Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 25
Fimmtuda^ur T4 maí 1934 MORGUNBLAÐIH 25 í GÆR hélt bráðið hraun á- fram að renna úr aðalgíginum í Etnu á Sikiley, niður norð- vesturhlíð eldfjallsins, en hraunstraumurinn fór hægar en í fyrstu og skv. fréttum virtist hinn 20 þús. manna baer, Bronte, ekki lengur í miik illi hættu af að lenda undir hraunflóðinu. Eli bærinn ligg ur í um 1000 m. fjarlægð frá þeim stað, sem hraunið hefur lengst náð niður. Bfst í fjall- inu rennur það með 2 m. hraða á klst., en missir ferð er það kemur niður í dalskorn ing og kólnar þar. Kröftugt gos var í gær í sjálfum gígn- um. Etna er eitt frægasta og Gos í Etnu. aðrir gróðurvana, brúnir og rauðir. Gróf 14 þorp og eina borg Mesta gos í Etnu á aíðari öldum var gosið 1669. Smábær inn Nieolosi hrundi í fyrstu jarðskjálftunum, en hraun- flóðið úr spungu fá toppgígn- um flæddi á þem vikum yfir fjártún þorp með samanlagt um 4000 íþúa og náði þá til borgarinnar Cataníu í 16 km. fjarlægð frá hraunupptökun- um. Catanía var að norðan girt 20 m. háum múr, er m.a. hafði verið byggður til varn- ar hraunflóðum, en hraunjað arinn vall brátt yfir borgar- múrana, yfir suðurhluta borg arinnar og í sjó fram. , Eitt mesta gos Etnu á þess ari öld var gosið 1928. Eftir að aðalgosið byrjaði opnuðust sprungur austan í fjallinu, sú fyrsta með 12 „bocche", en daginn eftir önnur, er náði nið ur í 1200 m. hæð. f>ar úr vall hraun, sem næst upptökunum fór með meiri hráða en svo, að nokkur spretthlaupari hefði undan haft, eða um 10 m. á sekundu. Hraunstraumur Kröftugt gos Bærinn Bronte bjarg- ast líklega frá Etnu- hrauninu mest umskrifaða eldfjall jarð arinnar, og skv. fomri þjóð- trú Evrópumanoa á það sér systur á íslandi, Heklu. Sé samband á milli þessara eld- fjalla og giósi þau jafnan sam tímis. f>að er, þvi ekki að undra þó íslenzikum eldfjalla fræðingi leiki hugur á að kynnast Etnu. Dr. Sigurður Þórarinsson lagði í október 1954 upp í slíka kynningarför til systur Heklu, og var hann í hópi jarðfræðinga frá ýms- um löndum. Mbl. leitaði því til hans um fróðleik um þetta eldfjall, sem nú er að gjósa. Og eru þær upplýsingar sem hér fara á eftir hafðar eftir honum. 4 Esjur á hæð, og stærra en Ijofsjökull. Etna er eitt stærsta eldfjall Evrópu, 3275 m. hátt, eða nærri 4 sinnum hærra en Esja og flatarmál þess þriðjungi meira en Hiofsjökuls. Það gýs með fárra ára millibili. Kem- ur þá öskugos úr toppinum, en hraun brjótast út um sprung- ur í hlíðumum og myndast á þeim gjallgígar, „bocohe“, en hraunstraumarnir ná niður á/ láglendi og stundum alla leið út i sjó. Hefur það þá stund um gengið yfir bæi. En mjög þéttbýlt er í hljðunum, þar sem búa helmingi fleiri mann esikjur en á íslandi öllu. Þar er geysifrjósamt, því eldfjalla askan er gróðursæl og flytja ibúarnir furðu fljótt aftur á staðina, sem eyddir hafa ver- ið. Eðlilegar orsakir liggja til þjóðtrúarinnar um sambamd ið milli Heklú og Etnu. Þegar Hekla tók til að gjósa, á fyrsta áratug 12. aldar, var Etna það eldfjall, sem mestar sögur fóru af í Evsópu, Vesuvíus, eina virka eldfjallið á meginlandi álfunnar, mátti heita dautt úr öllum æðum. Á þessum öldum kepptust munkar og klerkar við að útmála þessi tvö eld- fjöll sem hliðin að vistarver- um fordæmdra og hafa Hekla og Etna oft verið nefndar í sömu andránni. Var þvi ekki að furða, að fólki færi að fimnast eðlilegt, að þessi hlið Ví|is væru opnuð samtímis. Stúndum hlaut og að hittast svo á, að Etna og Hekla gysu samtími.s eða því sem næst, Og hefur það styrkt menn í trúnni um sambandið milli þessara eldfijalila. ’ n ; Samfelldur allingarður í lághlí<Yunum. Nafnið Etna er grískt og þýðir hin brennandi,' og grísk ir sagnritarar segja frá Etnu gosum mörgum öldum fyrir Kristburð. En saga Etnu er í systur mörgum sinnum eldri en skráðar heimildir. Hún fór að hlaðast upp í lok í lok tertier- tímabilsins eða snemma á ís- öld