Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 17 Reykjavíkurbréf Laugardagur 13. marz- Jafntefli við heimsmeistara Langt er síðan nokkur iþrótta kappleikur hefur vakið jafn- mikla athygli og keppnin í handknattleik við rúmensku heimsmeistarana í Laugardals- höll s.l. þriðjudagskvöld. Is- lenzku leikmennirnir stóðu sig með slikri prýði, að jafnvel þeir, sem takmarkaðan áhuga hafa á íþróttum fyl'ltust spenningi, er þeir heyrðu lýsingar af leiknum, og raunar verður að taka það fram, að báðir iþróttafréttaritar- arnir, sem lýstu leiknum í út- varpi og sjónvarpi, sýndu, að þeir hafa lært hlutverk sitt til fullnustu — eða glfeymdu þeir kannski öllu, sem þeir höfðu lært og létu þar af leiðandi til- finningarnar ráða? Sannarlega er ástæða til að gleðjast yfir frammistöðu íþróttamanna okkar, ekki ein- göngu vegna þess, að fregnirn- ar af henni bera hróður okkar víða um lönd, heldur lika af því, að þær sýna, að islenzkur æsku lýður er þróttmikill og lífsglað- ur. Piltarnir okkar sigruðu, þótt þeir hefðu sjálfsagt lakari að- stöðu til þjálfunar en rúmensku keppinautamir, — því að allir verða þeir að vinna fyrir sínu brauði — eða stunda sitt nám, en víða mun það annars staðar «vo, ekki sízt í einræðisríkjun- um, að afburðaiþróttamönnum er séð fyrir fé og tækifærum til að þeir geti náð sem mestum ár- angri. Handritin á dagskrá Enn eru handritin á dagskrá. Nú er skaðabótamál stjórnar Árnasafns rekið fyrir hæsta- rétti i Danmörku. Fram til þessa hefur þess verið vænzt, að sá dómur, sem nú verður felldur, verði hinn síðasti, en dönsk blöð greina frá því, að stjórn Árna- safns hafi við orð að reyna fleiri leiðir til að þvælast fyrir fram- gangi málsins, jafnvel að leggja það fyrir mannréttindadómstól- inn í Strasburg! íslendingar mátu að verðleik- um ákvörðun danska þjóðþings- ins um að afhenda handritin. Með þeirri ákvörðun má segja, að síðustu hindruninni hafi ver- ið rutt úr vegi fyrir vinsamleg- ustu samskiptum, sem þekkjast þjóða í milli. Um hitt tjóar ekki að fást, þótt aðgerðir stjórnar Árnasafns hafi tafið afhending- una. Það skiptir ekki meginmáli, hvort handritin koma heim mán- uðinum fyrr eða seinna. Sem betur fer hafa íslending- ar nær undantekningalaust sýnt fulla hófsemi í umræðum um handritamálið, eftir að ákvörðun réttra danskra yfir- valda lá fyrir. Það er mál Dana en ekki okkar, að útkljá þann ágreining, sem er heima fyrir í Danmörku, og þótt við auðvitað vonum, að honum ljúki sem fyirst, er það ekki í okkar verka hring að blanda okkur í þessar deilur. Handritin kema heim. Sú var ósk okkar og krafa. Við henni var orðið, og við það un- um við, hvort sem handritin verða afhent nú eða eitthvað Síð- ar. Mikið flokksstarf Á undanförnum mánuðum hef- ur starfsemi Sjálfstæðisflokks- ins og hinna ýmsu félaga hans farið vaxandi jafnt og þétt, og nú eru stöðugir fundir haldnir, ýmist minni fundir eða almenn- ir fundir, þar sem fjöldi fólks kemur til að kynna sér þau sjónarmið, sem forustumenn flokksins setja fram, hafa áhrif á stefnumótun flokksins og beita áhrifum til þess að efla störf hans. Líklega hefur starfsemi i Sjálfstæðisflokknum aldrei ver- ið meiri en einmitt nú. Afsann- ar það kenningarnar um það, að almenningur hafí takmarkaðan áhuga á stjórnmálum. Þvert á móti virðist hinn almenni kjós- andi, sem Sjálfstæðisflokknum fylgir að málum, hafa á því brennandi áhuga að gera hlut flokksins sem beztan í þeim kosningum, sem framundan eru. Á fundum þeim og ráðstefnum, sem haldnar eru, koma auðvit- að fram mismunandi sjónarmið, enda