Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 23
Fimmhirtasrur 14 maí 1964 MORGUU*»' AOIÐ 23 Tilkynnlng frá bókaverði: Menningarvitinn í IVIorgun- blaðshöllinni logar ekki MÉR er sama hv-að hver segir, mér finnst það virðingarvert Ihversu þessi orðprúða kempa og yfirlætislausa, hann Sigurður A. Magnússon, hefur lengi setið á strák sínum. Er það nokkur furða þótt upp úr sjóði, þar sem þessi jþarfi þegn, sem lætur aldrei satt kyrrt liggja hefur verið hundeltur í fleiri mánuði af „hundingjum og kjaftforum sótröftum", sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Nú er lika mælirinn fullur og Sigurður reið ir hnefann til höggs og les skelk uðum bókaverði pistilinn. Rétt er að játa það undir eins, að mér er það hulin ráðgáta hvers vegna að sannleikspostulinn kallar pist- il sinn „vind'högg“. Það er ekki ofsögum sagt af hæverskunni í þessum manni. Ef ég á að segja eins og er, þá var þetta rothögg og þag svo vel úti látið, að ég raknaði ekki úr rotinu fyrr en í gær. Röksemdafærsla fararstjórans er til fyrirmyndar sakir heið- ríkju í hugsun og heiðarleika í málflutningi. Stundum svellur 'honum að vísu svo móður, að bonum verða á smá yfirsjónir eins og t.d., þegar hann sakar mig um að hafa hagrætt orð- um sínum „í samræmi við eigin þarfir". í „greinarkorni" mínu stendur tilvitnun í leikdóm bók- menntafræðingsins og hljóðar svo, að Táningaást sé „ekki sneið af veruleikanum“ og nákvæm- lega það sama- stendur hjá Sig- urði „sannleikselska“, en þetta er að margra hyggju mergurinn málsins. Lesendur góðir, virðist ykkur ekki „hagræðing“ mín vera lævís og stórsnjöll í senn? Menningarvitinn mikli logar skært! _____________ — Hugleiðing Framhald af 10. síðu urinn þinn að siðustu vegina jafni. Og þér vinn ég, konungur það, sem ég vinn, og því geng ég hiklaust og vonglaður inn, í frelsandi framtíðar nafni. — Ekki hefði ég getað séð neitt við það að athuga, að þetta fagra erindi hefði verið tekið inn í ís- lenzku sálmabókina. Hvað er sannleikanum æðra? Kristur sagðist vera konungur hans. Séra Rögnvaldur Pétursson lét syngja þetta erindi við hverja messugjörð í sinni kirkju, áður en hann steig upp í stólinn. Þannig eru takmörkin milli sálms og kvæðis, sem betur fer, oft ekki skýr. Þess má geta, að sálmurinn Ó, guð vors lands var ekiki tekinn inn í sálmabók, með- an Matthías lifði. Erlendur Jónsson er með nokkrar bollaleggingar um það, hvað hafi valdið því, að tón- skáldið kvaðst í fyrstu ekki treysta sér til þess að gera lag við texta Matthíasar og skáldið varð margsinnis að ítreka áskor- un sína. Erlendur spyr: „Þótti Ihonum ekki textinn heppilegur til söngs? Eða var hann kannski lí vafa um, að Matthías lyki nokkurn tíma við sálminn?" Síðara atriðið kemur ekki til mála. Fyrsta erindið gaf nóg til- efni til lags, enda er áhrifaþungi lagsins svo mikill, að flestum mun geðjast bezt að því að heyra aðeins eitt erindi sungið eða leikið. Það hefði ekki heldur mikils verið misst, þótt Matthías hefði aldrei prjónað neðan við fyrsta erindið, úr því honum dapraðist svo mjög flugið. Hitt þykir mér líklegra, að tónskáldið hafi í fyrstu fundið vanmátt hjá sér til þess að gera tónverk, sem á allan hátt gæti staðizt samjöfnuð við hið innblásna erindi Matbhíasar. Þó þykir mér líklegast, að hann hafi ekiki vilj- að lofa neinu, fyrr en hann væri Gæsalappir eru greinarmerki, sem fararstjórinn tekur mjög persónulega afstöðu til, þar sem hann álítur, að það, sem stend- ur innan þeirra, sé eignað sér. Mikið má af þessum manni læra! Vegna þess að ég er nú algjör byrjandi í þessari nýstárlegu greinamerkjafræði, þá