Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1967. Bifreiðastjóri Röskur og reglusamur maður óskast til starfa við vörudreifingu og lagerstörf. Upplýsingar ekki veittar í síma. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H/F. „HAGA“ v/Hofsvallagötu. Frá Verzlunarskóla * Islands Auglýsing um lausa kennarastöðu við skólann. Verzlunarskóli íslands óskar að ráða einn fastan kennara í ensku (og þýzku) á hausti komandi. Nauðsynlegt er að vgentanlegir umsækjendur hafi lokið háskólaprófi. Launagreiðslur og önnur kjör eru i samræmi við það, sem gerist við opinbera skóla á hverjum tíma. Líf eyriss j óðsr éttindi. Umsóknir ber að stíla til skólanefndar Verzlunar- skóla íslands, Pósthólf 514, Reykjavík. Umsókn fylgi greinargerð um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur til 1. júní þ. á. Sjálfsfœðiskvennafélagið Vorboðinn Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð sunnudaginn 7. maí f Sjálfstæðishúsinu og hefst með borðhaldi kl. 18.30. Dagskrá: 1. Ræða, Mathias Á. Mathiesen, alþingismaður. 2. Skemmtiatriði, Órnar Ragnarsson og fleirL 3. Dans. Vorboðakonur eru hvattar til að íjölmenna og taka með sér gesti. Aðgöngumiðar seldir til föstudagskvölds í verzlun Ragnheiðar Þorkelsdóttur og Elísabetar Böðvars- dóttur, Jóns Mathiesen og Þórðar Þórðarsonar. STJÓRNIN. Stundið veiðarnar með Olympiumeistara Það er hægt með því að nota ANSCHÚTZ sport- riffilinn caliber .222, sem byggður er eftir ANS- CHÚTZ MATCH 54 formúlunni, en með þeim teg- undum hafa unnizt fleiri alþjóða- og Olympíukeppn ir fyrir minni hlaupvíddir en með nokkrum öðrum. Einstiga gikkur, sem hægt er að stilla fullkomlega. Hlaupið er rennt af nákvæmni og yfirfellt. Riffil- skeftið er úr fallega útskorinni franskri valhnotu. Verð aðeins kr. 7.950,— Póstsendum. SPORTVÚRUHÚS REYKJAVÍKUR Óðinsgötu 7 — Sími: 1-64-88. — Elzta sportvöruverzhin landsins Sýning Myndlistarfélagsins AÐ VENJU hefur „Myndlista- félagið" opnað vorsýningu sína i Listamanaskálanum. Það skal tekið fram til að forða misskiln- ingi, að hér er um annað félag að ræða en „Félag íslenzkra myndlistarmanna", en það hefur viljað ruglazt fyrir ýmsum. En það virðist táknrænt fyrir mynd list og myndlistaskóla hérlend- is, að þegar eitthvað nýtt er stofnað er furðulega nærri höggv ið nöfnum þeim er fyrir eru. Má t.d. nefna Handíða- og mynd listaskólann (nú Myndlista- og handíðaskólinn) og „Myndlista- skólinn“(l) Ég á bágt með að skilja þessa andleysu í nafngift en e.t.v. er þetta gert af ásettu ráði og finnst mér það meir en undarlegt, því þetta skapar mis- skilning, leiðindi og hvimleiðan glundroða. Ég vek máls á þessu hér vegna þess að mér fyndist t.d „Vorsýningarfélagið“, miklu fallegra nafn, meiri reisn yfir því og réttara, því hér er um að ræða samtök fólks er fæst við myndlist og hefur það á stefnuskrá sinni að sýna árlega á þessum tíma. Og í listum ber að forðast það að sigla undir fölsku flaggi. Að þessu sinni sýna 15 mál- arar og 1 myndhöggvari verk sín og er þetta æði mislitur söfnuður, að ekki sé sterkara að orði komizt. Félaginu hefur bætzt einn nýr meðlimur á ár- inu, sem nú sýnir í fyrsta sinn, en