eru mannfundir til þess að skiptast á skoðunum, og innan vébanda Sjálfstæðisflokksins er það ekki einungis réttur, held- ur líka skylda manna að setja fram skoðanir sínar, þótt allir séu ekki á einu máli. Siðan bera menn saman bækurnar og leitast við að komast að sameiginlegri niðurstöðu í sem flestum málum. Það er þannig fjöldinn, sem stefnunni og framvindunni ræð- ur. Sumir halda því fram, að ekki sé það styrkleikamerki á einum flokki, þegar ekki rikir þar öfl- ugt miðstjórnarvald, sem segir fyrir um stefnu og sjónarmið. Að því er Sjálfstæðisflokkinn varð- ar er þetta byggt á miklum mis- skilningi, styrkur hans byggist einmitt á því, að þar eru allir frjálsir að þvi að setja fram skoðanir sínar og hafa áhrif á niðurstöðu mála. Þar segir ekk- ert miðstjórnarvald mönnum fyr ir verkum. Þeir, sem halda að þetta sé vottur þess að flokkurinn sé ósamstæður og veikur, fara vill- ur vegar. Styrkleikinn byggist á því, að hver og einn virðir rétt annars til að fylgja fram þeim sjónarmiðum, sem hann tel- ur réttust, en allir sameinast Sjálfstæðismenn um grundvallar hugsjónir, einmitt þær hugsjón- ir, að frelsi til orðs og æðis ber að hafa í heiðri og vinna gegn því í órofa fylkingu að þau þjóð félagsöfl, sem hneppa vilja ein- staklingana í fjötra, fái aukið styrk sinn. Stefnan í land- búnaðarmálum Um langt skeið hafa verið uppi um það deilur, hvort réttri stefnu væri fylgt í landbúnað- armálum, og nú á siðari árum hefur einkum verið á það bent, að fráleitt væri að stuðla að því, að jörðum væri skipt upp. Miklu fremur væri ástæða til að sam- eina jarðir og ekkert væri við þvi að segja, þótt bændum fækk aði eitthvað, svo að búin gætu stækkað og lífvænlegra væri að stunda landbúnað. Menn hafa nú horfið frá þeirri stefnu, að nauðsynlegt sé að halda sérhverju býli í byggð. Var þetta rækilega viðurkennt fyrir nokkrum árum, er stofnað ur var sjóður, beinlínis til þess að gera þeim, sem búa á léleg- ustu jörðunum, kleift að losna þaðan, og landbúnaðarráðherra hefur bent á, að í bændastétt séu allmargir einstaklingar, sem eðlilegt væri að hjálpa til að hverfa frá búrekstri eða öðrum störfum. Heildarstefnubreytingu í þá átt, sem vottað hefur fyrir að undanförnu, er að finna í frum- varpi, sem lagt hefur verið fram á Alþingi um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, rækt- un og byggingar í sveitum, en fyrsti flutningsmaður þess er Pálmi Jónsson. Meðal stefnu- miða þessa frumvarps er að hverfa endanlega frá því sjón- armiði að skipta og fjölga bú- jörðum i landinu, en Landnámi ríkisins er þess í stað falið að hafa frumkvæði um hagfellda þróun byggðanna. Og beinlínis er tekið fram, að gagnstætt sér- stakri aðstoð við nýbýlastofn- anir áður, sé nú heimilt að veita framlög til að sameina jarðir. Sömuleiðis er heimilt að synja um framlög og lán til éndur- byggingar á eyðijörðum, ef það telst heppilegra fyrir byggða- þróunina að ráðstafa þeim á annan hátt, t.d. að sameina þær nágrannajörðunum. Hér er því á ferðinni frum- varp um það að breyta alger- lega frá hinni gömlu stefnu, sem hér var áður ríkjandi og miðaði að því að halda sérhverju býli í byggð, hvort sem búandi var á því eða ekki. Mikil vinna ligg- ur að baki samningu frumvarps sem þessa og eiga þeir menn, sem að þvi standa, þak'kir skild- ar fyrir að sameina í lagabálki þau sjónarmið, sem verið hafa að ryðja sér til rúms og áreið- anlega eru hagstæðust fyrir þró un islenzks landbúnaðar. Viða í nágrannalöndunum greiða stjórnarvöld fyrir því, að býli séu sameinuð og þeim, sem