Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 32
RucivsmcnR H*-»2248fl LESIfl DncLEcn SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 Haukur Hauksson, blaðamaður, látinn HAUKUR Hauksson, blaðamað- ur við Morgunblaðið, varð bráð- kvaddur að heimili sínu hér i bæ aðfarairnótt laugardags, að- eins 32 ára að aldri. Haukur réðst til Morgunblaðsins 1961 og hefur starfað við blaðið lengst af síðan. Hann var i fremstu röð íslenzkra blaðamanna að hæfni og reynslu. Haukur Hauksson var fædd- ur á Akureyri 15. ágúst 1938, Togara- afli ÚRANUS kom í gær til Reykja- víkur með 140 lestir af fieki. Eftir helgina eru væntanlegÍT inn togai'arnir Jón Þorláksson og Karlsefni. Færð þyngist HRÍÐARVEÐUR eða él var um aflfllt norðanvert IJandið í gær og voru vegir teknir að spillast. Færð var farin að þyngjast á Holtavörðuheiði og Öxnadals- heiði um miðjan dag, Sig’lufjarð- arvegur lokaðist í gærmorgun, einnig Múlavegur. Strandavegur var talinh lokaður. Færð var einnig tekin Þyngjast á Fljótsdalsvegi. að Útaf á hálku í GÆRMORGUN ók bifreið út aí á Reykjanesbraut. Mikil hálka var á veginum. Bandaríkjamað- ur kom akandi á bílaleigubíl og ieivti út af í Hvassaihrauni. Kvart aði hann um meiðsíli í baki og var farið með hamn á Slysavarð- stofuna. Bíllinn var mikið skemmdur. sonur hjónanna Eise Snorrason og Hauks Snorrasonar ritstjóra. Hann varð stúdenf frá Mennta- skófl'anum í Reykjavík 1958, en stundaði síðan framhaldsnám í blaðamennsku við Wisconsin-há- skðla og Norræna blaðamanna- skólann í Árósum. Haukur var blaðamaður hjá Tímanum áður en hann réðst tii Morgunblaðs- ins. Fyrr á árum annaðist Hauk- ur ýmis blaðamennskustörf, en flagði þá áherzlu á innlendar fréttir. Fór hann þá á marga erfiða biaðamannafundi, þar sem erlendir áhrifamenn skýrðu sjónarmið sín, og var hann frá- bær fréttamaður í slíkum störf- um. Siðustu árin skrifaði Hauk- ur einkum erlendar greinar og fréttir i Morgunblaðið, og var hann óvenju afkastamikill og fær blaðamaður. Hann var mjög góður enskumaður og ritaði gott Lslenzkt mál. Andlát Hauks Haukssonar á ungum aldri kemur samstarfs- Haukur Hauksson mönnum hans við Morgunblað- ið í opna skjöldu. Þeir sakna vinar í stað. Þeir senda fjöl- skyldu hans og þá einkum konu hans, Margréti Sdhram og börn- um þeirra hjóna innilegar sam- úðarkveðjur, um leið og þeir minnast góðs drengs, sem skil- ur eftir sig góðar minningar á ritstjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins. Kobalttækið nýtist vel Árangur samkvæmt vonum KOBALTTÆKIÐ, sem gefið var í fyrra til Landsspítalans og rík- issjóður byggði yfir, hefur nú verið í notkun i lifflega ár. Mbl. leitaði frétta af notkun þess hjá Kolbeini Kristóferssyni, yfir- lækni geisladeildar Landsspítal- ans. Sagði hann að á sl. ári hefðu verið geislaðir 115 sjúklingar með kobaltgeislum, en af þeim fjölda hefði sennilega þurft að senda 60 til útlanda til geislunar, ef það hefði ekki verið til hér. í flestum tilfellum er þar um krabbameinssjúklinga að ræða, en í stöku tilfelli er það þó ekki. Re'kstuir tækisins hefur gengið sinurðulaiuist, að því er Koflbeinn sagði. Það hefur getað sininit ölll- um þörfum. Að meðafltaíli hafa verið um 15 sjúklingar geislaðir á dag. Og ætti þetta tæki því að geta duigað