Morgunblaðið - 23.06.1987, Side 32

Morgunblaðið - 23.06.1987, Side 32
»»•*■/>* * Pf 32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Yfír 3 þúsund manns víð veiðar í Þingrallavatni FJÖLDI fólks tók þátt í veiði- og göngudegi fjölskyldunnar á sunnudag. Yfir þijú þúsund manns voru við veiðar i Þing- vallavatni svo dæmi sé tekið og þeir sem stóðu á göngudeginum voru sömuleiðis ánægðir með þátttökuna. Landssamband stangaveiðifél- aga bauð fólki ókeypis veiðileyfí á veiðidegi fjölskyldunnar sem hald- inn var í þriðja sinn um land allt á sunnudag. Skátar og ungmennafé- lög boðuðu þjóðarátak gegn hreyf- ingarleysi og efndu til skipulagðra gönguferða víðs vegar um landið. Veður var með albesta móti og tilvalið til útivistar og þátttaka mik- il. Mikil þátttaka var í gönguferðum um allt land og voru forráðamenn göngudagsins mjög ánægðir með daginn. Auk gönguferða var boðið upp á siglingu út í Viðey og fór fjöldi manna þangað. Þátttaka á veiðidegi Qölskyld- unnar var einnig með afbrigðum góð og er ætlað að milli þrjú og fjögur þúsund manns hafí komið saman á Þingvöllum í tilefni dags- ins. I ávarpi sem Rafn Hafnfjörð, formaður Landssambands stanga- veiðifélaga, flutti við setningu veiðidagsins sagði hann m.a. að ýmislegt sem fram kemur í Islend- ingasögunum bendi til þess að stangaveiðiíþróttin hafí verið stund- uð hér á landi allt frá landnámi. I dag er talið að um 50.000 manns stundi stangaveiði að einhveiju marki hérlendis og má því segja að stangaveiði sé ein af þjóðarí- þróttum Islendinga í dag. Þátttakendur á Þingvöllum voru, Reykjavíkurborg: Staða upp- lýsinga- fulltrúa Borgarstjórinn i Reykjavík hefur auglýst stöðu upplýsinga- fulltrúa lausa til umsóknar. Upplýsingafulltrúa er meðal annars ætlað að aðstoða við öflun upplýsinga um einstök atriði í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillaga um stöðu upplýsingafull- trúa var samþykkt í borgarstjóm fyrir nokkru. Hugmyndin er þó gömul og að sögn Bjöms Friðfínns- sonar er hún tillaga frá stjómkerfis- nefnd sem starfaði fyrir tveimur til þremur ámm. Tillögur stjómkerfis- nefndar, undir forystu Markúsar Amar Antonssonar, um einföldun á stjómkerfí borgarinnar tóku gildi í upphafí þessa kjörtímabils. Staða upplýsingafulltrúa hefur þó ekki verið auglýst fyrr en nú. Starfíð byggist aðallega á frum- kvæði viðkomandi umsækjanda. Hann á að sjá um að kynna hina ýmsu þætti í starfí Reykjavíkur- borgar og aðstoða almenning og félagasamtök við öflun upplýsinga um einstök atriði í rekstri borgar- innar. Upplýsingafulltrúi mun vera tengiliður borgaryfírvalda við hverfasamtök borgarinnar. Hann mun ennfremur svara fyrirspumum um Reykjavíkurborg sem berast erlendis frá og vera ferðamálanefnd til aðstoðar varðandi kynningu á ferðamannaþjónustu í Reykjavík. Þessi staða verður launuð sam- kvæmt kjarasamningum Reykjavík- urborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og í samræmi við úrskurð starfskjaranefndar um röðun starfsins í launaflokk. Vænt- anlegur yfírmaður upplýsingafull- trúa verður Gunnar Eydal skrif- stofustjóri borgarstjómar. SIRKUS Arena Berdino, frá Dan- mörku ferðast um ísland og heldur sýningar næsta mánuð- inn. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem þessi sirkus sækir íslendinga heim og er þetta lengsta heimsókn þeirra til þessa. Það mun vera ætlun aðst- enda sirkussins að gera ísland að föstum liðum í ferðaáætlun hans. Alls heldur sirkusinn sýn- ingar á fimmtán stöðum hringinn í kringum landið. Fjörutíu manns frá sjö mismun- andi löndum koma hingað með sirkusnum og taka þátt í sýningun- um m.a. línudansarar, trúðar, að sögn Rafns, á öllum aldri og fór vel á með þeim. Veiði við Vatnskot, í landi þjóðgarðsins, var mjög góð. Mest var veitt af murtu, en ein- staka væn bleikja lét einnig glepjast af agni veiðimannanna. Voru bæði þátttakendur og forráðamenn að vonum ánægðir með vel heppnaðan dag. Undir kvöld fóru veiðmenn dagsins heim þreyttir en sælir og jrfírleitt með eitthvað í soðið. Margur er knár.. Þessir ítölsku trúðar eru meðal þeirra sem skemmta á sýningum Sirkus Arena Berdino. Sirkus Arena sýn- ir víða um land töframaður og fímleikamenn. Sirkusinn hefur þegar haldið sýn- ingar á Husavík og Akureyri og er um þessar mundir staddur á Hofs- ósi. Þaðan heldur hann til Blöndu- ósar og Borgamess en á föstudag- inn kemur hann til Reykjavíkur þar sem hann verður í eina viku. Frá Reykjavík verður haldið til Keflavíkur og þaðan til Hveragerð- is, Hvolsvallar, Víkur, Hafnar, Breiðdalsvíkur, Eski§arðar, Egils- staða og að endingu verður haldin lokasýning á Seyðisfirði 14. þessa mánaðar. Sirkussinn mun halda tvær sýningar daglega kl. 16 og 20. Eru þeir að fá 'ann Dauft í Grímsá „Það er ekki eins gaman að rekja gang mála nú og eftir opn- una í fyrra þegar 90 laxar veiddust tvo fyrstu dagana. Nú veiddi opn- unarhollið aðeins 12 laxa tvo fyrstu dagana og alls hafa ekki nema um 20 laxar komið á land, en veiðin hófst 16. júní,“ sagði Sturla Guðbjamarson í Fossatúni í samtali við Morgunbiaðið í gær. Að sögn Sturlu er lax genginn upp um alla á, en svo er að sjá sem nokkuð sé síðan laxinn gekk, því hann er ekki nýrunninn og er lagstur. Bjartviðrið og minnkandi vatn hefur síðan valdið því að hann tekur illa. „Þetta er ekki mikið, en einhver siatti þó og sum- ir þeirra mjög vænir, til dæmis í Hörgshylnum undir brúnni, en þetta gengur afar hægt,“ sagði Sturla. Drýgsta veiðin er í Strengj- unum, Lækjarfossi og víðar nærri Fossatúni, en dauft hefur verið á neðsta svæðinu, sem ævinlega er vant að gefa best í vertíðarbyrjun. Þetta er næstum allt vænn lax til þessa, en Sturla sagði í gær, að fyrstu smálaxamir hefðu komið á land síðustu daga, 4—5 stykki og vonandi vissi það á gott. Lifnar yfir Norðurá Um á annað hundrað laxar eru komnir á land úr Norðurá og síðasta holl náði aðeins 18 löxum í blíðviðrinu. Ekki er áin aldeilis laxlaus þrátt fyrir lélegar tökur, 400 laxar eru komnir í gegnum teljarann í Laxfossi og væntanlega hefur eitthvað gengið fram hjá honum að auki og er laxinn nú farinn að veiðast fyrir ofan Glanna, en yfirleitt gerist slíkt ekki svona snemma sumars. Því er til að svara trúlegast, að áin hefur hlýnað vemlega og laxinn því gengið fyrr fram og dreift sér. Sem dæmi um árhita var Þverá hvorki meira né minna en 16 gráð- ur um helgina niðri við Brennu og er það með ólíkindum svona snemma sumars. Við Brennuna voru fyrstu útverðir smálaxa- gangnanna að sýna sig, en þeir tóku illa eins og svo víða á Vestur- landi í blíðunni að undanfömu. í gærmorgun veiddust svo 14 laxar á svæðinu frá Hræsvelg og upp í Laxfoss. Mest grálúsugur smálax. Þetta er því að koma. Haukan kemur til „Þetta er að byija að verða gott núna, það komu fímm ný- runnir boltalaxar á land í morgun og menn sáu mikla fískför upp ána. Haukan opnaði 13. júní og hefur verið bæði köld og skoluð þar til nú,“ sagði Torfi Ásgeirsson í veiðihúsinu við Haukadalsá í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði 30 laxa hafa verið komna á land á hádegi, þar af veiddust 7 laxar fyrsta hálfa dag- inn og því mætti merkja hversu slök veiðin hefði verið þar til í gærmorgun. Allur er laxinn vænn í Haukunni til þessa með einni undantekningu, en einn laxanna vóg aðeins 2 pund. Mikið af aflan- um hefur verið tekinn á maðk, en slatti einnig á flugu, aðallega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.