landbúnaðarstörf stunda, fari fækkandi, því að véltæknin hef- ur tekið við af mannshöndinni og hver einstaklingur getur nú framleitt margfalt magn mat- væla miðað við það, sem áður var. Ef landbúnaðarframleiðsla okkar íslendinga á að verða samkeppnishæf við landbúnað nágrannaþjóðanna, hljótum við að fara svipað að. Við verðum að halda áfram að rækta mikið og stækka búin. En offram- leiðsla landbúnaðarvara leiðir hér sem annars staðar tii erfið- leika. Þess vegna verðum við að sætta okkur við það, þótt um sinn kunni eitthvað að fækka bændum landsins, enda hefur sú verið þróunin hin síðari ár, að heldur hefur fækkað í bænda- stétt frá ári til árs. Engar stökkbreytingar Þær raddir heyrast stundum, að mjög megi fækka bændum og jafnvel látið að því liggja, að framleiðsla bændastéttarinnar sé harla þýðingarlitil fyrir þjóðar- búið. Þótt slikar raddir séu frá- leitar og hljóti að ergja þá, sem gera sér grein fyrir mikilvægi landbúnaðarins, má það ekki leiða til þess, að einum öfgun- um sé mætt með öðrum, eins og þvi miður vill svo oft verða. I landbúnaði eins og öðrum sviðum er heppilegust samfelid og markviss þróun. Islenzkur landbúnaður er nú á því þróun- arskeiði, að jarðirnar verða að stækka og framleiðslan að auk- ast á einstakling, ef íslenzkir bændur eiga að bera úr býtum hliðstæð laun við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Af því leiðir að á næstu árum, ef til vill áratug- um, mun bændum fremur fækka en fjölga, þótt síðar kunni svo að fara, að fjölgun verði í þeirri stétt á ný, ekki sízt með nýjum búskaparháttum, t.d. stórfelldri ylrækt og fiskirækt. Frumvarpið um heiildarstefn- una í landbúnaðarmálum miðar að þvi að hafa stjórn á þeirri þróun, sem hagstæðust er í senn fyrir bændastéttina og þjóðar- heildina. Þar er öfgalaust tek- ið á helztu vandamálum ís- lenzkrar bændastéttar og mörk- uð stefna, sem til farsæidar horf ir. Er þess að vænta, að frumvarp þetta nái fram að ganga á því Alþingi, sem nú sit- ur, enda mun það njóta stuðn- ings flestra þeirra, sem hag landbúnaðar bera fyrir brjósti. Frumvarpið er samið af nefnd sem Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, skipaði haustið 1969 og er í samráði við hann flutt af þeim nefndarmönnum, sem sæti eiga á Alþingi. „Aðal“- formaðurinn Nær þvi á hverjum degi verða alþingismenn að þola það, að einn úr hópi þeirra flytji inni- lega leiðinlegar langhundsræð- ur, en með miklum spekingssvip, enda þykist þessi þingmaður hafa vit á öllum sköpuðum hlut- um milli himins og jarðar. Varla fer á mil'Ii mála, hver þessi mað- ur er, en ef einhverjum kynni að reynast erfitt að geta sér þess til, þá heitir hann auðvit- að Magnús Kjartansson. Þessi maður telur sig vera nokk urs konar „aðal“formann komm únistaflokksins, þótt enginn hafi kjörið hann til neinna slíkra trúnaðarstarfa. Hann vil'l láta bera meira á sér í þingsölum — og þá ekki síður í blaði þvi, sem hann ræður yfir — en öllum öðr- um þingmönnum kommúnista til samans. Þess vegna blaðrar hann í svo til sérhverju máli í von um það, að fá nafn sitt i fjölmiðla, svo að engum fái dul- izt, að það er hann, en ekki ein- hverjir aðrir, sem áhrifamestur er í kommúnistaflokknum. Sjálfsagt vita það ekki nema fáir, að það er Lúðvik Jóseps- son, sem er formaður þingiflokks kommúnista, og enn færri gera sér grein fyrir því, að hvorki hann né Magnús eru í forustu í flokknum að formi til, heldur var valinn til þess áhrifalaus maður, þar sem ekki gat náðst samkomulag um neinn annan en þann, sem í framkvæmd mundi hvergi koma nálægt