Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 fjtffí--- ... w„v. / . s/itrj / / •• BLÓÐ- TURNINN i V • • 36 • • Það mátti heyra á Priestley, að með þessu mundi ræðu hans um efnið vera lokið. Hanslet og Jimmy iitu hvor á annan og skömmu seinna stóðu þeir upp og kvöddu gestgjafa sinn. Har- old fylgdi þeim fram í forstofu. — Vel af sér vikið, sagði hann lágt við Jimmy. — Þú hefur hresst gamla manninn við og það var einmitt það, sem hann þurfti. En þú verður að láta í bakstur karamellur hann vita strax, ef þú verður einhvers vísari, sem einhver mat ur er i. Jimmy kinkaði kolli, einbeitt- lega. — Já, það skal ég svei mér gera, sagði hann. — Góða nótt. 8. KAFLI Síðdegis næsta dag mátti sjá Jimmy spígsporandi fram og aftur við skúr 41 í Alberts skipakvinni. Honum hafði verið sagt, að Niphetos væri úti á ánni og yrði líklega annað eða þriðja skip tii að koma inn, þeg- ar hliðið yrði opnað. — Það er svartmálað skip, sagði heimild- armaður hans. — og með svart- an reykháf með tveimur rönd- utm, rauðri að ofan og hvítri að neðan. En annars er auðveldast að þekkja það á félagsfánanum, rauðri rós á hvítum grunni með blárri rönd. Jimmy þakkaði manninum og tók svo að spígspora aftur. Hann var gripinn óþolinmæði, er stundin nálgaðist. Hann lang- aði að hitta þenna Glapthorne, sem hafði valið sér sjómennsk- una að lífsstarfi. Hvílíkur mun- ur á umhverfi Benjamíns og hinu, sem bróðir hans hafði kos- ið sér! Frelsinu á opnu hafi eða innilokun innan þess- ara fangelsisveggja i Faming- cote. Lotksins sá hann til skips- ins, sem mjakaðist hægt áfram. Jimmy beið þangað til skipið var lagzt að og laindgön*gubrúnni hafði verið komið fyrir. Þá gekk hann um borð, komst inn í búr- ið og sagði brytanum erindi sitt. AKRA í bakstur — Ég þarf að hitta hr. Glap- thorne, sagði hann. —Það er persónulegt erindi og talsvert áríðandi. Gætuð þér náð i hann fyrir mig? Brytinn horfði á hann, tortrygginn. — Hann skuldar yður vist ekki peninga? sagði hann. — Nei, alls ekki, sagði Jimmy og hló. — En ég er hræddur um, að ég hafi slæmar fréttir að færa honum það. Brytinn setti upp meðaumk- unarsvip. — Það er slæmt, sagði hann. — Hr. Glapthorne er niðri núna, en kemur sjálfsagt upp, úr því að við erum lagzt- ir að. Komið þér héma með mér og ég skal vísa yður á klefann hans. Hann gekk síðan eftir gang- inum og Jimmy á eftir, þangað til þeir komu að dyrum með málmplötu á, þar sem á var letr- að: „II. vélstjóri." — Gei-ið svo vel, sagði hann. — Hr. Glapthorne verður kom- inn eftir andartak. Ég skal segja honum af yður. Jimmy gekk inn og leit for- vitinn i kringum sig. Klefinn var rúmgóður, með setbekk og rúmi og stóru borði. Það, sem mest var áberandi var mynd af Joyce Blackbrook með nafni ljósmyndara í Lydenbridge. Og svo stækkuð augnabliksmynd af Joyce, sýnilega nokkurra ára gömul, negld á þilið fyrir ofan rúmið. Fyrir ofan setbekkinn var bóikahilla með mörgum bókum, sem Jimmy athugaði vandlega . . '. þar voru nokkrar bækur um skipsvélar, og svo nokkrar skáld sögur. Meðan Jimmy var að skoða bækurnar var hurðinni hrund- ið upp og viðkunnanleg rödd ávarpaði hann. — Halló! Hvað eruð þér hér að gera? Jimmy leit við og sá stóran og kraftalegan mann í samfest- ingi. Andiitsfallið var svipað og á Simoni Glapthome, en svip- urinn var opinn og góðleg- ur. Það var ekki um að viH- ast Glapthorne-útlitið, en senni- lega með nokkrum breytingum af því að maðurinn hafði alizt upp annars staðar. —- Mér þykir leitt ef ég er til óþæginda, sagði Jimmy. — Brytinn vísaði mér hingað og sagði mér að bíða. Þér eruð hr. AKR A t bakstur Gluggatjolda- efni í miklu úrvali