Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1967. 3 Jón Auðuns, dómprófastur: Ferðin, sem verður farin BRÁÐSNJÖLLUM fyrirlestrum um lifa og dauða lauk próf. Sig. Nordal með dæmisögunni: Ferð- in, sem aldrei var farin. Þegar spekingurinn Markús Árelíus keisari sá, að af frábærum mann dómi hafði Lúkius búizt til þeirr- ar ferðar, sem honum var ætluð, leysti hann Lúkíus undan ferð- inni. Hún varð aldrei farin. Hvort sem við búumst vel eða illa til ferðar héðan af heimi, leysir okkur enginn undan þeirri ferð. Uppstigningardagur- inn minnir okkur á hana. Því hugsum við um hana í dag. „Ég ferðast og veit, hvar mín för stefnir á“, segir í fögrum sálmi. í kristilegum bókmennt- um er dauðanum oft líkt við ferð, og raunar jarðlifinu líka. Við vitum ekki, hvenær ferðin hófst. Við vitum ekki heldur, hvar henni lýkur. En að henni Ijúki þar sém þú tekur fyrst land eftir dauðann, þykir mér ótrúlegt mjög. Þó er sú kenning ráðandi í lúterskum hugmyndaheimi. „Rétttrúaður" maður ætlar, að á andlátsstundinni séu endanleg örlög mannssálarinnar innsigl- uð, eftir það verði engu breytt, engir möguleikar gefist síðar til að ávinna sér betra hluts'kipti, og engir möguleikar til hins gagnstæða. Eilíf örlög séu inn- sigluð á andlátsaugnablikinu. Og því sé fráleit heimska, að biðja fyrir breiskum látnum mönnum. Þetta er lútersk kenning en ekki rómv. kaþólsk, eins og þeir vita, sem hlýddu á sálumessuna í minningu Adenauers í Landa- kotskirkju á dögunum. Uppstigningardagurinn styður ekki þessa hugmynd. Hann segir að eftir andlátið hafi Kristur ekki farið viðstöðulaust upp í himin hæstu dýrðar, held- ur til Paradísar, og dvalið þar um skeið, unz hann steig þá fyrst upp í himin dýrðarinnar. Þó er sungið og sagt um venju legt nýdáið fólk, að það sé kom- ið í „fullsæluna" á himnum. Venjulegu, breisku og nýdánu fólki er þá ætluð dýrðartilvera meiri en Ntestamentið virðist ætla sjálfum Kristi fyrst eftir krossdauðann! Á Golgata sagði hann við annan þeirra, sem með honum voru krossfestir: „1 dag skaltu vera með mér í Paradis.“ Þar áttu þeir báðir að vakna af banablundinum þennan sama dag. Skammt er liðið frá kross- festingunni. Uppstigningardagur er kominn, og þá hverfur Krist- ur úr Paradís. En hvert? Hann stígur til himins, hærra upp. Paradís varð ekki endanlegt heimkynni hans. Hann hélt ferðinni áfram. Mun ekki þetta lögmál, sem allir verða að lúta, ferð sem allir eiga að fara? Þrátt fyrir allt kenningamoldviðrið um Krist sem „Guð og mann“, var hann líka maður, undir mann- legt eðli seldur. Verður þá ekki ferðin hans á sínum tíma líka ferðin þín? Ég er ekki að skipa þér að trúa einu né öðru. Ég er að tala í þessum greinum við þig um hluti, sem ég .býst við að leiti á huga þinn líkt og minn. Hvort þykir þér trúlegra, að endanleg örlög mannssálarinn- ar séu innsigluð á andlátsstund- inni, — eða að þín bíði mikil ferð um nýja og nýja heima, með nýrri og nýrri reynslu, nýj- um og nýjum lærdómum til að þoka þér nær fjarlægum mark- miðum, sem Guð ætlar þér að ná? Mér skilst að uppstigningar- dagurinn bendi eindregið til þess, að vegferð sé framundan, heimkynni mörg ög heimar. En ein spurning vaknar á uppstigningardegi. Því afturhvarfi til gamalla hugmynda og kenninga, sem guðfræðingar margir beita sér fyrir nú, fylgir eindregin við- leitni til að endurvekja trúna á upprisu holdsins á efsta degi. Trúir þú því, að í allsherjar- upprisu á dómsdegi íklæðist j sálin aftur gamla líkamanum, I þegar „lúðurinn glymhár mui | gjalla“, grafirnar opnast og holdið rís upp? Eða trúir þú hinu, að í andlátinu skilji sólia i endanlega við líkamann ogj haldi ferð sinni áfram, alger-j lega óháð honum- Hvoru trúi»j þú? Hvorutveggja getur þAi ekki trúað. En vertu hreinskil- j inn. „Af jörðu skaltu aftur upp ■ rísa“, er stundum sagt enn,. þegar lik er ausið moldu. Trúa • þessu raunverulega allir, sem taka sér þessi orð í munn? í þeirri „endurvakningu" kirkjunnar, sem nú