Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLA£>IÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1971 11 Ráðstefna um geð- heilbrigðismál FÉLAG læknanema hefur i sam ráði við Geðverndarfélag íslands hafið undirbúning að ráðstefnu um geðheilbrigðismál. Upphaf- lega var ráðgert að ráðstefnan færi fram um næstu helgi, en af ýmsum ástæðum reyndist nauðsynlegt að fresta ráðstefn- unni um nokkrar vikur. Nú hef- ur verið ákveðið, að hún fari fram 17.—18. april n.k. Á ráðstefnu þessari verða teikn ir til meðferðar ýmsir þættir geð heilbrigðismála, m.a. ástand og framtiðarskipan samfélagslækn- inga (community theraphy) og geðtruflanir hjá börnum. Fengn- ir hafa verið sérfræðingar til að flytja inngangserindi um hina ýmsu málaflokka, en að þeim loknum fara fram umræð- ur í smærri hópum. Ráðstefnan verður öllum opin og mun nán- ar verða sagt frá henni í fjöl- miðlum innan tíðar. (Frá Félagi læknanema). Ræningj- ar hand- teknir Zurich, 11. marz AP. SVISSNESKA lögreglan hand tók í dag 6 manns, sem grun aðir eru um að hafa rænt skartgripum að verðmæti um 300 milljónum líra frá skart- gripasala í MHanó á Italíu í vikunni. í hótelherbergjum hinna handteknu fundust ferðatöskur, fullar af skart- gripum og taldi svissneska lög reglan að þar væri um um- rætt þýfi að ræða. Ræningj- arnir brutust Inn í fyrirtæk- ið, bundu og kefluðu 6 starfs- menn eftir að hafa neytt þá til að taka inn svefnlyf. Flugfélagið býður tíðustu og fljótustu ferðirnar með þotuflugi til Evrópulanda og nú fara í hönd hin vinsælu vorfargjöld Flugfélagsins. Við bjóðum yður um 30% afslátt af venjulegum fargjöldum til helztu borga Evrópu í vor með fullkomnasta farkosti nútímans. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. FLUCFELACISLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI II TOPttíik ER TIPP-TOPP -CóbhU FYRIR ROLL-YOUR- OWN REYKINGAMENN BÚNAR TILAF REYNOLDS TOBACCO COMPANY FRAMLEIÐENDUM HINNA HEIMSFRÆGU CAMEL CIGARETTES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.