Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 14. maí 1964 MORGUNBLADIÐ 19 Akranes — Akranes Ráðunautur frá hinu heimsfræga franska snyrtivöruí'j rirtæki O RLAN E verður til viðtals og leiðbeininga fyrir viðskipta- vini okkar dagana 15. og 16. ma.í í verzlun vorri. Munið að öll fyrirgreiðsla og 'leiðbeiningar eru yður að kostnaðarlausu. — Þið, sem ekki hafið pantað tíma vinsamlegast hafið samband við okkur strax. Verzlunin Drangey Akranesi. Nýkomnir: HECHT - PERFECT BARNASKÖRNIR FRÁ FBITZ HECHT AUSTURRÍKI HECHT — PREFECT barnaskórnir. Skórnir til að læra að gangi í. — Skórnir með göngulagínu. Þessir skór eru alvég í sérflokki. Barn askóverksmiðjan „Fritz Hecht“ hefur rannsakað barnaskó og barnafætur mjög gaumgæfilega um árabil, og Upp- finning þessarar skógerðar er byggð á eftirfarandi staðreyndum: Þegar barnið þarfnast fyrstu skóna til að læra að ganga í, eru fætur. þess mjög viðkvæmir, fótabeinin eru aðeins fullsköpuð í undirstöðuatriðum, og fótavöðvarnir og sinarnar eru ekki enn orðin nógu sterk. Það er þess vegna nauðsynlegt að útbúa leista, sem hæfir fót barnsins. Þetta tókst eftir margar tilraunir í samvinnu við Rannsóknastofnun Sam- bands þýzkra fótalækna, sem vinnur að rannsóknum á gerð skóa og leista. Fritz Hecht barnaskóverksmiðjan hefur þess vegna fundið upp og prófað al- gjörlega nýja tengud af skóm til að læra að ganga í. Með þessum skóm var skilyrðum skósérfræðinga og fótalækna fullnægt. Þessir skór eru smíðaðir eft ir leiðbeiningum Sambands þýzkra fótalækna, sem byggðar eru á rannsókn- um ofangreindrar rannsóknarstofnunnar. Sum börn byrja snemma að ganga, önnur svolítið seinna, en það skiptir litlu máli. Það sem máli skipt- V ír er, að þér sjáið um, að barnið hafi réttu skóna frá byrjun. Því að einmitt núna, þegar barnið er að byrja að ganga, er mest um vert, að það fái réttu skóna. Gefið barninu því strax: ' HECHT-PERFECT skóna til að læra að ganga í. — Skóna með göngulaginu. PÓSTSEIMDUM UM ALLT LAND SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 ¥3 UNDANKEPPNINNI í opna flokknum á Ólympíumótinu er nú lokið og varð lokastaðan þessi: 1. England 160 st. 2. Ítalía 153 — 3. Bandaríkin 147 — 4. Kanada 145 — 5. Sviss 140 — 6. Ástralía 125 — 7. Belgía 124 — 8. Frakkland 123 — 9. Argentína 122 — 10. Venezúela 121 — 11. Brasilía 117 — 12. Spánn 114 — 13. Svíþjóð 114 — 14. Filippseyjar 113 — 15. ísrael 112 — 16. Pólland 105 — 17. Thailand 102 — 18. Suður-Afríka 93 — 19. Formósa 93 — 20. Holland 90 — 21. Egyptaland 89 — 22. frland 84 — 23. Þýzkaland 77 — 24. Bermúda 76 — 25. Jamaicá 74 — 26. Mexíkó 71 — 27. Líbanon 68 — 28. Chile 59 — 29. Hollenzku Ant.eyjar 22 — Fjórar efstu sveitirnar mætast í úrslitakeppninni og spila- fyrst saman Ítalía og England og Bandaríkin og Kanada. Sigur- vegararnir mætast síðan í keppni um Ólympíutitilinn, en þær sveit- ir sem tapa, spila um þriðja sætið. Lokastaðan í kvennaflokki varð þessi: 1. England 95 st. 2. Bandaríkin 85 — 3. Frakkland 72 — 4. Egyptaland 69 — 5. Danmörk 67 — 6. Svíþjóð 67 — 7. Suður-Afríka 64 — 8. írland 61 — 9. Belgía 51 — 10. Mexíkó 44 — 11. Venezúela 42 — 12. Kanada 41 — 13. Argentína 36 — 14. Bermúda 24 — 15. Chile 14 — — Útvarp Rvlk Framh. af bls. 6. talar eins og sá, sem valdið hef- ur, og hefur greinilega ígrund- ag mál sitt mjög vel, áður en hann læþur öldur ljósvakans fleyta því til hlustenda. Síðar um kvöldið flutti Þórður Möller, læknir, síðara erindi sitt um geðvernd og geðsjúkdóma. Þetta var afar fróðlegt og vekj- andi erindi, því geðsjúkdómar virðast enn lítt í rénun, þrátt fyr- ir sívaxandi upplýsingastarfsemi og vísindalegar framfarir á mörgum sviðum. Þórður sagði, að hér vantaði tilfinnanlega. vinnu- hæli fyrir geðsjúklinga, því að vinna væri slíkum mönnum oft mikil nauðsyn og gæti átt drjúg- an þátt i lækningu þeirra. Hann sagðr, að ekki væru ávalt glögg skil milli þeirra, sem yrði að telja andlega.heilbrigða og hinna, sem geðsjúklingar mættu kallast. Ýmsar afbrigði- legar hneigðir og hugsanir væru það algengar, að þær yrðu ekki án athugunar á hverju til- felli flokkaðar undir geðsjúk- dóma. Þótt maður fái t. 'd. hneigð tii að leggja saman þversummur bílanúmera í borginni, þá er ekki rannsóknarlaust hægt að slá því föstu, að þar sé geðbilun um að kenna, að því er Þórður taldi. Hann sagði í lok erindis síns, að nógir peningar væru til, meg- invandinn væri að nota þá á rétt- an hátt. Það er líklega öruggast að snúa sér til geðsjúkdómalæknis næst, þegar maður verður blank- ur. Sveinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.