Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1967. 19 smíði norður í Svarfaðardal og vorum þá herbergisfélagar og er mér enn í minni umhyggja nafna mins fyrir því að ég þvæi mér vel og þrifi, en ég af stríðni reyndi að telja honum trú um að til slíkra hluta hefði ég engar tilhneigingar. Árið 1931 giftist Jón eftirlif- andi konu sinni, Halldóru Hjart- ardóttur, og skömmu síðar kaupa þau Árdal í Andakílshreppi og byrja þar búskap 1936 og bjuggu þau þar upp frá því til 1959 að þau bregða búi og flytjast til Reykjavíkur. Þaðan í frá stund- aði Jón aðallega vinnu í Vél- smiðjunni Héðni, meðan heilsan leyfði. Þeim hjónum Halldóru og Jóni varð ekki barna auðið, en hjá þeim voru ævinlega eitt eða fleiri börn, sum sumarlangt en önnur árlangt og nutu þau þeirra umhyggju, sem væru þau þeirra eigin börn. Ég átti því láni að fagna að koma börnuim mínum til sumardvalar í Árdal, og fyrir það er ég þeim hjónum þakklát- ur. Jörðina byggðu þau upp af litl- um efnum, ræktuðu og stækkuðu túnið, og þegar þau brugðu búi, minntist ég þess að Jón sagði við mig að nú væri jörðin loks að komast í það horf, ei- hann hefði kosið að taka við henni. Þá voru kraftarnir á þrotum og ekki um annað að ræða, en að hætta við svo búið. Mikill gestagangur var alltaf í Árdal, enda lá þjóðbrautin um hlaðið og gestrisnin takmarka- laus. Mér er í minni að einu sinni er ég var þar staddur, bar skýndilega að garði allmargt fólk, er þáði þar góðgerðir. kvaddi og fór og er ég innti eftir þvi hvaða fólk þetta hefði verið, kunni enginn nein 'skil á því. Jón var einstaklega trygglynd- ur maður, ljúfur og hjartahlýr. Hann tók alltaf nærri sér að kveðja strákana á haustin, «r verið höfðu þar sumarlangt Hann hafði yndi af börnum og unglingum og einstaklega got4 lag á að umgangast þau. Hana hafði undir niðri gaman af táp- miklum og böldnum strákum og reyndi að beina kröftum þeirr® í réttan farveg, eins og han* orðaði það. Jón las talsvert í frítímum síxv- um, einkum ljóð og var létt um að kasta fram vísum þótt hana flíkaði því aldrei. Umtalsfrómur var hann og bendir þessi vísa hans ótvírætt í þá átt: Það er galli ýmsum á, að þeir spjalla fleira, en sem kallast meinlaust má og mega allir heyra. Við andlát hans þökkum vi8 samfylgdina og blessum minn- ingu hans. Jón Á. Bjarnason. SÍÐAN Austurbæjarbíó. Angelique virðist ætla að halda það nokkuð lengi út. Við skulum samt sem áður ekki undrast, myndin hefur flesta kosti skemmtilegra kvikmynda og er jafnt við hæfi ungra sem gamalla. Ef við víkjum að efn- isþræðinum, sjáum við fljótlega að hér er á ferðinni dæmígerð- ur kjánaskapur nokkuð vel snið inn fyrir íslenzkan kvikmynda- smekk. Auðvitað eru þarna á ferðinni ástir og ævintýri og þeir, sem séð hafa fyrri hluta þessarar andlausu fjölda fram- leiðslu, verða skelfingu lostnir yfir afturkomu Robert Hossein, því hann var vlst brenndur á báli talsvert snemma á ástar- ríkri ævi Angelique en einmitt hún otar fram nýrri stefnu í ástarmálum hún elskar marga, en það er aðeins einn, sem hún elskar mest. Vitaskuld hefur kvikmyndin sína ágætu kosti. Tónlistin er afbragðsgóð og með ferð hlutverka er trúverðug. Við skulum öll vona, að höfund ar Angelique séu ekki hættir rit störfum, þá getum við vafalaust beðið og átt von á framhaldi, sem Sn efa verður byggt upp á sama andlega máttleysinu, krydduðu hæfilegum