Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 Björn Kristjánsson Jón Þór Jónasson í Hjarðarholti. Krlendur Árnason á Skíðbakka. Halldór Bonediktsson á Fjalli. Davíð Daviðsson í Tálknafirði. í Stöðvarfirði. Oddvitar teknir tali Mikilvægri ráðstefnu oddvita utan af landi lokið l'ndanfarna dapra hafa verið á fundnni í Reykjavík á vegrum Samhands íslenzkra sveitarfé- laga oddvitar utan af landi, framámenn i sínum sveitarfélög um, en ráðstefnu þeirra lauk í gær, föstudag. Blaðamaður Morgunhlaðsins lagði leið sína á fimmtudag í Domus Medica og hitti þar að máli nokkra odd- vita, sem allir virtust fylgjast af áhuga með umræðiim, en sumir voru tímabundnir, þurftu út í bæ til að sinna ýmsum málum fyrir sveitarfélagið. Var raiinar gaman að veita því athygli, að þessir menn höfðu í mörgu að snúast. Þannig er það yfirleitt um íslenzk félagsmálastörf. Þetta er stiindum þeytingur út og suður til að ná endunum saman. VARASAMT AD SAMEINA HREPPANA Við gripum fyrstan glóðvolg- an oddvitann í Austur-Landeyja hrepþi, Erlend Árnason, bónda á Skíðbakka, eftir að hann hafði á fundinum talað um litlu sjúkrasamlögin, starfssvið þeirra og stöðu. „Erlendur, er sjúkrasamlags- gjaldið hjá ykkur hærra, eða lægra en hjá okkur hér í höfuð- borginni?" „Það er lægra, líklega þó nokkru lægra, við greiðum ár- lega 4000 krónur fyrir hjón. En samt er þeitta alltaf eilítið erfitt, mikið að greiða, fáir gjaldendur eins og gengur, við erum ekki nema 182 í hreppnum." „Ég heyrði það ofan í þig, að þú værir ekkert sérstaklega spenntur fyrir stækkun sveitar- félaga, og hvers vegna þá?“ „Vel má það vera, að sums staðar fylgi þvi eitthvert hag- ræði, en eitt get ég sagt þér, að vatnsveitan hjá okkur, sem við lögðum um allan hreppinn árið 1967, hefði aldrei í samband við Vestmannaeyjaveituna komizt, ef um stærra sveitarfélag hefði verið að ræða, máski einhverja stóra hreppasamsteypu, þar sem hver höndin hefði verið upp á móti annarri." „Hvað með búskapinn á Skíð- bakka?" „Gott þú komst að þessu, því Bókbindari Vanur bókbindari óskast. Tilboð merkt: „Bókbindari afgr. Mbl. fyrir Í8. marz. 486“ sendist að ég er búinn að láta börnin taka við. Og þetta er mikilvægt atriði, því að það er eindregin skoðun mín, að bændur eigi endi lega að láta börn sín taka við nógu snemma, ef þau vilja vera, og áður en þau fara að setja sig niður annars staðar. Næsta kyn slóðin verður að taka við í tíma, og þá myndast ekkert bil á milli kynslóða. Mér hefur gefizt það vel.“ VEÐRÁTTAN HEFUIt BJARGAÐ MÖRGU „Nei, ég er ekki svartsýnn á ástandið," sagði ungi oddvitinn i Stafholtstungnahreppi, Jón Þór Jónasson, þegar við gátum kró- að hann af frá umræðum um tryggingamál. Hann er 35 ára gamall fjárbóndi í Hjarðarholti i Stafholtstungum, sem tekið hef ur við málefnum sinnar sveitar. „1 haust voru menn frekar illa staddir i sambandi við fóðr- ið, en þetta góða árferði í vet- ur hefur bjargað mörgu." „Hvað eruð þið helzt að sýsla þarna i Stafholtstungum?" „Ja, það er þá helzt, að við höfum fengið fjárveitingu í bygg ingu íþróttahúss að Varmalandi, en það sýnist mjög hagkvæmt að nýta þann stað frekar, þar sem hverahitinn er. Þarna eru lika skólastjórabústaðir, barna- skólar og húsmæðraskólar, og ég held, að ræktunarskilyrði séu góð í Stafholtstungum." „Hvernig er búskap þínum háttað, Jón?" „Já, ég er með þetta 600 fjár, tók við búinu af tengdaföður mínum árið 1961." „Hvernig er það þarna efra, þurrkið þið heyin upp á gamla mátann?" „Já, svona yfirleitt. Ég held það séu ekki neinar stórbygging ar í súrheysturnum, ef það er það, sem þú átt við. Hitt er svo allt annað mál, að ég held, að það mætti að skað- lausu auka votheysverkunina. Og ætli ég mætti þá ekki enda með að nefna stórframkvæmd, brúargerð á Norðurá hjá Haug- um, sem mér skilst, að eigi að ráðast í næsta sumar. Gamla brúin var orðin alltof þröng fyr ir þá umferð, sem henni var boð in. Ég get líka sagt þér, að við höfum nýverið fengið hingað ungan og áhugasaman prest, sr. Brynjólf Gíslason, og það er ekki svo litið atriði hjá okkur í sveitunum, að hafa góðan sálu- sorgara." EKKERT ATVINNULEYSI HJÁ OKKURí TÁLKNAFIRÐI Við hittum næstan að máli Davíð Davíðsson oddvita í Tálknafirði vestra og bárum fyrst upp þá brennandi spurn- ingu: Hvernig vegnar ykkur? Svarið lá á reiðum hönd- um hjá oddvitanum. „Hjá okk- ur er ekkert atvinnuleysi, það vantar meira að segja fólk. í hreppnum eru samt sem áður að- eins 240 manns, sem velflest sér ekki undan að vinnu. 