Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 4
4 MQRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 1 22 0-22- I [RAUPARÁRSTÍG 3lJ -^—25555 -14444 WfUHÐIfí I3ILALEIGA HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabi freið-VW 5 manna-VW sveínvagn VW 9maona*Landroveí 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Biialeigan ÞVERHOLTI 15 SÍMI15808 (10937) Pjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fleíri varahlutir i rrsargar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 - Sími 24180 Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis vetðskrá. Ö Farimagsgade 42 Köbenhavn Ö J0H\S - VIAIUILLE glerullareinangmnin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareínangrunina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappir með. Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. @ Til Benedikts frá Hof- teigi frá Jóni frænda: Betra er vothey en þurrhey „Sæll, Benedikt, frændi minn! Ég .vil byrja á að þakka þér öll þín fræðistörf. Þá vil ég þakka þér fyrir framtak þitt, er þú bendir bændum á nýjar leiðir og möguleika við þurrk- un á heyi. Fleira mætti þakka þér, en ég sleppi því og sný mér að óánægju minni. Þú segir í viðtali við Morg- unbiaðið nýlega, að súrhey sé ónotandi vegna vondrar lykt- ar, sem sé af því. Ég verka allt mitt gras í vot- hey, og ég held, að þú vitir hvernig ég fer að því. Veturinn ’69—'70 komu marg ir í hlöðuna til mín, og voru allir sammála um, að þar væri engin vond lykt. ® Engin styhba íannst af Jóni Ég gerði það að gamni mínu tvisvar sinnum að sitja æði- tima á brikinni í heyinu, án hlífðarfata, þegar ég var bú- inn að taka heyið og gefa grip um mínum. Fór siðan í jeppann og ók inn 1 kaupstað og fór í fín hús í fötunum, sem ég var í í hlöðunni. Ég settist inn í stofu og sat þar, í annað skipt- ið í einn klukkutíma, en í hitt skiptið í tvo tíma. Ég spurði fólkið á heimilinu, hvort það fyndi súrheyslykt af mér og bað það að segja mér, eins og væri, en enginn sagðist géta fundið neina slíka lykt af mér. Ég endurtek þakkir mínar til þín fyrir framtak þitt, en ég er jafnviss um, að þín að- ferð á enga framtið í íslenzk- um landbúnaði, eins og ég er alveg viss um, að min aðferð er framtíðar heyverkunarað ferð íslendinga. Lítum á vinnustundir við heyskapinn. Lítum á kostnaðinn. Lítum á fóðurgildi. Lítum á allt véladraslið, sem þinni aðferð fylgir. 0 Fáránleg uppfinning Nei, Benedikt, hér er ekki um samanburð að ræða, heldur hitt, að þín aðferð tröllriður efnahagi bænda, en mín aðferð gefur þeim möguleika á áð verða ríkir, en þeir geta þó framleitt búvöru, sem neytend ur hafa efni á að kaupa. Að síðustu þakka ég þér fyr ir að leiða það i ljós, að. heý- þurrkun er gamaldags aðferð og óhugsandi, nema með þinni fáránlegu uppfinningu, og því er ekkert annað, sem kemur til greina en vothey. Með frænda- og vinarkveðju. <Ión tjlfarsson, Eyri, Fáskrúðsfirði.“ Þakkað fyrir æskulýðsguðsþjónustu Dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, skrifar: „Mig langar að koma á fram- færi héðan úr guðfræðideild- inni þakkarorðum til þess Óska eftir að taka á leigu 2-3 herbergja íbúð (helzt i Vesturborginni). Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, sími 11935. unga fólks, sem stóð fyrir og, flutti æskulýðsguðsþjónustu í Hallgrímskirkju s.l. sunnu- dag, og útvarpað var. Við hér í deildinni fáumst við marg- vísleg vísindi, sem sum hver kynnu við fyrstu sýn að vera æði fjarlæg vaxtarbroddum æskunnar á vettvangi dag- legra anna. En einmitt vegna starfs okkar að þessum fræð- um er okkur ljós nauðsyn þess, að endurnýjandi og líf- gefandi andblær fari um kirkju þessa lands. Það var hrífandi að heyra hinar ungu raddir flytja lof- gjörð og boðskap I fersku formi og með nýstárlégum blæ s.l. sunnudag, og var guðsþjón- ustan öll áhrifarík. Það er ein- kenni réttrar guðsþjónustu, að hún verkar þannig á huginá, að menn fyllast lofgjörð og gleði, jafnframt því sem þeir finna til neyðar heimsins, já okkar allra. Ég hefi ekki um þetta fleiri orð, en þakka þessu unga fólki fyrir það fyrirheit, sem það vírðist gefa framtið landsins okkar og æskufólksins. Virðingarfyllst, Þórir Kr. Þórðarson.