Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 32
Lang stœrsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1967 Newton skipstjóri færðu r inn í réttarsalinn. Blaðamannafundur með skólastjóra Kennaraskólans: —————————————— III ' I ' I' ■»» Menntadeild og framhaldsdeild taka til starfa í haust — Bygging Æfing&skóla hafin í sumar DR. Broddi Jóhannesson, skóla- stjóri Kennaraskóla íslands, boð- aði blaðamenn á sinn fund í gær, og skýrði þá frá því að á hausti komanda mundi menntadeild, er útskrifaði stúdenta, hefjast við skólann svo og framhaldsdeild er veitti starfandi kennurum frekari menntun. Þá er ennfrem- ur ákveðið að í sumar hefjist bygging Æfinga- og tilrauna- skóla á lóð Kennaraskóla íslands. „Tími til að gyðja rétt- lætisins fái að opna augun — sagði verjandi Newtons skipstjora við réttarhöldin u RÉTTARHÖLDIN í máli New- tons skipstjóra héldu áfram í gærdag og var þá borin fram framhaldsákæra vegna hinnar misheppnuðu flóttatilraunar hans. í kærunni segir m.a. að höfða beri mál gegn nefndum Newton fyrir að hafa beitt of- beldi og hótunum um ofbeldi tvo lögregluþjóna sem stóðu vörð í togaranum í þvi skyni að varna því að hann yrði fjar- lægffur þaffan sem hann lá og sið- an siglt togaranum af stað og ætlað til Englands. Með ógnandi framkomu sinni og áhafnar sinn- ar hafi hann hindrað lögreglu- mennina i að gegna skyldustörf- um sínum. Newtion, skipstjóra, var til- kynnt að hann þyrfti ekki að svara spurningum réttarins, ef hann ekki óskaði eftir þvi, en hann hafði ekkert við það að at- huga. Ármann Kristinsson saka- dómari bað hann þá að skýra 1 stuttu máli frá því sem fram fór. Newton sagðist hafa ákveðið að hverfa á braut eftir að hann frétti að hann yrði lengur í haldi áður en réttarhöldunum lyki og þvi vitað að aflinn myndi eyðileggjast. Hann kvaðst hafa boðið lögregluþjónunum upp á tesopa í klefa sínum og læst þá þar inni með bátsmanninum. Hefðu þeir fljótlega brotizt út og beðið hann að snúa til hafnar og annar þeirra farið út á brúar- væng og flautað og kallað á skip sem þeir voru að mæta. Segist Newton hafa gengið til hans og sagt: — í>að kemur súgur ef þú hefur hurðina opna væni minn, Fé heimt úr björgum Látrar, 1. maí. I VETUR varð vart við tvö lömb í Keflavíkurbjargi, hrút og gimur. Einnig varð vart við fé í Látrabjargi í svokallaðri Saxa- gjá- Á laugardag var farið að gæta að kindum í Keflavíkurbjargi og var þó enn töluverður snjór í bjarginu. Hrúturinn var þá far- inn, en gimbrin var eftir og kom in að burði. Tókst að handsama hana heila á húfi, og var hún borin á sjúkrabörum, sem búnar voru til í fjörunni í Keflavík og út á Brunnahæð, en þangað er „Keflavíkurvegurinn" kominn. I>ar steig hún upp í bíl ásamt björgunarmönnum sínum, sem voru frá Kollsvík, Hænuvík og Örlygshöfn. Var ekið með hana til Kollsvíkur, en Ingvar Guð- bjartsson bóndi í KoUsvík átti kindina. Kindin var mjög vel í holdum og hin sprækasta. Bylur var á Brunnahæð á laugardag. 