Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1967. 23 Gunnar Runðlfsson, hreppstjóri Syðri - Rauðalæk — Minning Kallisala Kvenlélags Laœgarnessóknar Á MORGUN fer frati frá Ár- bæjarkirkju útför Gunaar.i Run- ólfssonar, hreppstjóra, Syðri- Rauðalæk. Hann andaðist á Landsspítal- anurn 26. apríl sl. Að kvöldi 23. s.m. var hann 1 heimsckn hjá frændfólki sínu að Efri-Rauða- læk. Eftir að hafa lokið erindum og kvatt heimamenn, fékk hann heilablæðingu cg féll niður á gangstéttina fyrir utan húsið. Gunnar var fæddur að Syðri- Rauðalæk 9. júlí 1883 og hefði þvi orðið 84 ára í sumar. Hann var sonur sæmdarhjónanna Guð nýjar Bjarnaióttur frá Efri- Rauðalæk og Runólfs Halldórs- sonar, hreppstjóra, Syðri-Eauða- læk, Halldórssonar bónda, Syðri- Rauðalæk. Runólfur Halldórsson bjó á Syðri-Rauðalæk í 64 ár við rausn og myndarskap. Hann var hreppstjóri Holtahrepps frá 1892, en það ár var Holtahreppi hinum forna skipt. Hreppstjóra- störfum gegndi hann til 1930, en þá tók Gunnar við hreppstjóra- starfinu af föður sínum. Guðný, móðir Gunnars, dó ár- ið 192«, en Runólfur 1936. Syðri-Rauðalækjarheimilið var alltaf til fyrirmyndar og á und- an sínum tíma í mörgu, ekki sizt með byggingar og ræktun. Heimilið var alltaf talið vel efn- að og veitandi, enda ráðdeild og dugnaður húsbændanna vel þekkt. Gunnar tók við búinu af föður sínum látnum, en hafði stjórnað því í mörg ár áður en hann var formlega talinn fyrir búinu. Gunnar kvæntist ekki, en bjó lengi með Valgerði syst- ur sinni. Valgerður var fædd að Syðri-Rauðalæk 1676 en dó 1907. Börn Valgerðar voru Lára, sem hefir verið stoð Gunnars síðan systir hans dó, og Haraldur bóndi á Efri-Rauðalæk. Gunnar Runólfsson vandist reglusemi og myndarskap á stóru heimilL Hann ásamt systur sinni og syst- urdóttur hélt við þeirri reisn, sem lengi hefir verið yfir Syðri- Rauðalækjarheimilinu. Hann byggði upp á jörðinni og rækc- aði hana og fylgdist með tíman- um í vélvæðingu og nútíma tækni í landbúnaði. Gunnar mun hafa verið fyrsti eða annar bóndinn á íslandi, sem tók upp súgþurrkun á heyi, en sú tækni er nú orðin almenn og þykir sjálfsögð og nauðsynleg. Gunnar var ekki sendur til náms, þótt hann hefði til þess hæfileika og efni væru nóg til þess hjá foreldrum hans.. Senni- lega hefur verið talið að um- fangsmikið heimili og stór bú, sem var á Rauðalæk, mætti ekki missa forsjá hans eða umsjón. >að kom strax í ljós á unglings- árum Gunnars að hann var stjórnsamur og setti sig vel inn í þau mál, sem þurfti að leysa. Gunnar var prýðilega greindur, traustur og ábyggilegur. Hann var mjög reikningsglöggur og skrifaði fallega rithönd. Hann var vinfastur og drenglyndur og brást aldrei þeim málstað, sem hann taldi vera réttan. Á Gunn- ar hlóðust mörg opinber störf fyrir sveitarfélagið og héraðið. Hann var hreppstjóri frá 1930 og til dauðadags. Hreppsnefnd- armaður var hann í 44 ár. í stjórn kaupfélagsins í>órs var hann frá stofnun þess 1935. Deildarstjóri Sláturfélags Suður lands í áratugi og fulltrúi 1 Mjólkurbúi Flóamanna. Hann að- stoðaði hreppsbúa á margan hátt og var ráðunautur sveitarfélags ins og héraðsins í mörgum grein um. Sem hreppstjóri var hann skattanefndarmaður og gekk frá skattskýrslum hreppsbúa til yfir skattanefndar. Það var löngu við urkennt að frágangur allur á því sem hann lét frá sér fara væri til mikillar fyrirmyndar. Það hefðu þótt tíðindi ef Gunnar á Rauðalæk hefði fengið athuga semdir við reikninga eða skýrsl- ur, sem hann lét af hendi. Hann hafði alþekkt orð á sér fyrir vandvirkni og samvizkusemi í störfum. Það var engin tilviljun að hann var valinn til þess að veita forstöðu Sparisjóði Holta- og Ásahrepps, sem var stofnaður 1915. Sjóðurinn var alla tíð á Syðri-Rauðalæk undir stjórn Gunnars, þar til Búnaðarbank- inn yfirtók hann um leið og bankinn opnaði útibú að Hellu 1964. Gunnar stjórnaði því sjóðn um í 49 ár. Sparisjóðurinn dafn- aði undir stjórn hans. Peninga- veltan var lítil fyrstu árin, sem eðlilegt var, þar eð fjármagn var lítið í sveitum landsins um þær mundir. En sjóðurinn varð vel virkur og veitti mörgum lán, sem gerðu ýmsar fram- kvæmdir mögulegar á starfs- svæðinu, sem annars hefðu orðið að bíða. Eftir að héraðið fékk daglegt samband við Landsbankaútibúið á Selfossi, breyttist starfsaðstaða Sparisjóðsins og voru vaxta- möguleikar þá ekki lengur fyrir hendi fyrir sjóðinn, þar sem að- setur hans var ekki í þjóðbraut. Það var tillaga Gunnars og var hún samþykkt af ábyrgðarmönn um Sparisjóðsins að semja við Búnaðarbankann um yfirtöku á sjóðnum. Gunnar á Rauðalæk eyddi miklu af sínum tíma til að vinna fyrir samfélagið og greiða úr vandamálum þeirra sem til hans leituðu. Greiðsla fyrir slík störf var oftast engin eða mjög lltil, enda ekki til þess ætlast. 