íburði. Og að lokum, reynið að mæta stund víslega# á kvikmyndasýningar í framtíðinni. Ganila bíó. EINU SINNI ÞJÓFUR. Þessi kvikmynd er realistisk glæpamynd, sem nú er orðið harla sjaldséð fyrirbæri, á dög- um Dýrlingsins og James Bond. Hún fjallar um ungan ítalsk- an innflytjanda til Bandaríkj- anna (Alain Delon), sem lent hefur á glapstigum, að undir- lagi bróður síns, (Jack Palance). Hann býr í San Francisco og þar er leynilögreglumaður, (Van Heflin), sem er sannfærð- ur um að hann hafi skotið á aig, í innbroti, sem framið var nokkrum árum áður. Lætur hann piltinn aldrei í friði, en HORNAUGAÐ" KVIKMYNDAGAGNRÝNI UNGA FÓLKSINS Björn Baldursson Þórður Gunnarsson hann hefur hagað sér i alla staði vel í fimm ár. Stöðugt er bróðir hans að reyna að fá hann með brot, en hann stenzt öll hans gylliboð, með aðstoð konu sinn ar (Aann Margaret). Tekur þá bróðirinn það ráð að ræna dótt ur hans og neyða hann þannig til að vinna fyrir sig. Eins og venjulega borga glæp ir sig ekki og allt lendir í klúðri. Mynd þessi er um marga hluti vel gerð. Frá byrjun byggist spennan upp í hápunkt í lok myndarinnar og slakar hvergi á. Af leikurum eru Aalain Del- on og Van Heflin beztir og leika þessa óþreytandi andstæðinga af skilningi. Auk þess segir kven fólk mér, að Delon sé aldeilis feiknalega sætur, þó að mér sýnist hann heldur rindilslegur ungur maður. Að venju lítur Jack Palance út eins og sonur Frankerfstein og leikur af allri sömu lipurð. Hann er efstur á lista þeirra manna, sem ég ekki vildi mæta í dimmu húsasundi. Ann Marg- aret er þokkaleg stúlka og vel vaxin, en ekki eru henni lagin fínleg blæbrigði í leik. Mun leit un á öðrum eins ekkasogum og almennum hávaða og ósköpum, eins og þegar hún fer að gráta Þó að mynd þessi sé um marga hluti vel gerð og spenn- andi er ég ekki hrifinn. Raun veruleikinn í þessum málum finnst mér ekki skemmtiefni. Þessi kvikmynd sannfærir mig aðeins um það, hve heppinn ég er, að vera ekki lögregluþjónn og þurfa að umgangast glæpa- mál. KARLAKÓR Keflavíkur ásamt kvennakór heldur sína árlegu samsöngva fyrir styrktarfélaga í Bíóhöllinni í Keflavík 5. og 8. maí næstkomandi. Á efnis- skránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda úr söngleikjum og óperum. Fyrirhugað er svo að kórarnir syngi í nágrenni Keflavíkur og einnig í Reykjavík. Þann 15. maí næstkomandi munu svo kórarnir leggja upp í Karla- og kvennakór Keflavíkur. viku ferðalag til Suður-írlands á vegum ferðaskrifstofunnar Lönd og Leiðir. Þar munu þeir svo taka þátt í alþjóðlegu söngmóti sem haldið verður í Cork. Einn sjálfstæðan samsöng halda þeir svo í Killerny. Söngstjóri kóranna er Þórir Baldursson, en Hanna Guðjóns- dóttir hefur aðstoðað við radd- kennslu í vetur, einnig hefur Hanna Bjarnadóttir annast söng kennslu hjá kórunum um nokk urt skeið. Undirleik annast Ragnheiður Skúladóttir á flygil og Gunnar Sigurðsson á bassa. Margir einsöngvarar koma fram hjá kórunum og einnig kvartett. Stjórn Karlakórs Keflavíkur er, Haukur Þórðarson, Jóhann Lindal, Magnús Guðmundsson, Magnús Jónsson og Bergsteinn Sigurðsson. — h.s.j. — Irski þjóðlagasöngflokkurinn T he Dragoons, sem hér mun ske mmta á vegum Lönd & Leiða. Island kynnt á vegum L&L „TIL þessa hefur hérlendis ver- ið ákaflega lítill áhugi á ir- landi, sem ferðamannalandi, og mjög fáar ferðir verið farnar þangað á vegum