Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 17
Fimmtuda?Ur t4. maí 19S4 MORGU NBLAÐ1Ð 17 UM BÆKUR Árbók Ferðafél. íslands AUSTNR-HÚNAVATNSSYSLA ettir Jón Eyþórsson, Ferðafélaff íslands, 1964. Ferðafélag íslands var stofnað árið 1927, og árið eftir kom út fyrsta árbókin. Fremst í henni voru prentuð bráðabirgðalög fé- lagsins. >ar var meðal annars tek ið fram, að félagið ætlaði að gefa út „ferðalýsingar um ýmsa staði“. Mikið vatn er til sjávar runnið, síðan þetta fyrirheit var á skjal fest. Stofnendur félagsins eru sumir dánir, aðrir orðnir gamlir menn. En sú áætlun, að gefa út „ferðalýsingar um ýmsa staði“ hefur verið framkvæmd og meira en það. Árbókin hefur komið reglulega út, frá því hún hóf göngu sína, og langoftast hefur hún fjallað um tiltekinn lands- hluta, byggðir eða óbyggðir. Fyrstu árbækurnar voru frem ur rýrar í roðinu. Þær voru fyrst og fremst sniðnar fyrir ferða- menn: stuttar iandlýsingar, upp- lýsingar um leiðir og fyrir- greiðslu, heilræði um ferðalög og svo framvegis. En um leið og félaginu óx fiskur um hrygg, sprengdi árbókin utan af sér þann þrönga stakk og varð að gagngeru fræðiriti, ýtarlegri sögu þjóðarinnar. Eftir það var bókin ekki aðeins miðuð við ferðamenn heldur og fræðimenn og áhugamenn, og verður sá fróð leikur vissulega því dýrmætari sem fram líða stundir. Hversu árbókunum hefur verið tekið, má gerst marka af því, að þær eru nú orðnar mjög dýrar í endursölu og fiokkast með kjör- gripum, þegar þær rekur á fjör ur fornbókasala. Svo mörgum svæðum hafa nú verið gerð skil í árbókunum, að fáir landshluiar eru eftir, og vant ar lítið á, að þær myndi til sam- ans eina, samfelida íslandslýsingu Höfundarnir eru að sjálfsögðu orðnir margir. Félagið hefur á hverri tíð leitað til ritfærra manna, sem kunnugir eru á þeim slóðum, sem fjalla skal um. Þótt félagsstjórnin hafi annazt rit- stjórn, væri ti! of mikils mælzt, að fullkomið samræmi væri með öllum bókunum. Slíkt er ógerlegt þegar margir menn vinna verkið. Menn hafa svo ólík, persónuleg sjónarmið. Einn leggur mest upp úr landlýsngu. Annar kann bezt skil á jarðfræði. Og sá þriðji set ur á oddinn sögulegan fróðleik. AUt er þetta fróðleikur um landið sem ferðamenn jafnt sem fræði- menn láta sig skipta. Og samræmi bókanna er ekki minna en svo, •ð öllum þessum þáttum eru gerð góð skil í þeím fiestum, þótt sér hver höfundur haldi að sjálfsögðu eigin sjónarmiðum. Annars er höfundum árbók- •nna mikill vandi á höndum. Hlutverk bókanna er meðal ann- •rs að vera i'eiðarvísir fyrir ferða menn. En ferðamenn eru misjafn- lega kunnugir og hafa ólík tæki- færi til að kynnast héraði og um hverfi. Þeir, sem ferðast í fræði- Jegum tilgangi eða sem fylgdar- ménn annarra, þurfa að hafa til- tækar sem nákvæmastar upplýs- ingar á staðháttum umhverfisins. Aðrir, sem fara fijótt yfir og sjá heilt hérað í sjónhendingu og hafa ekki hugmynd um staðhætti fyrirfram, geta ekki fest í minni nema lítinn hluta örnefna. Lang- •r nafnaþulur verða fyrir þá sem dauður bókstafur. A að miða árbækurnar við ein- hvern þessara hópa eða fara milli veginn? Það þarf taisverðan