Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLADID Fimmtudagur 14. maí 1964 P> »4 8 UTVARP REYKJAVIK Á SUNNUDAGSKVÖLD 3. maí maí flutti dr. Halldór Halidórs- son, prófessor, fyrra erindi sitt um skólamál í Bandaríkjunum, en þar í landi koma háskólanem- endur í tíma klæddir bláum vinnubuxum, gjaman sokka- og skólausir og halda uppi röfcræð- um við kennara sína. Halldór taldi að við gætum margt lært af Bandaríkjamönnum í skóla- rtjálum, þótt ekki væri hann sér- staklega hlynntur þeim kennslu- máta og umgengnisvenjum, sem ég gat um. Þó sagði hann, að samtalsaðferðin hefði ýmsa kosti ekki síður en fyrirlestra kennslu- aðferðin, sem tíðkazt hefur hér á landi. En eigi taldi hann ráð- legt fyrir okkur að breyta um í þessum efnum. Taldi hann, að betra yfirlit fengist yfir kennslu- efnið með fyrirlestrunum. Erindi Halldórs var hið fróð- legasta. Á mánudagskvöld talaði Har- aldur J. Hamar, blaðamaður um daginn og veg- inn. Kom hann víða vii.. Taldi hann það krafta verk, að við ís- lendingar skyld- um teljast hlut- gengir í sam- félagi við stærri þjóðir. Má það Haraldur J. iíklegast til Hamar sanns vegar færa Hitt er annað mál, hvort ti.vist okkar og menning er nokkuð meira kraftaverk en annarra þjóða, þótt fjölmennari séu. Haraldur taldi það okkur til ágætis, að við ættum engan múg eða „massa“, sem hann nefndi svo, eins og aðrar þjóðir fjöl- mennari. Sjálfsagt er það rétt, að „massi“ þjóðar getur orðið óþægilega fyrirferðarmikill, en er það þó ekki í „massa“ þjóð- anna, sem hið svonefnda heil- brigða almenningsálit sprettur upp, og hefur það ekki sína ókosti líka, ef massinn er ekfci fyrir hendi? Oft hefur maður það á til- finningunni, að hið heilbrigða aln.enningsáLt sé ekki nógu sterkt meðal vor. Kemur það einkum fram í hinu almenna við- horfi til ýmiskonar afbrota. Hér á landi getur maður t. d. tiðum gengið að einhverjum, sem hann telur sig eiga sökótt við eða liggur bara vel við höggi og mis- þyrmt honum svo nærri gengur lífi hans, auk þess sem hann get- ur valdbeitt konur, sem á vegi hans verða, án þess að þuxfa að óttast, að það verði gert heyrin kunnugt, að hann hafi framið þennan verknað. Viða erlendis mun þó algengt, að myndir séu birtar af slíkum mönnum á opinberum vettvangi, til að vara aðra menn við hættunni. Og í sumum löndum gera yfirvöldin jafnvel reka að því að skutla þeim mönnum út úr tilverunni, sem verður það á ag valdbeita konur, til dæmis. Er sú refsins að vísu fjarstæð. En að halda nöfnum ofbeldismanna leynd- um er þó kannske enn fjarstæð- ara. Vantar okkur íslendinga ekki einmitt „rnassa", sem grípur inn í rás viðburðinna í slíkum tilvik- um og heimtar beinlínis og knýr BOSCH loftnetsstcngurnar fáanlegar aftur í miklu úrvali. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. það fram, að nöfn manna, sem ráðast á saklaust fólk og mis- þyrma því, séu tafarlaust birt. I erindi Haralds J. Hamars voru annars margar athyglis- verðar hugleiðingar. Síðar um kvöldið var þáttur- inn „Á blaðamannafundi“. Þar svaraði Tryggvi Ófeigsson út- gerðarmaður spurningum Indr- iða G. Þorsteinssonar og Þor- steins Ó. Thorarensen undir stjórn dr. Gunnars G. Schram. Snérust umræðurnar, sem vænta um útgerðarmál, og þá einkum um þá spum- ingu, hvernig á því standi, að togaraútgerð ber sig jafnilla og raun ber vitni hér á landi, hjá vel- flestum þeim, sem gera út tog- ara, en að því er Gunnar G. Sahr am upplýsti, þá mun vera um þriggja og hálfrar milljónar króna tap á rekstri hvers togara að meðaltali árlega, ef ég man rétt. Annars mátti segja, að Tryggvi Ófeigsson hefði oftast orðið á þessum blaðamannafundi, og ef til vill komust blaðamennirnir minna að með spurningar en æskilegt hefði verið. Tryggvi taldi, að höfuðorsakir fjárhags- erfiðleika togaranna væri t. d. rangskráð gengi oft á tíðum, út- færsla fiskveiðilögsögunnar, og of miklir skattar bæði á togara- sjómenn og útgerðarmenn. Þá ★ HVAÐ HUGSAR Á.V.T.R. HÉR kemur bréf, sem í rauninni hefði átt að fara til A.T.V.R. En úr því að það lenti hjá