STORÍS - DAMASK - BÓMULL - DRALON DELICRON - ACRYL Einlit - röndótt - rósótt Glæsilegt litaval STENGUR - RIMLATJÖLD - VINDUTJÖLD BORÐAR - KRÓKAR Mælum - saumum - setjum upp Gluggatjöld LAUGAVEGI 66 (2. HÆÐ), SÍMI 1 74 50 Glapthorne, er ekki svo? Hér er nafnspjaldið mitt. Benjamín tók spjaldið, starði á það og síðan á komumann. — Hvert er erindið? sagði hann blátt áfram. — Sennilega það, að ég hafi slæmar fréttir að færa, svaraði Jimmy. — Bróðir yðar, Caleb Glapthorne fórst af slysi fyrir viku. Svipurinn á Benjamín harðn- aði. — Fórst? Hvernig fórst hann? Ég er að vona, að þér getið hjálpað mér að svara þeirri spumingu, sagði Jimmy. — En fyrst er ég með nokkuð, sem mig langar að sýna yður. Kann- izt þér nokkuð við þetta? Hann dró snöggt upp pappírsmiðann úr vasanum og hélt honum á loft. Benjamín leit á hann. — Þetta likist rithönd- inni minni og er áreiðanlega undirskriftin mín, sagði hann. — En hvað um það ? — Ég vil að þér reynið að muna, hvenær og hvar þér háf- ið skrifað þetta, sagði Jimmy með áherzlu. AKRA í bakstur Benjamin yppti öxlum. — Svei þvi ef ég get munað það, svaraði hann. En ef þér segið mér, hvar þér hafið fengið það, gæti það hjálpað mér til að muna það. — Ég vildi heldur, að þér reynduð að muna það, án minn- ar hjálpar, sagði Jimmy. — Ég skal reyna, sagði Benjamin og klóraði sér í hár- inu. „Good sport“ og svo svona undirskrift. Biðið andartak. Lofið mér að sjá þennan pappír. Jú, þetta er einmitt sú tegund, sem við fáum hérna um borð. Nú hef ég það. Þetta er snifsi af bréfi, sem ég skrifaði frænku minni, áður en við létum úr höfn síðast. Það er ég alveg viss um. — Getið þér munað setn- inguna, sem endaði á þessum orðum? — Ekki nákvæmlega. Ég var búinn að biðja hana að koma um borð og drekka te með mér, og endaði svona: There is a good sport — þá ertu væn. En hvað kemur þetta við dauða Calebs ? — Það skal ég útskýra fljót- í bakstur Hrúturinn, 21. marz — 19. april. Byrlega blæs þessa stundina í öllum þínum málum, og þvi sjálf- sagt að haga seglum eftir því. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú ert dálítið óheppinn þessa stundina, en óþarft er samt að láta hugfallast þeirra hluta vegna. Tvíburarnir, 21. tnaí — 20. júní. Þér heppnast fleira, en þú hafðir gert ráð fyrir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Það vefst eitthvað fyrir þér, hvað treglega hefur gengið að fá fólk til að samsinna þér. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ef eitthvað smávegis kemur I veg fyrir að þú komir áformum þínum í framkvæmd, er ekki úr vegi að ryðja slíkum hindrunum úr vegi. Meyjan, 23. águst — 22. september. Þér finnst stundum fólk leggja þig í einelti, og átt erfitt með að gera þér grein fyrir ástæðunni. Vogin, 23. septemlier — 22. október. Ef enginn er þér fremri í þinni starfsgrein, er eðlilegt að þú njótir forgangsréttinda, Annars er maðkur í mysunni. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Einhver liefur gert þér svo rækilega gramt f geði, að þú átt erfitt mcð að fyrirgefa. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið, og vert cr að liafa það hugfast. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það er rangt að skara alltaf cld að cigin köku, og því mál til komið að hugsa dálítið um aðra. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Hvort sem þér líkar betur eða ver hlýtur að koma að því að þú verður að líta i eigin barm, Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Nú væri hcntugt að láta sem minnst á sér bera allra hluta vegna, en ekki er víst að það lánist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.