á þá stjórnar- andstæðinga, sem talað höfðu um málið við þessar umræður. að hlutast til um, að greinargerð vegamálastjóra um. seinkun verksins yrði birt í málgögnum þeirra, því að í henni væri sann- leikurinn um þróun málsins sagður. Ef greinargerð þessi yrði ekki birt í málgögnum þeirra yrði að líta svo á, að þeir kysu fremur að hafa það sem ósann- ara reyndist í málinu. Fé var létt á féðrum Fréttabiéf úr Borgarfirði eystra Borgarfirði eystra 6. maí 1964 S.L. VETUR mun að flestra dómi hér hafa verið sá bezti er menn muna og kemur varla ann ar vetur til samanburðar en vet- urinn 1923—’29, en þá var gróður hér mun fyrr á ferðinni og jörð löngu fyrr klakalaus. All mikið snjóáfelli í vetrarlokin 1929 sem stóð í 2—3 vikur kemur hins vegar til frádráttar þegar þessir tveir vetrar eru bornir saman. Þrátt fyrir það að óvenju snemma færi að votta fyrir gróðri í ár og veðrátt verið góð, hefur gróðurmn miðað ótrúlega hægt og enn vantar nokkuð á að fullur sauðgróður sé kominA. Lengi vel háðu stöðugir þurkar og frostnætur öðru hvoru gróðr- inum en nú um nokkurn tíma hafa verið stöðugar úrkomur, rigningar eða krapa dembur með stuttu millibili í byggð, en snjó- koma til fjalla. Eru fjöllin hvít niður til miðs eir alautt á lág- lendi, tún orðin fallega 'græn yfir að líta og úthagi óðum að lifna en þó of kalt til að gróðri fleygi verulega frapi. Eins og að líkum lætur hefur sauðfé verið óvenjulega létt á fóðrum í vet- ur. Sumstaðar var fé ekki gefið hey svo teljandi sé frá áramót- um og framunöir páska aðeins fóðurbætir en annarstaðar og almennara var að gefið væri að staðaldri hey með beitinni svö töluvert hefur gengið upp af heyjum þó alltaf hafi verið beitt. Allir munu pó eiga óvenju mik- ið eftir af heyjum þrátt fyrir fremur lélegan ásetning á s.l. hausti. Strax snemma á þorra var sleppt nokkru af fé á Brúna- vík sem gekk þar fram undir Páska, en var þá tekið heim af ótta við veður breytingu. Var það þá mjög vel útlítandi, þar sem ekki várð nein veðurbreyt- ing um páskana var aftur farið að sleppa fé tii Brúnavíkur og Bréiðavíkur, gemlingum og síð- bærum ám. Meirihluti hrossa hefur ekki komið í hús á vetrinum. Skepnu- höld hafa verið góð í vetur og fénaður gengið vel fram. Sauðburður er enn ekki haf- inn svo teljandi sé og byrjar ekki almennt fyr en undir 20. þ.m. í hinum góðu veðrum síðari hluta vetrar hefur fiskjar verið leitað öðru hvoru en lengst af hefur verið alger ördeyða á mið- unum, þó fékkst lítilsháttar af ágætlega fallegum fiski síðustu dagana sem gaí á sjó, en nú hef- ur ekki verið sjóveður um nokk urn tíma. Unnið hefur verið við félags- heimilið hér í vetur þann hluta þess sem atlaður er fyrir kennslu pláss, hefur Hörður Björnsson haft yfirstjórn verksins, einnig hefur hann byggt einn trillubát í vetur, eigandi bátsins er Vig- fús Helgason. Nú standa yfir framkvæmdir við endurnýjun á vatnsveitu- kerfi Bakkagerðisþorps. Hefur Sigurður Jónsson Sólbakka séð um verkið en hann mun nú inn- an skamms hefja brúarsmíði og byrjar á breikkun og endurbót- um á Svínalækjarbrú í Bakka- gerðisþorpi en síðan byggingu brúar á Hvannagilsá í Njarðvík. Þá stendur til að uppúr miðjum þ.m. hefjist framkvæmdir við höfnina eru það endurbætur otg breikkun á hatnargarðinum en nokkrar skemmdir hafa orðið á honum. Undirbúningur undir móttöku / síldar, standsetning síldarverk- smiðjunnar, en allmikilla lag- færinga er þörf í henni bæði vegna óhappa á s.l. sumri og annars er ekki vannst tími til að ljúka í fyrra, mun væntan- lega hefjast áður en langt líður, Það eru því horfur á mikilli atvinnu hér i sumar. — I. I. Ýmsar tegundir af enskum keramic - veggílísuin á lager. — Einnig fúgucement og flísalím. Samband ísl. byggingaíélaga Sími 3-64-85.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.