Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 14. maí 1964 r JOSEPHINE ED(?AR~ L GAR; 1 FIA eftirtekt á orðræður þeirra og komst að því, að Darv væri nokkr um árum eldri en Fía, að hann ætti nóga peninga og að hann hefði gefið Fíu margar verð- mætar gjafir, og tilbæði hanar. Þetta kvöld þegar við heyrð- um til pabba, sátum við og bið um og gátum okkur til um, í hvers konar skapi hann myndi vera. Það hafði nú engin veruleg rimma verið síðan mamma dó, af því að Fía lét beinlínis eins og hún sæi hann ekki. En þegar hann nú hrinti upp hurðinni og stóð þarna og horfði á okkur, varð ég hrædd. Hann var drukk inn. — Eg verð að fá peninga, Soff ía! sagði hann hrottalega. — Eg þarf að fá peninga og það strax! Nú var hann hvorki vælandi, biðjandi eða hótandi. Til þess var þörfin hjá honum of mikil. Þó að hann væri erkilygari, sagði hann satt í þetta sinn, aldrei - þessu vant. — Eg skulda Jack Helner tutt ugu pund. Eg verð að fá þau í kvöld annars kemur hann mér í bölvun. — Eg á engin tuttugu pund. — En þú getur fengið þau, sagði hann með ákafa. — Dan Brady gefur þér þau undir eins, og meira ef þú ferð fram á það. Eg heyri, að hann vilji giftast þér. — Eg ætla ekki að fara að biðja Dan Brady um peninga handa þér. Biddu hann um þá sjáifur. Hann brýndi raustina. — Eg var að segja þér, Soffía, að ef ég borga þetta ekki í kvöld, gera þeir mig að ómögulegum manni! — Það hefðirðu átt að athuga áður en þú fórst að tapa pening um, sem þú áttir ekki. Hann kreppti hnefana, og gekk eitt skref í áttina til henn ar. — En Dan gefur þér þá undir eins. Það veit ég. Á ég að láta hálfdrepa mig, af því að þú fæst ekki til að biðja hann um þá? Hún stóð upp og sagði hvasst: — Eg er búin að segja þér, að mér dettur það ekki í hug. Eg bið engan um greiða fyrir sjálfa mig og þá ekki heldur fyrir þig. Það er afmælisdagurinn hennar SYSTIR Rósu litlu í dag. Þú gerir svo vel og lætur okkur í friði! Nú sleppti hann sér alveg. Það var skakkt hjá Fíu að fara að nefna mig með nafni, því að það beindi reiði hans að mér. Hann snaTsneri sér við og sópaði öllu sem á borðinu var, niður á gólíið. — Svo það er afmælisdagur- inn hennar? Þessarar fínu dömu! Alltaf eru til péningar handa henni, rétt eins og meðan mamma hennar lifði, en engir handa mér. Peningar fyrir föt og skólagöngu handa þessari krakkavæflu, sem ætti að vera farin að vinna fyr ir sér. Þið þykizt allar eitthvað meira en ég. Eg ætla nú samt að láta þig vita, að ég er faðir ykk ar, og get rekið ykkur út á göt una, og m ætla ég líka að gera. Hann kom »uga á nýja, rauða jakkann minn og greip hann. Eg æpti upp þegar ég sá, að hann ætlaði að rífa hann og þaut til hans til að reyna að-bjarga jakk anum. En hann sló mig í andlit ið, svo að höfuðið á mér hrökk tiil baka og ég sá ljósglampa fyrir augunum. Svo mundi ég ekkert fyrr en ég raknaði við, með höf- uðið á öxl Fíu, og blauta tusku á enninu, en með sáran verk i kjálkanum. — Hún er að jafna sig, sagði Minna frænka og hjálpaði til að lyfta mér upp á legubekkinn. Eg lá þar og horfði á Fiu. Hún gekk aftur að eyðilagða teborðinu og sat þar með