1 morgun var bezta veður, og fór þá Asgeir vitavörður Bjarg- tanga út á bjarg, og varð þá var við þrjár kindur. Þær voru ljón styggar, og vissi hann strax að þar mundu vera komnar kind- urnar úr Saxagjá, og hefðu kom- izt hjálparlaust upp. Tókst hon- um að koma þeim til sjávar, og svo heim að Látrum. Þetta voru tvær tvævettlur, sem hurfu í fyrsta norðanbyln- um í fyrrahaust, og fundust hvergi eftir það. Hafa þær sjálf- sagt hrakið út á bjarg, og niður í Saxagjá, þar sem hafa senni- lega verið fyrir tvö lömb, grár hrútur sem var með þeim nú, og fjórða kindin hefur farizt. Hrúturinn er bæklaður á fram fæti, sennilega orðið fyrir ein- hverju óhappi, og var því sein- færari en ærnar. Þær vildu þó ekki hlaupa hann af sér, og varð það til þess, að þær voru hand- samaðar í fyrstu lotu. Kindurnar eru báðar komnar að burði, stökk þó önnur þeirra yfir milligerði sem var hálfur annar metri á hæð, þegar hún kom í hús. Kindurnar eru allar ágætlega vel í holdum, og farn- ar að flaka í ullu, eins og komið væri langt fram á vor, og sérstök veðurblíða, en okkur sem verið höfum ofan bjargs hefur fundizt lítil veðurblíðan á þessum ný- liðna vetri, og munum varla ann- an verri. — Þórður. og þeir heyra hvort eð er ekki tU þín“. Hann kvaðst ekkert skilja f því, hvernig Þorkell hefði farið að því að meiðast í viðskiptum sínum við áhöfnina, fullyrti, að það væri ekki af hennar völd- um. Hann sagði, að hann hefði átt vinsamleg orðaskipti við lög- regluþjónana og að annar þeirra hefði beðið um og fengið egg að borða. Armann spurði: Var yður ekki ljóst, að þér máttuð ekki láta úr höfn? — Mér hafði ekki verið sagt það. — Til hvers haldið þér þá, að lögregluþjónarnir hafi verið? — Til dæmis til að hindra aðra í að komast um borð. — Hvers vegna læstuð þér þá þá inni? Við þessu barst ekkert svar. — Var yður ekki ljóst að þér máttuð ekki láta úr höfn? Þessu neitaði Newton að svara. -— Játið þér að hafa læst lög- regluþjónana inni? — Já, ásamt bátsmanni mín- um. — Var yður Ijóst, að þetta voru íslenzkir löggæzlumenn? — Já. — Hversu margir skipverjar voru í brúnni þegar þið fóruð? — Það veit ég ekki alveg. Það voru a. m. k. þrir vaktmenn og ég sjálfur, og svo einhverjir, sem komu til að fá skipanir. — Voru einhverjir þeirra vopnaðir bareflum? Framhald á bls. 31. Togar&sölur í Grímsby TVER togarar seldu i Grimshy í fyrradag, Kaldbakur og Surp- rise og í gærmorgun seldi Slétt- bakur einnig í Grims:by. Sölur togaranna voru allar mjög þokka legar og uppistaða aflans að mestu ýsa. Kaldbakur seldi 145 tonn fyrir 13.5S1 sterlingspund, Surprise 123 tonn fyrir 11.339 sterlings- pund og Sléttbakur 108 tonn fyr- ir 11.320 sterlingspund. 1963 voru Kennaraskóla fs- lands sett ný lög, en í þeim lög- um er kveðið á um að Kennara- skólinn skuli starfa í sex deild- um. Þær eru almenn kennara- deild, kennaradeild, stúdenta, handavinnudeild og undirbún- ingsdeild sérnáms, er tók til starfa haustið 1963. Þá gerðu lögin ráð fyrir framhaldsdeild og menntadeild við skólann og segir svo um það í lögum: f skól- anum starfa þessar deildir: Menntadeild er taki til starfa eigi síðar en fjórum árum eftir gildistöku laga þessara. Loka- próf úr menntadeild er stúdents- próf, og veitir það réttindi til inngöngu í háskóla með þeim takmörkunum er sett eru í lögum hans og reglugerð. Námskröfur til stúdentspróf frá Kennaraskóla fslands skulu sambærilegar kröf- um til stúdéntsprófs menntaskól- anna, þó þannig, að heimilt er að láta próf í uppeldisfræðum frá almennu kennaradeildinni gilda til