Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.05.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. maí 1964 MORGUNBVA'tílÐ Skattar hér og erlendis Við Islendingar kvörtum oft yfir því að við þurfum að borga mikla skatta og gjöld til opin- berra aðila. Þó munu flestir gera sér grein fyrir því, að eðlilegt- mætti telja, að útgjöld til slíkra þarfa væru hér hærri en víða annars staðar, þar sem þessi.fá- menna þjóð verður að standa undir ýmsum útgjöldum, sem dreifast á milljónirnar erlendis. Þess vegna vöktu mikla athygli upplýsingar Gunnars Thorodd- sen fjármálaráðherra í útvarps- umræðunum um heildarálögur hins opinbera og samanburður á þeim hér og í fimm nágranna- löndum okkar. Þessar upplýsing- ar voru á þann veg, að á árinu 1962 hefðu tekjur hins opinbera á íslandi .— að fráteknum út- flutningsuppbótum — numið tæ]» lega 27% af þjóðarframleiðsl- unni. Samsvarandi tölur í hinum löndunum hefðu verið fyrir sama ár þessar: Ungi furstinn, Erlingur Vigfússon, er ástfanginn af söng- konu í næturklúbb, Tatjönu Dubmovsky. Unga furstadóttirin, Herd ís Þorvaldsdóttir, fær sinn pilt, Bessa Bjarnason, í lokin. Ungir aðalsmenn og freistandi dansmeyjar SVIÐIÐ er næturklúbburinn Orfeus í Budapest. Og þar eru auðvitað alls konar aðals- menn að létta sér upp og fallegar óaðalbornar dans- og söngmeyjar að freista þeirra. Semsagt allt saman ákaflega hneykslanlegt. En þarna skemmta menn sér vel, jafna móðganir með einvíg- um, verða .ástfangnir og syngja fullum hálsi. Hvað annað í óperettu? Og þetta er æfing á óperettunni Sardas furstinnan. Þá stundina er við tökum okkur sæti frammi í salnum, þar sem ungverski hljóm- sveitarstjórinn og leikstjór- ’ inn Istvan Szalatsy fylgist með og les aðstoðarmanni sínum og túlki Gísla Alfreðs- syni jafnharðan fyrir athuga- semdir, þá syngja þeir Guð- mundur Jónsson og Bessi Bjarnason og dansa um svið- ið. Og fyrr e'n varir eru þeir þotnir og komnir á sviðíð LáruS Pálsson, sem leikur skemmtilegan skrýtinn þjón í klúbbnum, Erlingur Vigfús- son, sem leikur ástfagna aðals manninn, og ungverska söng- konan Tatjana Dubmovsky, sem á að heilla alla karlmenn ina. Og fólk talar og syngur á íslenzku og þýzku. — „Auf die Zukunft’ — „Skál!“ Leiðbeiningar koma á ís- lenzku, þýzku og jafnvel ung versku, þegar leikstjórinn beinir orðum sínum til aðal- söngkonunnar. En allt skilst þetta og geng koma utan úr skemmtiferða- skipi og fleiri fínir búningar. En stöðugt er lagfært og fundið að. Fyrir matarhléið, sem skammtað er 20 mínútur, safnast leikarar kringum leik stjórann, og hlusta á aðfinnsl ur og athugasemdir af minn- isblöðum þeirra Gísla. Hvað hefur Erlingur gert við hárið á sér? Það á að vera eins og það var í gær. Og Erlingur setur upp undr- Leikstjórinn Istvan Szalatsy situr úti í sal með aðstoðar- s manni sínum, Gísla Alfreðssyni, og gerir athugasemdir g við það sem fram fer á sviðinu. = Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Sardasfurstinnuna. Hér hittir hin stolta furstafrú v inina frá næturklúbbadögum sinum, yfirþjóninn Lárus Pálsson og eftirlætisaðdáand- ann Guðmund Jónsson. ur Ijómándi vel. Leikstjórinn heldur því líka fram að þó leikarar séu alltaf öðru vísi en fólk almennt, þá séu þeir ailir afbrigðilegir á sama hátt — í Súdan og Grímsnes- inu jafn sem í Reykjavik og Búdapest. Það er byrjað að æfa í þeim búningum sem eru til- búnir og með leiktjöld, og Carl Billich, sem æfir söngv- ana og leikur undir á píanóið, er um það bil .að víkja fyrir hljómsveitinni, sem leikstjór- inn sjálfur stjórnar, enda er hann fyrst og fremst hljóm- sveitarstjóri .