langar mig til að leggja eina spurningu fyrir meistarann: „Hvor okkar á að eigna sér orðin „raunsæi," „rómantík“, „sýimbólis'mi“ og „eplk“, sem standa öll innan gæsalappa í svargreininni skel- eggu? (Fyrirfinnast hins vegar ekki hjá mér. Þó þetta sé kann- ski kjánaleg spurning, þá er ég sannfærður um, að fararstjórinn er maður til að svara henni greindarlega. Bókmenntafræðingurinn er þeirrar skoðunar, að Táningaást sverji sig í ætt við ,;beztu verk samtímans", en segir engu að síður um það bil 30 línum neðar ekki kannast við að hafa hafið Táningaást til skýjanna. Hversu góð eru beztu verk samtímans? Það má vera, að venjulegir les- endur eigi bágt með að skilja þetta, en við getum huggað okk- ur við það, að þankagangur bók- menntafræðingsins er flókinn og sennilega jafnórannsakanlegur og vegir drottins. Enn sækir hann í sig veðrið og svífur hátt á vængjum vizku sinnar. Enda þótt gullinu sé víða stráð, þá langar mig sérstaklega til að tína eftirfarandi gullkorn upp af fjöru gullgerðarmannsins góða: „Hins vegar lagði ég engan dóm á raunsæisverk út af fyrir sig og tel þau vera í fullu gildi, bæði eldri og yngri, þó „mörg beztu verk samtímans“ flokk- viss um að geta efnt það með særnd, eins og góðra drengja er háttur. — En lagið kom, og þar með varð til einn af gimsteinum íslenzkar listar, ljóðs og tóna. Umiþenkingar Erlends Jóns- sonar um Lofsöng Matthíasar þykir mér vera heldur barna- legar. Honum er ekki vel við það, þegar skáldið segir, að við lifum sem blaktandi strá, og hann segir, að Matt'híasi fari hér sem oftar, þegar hann beri manninn saman við almættið, að honum ógni sá stærðarmunur. —- Þótti fáum mikið! Einstakl- ingar og þjóðir koma fram á sjónarsvið sögunnar og hverfa þaðan aftur. Maðurinn, sem þekkir aðeins hið takmarkaða, skynjar smæj sína og hnattar síns, þegar hann beinir hug sín- um að eilífðinni og takmarka- lausri víðáttu og hnattamergð geimsins. Slikar hugrenningar smækka ekki, heldur stækka, valda þenslu í sálarlífinu, fyllri yfirsýn og fráhvarfi frá því lág- kúrulega og hversdagslega. Yfir- læti og mikilmennskutilfinning stækka engan. Ríkisútvarpið gerði þjóðsöng okkar þann vafasama greiða um árabil að% leika lagið á hverju kvöldi i dagskrárlok. Um þetta segir Erlendur Jónsson: „Ég hef séð góða borgara taka undir sig stökk og hendast í loftköstum til að slökkva á útvarpstækinu svo að þeir þyrftu ekki að heyra þjóðsönginn við dagskrárlok. Það var nú öll hrifningin“. — En getur greinarhöfundur bent á nokkurt tónverk í öllu tónverka- safni heimsins, sem þyldi það að vera leikið á hverju kvöldi ár eftir ár og alltaf væri hlustað á það með jafnmikilli hrifningu. — Þetta, að „góðir borgarar" flýttu sér svo mjög, að þeir „tóku undir sig stökk og hentust í loftköstum" til þess að slökkva á tækinu, áður en Ó, guð vors lands var leikið, sýnir virðingu þeirra fyrir þjóðsöngnum, því ist ekki undir þá bókmennta- stefnu, — leikrit eftir höfunda eins og Brecht, Dúrrenmatt, Frisch, Beckett, Anouil'h, Adam- ov, Ionesco, Girandoux T!S. Eliot, Christopher Fry, Tennessee Willi ams Maxwell Anderson o.s. frv“. Ekki lækkar hann flugið, þeg^r hann segir svo nokkrum væng- tökum síðar: „þegar öll kurl koma til grafar, er hvert gott skáldverk raunsætt í þeim skiln- ingi, að það birtir okkur veru- leikann eða einhverja þætti hans í nýju og skýrara ljósi. Þetta á jafnt við um Ionesco og Ibsen“. Ionesco? Kemur það ekki eins og skrattinn úr sauðaleggnum að bendla þennan einbeitta boðbera „óraunsæis (þ.e. absurdisma)" við „raunsæisverk". Rökfimi bók menntafræðingsins er slík og flokkunarvélin í heilabúi hans svo vel smurð, að það er enginn galdur fyrir hann að skiþa Ionesco og I'bsen í sama bráða- birgðaflokkinn, ef honum býður svo við að horfa. Menningarvit- inn mikli logar skært! Ég bið ykkur velvirðingar á því að vitna rétt einu sinni í þessa margumræddu málsgrein: „Táningaást sver sig að því leyti í ætt við mörg beztu verk sam- tímans, að það er fyrst og fremst „leikhús" — ekki raunsæ stæling á viðburðum daglega lifsins, ekki ,7sneið af veruleikanum. .