stúdentsprófs og fella þá niður, innan takmarka, sem ákveðin eru í reglugerð, annað námsefni sem því svarar, á svip- aðan hátt og gert er um sér- greinar 1 mála- og stærðfræði- deildum menntaskólanna. Og enn segir í lögunum að starfa skuli við skólann framhaldsdeild er veiti nemendum feost á fram- haldsmenntun með nokkru kjör- frelsi. Skulu þeÍT þá stunda nám í eigi færri greinum en þrem og (sé ein þeirra aðalgrein. Sett Iskulu ákvæði um próf að af- lloknu þessu framhaldsnámi. — (Heimilt er starfandi kennurum •að leggja stund á einstakar greinar þess framhaldsnáms, sem efnt veTður til samkvæmt þess- um ákvæðum, eftir frjálsu vali, log ljúka í þeim tilskildum próf- <um. Samkvæmt ákvæðum laganna iskal því menntadeildin hefja Btörf á hausti komanda og hefur nú ennfremur verið ákveðið að Broddi Jóhannesson, skólastjórL framhaldsdeildin taki þá einnig ifcil starfa. Dr. Broddi Jóhannesson sagði, að enn væri ekki fullmótað hvernig starfsemi framhalds- deildarinnar yrði hagað. Ráð- 'gert væri, að fyrsta veturinn hæfist kennsla í stærðfræði og yrði hún aðalgrein, en auka- greinar yrðu eðlisfræði og efna- Ifræði og ef til vill eitt erlent tungumál, — mest í þeim tilgangi að nemendur ættu auðveldara Imeð að hagnýta sér kennslu- 'bækur á erlendum málum. Kennslustundir í framhaldsdeild- Framhald á bls. 31. Forsetinn kominn heim FORSETI ÍSLANDS, herra Ásgeir Ásgeirsson, var vænt- anlegur heim í gærkvöldl flugleiðis frá Kaupmanna- höfn. Sem kunnugt er fór hann utan til lækninga og gekk undir uppskurð í sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn. Síðustu vikurnar hefur hann verið á heimili sendi- herra íslands þar í borg, sér til hvíldar og hressingar. SR taka ekki á móti síld fyrr en 1. júní f FRÉTTATILKYNNINGU frá Síldarverksmiðjum ríkisins, seg- ir aff stjórn SR hafi ákveffið að verksmiðjurnar hefji ekki mót- töku bræðslusíldar fyrr en 1. júní n.k. f því sambandi var samþykkt á stjórnarfundi SR i gær með fjórum atkvæðum gegn einu, tveir sátu hjá, að gefa út eftirfarandi yfirlýsingu. „Á undanförnum árum hefur síldveiði fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum oftast verið Htil, sem engin, í maímánuði, og sú síld, sem veiðzt hefur til bræðslu, hefur skilað mjög lágum hundr- aðshluta af lýsi og minna mjöl- magni miffað við einingu síðar á vertíðinni Af þessum sökum og vegna gifúrlegs verðfalls á bræðslu- síldarafurðunum, síldarlýsi og síldarmjöli, frá því um þetta leyti í fyrra, er augljóst að af. urðir úr síld, sem veiðast kynni nú í maímánuði myndu vera svo rýrar og verðlitlar, að ekki yrði hægt að greiða nema mjög lágt verð fyrir síld til bræðslu og mikið tap fyrirsjáanlegt bæði f rekstri síldarverksmiðjanna og síldveiðiflotans í maímánuði. Loks er æskilegt að nota þennan mánuð til þess að búa síldarverksmiðjurnar undir reksturinn í sumar og fram til n.k. áramóta. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins hefur því ákveðið að verk- smíðjurnar hefji ekki móttöku bræðBlusíldar fyrr en 1. júní n.k. Veremiðjustjórnin hefuT beint þeirri ósk til Verðlagsráðs sjá- varútvegsins, að það ákveði verð bræðslusíldar frá 1. júni til 30. sept. n.k. eins fljótt og það telur fært.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.