Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 10
10 MOBGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 Sigurganga Indiru Gandhi Hún hefur nú fullt umboð þjóðarinnar til að fram- fylgja stefnu sinni LEIÐTOGAR indverska Kon- gressflokksins ákváðu fyrir fimm árum að skipa frú Indiru Gandhi í embætti for- sætisráðherra landsins. Álitu þeir að hún væri það vinsæl meðal landsmanna að henni tækist að afla flokknum fylg is, og að hún yrði þeim hlýð- inn starfsmaður og undirgef- inn. Frú Gandhi uppfyllti von- ir flokksleiðtoganna varðandi vinsældirnar, en hún reynd- ist einnig sönn. dóttir leiðtog- ans Jawaharlal Nehru — ákveðin, sjálfstæð og meiri stjórnmálamaður en leiðtog- arnir, sem skipuðu hana í embættið. Nærri fjórum árum eftir að Indina Gamdhi t>ók við emb ætti forsætisráðherra sam- kvæmt óskum flokksleiðtog- anna ákváðu þeir að víkja henni úr flokknum. Hún lét síðar varð fyrsti forsætisráð herra Indlands við sjálfstæð- istökuna árið 1947 og gegndi því embætti til dauðadags árið 1964 — var lítið heima á bernskuárum Indiru. Var hann þá ýmist í stjórnmála- ferðum til að berjast fyrir sjálfstæði og fullveldi lands- ins, eða í fangelsi fyrir stjórn málaskoðanir sínar. Móðirin þjáðist af berklum og fór snemma til Evrópu með Ind- iru til að leita sér lækningar. Var Indiru því komið til mennta í Evrópu, fyrst í Sviss, en síðar í Bretlandi, þar sem hún meðal annars stundaði sögunám við Oxford háskóla. Frú Kamala lézt í Sviss árið 1936, og var það mikið áfall fyrir dótturina. í bernsku heima á Indlandi kynntist Indira Feroze Gandhi, og voru þau sam- tíma við nám í Evrópu. Urðu órðin vel þekkt meðal al- mennings. Þegar svo Lal Bahadur Shastri myndaði nýja ríkisstjórn árið 1964 tók Indira við embætti upplýs- inga- og útvarpsmálaráð- herra. Því embætti gegndi hún þar til Shastri lézt snögglega í Tashkent árið 1966. FORSÆTISRÁÐHERRA Að Shastri látnum komu leiðtogar Kongressflokksins •saman til að útnefna nýjan forsætisráðherra, og komu þá aðallega tvö ráðherra- efni til greina, Indira Gandhi og Morarji Desai, en Desai hafði verið helzti keppinaut- ur Shastris um embættið. Þáverandi formaður flokks- ins, K. Kamaraj, barðist fyr- ir því að Indira yrði útnefnd forsætisráðherra, og fór svo við atkvæðagreiðslu í þing- flokknum að hún sigraði Desai með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Indira Gandhi hafði aðeins setið í valdastóli í eitt ár þeg ar efnt var ti'l þingkosninga Frú Indira Gandhi flytur kosningaraeðu. Var því ekki að furða þótt flokkurinn missti nokkuð fylgi, en margir telja að án Indiru Gandhi hefði flokkur inn misst meirihlutafylgi sitt þá. Mynd þessi var tekin árið 1946 þegar Jawaharlal Nehru (til vinstri), faðir Indiru, var nýkjörinn forseti Kongressflokks- ins. Er hann hér á tali við Mahatma Gandhi. Frú Indira Gandhi tók við embætti forsætisráðherra í jan- úar 1966, og var mynd þessi tekin er hún sór embættiseið sinn. það sig engu skipta, klauf flokkinn og hafði meirihluta hans á sínu bandi, auk þess sem henni tókst að afla sér stuðnings vinstrimanna úr öðrum flokkum og tryggja þannig meirihlutafylgi á þingi. Fyrir síðustu áramót taldi Indira Gandhi heppilegt að efna til þingkosninga í landinu til að tryggja völd