Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 fltttgtttiftlftfrUt Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson, Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasöltl 12,00 kr. eintakið. VIÐBURÐARÍKT OG LÆRDÓMS- RÍKT KJÖRTÍMABIL Johann Hjálmarsson SKqoAN, THORKIIíD HANSEN OG PÓLITÍSK HLUTDEILD BÓKMENNTANNA í REYKJAVÍKURBRÉFI Morgunblaðs- ins sl. sunnudag, var einarðlega fjallað um ræðu danska rithöfundarin-s Thor- kilds Hansens, sem hann flutti við mót- töku bókmenntaverðlauna Norðurlánda- ráðs, Thorkild Hansen benti réttilega á, að nú er „algjör þjónkun listarinnar við pólitíkina aftur orðin vígorð“. í þessum þáttum hefur oft verið vikið að þessu mikilvæga máli á svipaðan hátt og Thorkild Hansen gerir í ræðu sinni. Að vonum hafa slíkar skoðanir vakið gremju þeirra aðila, sem taka ádeiluna til sín; ég geri heldur ekki ráð fyrir, að hinn pólitíski rétttrúnaður skandínavískra bókmenntamanna hafi eflst við ræðu Thorkilds Hansens, að hið kreddubundna kompani telji hann beinlínis bandamann sinn lengur. En Skandínavía er mjög háð evrópskum tiskusveiflum eins og kunnugt er, og hver veit hvað verður ofan á í bók- menntum og listum, þegar flestir eru orðnir leiðir á „heimatrúboðinu". Bók- menntir verða hvorki verri né betri fyrir það að láta þjóðfélagsmál til sín taka. Einhliða boðun verður aftur á móti alltaf hjákátleg. IIÖFUÐSKALD KOMMUN- ISMANS EFAST UM HUGSJÓN SÍNA PABLO Neruda frá Chile hefur lengi verið höfuðskáld kommúnismans; á hann er almennt litið sem fremsta skáld þessarar aldar við hliðina á Ezra Pound. Hann hefur sungið kommúnis- manum lof í löngum Ijóðabálkum og hvatt til baráttu gegn auðvaldi og heimsvaldasinnum. í seinustu ljóðabók- um Neruda kveður við annan tón en áður. Andlit Stalíns er jafnvel orðið hræðilegt. Skáldið játar að hafa látið blekkjast, er meira að segja skelfingu lostið yfir innrásinni í Prag 1968. Hann á það sameiginlegt með mörgum komm- únistum að þurfa helst að vera áhorf- andi endalausra ofbeldisverka, sem framin eru í nafni stefnunnar, til þess að átta sig á hvað raunverulega er að gerast. Nú er það honum bitur reynsla, að sjá mikinn hluta verka sinna verða minnisvarða um ömurlega blekkingu, barnaskap og trúgirni. í ljóðabók sinni Heimsendi er hann samt enn að yrkja um „sannleik“ og „fána framtíðarinn- ar“, eh ekki er ljóst hvert ætlun hans er að stefna, hvaða boðskapur annar en óðurinn um lífið sjálft getur komið í staðinn fyrir það, sem var honum trú- arleg sannfæring áður. Meðal þeirra, sem ritað hafa um sinnaskipti Pablos Neruda, er Svíinn Artur Lundkvist, einn helsti þýðandi hans og baráttumaður fyrir því að Neruda verði veitt bókmenntaverðlaun Nóbels. Því verður ekki neitað að Ner- uda er verðugur Nóbelsverðlaunahafi, enda kom það á óvart þegar Miguel Angel Andurias frá Guatemala fékk verðlaunin. í grein um Pablo Neruda í Dagens Nyheter, 7. þessa mánaðar, viðurkenn- ir Artur Lundkvist, að pólitísk hlut- deild Neruda, sé ekki mestur vinningur skáldskapar hans, og nefnir Lundkvist fórnarstarf á kostnað ljóðsins í þessu sambandi. Það, sem Lundkvist á við, er að pólitískur boðskapur Neruda hafi um of dregið úr sjálfu skáldinu í hon- um, hamið hina eðlislægu sköpunarþörf hans. Artur Lundkvist er þeirrar skoð- unar, að snilld Neruda sem skálds liggi i því hve hann tjái náttúruna, hið upprunalega og áþreifanlega með kraft- miklum hætti. Þeir, sem lesið hafa nýjustu ljóð Neruda, taka