okkur, þá gerir ekkert til þótt við lesum það yfir. Á um- slaginu stóð þó alla vega VEL- VAKANDI. „Þrír vinnufélagar mínir við höfnina sögðu við mig um dag- inn, þegar við vorum að vinna í stórlestinni á henni Herðu- breið, að kominn væri tími til að kvarta yfir þessum óþverra, sem þeir nefndu neftóbak. Ég, sem er mikill neftóbaks- maður, var þeim innilega sam- mála, því þetta er venjulega mórauður skraufþurr skratti — og alveg lyktarlaus. Margir neftóbaksmenn hafa kvartað yfir því sama. Við vilj- um hafa neftóbakið dökkt, vellyktandi og hæfilega rakt. Sölubúðir ættu að geyma það í ískáp, til að verja það þurrki. Nú vil ég fyrir hönd, eða öllu heldur fyrir nef okkar neytenda spyrja Á.T.V.R. hverju þetta sætir. Hvort þeir séu alveg búnir ag gleyma hvernig framleiða eigi gott neftóbafc. Eða er erfitt að afla taldi Tryggvi, að of hart væri tekið á því, þótt íslenzkum tog- urum yrði það á að fara örlitið innfyrir landhelgislínuna við veiðar sínar og gæti þetta haft ill áhrif á togaramenn. Aðspurður taldi Tryggvi það fjarstæðu, að leggja niður is- lenaka togaraútgerð, þótt hún ætti við tímabundna effiðlei'ka að stríða, sem að visu væru nú ekki nýir af nálinni. Á þriðjudagskvöld flutti Guð- rún Guðlaugsdóttir þátt sinn í „17 ára keppninni", og nefndi hún hann: „Þá var nú gaman og lundin var létt“. Var þetta ekki illa gerður þáttur, og talsvert af honum meira að segja í bundnu máli. En nú held ég, að útvarpið ætti að fara að setja punktinn í „17 ára keppninni". Hlustendur fara bráðum ag fá leið á efninu. Þetta kvöld las Hulda Run- ólfsdóttir „Landsvísur“ ljóð eftir Guðmund Böðvarsson skáld. Guðmundur er tvimælalaust eitt af beztu ljóðskáldum okkar og því vel til fallið að flytja kvæði eftir hann í útvarpið. En ástæðu laust fannst mér að fela konu slíkt hlutverk. Góður flutningur ljóðs er i eðli sínu leiklist, og hvers vegna að setja konu þarna í karlmanns hlutverk? Þótt mörg kvæði Guðmundar séu ylm rík og kliðmjúk, þá er hæpið að kona skili þeim eins vel í flutn- ingi og karlmaður, jafnvel þótt hún sé öll af vilja gerð og lesi á sinn hátt vel upp, eins og Hulda gerði. Það var mesta mildi, að ég tapaði ekki af allri kvöldvök- unni á miðvifcudagskvöldið. þolanlegs hráeínis? Ég óska, að Á.T.V.R. svari þessari spurning u, að hún standi fyrir sínu — og láti okk- ur neftóbakskarla vita, hvort við megum eiga vona á ein- hverju, sem forsvaranlegt er að troða í nasirnar. S. S.“ -k VELLYKTANDI Hér er greinilega mikið vandamál á ferðinni. Persónu- lega sýhist mér neftóbakið yfir leitt nógu dökkt, a. m .k. þegar það er farið að renna niður á efri vörina, sem það á auðvitað ekki að gera. Þag er ekki beint faglegt að láta slíkt viðgangast, en samt kemur þetta fyrir. — En mér er með öllu óskiljan- legt hvemig Á.T.V.R. getur gert tóbakið vellyktandi, nema þá að þeir helli slatta af þessum vökvum, sem þeir selja líka, út í tóbakið — en slífc blanda gæfi tóbakinu auðvitað tvö- falt gildi. Annars er víst ekki rétt að vera að amast við þessu nef- tóbaki. Það er ekki aðalóvinur- inn. En ljóst er, að Á.T.V.R. er aðalóvihur neftóbaksfcarla. Með an ekkert nýtt kemur fram í Saknaði ég þar sérstaklega að missa frásöguþátt Oscars Clau- sens rithöfundar. Ég náði þó siðasta þætti kvöldvökunnar, sj óhrakningasögu frá öldinni, er Jónas St. Lúðvífcsson flutti og nefndi „Á mörkum lífs og dauða“. Var þar greint frá fiskibáti frá Þorlákshöfn, sem lenti í miklum hrakningum, en að lokum var ’öllum skipverjum bjargað af franskri fiskískútu og kom hún þeim á land í Vestmannaeyjum um viku síðar. Skall þarna hurð nærri hælurn. Það var gott að fá enn áminn- ingu um þá hetjubaráttu, sem íslenzkir sjómenn hafa jafnan háð, til að halda liftórunni í þjóðinni. Á uppstigningardag flutti biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson erindi, sem hann nefndi: „Eðli lífsins og tilgangur tilverunnar frá kristilegu sjónar miði“. Sjaldan fá hlustendur betri gest í útvarpið en hann Sigur- bjöm Einarsson. Fer þar saman mikið mannvit, hógvær og rök- fastur