“ @ Þetta er verk aldraða fólksins Séra Jón Tliorarensen skrifar: „Hr. Velvakandi! Rabbgrein Styrmis Gunnars- sonar i Lesbók Morgunblaðs- ins 31. janúar s.l. var bæði merkileg og vel skrifuð. Það voru svo góð orð í tíma töluð, að helzt þyrfti að prenta greinina aftur í blaðinu. Hann talaði um aðbúnað gamla fólksins í landinu, sem borið hefur hita og þunga dags ins frá aldamótum, stritað und- anfarna áratugi og breytt þjóðarhag úr fátækt og basli í þau lífskjör, sem jafnast á við hið bezta i veröldinni, og svo spyr greinarhöfundur, og tek ég með leyfi hér upp kafla úr grein hans: 0 En hvernig búum við að því? „En hvernig búum við að þvi fólki, sem þetta hefur gert? Til er fólk og kátm&ld býsna stór hópur, sem hefur ekkert að lifa af annað en ellilaun- in. — Það hlýtur að vérá eitthvað bogið við þjóðfélag, sem okíkar, sem nú á dögum telur sig ekki geta tryggt öldruðu fólki áhyggjuláusa elli. Á sama tíma ög gamla fólkið fær 4.900 kr. í ellilaun á mánuði eru greidd- ar stórar fjárfúlgur í formi fjölskyldubóta til fólks á bezta aldri. Ég legg til, að þessu fráleita fyrirkomulagi verði breytt. Fjölskyldubætur til þeirra, sem þessa þurfa með, en mis- munurinn, gangi til þess að hækka ellilaunin.“ Þetta eru orð, sem ekki er er hægt að gleyma. Ég þekki dæmi, þar sem gamalt fólk kvíðir hverjum nýjum degi vegna bláberustu lífsnauð- synja. Ég þekkti verkamann hér í borg. Hann var mikill starfs- maður og heilsugóður en fá- tækur alla ævi. Á seinustu æviárum hans voru launin orð- in aðeins skárri en vinna mik- il, svo að afkoma hans mátti teljast svona sæmileg. En hann var skattlagður miskunnar- laust alveg fram í andlátið, 87 ára gamall. Það ætfcu að vera tak- mörk fyrir því, hve lengi fólk er skattlagt fram eftir ævi, þar sem eignir eru engar, bláber ellistyrkurinn einn, og allir vita, hve illa hefur verið farið með sparifé þeirra, sem hafa ætlað sér að nota það. á elliárum. Þá má geta þess, að Skúli Jóhannesson skrifaði gréin, sem birtist hjá Velvakanda 7. febrúar s.l. um fjölskyldubæt- ur og ellilaun. Það var ágæt grein, þar sem hann vitnaði til hinna ágætu orða Styrmis Gunnarssonar. — Og að lokum: Er nokkur al- þingismaður, sem treystir sér til þess að lifa af kr. 4900 á mánuði, þótt hann fái að auki ferðir og risnu greiddar? Nú líður að kosningum, og er það von allra, að alþingis- mönnum farist vel við þá öldr- uðu. Jón Thorarensen.“ 77/ sö/u 2ja herbergja Ibúð við Hlíðarveg. 3ja herbergja íbúð við Hlíðarveg 2ja herb. íbúð við Rauðarárstíg. 4ra herbergja góð jarðhæð, sérhiti, sérinngangur. 120 fm efri hæð í Austurborginni, sérhiti. Húseign á eignarlóð í Miðborginni, með tveimur íbúðum. 170 fm einbý.ishús á einum eftirsóttasta stað í Austurborginni. Mjög góð eign. Um 200 fm raðhús á bezta stað i Fossvogi. Hef kaupendur að Einbýlishúsi eða raðhúsi, útborgun um 2 millj. kr: 4ra—5 herbergja góðri hæð, útborgun um 1 200 þús. kr. 4ra—5 herbergja hæð I Vesturboginni, útb. allt að 1.400 þús Eignaskipti 5 herbergja hæð í Hlíðarhverfi I skiptum fyrir 3ja herb. ibúð I Háaleitishverfi, eða þar um kring. 4ra—5 herbergja hæð á góðum stað í skiptum fyrir 3ja her- bergja, helzt í Laugarneshverfí. Upplýsingar aðeins í skrifstofu minni, ekki í síma. KRISTINN EINARSSON hrl., Búnaðarbankahúsinu við Hlemm. — FIAT 850 COUPÉ - Til sölu Fiut 850 Coupé (Fastbock) drgerð 1967 LITUR : i' Dökkgrár utan, rauður innan Vél : Nýupptekin DEKK : Nýleg, nagladekk að aftan Ástand : Mjög gott Greiðslukjör : Samkvæmt samkomulagi Skuldabréf korha til greina Upplýsingar í síma 3 5 7 1 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.