ferðaskrifstofa hér. En nú bregður svo við, að við höfum ærinn starfa við að skipuleggja hópferðir þangað í Útgerðarmenn Af sérstökum ástæðum getur skipstjóri vanur síld- veiðum tekið að sér bát á komandi sumri. Afleys- ingar koma til greina. Tilböð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 15. maí merkt: „Stórútgerð — 2019“. sumar, og mun láta nærri að rúml. 600 íslendingar muni fara til Irlands núna“. Á þessa leið fórust Ingólfi BlÖndal, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Lönd & Leið ir orð á fundi með fréttamönn- um. Hann sagði, að nú í sumar yrðu farnar fjórar leiguferðir til írlands með Rolls Royce flugvél- um Loftleiða. Fyrstu ferðina fer Karlakór Keflavíkur, sem ætlar á alþjóðlegt kóramót í Cork, næsta ferð verður með hóp gagn fræðinga úr Flensborgarskóla, þriðja ferð með hóp skáta og unglinga úr Mýrarhúsaskóla, og hin fjórða með bændahóp. Inn i þessa hópa er svo fyllt upp í með smærri hópum. Hver ferð tekur 8-10 daga, og verður ferð- ast vítt og breitt um suðurhluta írlands. Vegna þessa aukna áhuga fyr- ir frlandi hefur Lönd & og Leið- ir gripið tækifærið, og ætlar næstu daga að gangast fyrir kynningu á írlandi víða um landið. Hefur ferðaskrifstofan fengið hingað til lands fjóra írska þjóðlagasöngvara, sem kalla sig „The Dragoons". Munu þeir koma hér fram, syngja söngva frá frelsisbaráttu fra, ástarsöngva og drykkjusöngva, en frar eru ákaflega auðugir af öllu þessu. Auk þess mun söng- flokkurinn syngja lög frá ýms- um löndum, ef þes er óskað. Þá verða og sýndar kvikmyndir frá írlandi, og gestum gefst kostur á að bragða írskt kaffi. Fyrsta kynningarkvöldið verð ur í kvöld á Akureyri, á Norð- firði á föstudag, og í Keflavík og Reykjavík á sunnudag. Jón Jónsson frá Árdal - Minning F. 3.6. 1890. — D. 22.4. 1967. Nýlega var til moldar borinn Jón Jónsson, fyrrum bóndi í Árdal í Andakílshreppi. Hann var ræddur að Gröf í Lundar- reykjadal, sonur hjónanna Jóns Jónssonar og Ingveldar Péturs- dóttur. Systkini Jóns voru 6 tals ins, en 5 systur og 1 bróðir. Árið 1896, þegar Jón er 6 ára gamall, flyzt hann að Gilsbakka á hið myndarlega heimili þeirra frú Sigríðar og síra Magnúsar Andréssonar og elst þar upp og er meira og minna tengdur því heimili allt fram til 1923, er Guðrún dóttir Magnúsar giftist, og hún og maður hennar Sigurð- ur Snorrason taka við búi. Árin 1909—1911 var Jón Hvítárbakkaskólanum, en hélt svo til Kanada 1912—1913 og dvaldi þar um skeið, aðallega við fiskveiðar á Winnipegvatni. En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til'og svo djúp- ar-rætur átti Hvítársíðan og Gils- bakkaheimilið í Jóni, að hann festi ekki yndi vestan hafs og var kominn heim aftur og inn úr dyrum á Gilsbakka, öllum að óvörum, áður en fullt ár var liðið frá brottför hans. Árið 1923 byrjar Jón svo bú- skap í félagi við Torfa Magnús- son að Hvammi í Hvítársíðu og býr þar eitt ár, en að því loknu fer hann að stunda brúarvinnu á sumrum, víða um land, en fæst við járnsmíðar að vetrum hjá Bjarna Guðmundssyni í Borgar- nesi og víðar. Árið 1927 bar fundum okkar fyrst saman við byggingu Hvít- árbrúarinnar. Strax gaf Jón mér hefðarheitið „nafni minn“ og þótti mér þá þegar nokkur upp- hefði í því ávarpi, er hélzt alla tíð upp frá því. Sumarið eftir vorum við enn saman við brúar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.