Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 22

Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 22 Nauðsyn hertra reglna um val verktaka eftirPálma Kristinsson Um langa hríð hefur frjáls sam- keppni verið einn af homsteinum verktakastarfseminnar í flestum iðnvæddum ríkjum heims. Sam- keppni í þessari grein er víða mun meiri en þekkist í öðrum atvinnu- greinum og í mörgum löndum heims hefur hún verið grundvöllur mikilla tækniframfara er leitt hafa til auk- innar framleiðni og bættra lífskjara. Hegðun hins „fijálsa" útboðs- markaðar hér á landi er að ýmsu lejrti önnur en menn eiga að venjast á öðrum mörkuðum. Reynslan hefur sýnt, að oft er lítið samhengi milli verðlags (tilboðsverða) og framboðs og eftirspumar á markaðinum. Þetta kemur m.a. fram 5 því, að þegar vart er samdráttar í verkleg- um framkvæmdum og tilboð eru lág, er tilhneigingin oftar en ekki enn meiri samdráttur og verðlækk- un. Á þenslutímanum má iðulega sjá sömu tilhneigingar, en þó með öfugum formerkjum. Astæðan er sú, að bygginga- markaðurinn hér á landi er að verulegu leyti miðstýrður af hálfu hins opinbera og ákvarðanataka sjaldnast byggð á ígrunduðum áætl- unum um arðsemi framkvæmda eða ástandi markaðarins hveiju sinni. Hér er um mikið hagsmunamál að ræða, enda ver þjóðin að meðaltali um 20 milljörðum króna til verk- legra framkvæmda á ári hveiju, en það er mun hærri fjárhæð á hvem íbúa en þekkist í löndunum í kring- um okkur. Eitt af megin baráttumálum Verktakasambands íslands frá stofnun þess hefur verið að stuðla að auknum útboðum verkfram- kvæmda og bættum leikreglum í samskiptum verkkaupa og verk- taka. Þótt verulegur árangur hafi náðst í þeim efnum er því ekki að leyna, að mörgum þykir nú full ástæða til að endurskoða ýmsar þær reglur og staðla sem notuð eru um útboð, val verktaka og gerð verk- samninga. 1. Afleiðingar „frjálsr- ar“ samkeppni „Fijáls“ samkeppni á íslenskum útboðsmarkaði hefur ekki leitt til þeirra framfara og þess stöðugleika, sem við hefði mátt búast. Við val á verktökum hefur verulega skort á, að faglegt mat hafi verið lagt á mikilvæg atriði eins og áreiðanleika (reynslu, tækniþekkingu og fjár- hagslegt bolmagn), gæði og hagkvæmni. Þess í stað hefur matið nánast eingöngu verið byggt á grundvelli tilboðsverða. Þess eru ótal dæmi að eignalitlir og reynslulausir einstaklingar séu valdir á grundvelli „lægstu" tilboða til fleiri tugmilljóna framkvæmda. Algengt er að þessir aðilar gefist upp að loknu verki og skilji eftir sig langan skuldahala um allar sveitir og að hinir, sem öðlast hafa reynslu og fjárfest í dýrum tækjabúnaði, láti undan vegna verkefnaskorts og/eða undirboða. Til eru ýmsir ævintýramenn, sem þeytast jafnvel landshomanna á milli með tæki og búnað til þess að vinna verk á smán- arverði á meðan heimamenn sitja auðum höndum og horfa á tæki sín grotna niður. Gegndarlaus undirboð og ómarkvisst val verktaka hefur því einkennt þessa starfsemi um of og staðið í vegi fyrir eðlilegri upp- byggingu hennar á síðustu árum. Islensk verktakafyrirtæki eru flest mjög lítil og því of vanmáttug til að geta fylgt eftir eðlilegri tækni- þróun. Meðalstærð fyrirtækja í þessari grein er um 3 ársmenn og aðeins um 2% af fyrirtækjunum hafa fleiri en 20 ársmenn í sinni þjónustu. Þá er áætlað að meðalald- ur verktakafyrirtækja hér á landi sé um 5—6 ár, en til samanburðar er hann talinn vera um 14—16 ár í Danmörku. Ef