kunnugleika til að festa í minni nafn hverrar iækjarsprænu og hvers hóli,' að ekki sé talað urn •taksteina og hundaþúfur í heil- um hreppum. Langt að komnum ferðamanni dettur slíkt ekki í hug. Hins vegar vill hann fræðast um helztu kenuileiti: hæstu fjöll og heiðar, ár og vötn, sögustaði og stórbýli á leið sinni. Ferða- maður, sem þekkir lítt til, þarfnast ekki meiri fróðleiks en þess, sem rúmast í stuttum, gagn orðum bæklingi, sem hafa má í vasa. En slíkur bæklingur getur varla talizt fræðirit í neinum skilningi. Hitt er óneitanlega meira virði, að geta gengið að tiltölulega ná- kvæmum lýsingum á sérhverju svæði, þegar á þarf að halda. Við það eru árbækurnár auðsjáanlega sniðnar, þótt gildi þeirra sem ferðabæiclinga rýrni að sama skapi. Jón Eyþórsson veðurfræðingur hefur samið árbók þá, sem nú er nýkomin út, og fjallar hún um Austur-Húnavatnssýslu. Árið 1958 kom út bók hans um vestur- sýsluna, svo að lýsing allrar sýsl unnar liggur nú fyrir frá hans hendi. Og bækurnar eru að því leyti heild, að í upphafi fyrri bókarinnar er yfirlit um alla sýsl una og íbúa hennar. Þegar þessar tvær bækur eru bornar saman, kemur í ijós, að síðari bókin, sem fjallar um aust ursýsluna, er miklu nákvæmari, enda er hún nálega tvöfalt lengri. í fyrsta kafla bókarinnar gerir höfundur grein fyrir sýslumörk- um og lýsir heildarsvip byggðar- lágsins. Þá lýsir hann hverri sveit fyrir sig, og eru þær lýsingar næsta nákvæmar frá sjónamiði ókunnugs manris. Firna mörg ör nefni eru upp talin, getið bæja og eyðibýla, svo og ábúenda lífs og liðinna, þeirra sem fram úr hafa skarað eða komið við sögu héraðs ins á annan hátt, sagt frá land- kostum, og er þá víða vitnað til eldri heimilda. Getið er helztu leiða um héraðið, gamalla og nýrra. Síðasti kafli bókarinnar fjallar um heiðalöndin. Höfund- ur getur þess, að nákvæm lýsing þeirra verði að bíða betri tima. Ég vil taka fram, að ég er lítt sem ekki kunnugur á þeim slóð- um, sem lýst er í þessari bók, hef aðeins þotið þar um án teljandi viðkomu, en þess konar ferðalög eru lítils virði til fróðleiks. Ég get því ekki dæmt um, hvernig bókin kemur kunnugum fyrir sjónir og ekki heldur prófað sannfræði hennar. En hvort tveggja er, að Jón Eyþórsson er gagnmerkur visinda- og fræði- maður, snjali rithöfundur og þar að auki Húnvetningur að upp- runa, svo að engin ástæða er til að véfengja áreiðanleik ritsins að óreyndu. En hvernig kemur ritið þá ó- kunnugum fyrir sjónir? Hvað skal segja um hin mörgu örnefni? Fara þau ekki fyrir ofan garð og neðan í vitund ókunnugs les anda, sem grípur bókina og les í einni lotu? Vist er ekki á neins Jón Eyþórsson færi að muna altan þann nafna- fjölda. Hins vegar hefur höfund ur, sem er ritfær í bezta lagi, þann hátt á að krydda lýsingar sínar með stuttum athugasemd- um, sem gera testurinn skemmti- legan og loða betur í minni en þurrar staðreyndir. Ósnortin nátt úra er að vísu heillandi. En samt er það nú mennanna vist, sem gæðir landið lífi. Sérhver bær á sína sögu. Og hólkorn eða lækjar sytra, sem er í sjálfu sér lítt eftir tektarverð, öðlast annan og meiri svip, ef kunnugt