fyrir um einni milljón ára eða svo. Elztu hraunin eru neðanjarðarmyndanir með bögglabergi og í rótum fjalls- ins finnst mikið af sams kon- ar túffi og á móbergssvæðun- um hérlendis. í sambandi við þetta heíur móbergsmyndun- in fengið á vísindamáli nafn- ið „Palagónitformation", — kennt við bæinn Palagonia á Sikiley. Smám samán hefur hlaðist upp þetta risavaxna eldfjall, 1200 teningskm. að ummáli. Lághlíðar Etnu eru mjög frjósarhar og mega heita samfelldur aldingarður. Neðst er belti, þar sem einkum eru ræktaðar sítrónur og appel- sínur. Ofan við ávaxtabeltið er olífrunnabelti, þá belti með vínekxum, en þar fyrir ofan dökkgrænir greniskógar, sem ná uþp í 1800 m. hæð, en ofan við\2200 m. hæð má fjallið heita gróðurvana. Enginn veit hversu oft Etna hefur gosið síðan sögur hóf- ust„ en síðasta árþúsundið hefur hún gosið þetta 10—15 sinnum á öld. Hún gýs bæði hrauni og ösku, og eru hraun in bæði að ytri gerð og efna samsetningu svipuð blágrýtis- hraunum okkar, en þó aðal- lega apalihraun. í toppi fjalls- ins er raú mikill gígur, um 500 m. að þvermáli. Var hann um 100 m. djúpur er Sigurður Þórarinsson kom þar og steig gufumökikur mikill upp úr hionum. Hraun kemst sjaldan svo að nokrku nemi upp í topp gíginn, en hraun vellur um I rifur sem myndast í fijallshlíð- unum, svo sem áður er sagt. Liggja þær eins og geislar út frá fjallSmiðju, og á þeim myndast /venjulega raðir af gjallgíguim. Sitja þessir sníkju gígir mjög svip á landslágið í Etnuhlíðum, sumir vaxnir vínviði að utan og innan,- en GOSKORT um Etnu, er sýnir hvernig hraunstraum- arnir í hinum ýmsu gosum, hafa runnið, stundum nærri út að sjó. í gosinu 1669 fór inn náði á þriðja degi bænum Mascali og stoðuðu nú engar prósessíur eða ákallanir * dýrlinga, sem venjulega er eina úrræði íbúanna. Bærinn huldist hrauni, én vínekrur og olífulundir eyddust í stórum stil. Etnu-gos hafa tiltölulega lít ið verið rannsö'kuð af vísinda mönum þangað til nú á síð- ustu árum. Rannspknarstöð hefur að vísu lengi verið uppi undir hátindinum, en lítið not uð. Nú hefur svissneskur eld- fjallafræðingur aftur á móti komið þar upp athugunarstöð og er þar unnið að rannsókn- um á Etnu og gosum þar. borgin Catanía, syðst á Sikil ey undir hraun. Krossiran sýnir borgina Brote, NV at Etnu gígnum, sem nú hefur verið í hættu. Frumvörpin um lausn kjaradeilu verkfræðinga og Seðlabanka íslands orðin að lögum — SíÖ- asti fundur IMeðri deildar í gær F4JNDUR hófst í Neðr! deild Al- þingis kl. 13 í gær. A iuiulinum voru samþykkt tvö frumvörp til laga, sem miklar deilur hafa verið um, frumvarp til laga um lausu kjaradeilu verkfræðinga og frumvarp til laga um Seffla- banka íslands. Fyrsta mál á dagskrá fundar- ins var kosning gæzlustjóra Söfn unarsjóðs íslands til fjögurra ára. Var Jón Skaftaspn einróma kosinn til starfans frá 1. janúar 1964 að telja tii ársloka 1967. Frumvörpin um lausn kjara- deiiu verkfræðinga og Seðla- banka íslands voru bæði sam- þykkt með 20 atkvæðum gegn 18, að viðhöfðu nafnakalli. Verða þau send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi. á Þingmenn kvaddir Þegar dagskrá fundarins hafði verið • tæmd, þakkaði forseti deildarinnar, Sigurður Bjarna- son frá Vigur, þingmönnum sam veruna, árnaði þeim allra heilla og óskaði utanbæjarmönnum góðrar heimferðar. Kvaddi for- seti þingmenn síðan og kvaðst vænta þess, að þeir hittust heihr i haust. Lúðvík Jósepsson þakkaði forseta fyrir hönd þingmanna fyrir röggsama fundarstjórn og góða samvinnu. Árnaði hann for seta allra heilla, og risu þing- menn á fætur, til þess að taka undir þau prð. Til sölu vegna brottflutnings Sjónvarp, sjálfvirk þvottavél, eldhúsborð og stólar, hjóna- rúm, eins manns rúm, barna- rúm og útigrill. Allt amer- ískt. Eirinig gólfteppi, Rafiha ísskápur, rugguhestur og fil, Til sölu og sýnis Sólheimuim 23, 11. hæð A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.