Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 16
10 MORCUNBLAÐIÐ Mmmtudagur 14. maí 1964 fHtrip$uMí^í§i Útgefandi: Kramkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar ög afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. HUSNÆDISMÁL OG VERÐBÖLGA CHjórnmálaumræðurnar snú- ^ ast nú mjög um stöðvun verðbólgunnar, og er það vel farið, því að sannarlega er nauðsynlegt að snúast gegn þeim vágest og kveða niður vxxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. í útvarpsumræðunum sl. mánudags- og þriðjudags- ‘‘kvöld var einnig allmikið rætt um húsnæðismálin og lánveit- ingar til húsbyggjenda, án þess þó að því væri nægur gaumur gefinn, að skortur á lánsfé til íbúðabygginga er einnig afleiðing verðbólgu- þróunarinnar. Fyrir einum áratug hafði sem kunnugt er náðst sæmi- legt jafnvægi í íslenzlcum efnahagsmálum og afleiðingin af því var sú, að þáv. ríkis- stjórn, sem var samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, gat tryggt stóraukið lánsfé til íbúðabygginga og lánaði mán- aðarlega úr hinu svonefnda almenna veðlánakerfi nærri 9 milljónir króna. En ný verðbólguþróun var þá að hefjast í kjölfar verk- fallanna miklu 1955, og á tím- um vinstri stjórnarinnar má segja, að húsnæðislánakerfið allt hryndi til grunna og lán- veitingar urðu þá að meðal- tali á mánuði 3,9 millj. í stað 8,7 milljóna áður, þrátt fyrir stórhækkaðan byggingarkostn að. í kjölfar viðreisnarráðstaf- ananna skapaðist á ný tæki- færi til þess að treysta lána- sjóðí þá, sem aðstoða eiga hús byggjendur, og svo leit út fyr- ir 1—2 árum sem takast ,mundi að lána öllum þeim, sem sóttu um til húsnæðis- málastjórnar áskilin lán — allt að 150 þús. kr. út á hverja íbúð. Ef þetta hefði tekizt hefði bráðlega verið hægt að hækka lánin og styrkja þetta kerfi. En á síðasta ári fór þetta úr böndunum, eins og svo margt annað, vegna hinna miklu kauphækkana, sem knúðar voru fram. Af því stafa vand- ræði þau, sem húsbyggjendur eiga nú við að glíma. Af þessu sést, hve fráleitar *' eru kenningar, sem einstakir ménn hafa innprentað sjálf- um sér, að þeir græddu á verð bólgu, þar sem þeir hefðu fest fé í íbúðarbyggingum og skulduðu þess vegna veru- lega. Sannleikurinn. er auð- vitað sá, að þetta fé verður almenningur að borga — og ekki sizt ienda erfiðleikarnir á húsbyggjendum, sem ekki fá jafn góð og mikil lán og ella hefði verið. Verðbólgu- þróunin er því bölvaldur hús- byggjenda eins og annarra. MIKIÐ BYGGT í REYKJAVÍK C*tjórnarandstæðingar halda ^ því stundum fram, að alltof lítið sé byggt af íbúðum í höfuðborginni. Sannleikur- inn er samt sá, að engin leið hefur verið að byggja meira að undanförnu en raun hefur á orðið, einfaldlega vegna þess að meira vinnuafl hefur ekki verið til. Þess er einnig vert að geta, að hér í Reykjavík hefur á síð ustu árum verið byggt miklu meira en svarar til íólksfjölg- unar. Samt er það rétt að hús- næðisvandræði eru í höfuð- borginni, eins og lengst af hef ur verið hér — og raunar má segja að sé alþjóðlegt fyrir- bæri í borgum í vexti. Astæðan til húsnæðisvand- ræða, þrátt fyrir það að meira er byggt en svarar til fólks- fjölgunar, er auðvitað sú, að menn nota nú meira íbúðar- húsnæði en áður. Þeir, sem áður leigðu frá sér hluta hús- næðis síns, taka það til eigin nota með batnandi afkomu o. s. frv. En þegar húsnæðisvand- ræði eru og erfiðleikar við útvegun lánsf jár til íbúða- bygginga, er eðlilegt, að um þetta vandamál sé rætt, og ánægjulegt er, að það er nú vaxandi skilningur á því, að verðbólguna verður að stöðva til þess að treysta lánasjóðina. REYNSLA AF VINSTRI STJÓRNINNI T^egar rætt er um húsnæðis- * málin og árásir þær, sem stjórnarandstæðingar gera á Viðreisnarstjórnina, vegna þess að henni hefur ekki tek- izt að fullnægja lánaþörf hús- byggjenda, verður ekki hjá því komizt að minna á reynsl- una af vinstri stjórninni í þessu sambandi. Mánaðarlegar lánveitingar minnkuðu til húsbyggjenda úr 8,7 miilj. í 3,9 millj. að meðaltali á tímum vinstri stjórnarinnar. Þar að auki voru meðallán út á íbúð fyrir viristri stjórn 55 þús. kr., en á Profumo vinnur aö líknarstörfum Profumo og írú. I»EIR, sem mest komu við sögu í Profumo-hneykslis- málinu svonefnda í Bretlandi s.l. sumar eru nú horfnir úr sviðsljósinu. Fyrir skömmu skýrðu blöðin }>ó frá því að John Profumo, fyrrv. hermála ráðherra, ynni nú að líknar- starfsemi í fátækrahverfi