“ Orðið „leikhús“ í íslenzku þýð ir hús, þar sem leikir eru sýndir í. Leikhús hefur ekki jafnvíð- tæka merkingu eins og t.d. enska orðið „theatre". Menntaðir les- endur hljóta samt sem áður að sjá, að bókmenntafræðingurinn ætlast til þess að lagður sé er- lendur mælikvarði á íslenzka orð það hefði verið lítilsvirðing gagn vart honum að slökkva þá fyrst þegar byrjað væri að leika hann. Annars hef ég heyrt umkvart- anir um það, að nú er hætt að leika lagið á bverju kvöldi að lokinni dagskrá, því ýmsum var þetta helgistund kvöldsins. — En ég álít, að útvarpsráð hafi farið rétt að. Ofnautn lífsgæðanna getur vakið leiða. Þá segir Erl. Jónsson, að raunalegt sé að heyra lagið leik- ið í sömu andrá og þjóðsöngvar annarra þjóða, sem séu margir hverjir liflegir og hressilegir. — Þjóðsöngvar eru með ýmsu móti og vekja ýmsar tilfinningar. 1 sumum rpá heyra vopnabrak og háttbundið hljóð þrammandi hersveita, aðrir eru fjörlegir og enn aðrir vekja lotningu. Okkar þjóðsöngur er þeirrar tegundar. Hann vekur lotningu og hrifn- ingu vegna listgildis sins. — Ýmsar þjóðir eiga tvo viður- kenda þjóðsöngva. Til þess liggja ýmsar' ástæður. — Því verður ekki neitað, að lagið Ó, guð vors lands er ekki heppi- legt sem þjóðsöngur, þar sem mjög erfitt er að syngja það. Ég álít, að þann söng ætti aðeins að nota við hátiðleg tækifæri. Lag Kaldalóns við texta Eggerts Ólafssonar: ísland ögrum skorið er mjög fallegt og nýtur vaxandi vinsælda. Kvæðið er laglegt og elskulegt, þótt ekki sé þar neinn stórbrotinn skáldskapur. Hægt væri að nota það sem þjóðsöng jafnhliða Ó, guð vors lands. Fleiri lög gætu ef til vill komið til mála. Eg er ekki hrifinn af þeirri hugmynd Erl. Jónssonar að fara að setja einhverja listamenn í það að gera ljóð og lag, sem svo væri haft fyrir þjóðsöng. Við þjóðsöng verða helzt að vera bundnar einhverjar minningar. Og þjóðsögur verður að ávinna sér ást og hrifningu þjóðar smátt og smátt vegna langra kynna. Einar M. Jónsson. ið „leikhús“. (Gæsalappir eru til margra hluta nytsamlegar!).- í einfeldni minni hefði ég þó hald- ið, að heppilegra hefði verið að nota orðið „leikskapur" (sbr. skáldskapur) eða annað orð svip aðrar merkingar og þá hefði setningin hljóðað svona: „Tán- ingaást sver sig að því leyti í ætt við mörg beztu verk samtímans, að það er fyrst og fremst „leik- skapur", ekki raunsæ stæling á viðburðum daglega lífsins, ekki ,,sneið af veruleikanum....“ Eftir orðum gagnrýnandans að dæma þá er það aðaleinkennið og höfuðkosturinn við „beztu verk samtímans“ að þau eru fyrst og fremst góg leikhúsverk. Ef þetta er rétt, þá er eðlilegt að álykta sem svo, að eldri leikrit frá liðnum tíimum séu lakari leik húsverk, en þetta sjónarmið mun mörgum finnast all annarlegt og fyllir undirritaður þann flokk. Allir góðir sjónleikir eru vitan- lega góð lei'khúsverk hvort sem þau eru eftir samtíðarmenn okk- ar eða forfeður. Sumum væri ef- laust hollt að festa eftirfarandi ummæli enska lei'kdómarans, Miltons Shulmans, í minni: „Það sem mestu máli skiptir, að minu áliti, er að s'kapa listamönnum skilyrði til að gera tilraunir og tjá sig á þann hátt sem þeim