Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGTTR 4. MAÍ 1967. 11 Sjöfugur: Dr. juris Þórður Eyjólfsson fyrrv. hæstaréttardómari Hafnarfjörður í BÓK sinni Dómarinn — frá gjónarhóli málflutningsmanns- ins — kemst hinn nafnkunm ítalski prófessor og málflutnings maður Piero Calamandrei m.a. svo að orði: „Dómarinn er rétt- urinn holdi klæddur. Frá þess- um manni einum get ég í ys og önn dagsms vænzt þeirrar vernd ar, sem andi laganna gefur mér fyrirheit um. Og það er pá fyrst uppboðsgerðir eða réttarrann- sóknir hjá þáverandi fulltrúum bæjarfógetaembættisins í Reykja vík. Síðar átti hann þátt í því, að ég sat um árabil við ritara- borð r Hæstarétti undir hand- leiðslu hans og annarra þeirra ágætismanna, er skipuðu dóm- arasæti þar. En hæfileikar dr. Þórðar eru ekki bundnir við lögfræðina eina. Hann er margfróður og hefur á hraðbergi fjölbreytileg- an fróðleik úr sögu landsins og bókmenntum þess fyrr og síðar og er ávallt aufúsugestur í hópi vina og kunningja, gamansam- ur og hnyttinn í tilsvörum með glöggt auga og næma tilfinningu fyrir skapgerð og viðbrögðum samferðamanna sinna. Enn er hann ungur og ern í anda, þótt hann standi nú á sjötugu, og er það ósk vina hans og kunningja, að honum endist enn drjúga stund þrek og heilsa til hagnytra starfa í þjónustu réttarins, þótt hann hafi nú horfið úr dómara- sæti sinu. Hákon Guðmundsson. þegar þessi maður — dómarinn — er þess umkominn að mæla tungu réttlætisins í málefnum mínum — að mér er ijóst, að rétturinn er ekki aðeias efnis- laust form — að réttlætið er ekki aðeins lögfræðilegt hugtak — heldur hið sanna fundament- um regnorum — grundvöllur aikpulegs þjóðfélags“. Þessi orð hins ítalska lögvís- indamanns, sem helgaði starf sitt og líf mannréttindum og lýð frelsi og átti mikinn þátt í end- urreisn lýðræðisins á ftalíu, er hinu fasistíska svartnætti lauk þar, eru mér ofarlega í huga á sjötugsafmæli dr. jur. Þórðar Eyjólfssonar, sem í upphafi næstliðins árs lét af embættis- störfum. Um 40 ára skeið varð það hlutskipti hans að skipa sæti dómarans. Fyrst sem full- trúi við bæjarfógetaembættið í Reykjavík, en síðar sem setu- og rannsóknardómari í ýmsum málum og loks dómari i Hæsta- rétti í 30 ár. Varð það þannig ævistarf hans að breyta hinu hlutdræga fyrirheiti laganna um réttlæti í raunhæfan rétt ein- staklingsins í margvíslegum við- fangsefnum hans og leikbrögð- um daglegs lífs — færa þeim réttinn, er hann áttu, og úthluta mönnum réttlæti í þeim hlutföll um, er hverjum bar. Þessi viðfangsefni bar dr. Þórður Eyjólfsson gæfu til þess að leysa með þeim hætti, a5 hann átti ætíð sæti á fremtfa bekk þeirra dómara, sem Cals- mandrei mundi hafa heilsað með virðingu og bróðurlegu bakklæti eins og hann kemst að orði á öðrum stað í bók sinn\. Bar margt til þess, svo sem traust lögfræðileg þekking og sívök- ul réttlætiskennd ásamt góðum skilningi á mannlegu eðli og við brögðum manna í meðbyr og mótlæti. En yfir þessa haldgóðu dómaraeiginleika brá dr. Þórð :r að jafnaði þeirri skikkju hóg- værðar og yfirlætisleysis. að hann duldist oft samferðamönn- um sínum meira en efni stóðu til og finnst okkur, sem til þekkj- um, að hlédrægni hans væri oft og einatt óþarflega mikil. Það er hverju þióðfélagi mik- ið happ, þegar slíkir menr. velj- ast í dómarastöður og verða i senn sómi stéttar sinnar og fyr- irmynd stéttarbræðra sinna. Flyt ég honum á þessum degi bæði þakkir og árnaðaróskr ís- lenzkrar dómarastéttar. Sjálfur á ég dr. Þórði margt að þakka og upp að unna. Sam- skipti okkar hófust fyrir 40 ár- um, þegar auralitlir laganemar tóku því feginshendi að vera vottar eða skrifarar við fjárnám. Kópavogur - saumanámskeið Saumanámskeið er að hefjast. Nokkrar konur geta enn komizt að. — Upplýsingar í síma 40482. Skrifstofuhúsnæði í Miðbænum Ný 140 ferm. skrifstofuhæð á glæsilegum stað í Miðbænum til leigu. Hentug fyrir skrifstofur, teiknistofur, læknastofur, félagsheimili o. fl. Fyrir- spurnir merktar: „Miðbær — 958“ sendist Morg- unblaðinu. Mæðradagurinn Mæðradagurinn er í dag. Munið að gefa móður- inni blóm. Blómabýðir opnar frá kl. 10—2. FÉLAG BLÓMAVERZLANA. Aðalfundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur, verður haldinn að Hallveigarstöðum mánudaginn 8. maí kl. 8. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur áríðandi mál. Spilað verður bingó. — Kaffi. STJÓRNIN. Italska vikan ítalskir sumarkjólar og peysur. bóleti Hafnarstræti 19. Raftæknifræðingar Raftæknifræðingur óskast til starfa við rekstrar- deild Landsvirkjunar. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist fyrir 14. maí 1967 til skrifstofustjóra Landsvirkjunar, sem veitir nánari upplýsingar. Landsvirkjun Suðurlandsbraut 14, Reykjavík. Benzínafgreiðsla Esso við Reykjavxkurveg verður framvegis opin til kl. 12 að kvöldi og í hádeginu á sunnudögúm. OLÍUFÉLAGIÐ II.F. Verkamenn óskast til að vinna við standsetningu á nýjum bílum. — Upplýsingar hjá verkstjóra. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar Suðurlandsbraut 14 — Sími: 38600. Rósastilkar Margar tegundir af trjáplöntum, runnum og plöntum í limgirðingar. Gróðrarstöðin Birkihlíð Nýbýlavegi 7, Kópavogi, sími: 41881 Jóhann Schr0der. Garðaprestakall Garðaprestakall óskar eftir að ráða organista. Umsóknir sendist sóknar- prestinum, séra Braga Friðrikssyni Faxa- túni 29, Garðahreppi (sími 50839) fyrir 20. maí n.k., en hann veitir og nánari upplýsingar. Sóknarnefnd Garðasóknar, Sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar. Hópferðafarþegar Hin árlega skemmtun fyrir farþega okkar, sem tekið hafa þátt í utanlandsferðum verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal n.k. sunnudagskvöld kl. 9. Kvöldið verður helgað í R L A N D I og verða sýndar þaðan kvikmyndir og auk þess syngja THE DRAGONS írska þjóðsöngva, en síðan verður dansað. LÖND & LEIÐIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.