1 Tálkna- firði er hraðfrystihús, og er það aðalvinnuveitandinn. Auk þess höfum við beinaverksmiðju og saltfiskverkun á staðnum. Svei mér þá, en satt er það samt, þeg ar atvinna er mest, þá vantar okkur helzt kvenfólk. Nei, við Koupmenn og iðnrekendur Kjólameistari með margra ára starfsferil og verkstjórn óskar eftir vinnu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 18 þ. m., merkt: „7312". Garðyrkjustöð Tilboð óskast í 800 ferm. garðyrkjustöð og 100 ferm. vinnu- hús (1 ha erfðarfestuland, 2 sekúndulítrar, heitt vatn), Tilboð skilist til blaðsins fyrir 20/3 merkt: „Gróðurhús — 6799". Verkfræðistofa óskar að ráða byggingnverkfræðing eðn byggingntæknifræðing Tilboð sendist Mbl. fyrir 1. apríl, merkt: „6458". Einbýlishús d ísafirði Tilboð óskast í lítið einbýlishús við Seljalandsveg. Upplýsingar í síma 3381, fsafirði. Húsnæði í miðborginni 100—140 fm hæð óskast til kaups í Miðborginni. Þarf að vera laus á komandi sumri. Tilboð sendist Mbl., merkt: „6450" fyrir þriðjudagskvöld. Fóstra Leikskóli Seyðisfjarðar óskar að ráða fóstru til að veita skólanum forstöðu í sumar. Umsókriir sendist Margréti Blöndal, Túngötu 12, Seyðisfirði. höfum ekki enn snúið okkur að hörpudiski, en miðin háfa fund izt hér rétt fyrir utan, svona hjá Kópnum. Við höfum verið með stóran barnaskóla i smíðum, og varðsmdi heilbrigðismálin, erum við allir Tálknfirðingar inni á því, að æskilegust sé góð lækna miðstöð á Patreksfirði." EINS OG EIN FJÖLSKYLDA Á STÖÐVARFIRÐI „Jú, það eru frekar erfið hjá okkur hafnarskilyrðin, og er sjálfsagt ekki tiltökumál," sagði Björn Kristjánsson, oddviti þeirra Stöðfirðinga, þegar við stormuðum á hann. „Okkur var lifsnauðsyn að lengja viðlegu- plássið við höfnina, gerum út stóra báta og við verðum að byggja langt út til að fá þenn- an landgang sem við svo köll- um. Nei, við erum ekki mörg, rétt undir þremur hundruðum." „Hvað mörg eruð þið í ver- unni á Stöðvarfirði?" „Or því þú ferð út i það, get ég upplýst, að samkvæmt des- ember manntalinu erum við 290 manns í hreppnum. Hvað ég hafi gert? Jú, stundað trilluútgerð og svona ýmislegt." „Er mikil pólitik austur í þínu plássi?" „Nei, biddu fyrir þér, ekki i sambandi við hreppsmálin, þetta er allt eins og ein fjölskylda, og það sem meira er, að unga fólkið okkar virðist ætla að tolla. Máski er það vegna þess, að við höldum uppi leik- Starfsemi, en gamli barnaskól- inn er notaður sem félagsheim- ili." HÖFUM LENT I HROTTALEGU KALI A EFRl BAfúIUNUM Síðastan hittum við að máli oddvita Seyluhrepps í Skaga- firði, Halldór Benediktsson, bónda i Fjalli í Sæmundarhlíð. „Það er ekki ofsögum sagt af þessu kali," sagði Halldór, „sér i lagi þama á efri bæjunum. Finnst þér eitthvað gott, þegar maður fær 10 hesta af heyi af hektaranum? Við fengum að vísu lánað slægjuland niðri í Hólminum, en þetta er að verða æa'ileg áföll. I mínum hreppi eru 243 íbú- ar, sem lifa gláðir við sitt. Ég tók við oddvitastörfunum af hon um Haraldi á Völlum. Hann hafði lengi verið oddviti, og einhver verður þó að sinna þessu. Hún var varla komin, skólastýran 1 Löngumýrarskóla, hún Hólm- fríður Pétursdóttir, fyrr en við kusum hana í hreppsnefnd. Fríða er ákveðinn persónuleiki, sem veit, hvað hún vill. Við höf um verið að reyna að reisa fé- lagsheimili hjá Varmahlíð, sjálf sagt hefur það skapað okkur aukin gjöld, þvi að Félagsheim- ilasjóður hefur ekki svarað okk ur, og ætti sízt að sitja á hon- um." Og þar með kvöddum við þessa áhugaverðu ráðstefnu, og það síðasta, sem við sáum, var hann Ölver úr Þjórsártúni, sem stýrði fundinum harðri hendi. Nauðsynlegt er það, og Ölveri fórst þetta vel úr hendi. — Fr. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.