raunveru- legri stefnumörkun. Ekki leynir það sér, að þing- mönnum kommúnista finnst frekjan i ,,aðal“formanninum býsna mikil. En uppteknum hætti heldur hann engu að síð- ur og mun sjálfsagt gera héð- an i frá, eins og hingað til. Og bót er það í máli, að sjálfum finnst honum sýnilega gaman að hlusta á ræður þær, sem hann flytur, þótt engum finnist það öðrum. Innilega hneykslaður Nú í vikunni gerðist það á Alþingi, að Gylfi Þ. Gíslasor., menntamálaráðherra benti rétti- lega á, að „aðal“formaðurinn í kommúnistaflokknum væri sýni- lega mjög vonsvikinn yfir þvi að ríkisstjórnin skyldi verða við öllum óskum lánasjóðs náms- manna um fjárframlög. Leyndi sér ekki, að þingmanninum fannst illt við það að búa að geta ekki haldið uppi árásum á menntamálaráðherra og ríkis- stjórn fyrir það að sjá ekki fyr- ir fé til Lánasjóðs námsmanna. Væri þannig öhægt um vik að halda áfram baráttunni frá fyrri þingum fyrir „hag“ námsmanna. Auðvitað kom „aðal“formaður inn einu sinni enn í pontuna og var nú bersýniilega mjög hneykislaður á því, að einhverj- um skyldi detta í hug, að hann syrgði það, að ríkisstjórnin hefði haldið þannig á málum, að hann gæti ekki lengur haldið uppi árásum á hana. Eifcthvað væri nú innrætið annað en það, sem menntamálaráðherra ætlaði sér. Þá brostu loksins ýmsir þingmenn. Og er það furða, þótt brosað sé í kampinn, þegar atvinnu- kommúnistar, sem unnið hafa að því svo til alla sína ævi að sméygja helfjötrum einræðis- stefnu á þjóð sína, fara allt i einu að halda því fram, að þeir beri umhyggju fyrir henni og vilji umfram allt, að vel sé greitt fram úr málum? Hafa það ekki verið og eru það ekki enn ær' og kýr kommúnista að fiska i grúggugu vatni, finnst þeim ekki einkar vænt um það, þeg- ar, eitt eða annað fer úr skorð- um í lýðræðisþjóðfélögum? Geta þeir þá ekki bent á það, hve lýð ræðið er rotið og hve nauðsyn- legt það er að koma á breytt- um stjórnarháttum? Svari hver fyrir sig. Flug fyrir SAS Eins og greint hefur verið frá í fréttum, er nú svo annasamt framundan hjá Flugfélagi Is- lands, að félagið verður að taka i notkun aðra þotu, sem vænt- anlega verður leigð með kaup- rétti. Það var mikið átak, er Fiugfélagið festi kaup á þotunni Gullfaxa og erfitt að komast yf- ir þann hjalla, sem þá var fram- undan og raunar reyndist miklu torsóttari en nokkur fékk séð fyrir, vegna þess samdráttar, sem hér varð á erfiðleikaárun- um. Nú hefur hagur Flugfélags Is- lands batnað mjög, enda nýting þobunnar verið mjög milkil og einnig verið aukning í innan- landsflugi. Engu að siður er það mikið átak fyrir félagið að kom- ast nú yfir aðra þotu, enda eru slik tæki ótrúlega dýr, eins og menn vita. Það er þess vegna án efa hagkvæmt fyrir Flugfélagið að hafa fengið samning við SAS um Grænlandsflug, svo að bet- ur megi nýta hina nýju þotu. Samvinna Flugfélags Islands og SAS hefur yfirleitt geng- ið allsæmi'lega, þótt snurða hafi hlaupið á þráðinn að því er Færeyjaflug varðar. Er ekki nema gott eitt um það að segja, ef Flugfélagið getur bætt rekst- ur sinn með slíku samstarfi. Hins vegar verður ekki fram hjá því komizt, að í samskiptum Laftleiða og SAS hefur síðar- nefnda félagið verið býsna óbil- gjarnt og haft furðumikil áhrif á ríkisstjórnir og flugmálayfir- völd Sviþjóðar, Danmerkur og Noregs. Er vonandi að lát verði á og Loftleiðir fái á ný réttmæta aðstöðu til farþegaflugs til og frá Norðurlöndum og sambæri- lega samninga við þessar þjóðir, eins og þær þjóðir aðrar, sem þeir eiga Skipti við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.