Þetta er sem sagt allt að smella saman og æft nærri dag og nótt, enda á frumsýningin áð vera á 2. hvítasunnudag. Ýmsir leikar- anna eru korrtnir í glæsilega búninga. Það sópar að sjáifri Sardasfurstinnunni, Guð- björgu Þorbjarnardóttur, í svartri, síðri dýrindis flaujel- isdragt með regnhlíf og hvít- an hatt. Og þeir Erlingur og Bessi eru í kjól og hvítt, lík- astir karlakórsmeðlimum að unarsvip, hann hefur ekkert gert af sér. Kannski heíur hann farið út í rigninguna með sitt líflega, liðaða hár. Og Bessi má alls ekki láta það henda að krypla í gremju sinni saman miðann með slæmu fréttunum. Hann verð ur að brjóta hann reiðilega saman. Þetta er bréf frá hernum! Og liðsforingi hlýt- ur alltaf að vera sér meðvit- andi um að slíkt athæfi geti leitt yfir hann „búmm, búmm“. Og leikstjórinn bein- ir vísífingri á höfuðið á sér eins og skammbyssu til frek- ari áréttingar orðum sínum. .Já, það er margs að gæta. En allt miðar í átt að rétt- um endi. Eins og í óperett- unni sjólfri. Þar fær auðvitað hver maður sína réttu kær- ustu að lokum, og hver kona sinn rétta mann. Og svo er sungið um hvað þetta sé nú allt ánægjulegt og indælt. Allir eru kátir. Áhorfendur verða það sjálfsagt líka. Það er gott að létta skapið eftir skammdegið. Danmörk tæp 29% Bretland 33% Noregur 36% V-Þýzkaland rúm 37% Svíþjóð tæp 40% liiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiimimiimMiimiiiiijimiiimiiimnimimiiiiimiiimimiiiiimiiiiimmmMiiiiimiiiiiiimimuimmmiiiimmiiimmimimmiiimimmmimmmmmmiiiimmiiimiimmmmmimimim Bráðabirgðatölur fyrir ísland 1963 sýndu sama hundraðshlut- fall og 1962 eða tæp 27%. Hagstætt hlutfall Þessar tölur, sem fjármálaráð- herra greindi frá, sýna, að sam- anburður við aðrar þjóðir í þessu efni er ekki óhagstæður íslenzk- um almenningi. Hann gat þess að vísu að hafa bæri í huga kostnað annarra þjóða af landvörnum, en þar á móti kemur það, sem áður var greint frá, að við þurfum hér fáir að standa undir kostnaði, sem margir bera annars staðar. Að öllu samánlögðu má því segja að vel megi við þetta blutfall una, meðan framkvæmdir og upp bygging er jafn gífurleg og nn á sér stað hér, þegar ein eða tvær kynslóðir umbylta öllu til hags fyrir þá, sem um alla framtíð munu byggja landið. H’utfallið hefur batnað síðustu árin Þá gat Gunnar Thoroddsen fjár málaráðherra þess, að ef þróunin hér á landi í þessum málum væri athuguð, liti myndin þannig út: Tekjur hins opinbera í öllum tilfellum eru að fráteknum út- flutningsuppbótum og var hundr- aðshluti þeirra af þjóðarfram- leiðslu þessi: Árið 1958 Árið 1959 rúm Árið 1960 rúm Árið 1961 tæp Árið 1962 tæp Árið 1963 tæp 28% 28% 31% 28% 27% 27% Af þessu sést, að miðað Tið þennan mælikvarða á opinberar álögur eru álögurnar hér á landi í heild sinni ekki þyngri nú en fyrir 4—5 árum, heldur minni. Þetta er ánægjuleg þróun, því vissulega ber opinberum aðilum að leitast við að takmarka skatt- heimtuna eins og unnt er og halda þannig á fjármálum sam- eiginlegra sjóða landsmanna, að féð nýtist sem bezt. Og þessar upplýsingar sýna líka, að þær fullyrðingar eru rangar, að skatt- heimta hafi hér aukizt. Það hef- ur hún ekki gert, þrátt fyrir hin- ar miklu framkvæmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.