málflutningur. Hann taldi ekki skynsamlegt né vænlegt til árangurs að reyna að skýra öll rök tilver- unnar út frá blindum nátt- úrulögmálum, þótt hann teldi vísindalegar rannsóknir á ýmsum mann- lífsfyrirbrigðum síður en svo til- gangslausar til sins brúks. En aldrei gætu þær veitt lokasvar við eðli og tilgangi lífsins. Þetta var eitthvert bezta er- indi, sem flutt hefur verið í út- varpið lengi. En þótt herra bisk- upinn legðist djúpt í heimspeki- málinu getum við afgreitt þetta sem lélega þjónustu. Nef- tóbak á að vera dökkt og vel- lyktandi. ★ ER KENNSLAN DAUÐ? Hingag hringdi frú, sem sagði, að of langt væri gengið, ef lengja ætti skólagöngu barna enn meira. Taldi hún sig mæla íyrir munn margra. Sagði hún, að sumarið væri það stutt hér, að börnum veitti ekki af útiverunni. Þau fengju nóg af innisetunum. Taldi hún áreiðanlega meiri þörf fyrir að bylta kennslufyrirkomulaginu og uýta betur tímann, sem börn eru nú á skólabekk — fremur en að lengja þennan tíma enn. Það væri ekkert leyndarmál, að þorri barna væri haldinn námsleiða — einfaldlega vegna þess, að kennslan væri dauð. Engin ástæða væri til að ætla, að ítroðslan gengi betur þótt skólasetan yrði lengd um einn mánuð á ári. Bömin yrðu bara enn leiðari og nytu enn minni útiveru. Það, sem gera þyrfti, væri ag hræra duglega í öllu kerfinu, kennslufyrirkomulag- inu, fylla það lífi. Þá yrði ár- legum og trúfræðilegum þanka- brotum, þá held ég, að lausn lífsgátunnar heyri enn þá fram- tíðinni til, og tilgangur tilver- unnar liggi enn efcki á lausu fyr- ir mannlegum skilningi og geti því verið vinsæl gestaþraut fram vegis, sem hingað til. Um kvöldið flutti Gils Guð- mundsson alþingismaður erindi um færeyska málvísindamann- inn dr. Jakob Jakobsen (1864- 1918). Var þetta ágætt erindi, fróðlegt og vel flutt. Gils hefur kraftmikla og tóndjúpa rödd, sem nýtur sín vel í útvarpi. I stjórnmálaumræðum minnir hann á Jóhannes skýrara í rót- tækni sinni og spámannlegum alvörulþunga. Þó má vera, að Jó- 'hannes hafi verið enn róttækari, enda minna örlög hans fremur á byltingarmann en stjórnmála- mann úr vinstri armi Þjóðvarnar flofcksins. Á föstudagskvöld flutti Gretar Fells, rithöfundur, erindi, sem hann nefndi „Andlegur þroski“. Leitaðist hann fyrst við að skýra, hvað andlegur þroski væri, og síðan þá margvíslegu kosti, sem væru þvi samfara að hafa öðlast þann þroska. Hann sagði, að andlegur þroski og svo kallaðar dulargáfur þyrftu ekki endilega að fara saman, og stundum væri það jafnvel svo, að dulargáfur væru dragbítur á andlegan þroska. Efnismeðferð Grétars er að jafnaði einfcar vönduð, og þótt menn séu hon- um ef til vill, ekki sammála um allt, sem hann ber á borð fyrir þá, þá verð ur því ekki neit- að, að maðurinn er traustvekj- andi, því hann Framh. á bls. )9 angurinn miklu betri — jafnvel þótt skólasetan yrði þá stytt. Eitthvað á þessa leið mælti frúin. Henni var svo mikið niðri fyrir að ég náði nú ekki nema öðru hverju orði. En þetta verður ag duga. Málið er svo umfangsmikið og margbrot ið, að vonlaust er að reyna að gera því einhver skil hér í dálkunum. Það er líka auð- veldara að benda á það, sem miður fer, en að koma með breytingartillögur, sem eitt- hvert vit er í — og rökstyðja þær fullkomlega. Ég held samt að frúin hafi nokkuð til sms máls. ★ EKKI MEÐ ÖLLUM MJALLA Loks er hér að vanda ein stutt saga að austan: Sovét- borgari fór á kjörstað til að greiða atkvæði í almennum kosningum í Sovétríkjunum — nýlega. Var honum afhent inn- siglað umslag, sem honum var sagt að stinga í atkvæðakasss- anna. Þegar hann opnði um- slagið til þess að athuga kjör- seðilinn, ætlaði fulltrúi hins opinbera -að grípa fram fyrir hendurnar á háttvitum kjós- anda. „En ég ætlaði bara að at'huga hvern ég væri að kjósa“, sagði háttvirtur kjósandi. „Ertu með öllum mjalla, maður?“, hrópaði fulltrúi hins opinbera — „Veiztu etoki, að kosningin er leynileg?" mætti, einkum Tryggvi Ófeigsson Signrbjörn Einarsson biskup Grétar Fells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.