höndina kreppta um fótinn á lampanum, en gult Ijós ið skein á fallega andlitið á henni, með liðuðu hárkrónunni. Seinna sagði Minna mér, að Fía hefði gripið lampann og hót að pabba að kveikja í honum og húsinu með, ef hann léti mig ekki í friði. En hann sást nú hvergi. Minna frænka fór að tína upp brotin og koma stofunni í lag aftur. — Hann kemur aftur, sagði hún þreytulega. Hún ávarpaði Fíu, — Hvenær er opnað í fyrramálið? sem leit undan:. — Er það satt, að Dan Brandy vilji fá þig fyrir konu? Fía sneri sér við og munnur- inn varð að mjóu striki. — Já, hvað ef svo væri? — Það gæti verið verra, sagði Minna, hóglega. — Hann á nóg til og hann hefur verið þér mjög góður. — Góður? Ætli hann sé mikið öðruvísi en allir hinir? sagði Fía í fyrirlitningatón. — Hann býður heiðarlega borgun í staðinn fyrir lygarnar og svikin hjá hinum, það er allt og sumt. Karlmenn! Þeir eru allir sama tóbakið. En svo stóð hún upp og fór að næla á sig hattinn, en leit um leið um öxl sér og sagði: — Farðu í, Rósa, við förum út sam- an. , — Hvert? BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD , ir og óvanir sveitamenn, sem höfðu enga æfingu í götubardög um. Þannig var frá fyrsta fari ein- dregin samúð með setuliðinu í Petrograd og verkamönnunum, sem höfðu lagt niður vinnu í verk smiðjunum. Ekki rugluðu þeir samt strax saman reitunum, því að margskonar hik og hop átti sér stað, en þegar nokkrir dagar voru liðnir af byltingunni gekk meginþorri hermannanna í lið með verkamönnunum, og úr þessu varð nægi'legt sprengiefni til að þeysa Romanovunum út úr heiminum. Það voru hermennirn ir sem raunverulega gerðu bylt- inguna. En þessi sprenging var samt ekki fyrirfram skipulögð, enda tilgangslaust að setja hana af stað meðan sjálfur múgurinn æddi stjórnlaus áfram, en skipu lag komst fyrst á síðar, þegar stjórnmálamennirnir létu loksíns sjá sig og börðust innbyrðis um völdin yfir þessu ástandi, sem verkamennirnir, hermennirnir og „Svarta fólkið“ hafði skapað af svo miklu' handahófi. Þessi pólitíska valdastreita var hinn raunverulegi harmleikur bylting arinnar, en götubardagarnir ekki. Fram að miðjum marzmánuði gat enginn í Petrograd getið sér til um hverskonar ný stjórn myndi spretta upp af þessu, né heldur hvers skoðanir myndu bera sig- ur af hólmi. Enn er eftir eitt mikilvægt at- riði. Verkamennirnir og her- mennirnir hefðu aldrei látið bylt inguna lánast, af eigin rammleik. Þeir þörfnuðust fjár, foringja og pólitísks skipulags; og allt þetta fengu þeir frá neðanjarðarfélög unum, sem höfðu áhuga á falli keisarans. öreigalýðurinn kann að hafa kveikt byltinguna, en aðrir gerðu hana áhrifamikla og notuðu hana til sinna eigin þarfa. Það, sem við því verðum að at huga, næstu dagana í Petrograd, er losaraleg og sundurlaus ring ulreið, óreglulegar sprungur, ef svo mætti segja, í hinu venjulega yfirborði þjóðlífsins — tilraun. Og þetta er leikur, sem leikinn er við einhver fráleitustu skil- yrði, í nístandi kulda, í skugga- legum götum borgar á ófriðar- tímum, og á árstíð þegar nóttin byrjaði á miðju síðdegi. Ef til vill mætti líkja þessu ö'llu