er sögð f vændum og raunar nú þegar f fullum gangi, er einn þátturinn sá, að menn taki að trúa á upp- risu holdsins á efsta degi. Getur það orðið til framdráttar kirkju og kristindómi, að vekja upp þfc hugmynd? Mun ekki annað tveggja: A8 sálin haldi áfram sinni ferð^ hvað sem um jarðneska holds- fatið verður, — eða þá að hún deyi hreinlega út með þvi? íhugaðu boðskap uppstign- ingardagsins. Hvað segir hann þér um þesal efni? Anna Áslaug Ragnarsdottir, p ianó, Gunnar Björnsson, cello og Guðný Guðmundsdóttir, f iðla. Þrír Ijúka einleiksprófi ÞRÍR nemendur Tónlistarskól- ans í Reykjavík ljúka einleik- araprófi frá skólanum í vor. Sjálfstæðir tónleikar eru veiga- mesti liður prófsins og verða þeir haldnir í Austurbæjarbíói. Fyrstu tónleikarnir verða föstu daginn 5. maí kl. 7.15 og þeir eíðari mánud. 8. maí og þriðju- dag 9. maí kl. 7.15 báða dagana. Á tónleikunum á föstudag leikur Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu, undirleik á pianó ann- ast Vilhelmína Ólafsdóttir. A mánudag leikur Anna Aslaug Ragnarsdóttir á píanó og loks leikur Gunnar Björnsson á celló fc tónleikunum á þriðiudag, við píanóið verður Jónas Ingimurd arson. Velunnurum skólans er boðið á tónleikana og eru að- göngumiðar afhentir í Tónlrst- arskólanum Skipholti 33. Sundmeislara- mótið 24. og 25. )úní n.k. ÍSLANDSMÓTIÐ 1 sundi verð- ur haldið 24. og 25. júni í nýju lauginni 1 Laugardalnum. Sund þingið verður haldið 1 sam- bandi við mótið 24. júni, Úr- slitaleikur sundknattleiksmóts íslands fer fram síðari mótsdag- inn. REYKVfKINGAR, sem leið hafa átt um miðborgina, hafa tekið eftir því að eitthvað stendur til. Miðborgin er og ýmsar verzlanir hafa skreytt glugga sína ítölskum fánalit- um og ítölskum varningi. Við Háskólabíó og Hótel Sögu blakta stórir ítaiskir fánar, og í anddyri Háskólabíós hafa bíógestir getað séð fjölskrúð- uga ítalska fatnaðarsýningu, ítalska sportbifreið, ítalskar skrifstofuvélar o. fl. Allt þetta umstang er i sambandi við 10 daga sýningu, sem hér hefst í dag, upp- Við komu ítalska sendiherrans i gær. Á myndinni eru, talið frá vinstri: prófessor Marco 1 Scovazzi, frú Scovazzi, dr. Luigi Morrone, verzlunarfulltrúi ítalska sendiráðsins, Adalberto F. di Gropella sendiherra, Thor R. Thors aðalræðismaður og dr. Mario Marcelli fuiitrúl I. C. E. ______ Italska svningin opnuð í dag stigningardag og nefnist „La Linea Italiana", eða ítalska linan. Menntamálaráðherra ís- lands, Gylfi Þ. Gíslason, opn- ar sýninguna í Háskólabíói fyrir hádegi að viðstöddum ýmsum boðsgestum, en eftir hfcdegi og næstu 10 daga verð- ur svo sýningin opin almenn- ingi. Sýningin er haldin fc vegum I. C. E. eða utan- ríkisviðskiptastofnunarinnar 1 Róm, viðskipta- og menning- ardeildar sendiráðs Ítalíu 1 Osló, og skrifstofu ítalska að- alræðismannsins í Reykjavík. Kom sendiherra Ítalíu á ís- ladi, Adalberto Figarolo di Gropello, sem búsettur er i Osló, með flugvél Flugfélags íslands frá Bergen í gær i tilefni sýningarinnar ásamt prófessor Marco Scovazzi og konu hans en prófessorinn flytur hér fyrirlestur fc vegum Háskóla íslands á laugardag um ítalska og íslenzka menn- ingu. Auk sýningarinnar i Há- skólabíói og fyririesturs dr. Scovazzis, býður sýningin upp á fleira. f eldhúsi Hótel Sögu verður starfandi fyrsta flokks italskur matreiðslumeistari, og gefst gestum kostur á að bragða ljúffenga italska rétti. Þá koma hingað til lands á laugardag ítalskar sýningar- stúlkur, sem halda tízkusýn- ingu í Súlnasal Hótel Sögu fc mánudag og þriðjudag, og er hætt við að færri komist þar að en vilja. Einnig verður at- hyglisvert að fylgjast með gluggaskreytingum verzlan- anna, því efnt hefur verið til samkeppni um beztu lausnina, og eru fyrstu verðlaun far fyrir tvo til Rómar og heim aftur með vikudvöl á úrvals hóteli. Loks munu svo kvik- myndahúsin sýna italskar kynningar- og fræðslumyndir. Verndari sýningarinnar er Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.