er eiginlegast. Ég hugsa, að nú séu sennilega fleiri gagnrýnendur reiðubúnir að viðurkenna ný- tízkuleg leikrit og góð en nokkru sinni áður. Ef nokkuð er, þá er ég ekki frá því, að það gæti tals verðrar tilhneigingar hjá gagn- rýnendum að vera helzt dómharð ir og hlífðarlausir, þegar þeir skrifa um leikrit í hefðbundn- um stíl, en hrósa hins vegar öll- um nýjum verkum, þótt þau séu ekki nýtízkuleg neira að nafn- inu til eða þá bara stæling á nýrri aðferð. Mér finnst það því mestu máli skipta, að ekki sé sett upp mark, sem leikskáldum og öðrum leik'húsmönnum beri að keppa að .... Hver er t.d. kom- inn til að segja, að Beðið eftir Godot sé betra leikrit en Heilög Jóhanna? Það er ekki betra leikr rit,_ það er allt annað leikrit.“ Ég vona, að bókmenntafræð- ingurinn kippi sér ekkert upp við það, þótt hann sé dreginn í dilk (hann er sjálfur engin lið- leskja í dilkadrætti) með þeim gagnrýnendum, sem „hrósa nýj- um verkum, þótt þau séu ekki nýtízkuleg nema að nafninu til eða þá béu'a stæling á nýrri að- ferð?“ Sigúrði A. Magnússyni er sú list lagin að setja fram hugsanir sínar af skýrleika og nákvæmni eða hitt þó heldur! Fararstjórinn sér ekki aðeins allt í þoku í gegn um „móða rúðuna" sína heldur er hann líka með malinn fullan af óskýrgreindum hugtökum, sem hann vill fá samferðamenn sína til að kingja hráum. Nei takk, ég hef enga lyst á slíku. Mikið þyrfti ég að vera aðfram- kominn af andlegum sulti til að leggja mér annað eins til munns. Það er ekki vinnandi vegur að Nýr bátur, Hugrún til Bolungavíkur BOLUNGAVÍK, 8. maí. — í fyrrakvöld kom hingað til Bol- ungavíkur nýr 206 smálesta stál- bátur, eign Einars Guðfinnsson- ar h.f.. Þessi nýi bátur, sem hlot ið hefur nafnið Hugrún, er smíð- aður í Marstrand í Svíþjóð skv. ströngustu kröfum norska Verit- as og Skipaskoðunar ríkisins og búinn öllum nýjustu og full- komnustu siglinga og fiskileita- tækjum sem völ er á. Aflvélin er 675 ha Polar dís- el og mun þetta vera fyrsta vél- in af svokallaðri F gerð, sem til landsins kemur. Ljósavélin er Bolinder 71 ha. Ganghraði í reynsluferð vair 12 sjómilur, en meðalhraði á heimsiglingu 10,5 og.ll sjómílur. Létu þeir Leifur Jónsson skip- stjóri, en hann sigldi skipinu heim, og Benedikt Jakobsson vélstjóri í ljós sérstaka ánæigju með sjóhæfni Hugrúnar og töldu það jafnast á við það bezta sem þeir þekktu eftir þeirri reynslu sem fékkst á heimleiðinni í rysjóttu veðri. Þetta nýja skip er hið glæsi- legast hvar sem á er litið, vist- arverur bjartar og rúmgóðar og vel og smekklega frá öllu gervg- ið. Hugrún fer til síldveiða ein- hvern næstu daga. — H.S. brjóta hugsanir Sigurðar til mergjar. Þeir sem gera sér það ómak kornast brátt að raun um, að í þeim fyrirfinnst enginn mergur. Menningarvitinn í Morgun- blaðshöllinni logar ekki. Sú var tíðin, að hann logaði, en hann hafði samt sem áður þá einkenni legu náttúru að vera einlitur. Hvort sem íslenzka þjóðin siglir eftir slokknuðum menningarvita eða einlitum, þá hlýtur það að enda með þeim ósköpum, að hún siglir menningu sinni i strand »g þá verður um seinan að segja hart í bak. Svo er guði fyrir að þakka, að ýmsir eru þeirrar skoð unar, að íslenzkri menningu sé betur borgið annars staðar en i járngreipum einstefnustjórans einbeitta. Væri ekki réttast að láta leik- ritið mitt, leikdómarastarfið, sjónvarpsmálið og gulu pressuna liggja á milli hluta? Haltdór Þorsteinsson. Aths. Fyrirsögn greinarinnar er höfundarins. ATHCGIfi að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara aft augíýsa i Morgunblaóinu eu öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.