það er María H. Ólafsdóttir, sem er danskgift og búsett í Kaupm.höfn. Verk þau er hún sýnir að þessu sinni eru mjög misjöfn, en einna geðþekkust þótti mér mynd hennar „Rós meðal rósa“, þar sem hún vinn- ur sérkennilega í rauðum og grænum tónum. í myndum hennar sér maður greinilega votta fyrir danskri erfðavenju, sem er eðlilegt fyrir langa bú- setu og skólun í K.höfn. Miðað við „standardinn'* í félaginu hef- ur það eflaust gert rétt 1 að hafa hana með. Maður verður strax var við það, er inn kemur og litið er yfir salinn, að einn málari ber nú höfuð og herðar yfir alla hina og hangir hann þó dálítið afsíðis út í horni á endavegg, en myndir hans grípa um leið og maður lítur þær augum og skera sig úr öllu öðru. Er hér um að ræða Finn Jónsson. Tvö af verkum hans á sýningunni tel ég hiklaust langbeztu verk sýn- ingarinnar og um leið eru þau beztu verk, sem ég persónulega þykist hafa séð frá hendi hans um árabil, og ekki tel ég hann hafa áður sýnt nánda nærri eins góð verk á fyrri vorsýningum, sem ég hef séð. Er hér um að ræða mynd hans „Káetuglugg- inn“ og „Á djúpmiðum." Hina fyrrnefndu prýðir einföld og skemmtileg bygging í sérkenni- legum og persónulegum litatón- um. ;,Á djúpmiðum“ er í bygg- ingu, jafnvel hans beztu verk í þessum myndaflokki, litirnir tærir og hreinir sjávarlitir, en þó felli ég mig ekki allskostar við rauðbleika litinn 1 himnin- um, sem veikir að minum dómi heildaráhrifin. Þriðja myndin er sýnu lakara verk, sem ekkert er við að segja, því hinar tvær bera hvort eð er sýninguna uppi og gefa henni gildi. Það er jafnan ánægjulegt er málar- ar koma á óvart, einkurn er þeir eru komnir á þennan ald- ur. Sveinn Björnsson á skemmti- lega litla mynd er hann nefnir „Bláfugl“, væri æskilegt að hann vildi einbeita sér meir að þess- ari stærð mynda, því hann á vissulega til hjá sér tilþrif, en myndir hans eru oft óþægilega stórar og hann ræður sjaldnast við stærðina. Jón Gunnarsson er að þessu sinni mjög ósannfær- andi og mun lakari en maður hefur séð til hans áður. Litir yfirborðslegir, bygging veik og átakalaus, skást er mynd hans „Blá nótt“, þar sem örlar þó fyr- ir stemningu. Jón á miklu meira til brunns að bera en þetta, og því má gera til hans meiri kröf- ur. Pétur Friðrik hefur einnig sjaldan verið eins slakur í heild — jafnvel þó að mynd hans „Hús 1 Hafnarfirði“ sé fallegt mál- verk og ein bezta mynd, sem ég hefi séð eftir hann lengi, hvort tveggja vel unnin og hrein í lit. Helga Weisshappel syndir á yf- irborðinu í formum, sem koma kunnuglega fyrir sjónir — inni- haldslítil verk þótt bregði fyrir snotrum litum. Það er eitthvað ferkst við mynd Eggerts Guð- mundssonar „Við hafið“, og hún væri ennþá ferskari ef efri hlut- inn væri jafn vel málaður hin- um neðri. Efri hlutinn er dálítið sykraður, en annars er Eggert mun ósætari en oft áður. Þorlákur Haldorsen veldur von- brigðum, hefur verið betri, það er komið eitthvað sunnudags- bragð af myndum hans — slíkt bragð er einnig greinilegt af myndum Juttu Guðbergsson og Gunnars Hjaltasonar. Guðmund Karl skil ég ekki, því hann hefur lært á ftalíu, sem fóstrað hefur afburðamenn jafnt í hlutlægu sem