fljótlega eftir því, að hinn breiði stíll er ekki lengur jafn yfirgripsmikill, skáldið leitar hins rétta orðs og setningarnar eru stundum meitl aðar og beinskeyttar; náttúrfan lifnar í ljóðunum, minnsti hlutur öðlast djúp- tæka merkingu. Neruda er að mínu áliti eitt af mestu skáldum spænskra bókmennta, en það væri rangt að ein- blina á hann einan í hópi spænsku- mælandi skálda. Dæmið um Pablo Neruda og ótal- mörg skáld önnur, sem þjónað hafa kommúnismanum í blindni, er áminn- ing um það, að öll boð og bönn í list- rænum efnum eru varhugaverð. Við höfum nærtækari dæmi, en ekki verða þau rakin að sinni. Pablo Neruda er 67 ára að aldri. Hann hefur nýlega verið skipaður sendi herra Chile í París, en utanríkisþjón- ustan er honum kunn frá því að hann var ræðismaður í Burma og á Spáni á lýðveldistímunum. Hann var sautján ára þegar fyrsta ljóðabók hans kom út, en þær eru nú orðnar meira en fimmtíu, sumar á stærð við lengstu skáldsögur. Ljóð eftir Pablo Neruda hafa verið þýdd á íslensku, en óskipu- lega og af handahófi eins og íslensk- um ljóðaþýðendum er tamt. Egyptar hafna tillögu ísraels — varðandi opnun Súezskurðar ITm þessar mundir er bjart yfir á ísilandi. Það er vor í lofti, mokafli af loðnu svo að þróarrými fyllast frá Aust- fjarðahöfnum til Faxaflóa og lífsafkoma fólks er góð. Alls staðar sjást þess merki, að framkvæmdahugur hefur gripið landsmenn. í fyrsta skipti um margra ára bil eru nú áform uppi um nýbygg- ingu fiskvinnslustöðva. Skipa smíðastöðvar landsins hafa næg verkefni langt fram í tímann og í verksmiðjuiðnað- inum er á döfinni mikil breyting og uppbygging til þess að hagnýta ný tækifæri. Staða þjóðarbúsins út á við er góð og gjaldeyrisforði landsmanna traustur. Þegar viðhorfin nú eru bor- in saman við það, sem var fyrir tveimur árum, í ársbyrj- un 1969, er næsta erfitt að trúa þúí, að svo snögg breyt- ing hafi orðið á jafn skömm- um tíma. Þá var aðstaðan sú, að mikil gengisbreyting hafði verið framkvæmd nokkrum vikum áður.^Atvinnuleysi var mikið og hið mesta, sem hér hafði þekkzt um langt skeið. Ríkisstjórnin settist á rök- stóla ásamt fulltrúum verka- lýðssamtakanna og vinnuveit- enda til þess að leita úrræða til að vinna bug á atvinnu- leysinu. Afkoma fólks var erfið og gjaldeyrisforði lands- manna nánast uppurinn. Hér hefur mikil breyting á orðið, eins og öllum landsmönnum er ljóst. Það er fróðlegt að rifja það upp nú, að á þessum erfið- leikatímum var gerð ítrekuð krafa um það af hálfu stjóm- arandstæðinga, að ríkisstjórn- in segði af sér og til rökstuðn- ings þessari kröfu var því haldið fram, að hún réði ekki við vandann. Stjómarand- stæðingar reyndu óspart að færa sér í nyt þá staðreynd, að lífskjör almennings voru verri en áður, til þess að skapa ríkisstjórninni erfið- leika. Þetta er að vísu liðin tíð, en engu að síður rík ástæða til að minnast þessara erfiðleikatíma og hvemig stjómmálaflokkar og stjórn- málamenn brugðust þá við þeim vanda, sem við blasti. Kjörtímabil þess Alþingis, sem nú situr, er senn á enda. Það hefur verið viðburðaríkt og lærdómsríkt. Ef íslenzka þjóðin lærir af reynslú síð- ustu ára, þarf hún ekki að kvíða framtíðinni. Við upphaf kjörtímabikins vom blikur á lofti en samt sem áður gerðu menn sér góðar vonir um, að um tímabundin áföll væri að ræða. En næstu tvö árin varð íslenzka þjóðin fyrir þyngstu efnahagslegu áföllum, sem hún hafði orðið að þola um a.m.k. 30—40 ára skeið. Við lok þessa kjörtímabils er allt í blóma á ný. Það þurfti festu, kjark og umfram allt þrautseigju til þess að takast á við þann mikla vanda, sem við þjóð- inni blasti á miðju þessu kjörtímabili. Þessir eiginleik- ar voru fyrir hendi hjá þeim, sem við stjómvölinn stóðu og áreiðanlega er það eitt mesta stjórnmálaafrek, sem hér hefur verið unnið, að haga málum á þann veg, að áföllin leiddu ekki til enn meiri lífskjaraskerðingar en raun varð á. Nú eru betri tímar. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma því, að skjótt skipast veður í lofti. Fengin reynsla sýnir okkur, að sjáv- araflinn er svikull og enn á þjóðin lífsafkomu sína undir því, að vel gangi við sjávar- síðuna. Það skiptir líka miklu máli, að forysta þjóðarinnar sé í traustum höndum. Hún þarf að vera í höndum manna, sem ekki hlaupast frá vandanum, þegar á bjátar, en hafa þrautseigju til þess að takast á við erfiðleika. Hún þarf líka að vera í höndum manna, sem þora að horfast í augu við vandamál og verk- efni framtíðarinnar og ryðja nýjar brautir. Um þá ríkisstjórn, sem hér hefur setið að völdum á annan áratug, og þá menn, sem .þar hafa verið í forystu, verður vafalaust margt sagt síðar meir. En nú þegar er ljóst, að forystumenn þjóð- arinnar á þessu tímabili hafa haft til að bera í ríkum mæli þessa ofangreindu eiginleika. Á hinn bóginn hafa einnig verið aðrir stjórnmálamenn í landinu, sem hafa líka látið mikið að sér kveða, þótt með öðrum hætti væri. Það hafa verið þeir stjórnmálamenn, sem verið hafa í stjórnarand- stöðu þetta tímabili og nefnd- ir hafa verið vinstra aftur- hald. Þegar vel hefur vegnað hafa þeir ekki þorað að ryðja nýjar brautir og þegar illa hefur árað hafa þeir sýnt af sér ábyrgðarleysi. Allt þetta verða kjósendur að vega og meta, þegar kemur að kjör- borðinu í vor. Washington og Kaíró 11. marz. NTB. BLAÐIÐ Washington Post skýrði frá því í frétt frá Jerúsal em í dag, að ísraelsstjórn hefði nú til athugfunar áætlun, sem bæri það i sér að Egyptum yrði boðið að opna Súezskurð á ný, og ísraelsmenn myndu einhliða kveðja heri sína frá skiirðinum í allt að 25 km fjarla-gð. Sé til- gangurinn með tilboði |iessu sá að styrkja stöðu ísraels í augum almenningsálitsins í heiminum, en hún liafi veikzt nijög undan- farið að sögn Wasliington Post. Talsmaður egypzku stjórnar- innar lýsti því yfir í dag, að Egyptar hafni með öllu þessari tillögu, sem um hafi verið rætt í Washington Post, og kvað tals maðurinn það augljóst að með fyrrgreindum tillögum væri Isra el að reyna að „kljúfa heimsálit- ið“, eins og hann orðaði það. Egypzki talsmaðurinn sagði að augljóst væri að Israelar tækju ekkert tillit til þess, að það hefðu verið Egyptar sjálfir, sem fyrst hafi hreyft tillögum um endur- opnun Súezskurðar sem fyrsta liðinn í því að farið verði eftir ályktun Öryggisráðs SÞ frá 1967. Mættu ekki til fundar Paris, 11. marz AP. FuiMtrúar N-Vietnamis og Viet Cong mættu ekki á samninga- fundinn í Paris í dag, í mótmæla skyni við „hótanir Nixons for- seta um að ráðast inn í N-Viet- nam“, eins og það var orðað. David Bruce, fulltrúi Bandarikj- anna við samningaviðræðumar flutti ræðu, sem var 61 orð á lengd, þar sem hann gagnrýndi n-vietnömsku fuiltrúana fyrir áróðursbrögð þeirra. Fjarvera Xuan Thuys er túlkuð, sem yf- irlýsing um að N-Vietnamar hafi ekki áhuga á viðræðum um þess ar mundir. Fundurinn í dag var sá 106. frá því að viðræður hóf- ust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.