1 stað venjulegrar greiðslu fékk Gunn- ar það, sem hann mat meira, en það var vináttu og hlýhugur sam ferðamannanna. Þeir sem þekkru Gunnar bezt mátu hann mest, en enginn bar til hans kala eða óvild arhug. Hann var sáttur við alla og leit með þakklátum huga yf- ir runnið æviskeið. Hann hafði margs að minnast á langri lffs- leið og gladdist yfir því að hafa fengið tækifæri til. þess að leggja góðum málum lið og greiða úr erfiðleikum margra sem til hans leituðu. Gunnar vann stönf sín hávaðalaust og skrumlaust. Hann var laus við það að vilja sýnast. Vissan fyrir því að hafa gert rétt og það sem skyldan bauð, fullnægði metnaði hans 3g starfshvöt. Holtamenn hafa lengi notið forystu og vinsemdar Gunnars á Rauðalæk. Flestir Rangæingar og fjöldi annarra Sunnlendinga nutu þess að hafa kynni af hon- um. Vinir og kunningjar sakna hans og minnast liðinna tíma með þökk fyrir að hafa notið vin áttu og samstarfs mikilhæfs drengskaparmanns. Lífsins straumur rennur óum- breytanlegur. Vinirnir hverfa hver af öðrum yfir landamærin, sem mannleg augu fá ekki greint. Minningarnar geymast um góða menn og verða til hvatn- ingar og leiðbeiningar á ófarinni leið. Afi Gunnars á Rauðalæk Hall- dór Halldórsson, var fæddur að Syðri-Rauðalæk 20. október 1824. Hann var þar alla ævina, og bjó góðu búi eins og sonur hans Runólfur og sonarsonur- inn Gunnar, sem minnst er með þessum línum. Halldór fékk þá grafskrift samtíðarman ía sem hér grenir: „Vandaður- dugnaðar- og merkismaður alla ævi. Var því vel metinn af öllum til elliára. Dó 16. júlí 1887“. Þeir sem þekktu Gunnar Run- ólfsson munu vilja gefa honum svipaðan vitnisburð og afi hans, Halldór Halldórsson fékk. „Vandaður, dungaðar- og merkismaður alla ævL Vel met- inn af öllum“. Þannig var Gunnar á Rauða- læk, þannig mun minningin um traustan drengskaparmann geymast í hugum allra sem þekktu hann bezt. HIN árlega kaffisala Kvenfélags Laugarnessóknar verður í dag í Laugarnesskólanum og hefst að lokinni messu í Laugarneskirkju, sem hefst kl. 2. Mun prófessor Jóhann Hannesson prédika við þá guðsþjónustu. Aðsóknin að kaffisölunni hef- ur undanfarið orðið svo mikil, að húsnæðið í kirkjukjallaranum varð ófullnægjandi, og tvö síð- ustu árin hefur kaffisalan farið fram í hinum mikla og glæsta sal Laugarnesskólans fyrir vel- vild og fyrirgreiðslu hinna ágætu forráðamanna skólans. Ágóðanum verður varið til safnaðar- og líknarstarfa, sér- staklega fyrir aldraða fólkið, sem félagið hefur mjöig látið sig skipta um undanfaxin ár. Vil ég leyfa mér að hvetja bæjarbúa til að líta inn í Laug- arnesskólann í dag og njóta þeirr stólum. Um undanfarin ár hefur ar hressingar, sem þar er á boð- verið þar mikil þröng á þingi — bæði ungir og aldraðir, allstaðar að, og hafa konurnar í Laugar- nessókn við hverja kaffisölu kunnað lagið á að láta öllum líða vel og finna hve mjög þeir eru velkomnir. Njótið ánægjustundar um leið og þér styðjið gott starf. Garðar Svavarsson. I.J. íbúð óskast Ung hjón með tvö börn óska eftir íbúð. Eru alveg á götunni. Mætti vera úti á landi, ef um atvinnu væri að ræða. Bílpróf, vanur þungavinnuvélum og sjómennsku. Upplýsingar í síma 51457 á fimmtu- dag og eftir kl. 7 aðra daga. Tilboð óskast í sölu raflagna, efni og vinnu, fyrir Tollstöðvarbyggingu í Reykja vík.. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu vorri föstudaginn 5. maí 1967 gegn kr. 20.000,— skilatryggingu. 1 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS I | BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 J Borgartúni 7 — Sími 10140. Til leigu óskast afgreiðs.u og lagerhúsnæði 80 til 150 ferm., með aðkeyrslumöguleikum. Æskilegt væri jafnframt að með fylgdi lokað port eða einhvers konar útigeymslu möguleikar. Tilboð merkt: „Sölustaður — 2439“, sendist afgr. blaðsins fyrir 8. þ.m. Gallaðir piunastólar seljast með afslætti. KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F. LAUGAVEGI 13. Meðcigandi óskast í gott innflutningsfyrirtæki sem er með góð umboð. Þeir sem hafa áhuga á tilboði þessu, leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins merkt: „2488“ fyrir 6. maí. Skrifstofustúlka óskast strax. Góð vélritunarkunnátta ásamt kunnáttu í ensku og dönsku nauðsynleg. Iþróftasamband Islands sími 30955.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.