óhlutlægu málverki, og ég skil ekki hvað ítalskur akadem- ismi hefur að gera hingað —• slík málverk eru til í tonnatali á Ítalíu og bezt geymd þar. Freymóður og Ragnar Páll eru samiir við sig. Mynd Harðar Har- aldssonar minnir á föndur. Ekkl getur ég heldur séð að verk Sig. Kr. Árnasonar sé meira en inni- haldslítið handverk, en segja mi honum til verðugs hróss, að hann er alls ósætur í lit, og hann reynir að byggja upp og taka hlutina til meðferðar, en fer rangt að, að minni hyggju. Eini myndhöggvarinn á sýningunni, sem er Gunnfríður Jónsdóttir, lætur lítið yfir sér. Sýningin er máttlítil I heild og væri æði sviplaus ef Finna Jónssonar nyti ekki við. Bragi Ásgeirsson. I Bogasal í BOGASAL var sýning á mynd- um listkonunnar Susan Jónasar. Sýndi allt 1 senn vatnslitamynd- ir, olíumálverk, t eikningar og myndir sem hún í sýningarskrá nefnir aukamyndird?) Hún vinn ur af sjaldgæfri vandvirkni og heiðarleika, en ekki af miklum tilþrifum — bezt 1 vatnslita- myndum, og hafði ég vissa ánægju af að skoða þær mynd- ir sökum hreinleika þeirra, en litir hennar eru ekki nægjanlega mettaðir og sumir hlutir mynda hennar ekki eins vel unnir og aðrir, sem kemur niður á heild- inni. Af málverkum hennar var myndin „Lokastígur“ bezt að mínum dómi, hrein og fersk I lit, en listkonan veldur hvergi nærri olíu eins vel og vatnslit- um. Ég rek þetta hér vegna þess, að þó ég kæmi ekki auga á mikil tilþrif, þá sýnir listkonan eins og áður er sagt, heiðarleg vinnubrögð og er það meira en sagt verður um marga aðra, sem enn eru á frístundaamálarastig- inu og hafa sýnt á þessum stað. Bragi Ásgeirsson. FRUMRAUN ÞAÐ ríkti mikil eftirvænting í Austurbæjarbíói I fyrrakvöld 4 tónleikum Tónlistarfélagsins. Þar var fólk kom:5 til að (ef dæma má eftir áberandi pískri Skyndiútsalan Allt á að seljast, verzlunin hættir eftir nokkra daga. — Mikill afsláttur. Dömusundbolir — undirfatnaður m. a. allt úrvalsvörur. Komið og gjörið góð kaup. Nonnabúð Vesturgötu 11. frammi í salnum) sjá einn, en heyra a.m.k. tvo aðra þekkta söngvara. Aðrir komu til að heyra Eyvind Brems íslandi .aý- útsprunginn tenórsöngvara, halda sína fyrstu söngskemmtun opinberlega. Efnisskráin var sett saman af óperuarium frá Caccini, Hándel, Mozart til Tsjækovskýs, auk þriggja Lieder eftir Schubert, Ballödu úr Elver skud eftir Gade og Bikars Ey- þórs Stefánssonar. Undirieik annaðist Ellen Gilberg, sem einnig lék einleik, A-dúr sónötu Mozarts, K.V. 331, en hvorki undirleikur né einleikur var til að vekja hrifningar undrun — þótt undrun vektL Eyvind Brems íslandi og efn- isskrá sú, er hann söng, áttu litla samleið. Hann hefur bjarta fínlega rödd, sem hann beitir af lipurð og smekkvísi. Hann syng ur tárhreint, (nema hæstu tón- ana stundum), og það var un- un að heyra hann syngja Caccini. En verkefnin voru ekki fyrir hans rödd, óperuaríur eða dramatísk Lieder. Eyvind Brems íslar.di hefur rödd fyrir þær tónbókmenntir, sem enskir kenna við Elísabetu sína fyrstu. Það væri mikið tilhlökkunar- efni, ef hann byði upp á söng- kvöld úr þeirri áttinni i sam- félagi við lútu og gígju. Þorkell Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.