er, að þar hafi staðið leiksvið mannlegra örlaga. Það er fyrst og fremst vegna sögu legra athugasemda, að bók Jóns Eyþórssonar er ekki þurr, heldur læsileg, þrátt fyrir nákvæmar staðháttalýsingar og langar upþ- talningar tiibréytingalítilla ör- Höfundarnir við líkanið. Gestur Olaisson lengst til hægri. Líkan af borgarkjarna 330, London Road, Leicester, Engl. 26. apríl, 1964. Hr. ritstjóri. GREIN sem birtist í blaði yðar 11. apríl 1964, þar sem skipu- lagsyfirvöld Stór-Reykjavíkúr framtíðarinnar velta því fyrir sér hvort heldur skuli víkka Lækjargötuna eða Suðuigötuna og hvort Géirsgata skúli byggð í háalofti og hvort Skúlagata framtíðarinnar skúli lögð yfir höfin blá, hefur orðið þess valdarvdi að ég sendi yður nokkrar myndir og blaðaúr- klippu af hugmyrvd um það hvernig leysa megi umferða- vandamál í framtíðinni. Verk- efni þetta, sem unnið var af fjórum enskum arkitektnemum og á þremur vikum hefur vakið talsverða athygli og blaða- skrif víðsvegar um England. Undirstaða verkefnisitvs vorú hugmyndir DERRIG RIGBY CHILDS um héraðaskiputag í Englandi en einn af efnilegustu ungu arkitektum Lundúna D. BRAITHWAITE hafði umsjón með því. í stuttu máli var hugmyndin sú að byggja borgarkjarna með sameiginlegumskrifstofum, verzl unarmiðstöð, leikhúsum, kvik- myndahúsum, kaffihúsum, gisti- húsum söfnum o. s. frv. fyrir nokkrar • borgir á óbyggðu svæði fyrir utan þessar borgir, í þess þess að byggja bygging- ar á verðmætum lóðum í göml- um bofgarhlutum ofaná eða utaní gamlar virðulegar bygg- ingar við götur sem aldrei voru skiþulagðar fyrir þarfasta þjón 20. aldarinnar — bifreiðina. í þessum borgarkjarna væri á hinn bóginn fullkominn aðskiln aður bifreiða og gangandi fólks. Allir að og frá flutningar færu fram undir borgarkjarnanum og þar væru einnig bifreiða- stæði. A efri hæðum borgar- kjarnaus væri þánnig gangandi fólk algerlega laust við þá ónauðsynlegu hættu sem stafar af vélknúnum farartækjum dag .Einstakar borgir eða borg arhlutar væru svo tegnd þess um borgarkjarna með aðalbraut um eða hraðskreiðum eintein ungum. A sama hátt gætu öll Suður nes sameinast um einn sameigin legan borgarkjarna sem bæði væri skrifstofu-, kaupskapar-, skemmtana-, og fræðslumiðstöð er tilheyrði nútímamanum og framtíðinni, en væri ekki lag færing á fortiðinni. Við erum fátaék og fómenn þjóð og höfum hvorki efni á að eyða dýrmætu innfluttu benz íni né vinnustundum í óþarfa snúninga og biðir. Við skyldum því stefna að því í framtíðinni að forðast þær viðjar sem margar stórþjóðir eyða nú milljörðum í að leysa. Virð' ugarfylLst, Oestur Ölafssoa nefna, og skal þó tekið fram, að sá fróðleikur er einnig vel fraca settur. Hitt er svo annað mái, að sá, sem hefur haft nokkru meirt kynni af héraðmu, hlýtur að hafa þeirrrmun meira gagn af bókinnL. Örnefni, sem verkar eins og dauð ur bókstafur á ókunnugan, öðlasí: allt í einu lifc og líf, þegar það hefur í hugskotinu festst við mynd ákveðins staðar. Sjón er sögu ríkari, segir máltækið. Það er erfitt að sctja sér landslag fyrir sjónir af lýsingum einum saman. Bezt mun vera að hlaupai yfir bókina, .