eitt, eitthvað í fram- tíðinni. Áraugur, í þeim tilvikum sem hægt er að vænta. hainis sitrax, er samkvæmt þeim vonuim, sem gerðar voru, að sögtn yfitrlækinis- ins. Etn um lainigtímaár'aingur er ekkert hægt að segja fynr en eft- ir 10 ár. Kobaillttækið hefur því komið að miklu gagni og eiga gefend- ua- þakkir skildar fyrir það. Eimn. ig ríkissQÓður, sem brá við og byggði yfir það. En fyrir utan hvað það sparar sjúkliingum í óþægindum, vár sfld'k ferð tii út- lamda áður mjög dýr. Við geisladeild Landsspítaiflans, þar sem fer fram ffleira .en geisl- un með kobalttækjum, svo ■ sem venjuleg geisliun, gæzla radio- byrgða, umsjá geyma o. ffl., starf- ar einn læknir, eðlistfræðimigur og þrjár stúlkur. Saigði Kolbeinm að þanna væri komið gott skref til stofniunar nútíma geisladeildar. Miklar byggingaframkvæmd- ir í kaupstöðum landsins MIKLAR byggingarframkvæmd- ir standa yfir í flestum kaup- stöðum landsins um þessar mundir og búið er aff úthluta fjölda lóffa þaff sem af er þessu ári. Til dæmis er búiff aff veita lóðir undir um 120 íbúðir á Ak- ureyri á þessu ári og í Hafnar- firffi er búiff að úthluta lóðum fyrir svipaffan fjölda íbúffa. Morgunblaðið hefur haft sam- band viff bæjarstjóra og bygg- ingarfulltrúa í öllum kaupstöð- um landsins, fengiff upplýs- ingar um hvað ráffgert er að byggja á þessu ári, bæffi af ibúðarhúsum og öðrum bygg- ingum og helztu byggingafram- kvæmdir á hverjum staff á sl. ári. I Vestmannaeyjum eru nú í smíðum 73 íbúðarhús með sam- tals 80 íbúðum, en á sl. ári voru fulflgerð 18 íbúðarhús með jafn- mörgum íbúðum. Á árinu 1970 var byrjað á 22 íbúðarhúsum með samtals 28 íbúðum, og eru sumar þessar byggingar langt á veg komnar. Á fundum byggingamefndar 1970 voru afgreiddar 52 lóðaum sóknir undir einbýlishús og 31 umisóikni fyrir raðhúsaíbúðir, samtals 83 lóðaumsókni.r undir íbúðarhúsnæði, en auk þess voru samþykktar 2 umsóknir verzlunarlóða, 2 undir fiskihús og ein lóð fyrir iðnaðarhús- næði. Að sögn Olgeirs Jóhanns- sonar, byggingarfulltrúa er ekki hægt að spá með neinni .vissu um byggingarframkvæmd- í.r á þessu ári, en trúlega verð- Afkoma togaranna: Horfur slæmar 1971 Mun lakari árið 1970 en 1969 — segir Loftur Bjarnason útgerðarmaður Á ÁRINU 1970 nam afli togar- anna 79.860 tonnum á móti 84.100 tonntim árið 1969. Tog- arar vom jafnmargir bæði ár- in, 22 talsins. Loftur Bjarnason, útgerðarmaður gefur í Ægi yf- irlit yfir togaraútgerð á árinu sem leið og ræðir ástand og Fiorfur. Segir hann m.a. að af- koma togaraútgerðarinnar hafi vérið mun lakari 1970 en 1969. Og að afkomnspá og könnun fyrir árið 1970, sem gerð hafi verið á grundvelli reikningslegr ar niðurstöðu ársins 1969 sýni, að horfurnar á árinu 1971 séu mjög slæmar. Komi þar fyrst og fremst til kaupgjalds- og verðlagsþróun hér á iandi á árinu 1970 og einn- ig gífurleg verðhækkun á oiium, sem átti sér stað jafnt og þétt á því ári, þannig að sumar oiíu- tegundir, sem togararnir nota mest, meira en tvöföiduðust í verði erlendis, og enn búizt við frekari hækkunum. Þá sé Efna- hagsbandalagið nú að móta end anlega fiskimélastefnu sina og gæti svo farið að hún ylli miklum afturkipp i löndunum okkar í Þýzkalandi og þá einn- ig i Bretlandi, ef það gengi i Efnahagsbandalagið. Séu