JL.undúna, Christine Keeler saumar póstpoka í fangelsinu, Mandy Rice-Davies syngi í næturklúbbum á meginlandi Evrópu og ívanoff, fyrrv. flotamálaráðunautur sendi- ráðs Sovétrikjanna, hefði verið sýknaður af herrétti. Herrétturinn kvað upp þann úrskurð, að ívanoff hefði átt vingott við Keeler samkvæmt fyrirskipunum yfirmanna sinna. ★ f»að var fyrir rúmum mán uði, sem John D. ProiÉuimo hringdi til Walters Birming ham, forstöðumanns lílcnar stofnunarinnar Toynbee Hatl í fátækrahverfi Lundúna, og spurði hvort þar væri nokkuð að starfa fyrir hann. „Kondu hingað. Við skul- um ræða saman“, sagðist Birmingham hafa sagt og bætti við, er frttamaður „The New York Teirnes" ræddi við hann. „Ég er altltaf þakklátur, þegar mér bjóðast starfsmenn með hæfileika Profumos." „Profumo kemur hingað fllesta daga vikunnar,“ hélt Birmingham áfram, „hann er að kynna sér starfseroina og ég lít á hann sem sérlegan að- stoðarmann minn, en sáðar mun hann sennilega taka að sér umsjón trieð einhverri sér stakri grein líknarstarfsem- innar.“ Profumo vinnur kauplaust í Toynbee Hall, en það kem.ur ekki að sök fyrir hann því að hann er mjög vel efnaður Hann og kona hans, leikkon an Valerie Hobson, búa í sbóru húsi á einum fegursta stað Lundúna, ★ Svo vikið sé að Christine Keeler, gleðikonunni, sem kostaði Profumo ráðherraem- bættið, þá situr hún í fang- elsi. Það var í ha-ust, sem ung frúin var handtekin og dærod í níu mánaða fangelsi fyrir meinsæri í máli eins elsk- huga síns, Jamaikabúans Keeler saumar póstpoka Keeler „Luey’* Gordon. Christine hefur hagað sér mjög vel í fangelsinu og unnið baki brotnu við að sauma póst- poka. Talið er að henni verði sleppt í byrjun næsta mánað- ar vegna góðrar hegðunar en þá hefur hún aðeins setið inni í sex mánuði. Vinkona Christine Keeler, Mandy Rice Davies, sem kvaðst æbla að verða önnur „Lady Hamilton”, syngur nú á næturklúbbuim í V.-Þýzka- landi og Frakklandi. Hún trú lofaðist nýlega greifa einuim, en sá ljóður er á ráði hans, að hann er kvæntur og hefur ekki einu sinni látið sér detta í hug að sækja um skéln að. En Mandy líkar vel að skemmta á næturklúbbunum og stórfé græddi hún á endur minningum sínum, sem komu út um áramótin. ★ Af aðalpersónum Profumo- málsins hefur minnst verið ræbt um sovézka flotamála- ráðunautinn Eugen ívanaff, enda var hann kallaður heim til Sovétríkjanna skömmu áður en hneykslimátið komst í hámæli. Fregnir hermdu, að hann hefði verið lokaður inoi á geðveikrahæli, en síðar voru þær bornar til baka og haft eftir áreiðanlegum heim ildum, að ívanoff hefði verið rekinn úr flotanum og laun hans lækkuð um helming með an rannsókn stóð í máli hans Þann bíma var hann skipstjóri á listisnekkju á Kaspíahafi. Fyrir skömrou kvað her- réttur í Leningrad upp úr- skurð í máli ívanoffs og var hann sýknaður af ákærum varðandi Profumo-málið. í úr skurði réttarins segir m.a. að ■ ívanoff hafi fengið fyrirsikip un um að eiga vingott við Christine Keeler og yfirmenn hans hafi vitað um samband þeirra. Talið er að með aðstoð Keeler og vinar hennar Step hens Wards, hafi ívanoff átt að reyna að kynnast brezkum ráðherrum og heldri mönn- um. Rétturinn í Leningrad slær þvi föstu, að ívaiwyff hafi ekki varpað skugga á heiður Sovétríkjanna með framferði sínu í London ívanoff hefur nú aftur tekið við stöðu sinni í flotanum og verið á ný sæmdur heiðurs- merki, sem bekið var af hon- Ur féll í máli hans stvbti hann London. ívanoff sýknaður af herrétti tímum vinstri stjórnarinnar aðeins 36 þús. kr. Byggingarkostnaður 100 fer metra íbúðar hækkaði á tím- um vinstri stjórnarinnar úr 280 þús. kr. í 375 þús. kr. Af þessu öllu leiddi minnkandi byggingarframkvæmdir, en í- búðarframkvæmdir höfðu stóraukizt árin áður en vinstri stjórnin tók við völdum. Árið 1954 var byrjað á 596 íbúðum umfram þær, sem lok ið var, árið 1955: 922 og 1956: 335 íbúðum. En árið 1957 var svo komið, að byrjað var á færri íbúðum en árið á undan. Tala íbúða í smíðunrx lækk- aði jafnt og þétt á tímabili vinstri stjórnarinnar. Það skal játað að enn minnkuðu byggingafraimkvæmdir nokk- uð á fyrsta ári Viðreisnar- stjórnarinnar, en síðan hafa framkvæmdir aukizt eins og kunnugt er. Áframhaldandi verðbólgu- þróun mundi þó vafalausí draga úr byggingarfram- kvæmdum á ný, og þess vegna er brýn nauðsyn að stöðva yíxlhækkanir kaupgjalds og verðlags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.