áður en ferðazt er um héraðið, en lesa hana síðan gaumgæfilega að lokinni ferð. Búsældarlegt er viða í Húna- þingi, enda hafa verið þar búhöld ar góðir. Hins vegar hefur sýslan ekki verið í hópi þeirra svæða, sem heillað hafa ferðamenn. Veld ur þar hvort tveggja, að fátt er þar um stórbrotin náttúruundur, og skógar eru þar engir, sem að öðru jöfnu d.raga til sín fólk í þessu skóglausa landi — að kalla má. En alfaraleiðin liggur um sýsluna, og allir, sem leggja leið sina um Norður- og Austurland, fara þar um að minnsta kosti. Mai’gt hefur verið skrifað um Húnvetninga. Páll V. G. Kolka hefur í sinu mikla riti, Föðurtún, skilgreint karakter þeirra og bor ið þá saman við nágrannana i öðrum héruðum norðanlands, og hygg ég, að sú skilgreining sé undrasönn. Að vísu segja sumir, að fólkið sé alls staðar eins. Og það 'má vissulega til sanns vegar færa. Maðurinn breytir ekki um eðli eftir því. hvar forsjónin kjálkar honum niður á hnettinum. Hins vegar geta ýmsar aðstæður, land fræðilegar, félagslegar og menn ingarlegar, haft sín áhrif á íbúa landa og héraða og mótað við- horf þeirra og viðmót. Umsagnir um Húnvetninga hafa ekki verið eintóm meðmæli. Á öldinni sem leið voru þar afbrota menn margir, og höfðu sýslu- menn og hreppstjórar ærið að starfa. En það munu einhverjir segja Húnvetningum til hróss, að þeir voru ekki smátækir í afbrot um fremur en öðru. Margir gáfumenn hafa einnig komið úr Húnaþingi, og er á orði haft, að þaðan hafi komið fleiri læknar og ísienzkufræðingar en úr öðrum héruðum þessa lands. Ekki veit ég, hvers vegna þeir hafa svona mikinn áhuga á lækn isfræði. Ef tii vili hefur sá áhugi fyrst vaknað með þeim bannsettu skálkum, sem plöguðu guð- hrædda nágranna og útlenda sjó- menn með voveiflegum glettum á fyrri öld. Afbrotamenn eru jafnan — iðju sinnar vegna — foryitnir um líffæri manna. Áhuga Húnvetninga á íslenzk- um fræðum telja menn hins veg- ar auðveldara að skýra. Hann er rakinn til Þingeyraklausturs. þar var elzta klaustur á íslandi, og þar var lengi blómlegt mennta- setur. Við vitum um ýmis rit, sem þar voru færð í letur, og hlýtur okkur þá að detta í hug, að ein- hver þeirra mörgu rita, sem eng- inn veit, hvar skrifuð voru, hafi líka orðið þar til. Andi slíkrar menningarstafnunar getur hatd- izt lengi, eftir að hún er sjálf liðin undir lok. Jón Eyþórsson lýkur bók sinnl með skrá yfir helztu staðanöfn. „Sleppt er“ segir þar, „flestum nöfnum bæja og byggðarlaga, sem auðvelt er að finna eftir etnis skrá.“ Það er ágalli. Kunnugur maður getur auðveldlega fundið slík nöfn, en ókunnugur ekki. Margar Ijósmyndir eru i bók- inni, þar af fjórar litmyndir, og eru flestar þeirra teknar af ga-mal reyndum ljósmyndurum, sem áð- ur hafa lagt til myndir í árbækur Ferðafélagsins. Myndirnar í þess ari bók eru lakari en í mörgum eldri bókunum, grárri og óskýr- ari. En varla verður sakazt um það við ljósmyndarana. Léleg myndamót hljóta að eiga sök á þvi. Annars er bókin prýðileg I alla staði. Vanandi á Jón Eyþórs son eftir að senda frá' sér fleiri slíkar. Erlendur Jónssoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.