litið er á framleiðni á hvem starfsmann í íbúðarbyggingum kemur í ljós, að hún er allt að tvö- falt meiri í Danmörku (0,23 m3/klst.) en hér á landi (0,11 m3/klst.). Hið sama er að segja um byggingartímann. Á íslandi er áætl- að að meðalbyggingartími íbúðar sé 2,2 ár, en í Danmörku er hann 1,0 ár (tölur frá 1983). Minni framleiðni, tíð undirboð og gjaldþrot segja meira til um stöðu þessarar greinar en flest annað. Reynslan af mörgum gjaldþrotamál- um sýnir, að saklausir venslamenn verktakanna sem „lánað“ hafa fast- eignir sínar til veðsetningar, lenda iðulega í súpunni ásamt starfsmönn- um hans og viðskiptaaðilum að ógleymdum verkkaupendum sjálf- um. Hér er því ekki um neitt einkamál fárra aðila að ræða, heldur tengist það ýmsum beint og óbeint og skaðar þessa atvinnugrein með ómældum hætti. Þessa hefur og þjóðin einnig goldið, m.a. í formi hærri byggingarkostnaðar og þar með verri lífskjara en ella. 2. Útboðsaðferðir Hér á landi eru opin útboð algeng- asta aðferðin sem notuð er þegar leitað er eftir samkeppni milli verk- taka um einstök verkefni. Helsti Pálmi Kristinsson „Eitt af megin baráttu- málum Verktakasam- bands Islands frá stofnun þess hefur verið að stuðla að auknum útboðum verkf ramkvæmda og bættum leikreglum í sam- skiptum verkkaupa og verktaka. Þótt verulegur árangur hafi náðst í þeim efnum er því ekki að leyna, að mörgum þykir nú full ástæða til að end- urskoða ýmsar þær reglur og staðla sem not- uð eru um útboð, val verktaka og gerð verk- samninga.“ kostur opinna útboða þykir vera ein- faldleiki þeirra. Öllum er fijálst að bjóða, enda er útboðið þá auglýst opinberlega. Verkkaupi hefur fijáls- ar hendur og getur þ.a.l. tekið eða hafnað öllum tilboðum eftir eigin geðþótta. Oftast er þó tekinn sá kostur, að velja lægsta tilboðið án tillits til þess hvort verktakinn hafi nægilega reynslu eða bolmagn til að vinna verkið. Eina krafan sem gerð er til bjóð- enda í opnum útboðum er oft sú, að þeir geti lagt fram „öruggar“ tryggingar í upphafí verksins og skiptir þá engu hvort þær séu fengn- ar að „láni“ hjá vinum eða ættingj- um. 2.2. Lokuð útboð Þessi aðferð er aðallega notuð af öðrum verkkaupum en opinber- um. Verkkaupi leitar þá beint til nokkurra útvaldra verktaka, sem hann þekkir af fyrri reynslu, í því skyni að fá verðsamkeppni milli þeirra. í lokuðum útboðum er reglan sú, að samið er við lægstbjóðanda, enda hefur verkkaupi fyrirfram gef- ið til kynna, að hann treysti fyrir- tækinu. Val á verktökum í lokuðu útboði er almennt ekki byggt á faglegri úttekt á fyrirtækjunum (sbr. for- val), heldur geta ýmis sjónarmið s.s. kunningsskapur, byggðasjónar- mið o.fl. atriði ráðið þar ferðinni. Gallinn við þess aðferð er því sá, að samkeppnismöguleikar annarra verktaka, sem e.t.v. hefðu áhuga og hæfni til að vinna verkið, eru verulega skertir, enda veldur valið oft óánægju hjá þeim sem ekki hljóta náð hjá verkkaupanum. Af siðferðislegum ástæðum geta opin- berir verkkaupar ekki beitt þessari aðferð nema í undantekningatilfell- um. 2.3. Forval Forval fer fram með þeim hætti, að auglýst er eftir verktökum sem kynnu að hafa áhuga á, að taka þátt í útboði (lokað útboð eftir forva- lið) í tengslum við ákveðið verk. Fyrirtækjunum er þá gert að senda inn tilgreindar upplýsingar er tengj- ast rekstri og starfsemi þeirra og á grundvelli faglegrar úttektar velur roLj[kjLZ L-JL—sajjg BÚSTOFN Smiðjuvegí 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. 