af- komuhorfur togaraútgerðarinn- ar því uggvænlegar á árinu 1971, þrátt fyrir gífurlega fiskverðs- hækkun hér innanlands nú um áramótin, eða allt að 25%. Heildarf jöldi úthaldsdaga tog- aranna árið 1970 var 7.332 á móti 7.416 árið 1969. Var aflinn á síðasta ári 11.04 tonn á út- haldsdag á móti 11.24 tonnum 1969. Afli sá sem landað var heima nam 45.300 tonnum á móti 51.850 tonnum árið 1969. Á sama hátt nam aukning landana erlend is 3.060 tonnum, voru 34.550 tonn á móti 31.490 tonnum árið 1069. Eru þessar tölur miðaðar við óslægðan fisk. Verðiag á ísfisk- mörkuðum í Bretlandi og Þýzka iandi var að meðaitaii hærra á sl. ári en 1969. Á árinu 1970 fóru togararnir alls 182 söluferðir með isfisktil Bretlands og Þýzkalands og seldu þar 27.535 tonn fyrir 559,4 millj. kr. Var meðalverðið kr. 20.32 hvert kg, en var 17,40 hvert kg 1969. Á árinu 1969 fóru togararnir 157 söluferðir til þessara landa. Við þetta bæt- ist að vegna verkfalianna i maí og júní 1970 lönduðu togararn- ir 10 fiskförmum í Færeyjum, alls 1.586,7 tonnum, sem seld- ust fyrir 16,3 millj. króna, að meðaflverðmæti 10.28 kr. hvert kg. Þá landaði Narfi, heilfrystum fiskafla, þremur förmum i Þýzkalandi, alls 888.0 tonnum fyrir 16,1 millj. króna. ur byrjað á 30—40 íbúðum í raðhúsum og einbýlishúsum. Um sl. áramót voru 97 íbúðir í smíðum í Keflavík, og þar af voru 53 fokheldar og lengra komnar, en á árinu var hafin bygging 42 íbúða, þar af 8 ein- býlishús. Alls 48 íbúðir voru fullgerðar í Keflavík árið 1970, en samþykkt voru byggingar- leyfi fyrir 79 íbúðum. Að sögn byggingarfulltrúa Keflavíkur liggur ekki ljóst fyr ir hvernig verður með lóða- veitingar á þessu ári þar sem ekki hefur náðzt samkomulag við þá aðila, sem eiga landið, Framhald á bls. 31. General Motors fóru til Noregs Annar aðili þreifar fyrir sér GENERAL Motors fyrirtækið, sem hafði sýnt áhuga á að kaupa bræddan ál af Álverk- smiðjunni og setja upp verk- smiðju til framleiðslu úr hon- um hér, ákvað að koma upp verk smiðju sinni í Noregi. Og er máiið þá úr sögunni hér. Gunnar J. Friðriksson, formað ur Félags ísfl. iðnrekenda sagði Mbl., sem spurði um ástæðuna fyrir þvi að svona fór, að eftir þvií sem þeir hefðu komizt næst, hefðu Norðmenn einfaldlega gert bandariska fyrirtækinu það góð boð, að því var tekið. Norð- menn hefðu miikla álframleiðslu, en lítið um úrvinnslu úr þeim málmi. Þar i landi væru líka svo margir álframleiðendiur, að GM-fyrirtækið yrði þar ekki háð neinum ein-um um hráefni. En þar sem Norðmenn hafa litla fullvinnslu á áli í sdnu landi, þá leggi þeir mikið upp úr að koma henni upp. Þ>á sagði Gunnar, að hingað Framh. á bls. 2 Heild hf.: 19 heildsölu- fyrirtæki — með bækistöð við Sundahöfn STOFNAÐ hefur verið í Reykja- vík hlutafélagiff Heild hf. Stofn- endur félagsins eru 19 félags- menn í Félagi isl. stórkaupmanna og hlutafé er um 15 milljónir króna. Samkvæmt upplýsinigtum Júlí- usar Ólafsisonar, framkvæmda- stfjóra FÍS, hefur Heifld hf femg- ið lóð inn við Sundahöfn, og er nú unnið að teikiniingum bygg- imiga. Er stetfnt að því að reisa 4500—5000 fewnetra byggimgu með vöruskemmum og sikriÉstofu húsmæði, og stamda vomir til að hægt verði að hefja byggimiga- framkvæmdir í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.