sín betur. Rauf hún þá þing og boðaði til kosninga um mánaðamótin febrúar-marz, og stóðu þær í tíu daga. Úr- slit urðu þau að flokkur frú Gandhi vann glæsilegan sig- ur, og þegar talningu var lok ið í 417 af 518 kjördæmum hafði flokkur hennar hlotið 317 þingsæti. Ljóst er að flokkur Indiru Gandhi verð- ur alls ráðandi á næsta þingi og getur tryggt samþykki stjórnarskrárbreytinga að vild, en til þess þarf % at- kvæða. GIFTIST BERNSKUVINI SÍNUM Frú Indira Gandhi er 53 ára, fædd 19. nóvember 1917. Var hún einkabam Jawaharl- als Nehru og konu hans, Kamala Kaul, en móðirin var frá Kashmir. Faðirinn'— sem þau samferða heim til Ind- lands árið 1941, og ári síðar voru þau gefin saman í hjóna band. í heimalandinu urðu þau hjónin fljótlega virkir þátttakendur í sjálfstæðis- baráttunni. Voru bæði hand- tekinn skömmu eftir brúð- kaupið og fangelsuð fyrir áróðursstarfsemi. Á ýmsu gekk í hjónabandinu, og er sagt að Feroze Gandhi hafi ekki viljað láta sér nægja að vera aðeins tengdasonur Nehrus, en Indiru ekki lík- að að vera aðeins eiginkona Gandhis. Tekið skal fram að Feroze Gandhi var alls óskyldur leiðtoganum Ma- hatma Gandhi. Þau Indira og Feroze eign- uðust tvo syni, og fæddust þeir 1944 og 1946, en Feroze andaðist árið 1961. Eftir lát eiginmannsins fluttist Indira til föður síns, sem þá var forsætisráðherra, enda hafði hún verið föður sínum til aðstoðar sem nokk- urs konar húsmóðir allt frá því hann tók við forsætisráð- herraembættinu 1947. Hún hafði jafnan mikinn áhuga á stjórnmálum og tók virkan þátt í þeim. Við lát föður hennar var Indira Gandhi í landinu. Höfðu Indverjar átt við mikla erfiðleika að stríða frá fyrri kosningum, svo sem innrás Kínverja í norðurhéruðin, styrjöld við Pakistan, uppskerubresti tvö ár í röð og gengislækkun. Athyglisvert við þessar þingkosningar árið 1967 var að ýmsir af gömlu flokksleið togunum — þeirra á meðal Kamaraj flokksformaður — féllu í kjördæmum sínum, en Indira Gandhi jók verulega fylgi sitt í kjördæmi sínu, Uttar Pradesh. Tók hún þessi úrslit sem ábendingu um að þjóðin væri orðin leið á gömlu leiðtogunum og vildi breytingu. Næstu árin ríkti mikill ágreiningur milli Indiru og annarra leiðtoga flokksins. Hófst hann raunar strax að kosningum loknum þegar Desai hótaði að berjast gegn Indiru um forsætisráðherra- embættið nema hann hlyti aukin völd í nýju stjórninni, sem í raun hefðu skipað hon um við hlið hennar innan stjórnarinnar hvað völd varð ar. Neitaði Indira að fallast á kröfur hans, og féllst hann þá á að taka á ný við em- bætti fjármálaráðherra. Tví- vegis voru forsetakosningar næstu tvö árin eftir þingkosn ingarnar, og úrslit beggja þóttu mikill sigur fyrir frú Gandhi gegn gömlu leiðtog- unum. í síðari kosningunum var Varaghiri Venkata Giri kjörinn forseti gegn vilja flokksleiðtoganna, og leiddu þær kosningar og stuðningur Indiru Gandhi við Giri bein- línis til klofnings flokksins. Á flokksþingi Kongress- flokksins í Bangalore í júlí 1969 lagði Indira Gandhi fram stefnuyfirlýsingu, sem meðal annars fól í sér mikl- ar efnahags- og þjóðfélags- umbætur, og börðust hinir Framhald á bls. 23 Frú Indira Gandhi undirritar framboðsskjöl sín fyrir nýafstaðnar kosningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.