við bjart bál, sem gýs snögglega upp á svörtum ísnum. / Þriðja dag marzmánaðar hafði orðið verkfall í Putilov-verk- smiðjunum í Moskva-Narva-hér aðinu, í mótmælaskyni gegn brottrekstri nokkurra manna. Verkfallsmenn héldu fund og sendinefnd var send á fund verk smiðjustjórnarinnar, til að heimta mennina tekna aftur. Verk- smiðjustjórnin neitaði. Til þessa hafði þetta aðeins verið atvinnu deila og hún lítilsháttar. En nú urðu breytingar í andrúmsloft- inu; verkamennirnir tóku að rifja upp aðrar móðganir og sært stolt þeirra kom til sögunn ar. Þeir fóru aftur til verksmiðju stjórnarinnar með kröfu um hærri laun, og þegar því var neit að, slógust fleiri deildir verk- smiðjanna í hópinn. Þær komu á svokölluðu „ítölsku verkfalli“ eða , setuverkfalli. Svar stjórnar innar var að lýsa almennu verk- banni á alla verkamenn 1 verk- smiðjunum, en það voru um 30 þús. menn alls. Sendinefndir verkamanna fóru þegar til ann arra verksmiðja við Viborg- KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN — Sáuð þér þetta? Hesturinn sparkaði í mig. Ef ég hefði ekki ver- ið svona snarráður og viðbragðs- fljótur...... — Snarráður! Viðbragðsfljótur! Sér er nú hvað! Þér eruð klauiskur, það er nú allt og sumt. Þér ædduð beint að honum eins og fáráðlingur. Þér megið aldrei nálgast hest án þess að láta hann vita af yður. — Þér seiduð mer á leigu mann- drápshest. Ég hafði illan bifur á yður allt frá upphafi. — Nei, þegið þér nú. Af lærðum prófessor að vera eruð þér meiri bjáninn. Þér eigið ekki snefil til af almennri skynsemi. landamærin, og beiddust hjálp- ar verkamanna þar. Og nú var nýr og nýstárlegur þáttur kominn í málið. 8. mar* hafði verið valinn sem „Kvenna dagur“. Aðaltilgangurinn með honum átti að verða kröfuganga um betri kjör til handa verka- konum í höfuðborginni, og und- irbúningurinn undir þetta hafði lengi verið að þróast. Allar göt- ur síðan fyrir stríð höfðu sósíal istar allsstaðar verið að reyna að draga konurnar inn í verka- lýðshreyfinguna, og konurnar voru raunverulega orðinn mikil vægur þáttur í verkfallatækn- inni. Nærvera þeirra í götuupp- þotum var ekki einasta merki um samstöðu þeirra — hún aftraði einnig lögreglunni frá því að bæla niður uppþotin á mjög harðneskjulegan hátt. — Eink- um þó ef börn voru einnig með í fylgd. Að kvöldi 7. marz var kvenna fundur haldinn í vefnaðarverk-\ smiðjunni Lesnoy, þar sem áætl anir skyldu gerðar fyrir morgun daginn, og það var ákveðið að taka upp tvö vígorð: „Niður með * Arbær, Sdás, Smálöndin SUMARBÚSTAÐAFÓLKI upp við Árbæ, í Selásnum og í Smálöndum við Graf- arholt, skal á það bent, að í þessum hverfum eru starf- andi umboðsmenn fyrir Morgunblaðið. Til þeirra skulu sumarbústaðaeigendur snúa sér ef þeir óska að fá Morgunblaðið meðan dval- izt er í sumarbústaðnum. Einnig er hægt að snúa sér til afgreiðslu Morgunblaðs- ins, sími 22480. Umboðsmennirnir eru fyr- ir Árbæjarbletti Hafsteinn Þorgeirsson, Árbæjarbletti 36, fyrir Selás, frú I.ilja Þorfinnsdóttir, Selásbletti 6 og í Smálöndum María Frið- steinsdóttir, Eggjavegi 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.