3 STÆRÐIR verkkaupi nokkra aðila (oftast 3—5) til að bjóða í verkið. Þessi aðferð er mikið notuð víða erlendis, einkum við stærri fram- kvæmdir, enda tryggir hún eðlilega samkeppni og hagstæðustu lausnina á hveijum tíma m.v. markaðsað- stæður, þ.e. markvisst val á hæfasta verktakanum í tiltekið verk. Gallinn við forvalsaðferðina er einkum sá, að hún þykir seinleg og kostnaðar- söm og því óhentug nema um stór verk sé að ræða, en þar hefur hún alla yfirburði yfir aðrar útboðsað- ferðir. Þau atriði („kriterium") sem taka þarf tillit til við hæfnismat verktaka eru eftirfarandi: 1. Reynsla og þekking — fyrirtækisins af sambærilegum verkum — yfirmanna og stjómenda 2. Fjárhagur — upplýsingar um íjárhag og veltu sl. tvö ár, — eignir, skuldir (skammtíma, langtíma), — greiðslustaða; umsögn viðskipta- banka og lögg. endursk. — skil á opinberum gjöldum og launatengdum gjöldum. 3. Tækjaeign — upplýsingar um tæki og búnað og verðsetningu þeirra. 4. Verkefnastaða — samningsbundin verk sem í gangi em á sama tíma. 5. Deilumál — deilumál sem komið hafa fyrir dómstóla. 2.4. „Takmörkuð út- boð“ Sú aðferð sem hér er nefnd „tak- markað útboð" er nokkurs konar sambland af þeim hefðbundnu að- ferðum sem lýst er hér að framan. Kosturinn við þessa aðferð er sá, að hægt er að viðhafa ýmsar reglur til að sníða af þá vankanta er tengj- ast opnum og lokuðum útboðum og forvali, án þess að eðlileg sam- keppni skerðist að marki. Sem dæmi um slíkar reglur má nefna eftirfar- andi: — reglur um lágmarksstærð verk- taka. — svæðisbundnar reglur, — reikningsleg frávik tilboða, — tímabundið allsheijar-forval (flokkun). Stærðarmörkin geta t.d. virkað þannig, að tilboð sé aðeins gilt svo fremi að verktaki geti vottað að hann hafi áður unnið verk sem sé ákveðið hlutfall af kostnaðaráætlun, t.d. 50%. Með svæðisbundnum reglum er t.d. átt við það, að verkkaupi geti boðið út verk heima í héraði með því fororði, að utanaðkomandi tilboð komi aðeins til greina ef það sé ákveðið hlutfall undir lægsta tilboði heimaaðila enda sé þessa skilyrða þá getið í útboðsauglýsingu. Þessi leið er þó óframkvæmanleg ef um ríkisframkvæmdir er að ræða en getur á hinn bóginn hentað einstök- um sveitarfélögum. Reikningsleg frávik geta virkað þannig, að ákveðin aðferð sé notuð til þess að standa að vali verktaka á grundvelli tilboðsupphæðarinnar. Sem dæmi um slíkar reglur má nefna, að ítalir, Japanir og Filipsey- ingar velja það tilboð sem kemst næst meðalupphæð allra tilboða. Svipuð aðferð er þekkt frá Suður- Kóreu en þar hafa menn þó þann háttinn á, að draga lægsta og hæsta tilboð frá og einnig í Danmörku þar sem menn draga tvö hæstu og tvö lægstu frá áður en meðaltalið er fundið. í Pakistan er notuð sú regla, að tekið er lægsta tilboðið sem er næst því að vera yfir 80% af kostn- aðaráætlun. Hér er á einn eða annan hátt gengið framhjá lægstbjóðanda, enda er litið á reglumar sem vemd gegn hugsanlegum villum í tilboð- um, vísvitandi undirboðum og óhæfum verktökum. í vissum tilfellum getur verið hentugt fyrir stóra verkkaupa að láta fara fram allsheijar-forval eða flokkun er gildi um öll verk sem boðin verða út hjá viðkamandi aðila á ákveðnu tímabili, t.d. einu ári. Þá er öllum verktökum gefinn kostur á að taka þátt og láta meta hæfni sína til að takast á við verkefni af mismunandi stærð og tegund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.