Morgunblaðið - 23.06.1987, Page 51

Morgunblaðið - 23.06.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 51 Karólína ásamt frænda sinum. Morgunbiaðið/Ámi 90 ára afmæli Karólínu Jóhannsdóttur í Stykkishólmi Stykkishólmi: A90 ára afmæli Karólínu Jó- hannssdóttur í Stykkishólmi, 13.júní, mættu vinir hennar og velunnarar til að samfagna henni. Menn komu víða að, frá Reykjavík og fleiri stöðum. Henni bárust margar góðar gjafir og svo mikið af blómum að einstætt var. Heilt haf af blómum umkringdi hana. Starfssvettvangur Karólínu var allur í Stykkishólmi; þar var hún þjónn meðan kraftar leyfðu. Fyrir sitt góða starf í þágu Stykkis- hólmsbúa ákvað bæjarstjóm Stykkishólms að halda henni veg- legt samsæti á Dvalarheimilinu, þar sem hún nú dvelur. Bæjar- stjórinn og frú voru mætt að samgleðjast góðum borgara og færðu henni gjöf og blóm og kveðju bæjarstjómar. -Ámi. Mazda - ~~~ Bestu kaupin eru hjá okkur! Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu EKTA MAZDA pústkerfi eins og framleiðandinn mœlir meö — þau passa í bílinn. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S.68 12 99. f-í „Dyonysos -öðru nafni Bakkus“, elsta finnanlega málverkið eftir s t g r Steingrímur St.Th.Sigurðsson, listmálari, hélt 62. einkasýningu sína í Eden í Hveragerði nú í júní. Steingrímur hefur málað frá unga aldri, en stundað málaralistina sem atvinnumensku undanfarin 21 ár. Sýninguna í Eden tileinkaði hann „undanförnum sjö góðum ámm í Íífi sínu“. Af því tilefni hefur hann látið gera eftirprentun af elsta málverkinu sem varðaveist hefur eftir hann. Það er olíumálverk sem hann nefnir „Dionysos- öðm nafni Bakkus", málað haustið 1948. „Það er góður kunningi minn, Jón Guðjónsson rafvirkjameistari á Veðurstofunni sem á frummyndina og gaf mér leyfi til að láta gera eftirprentun af henni“ sagði Steingrímur. Myndin er gefín út í 150 tölusettum eintökum, litgreind í Odda og er prentuð í fullri stærð, 14 x 15 cm. „Þegar ég málaði þessa mynd hafði ég um skeið verið blaðamaður á Tímanum og leigði hjá Guðrúnu, systur Davíðs skálds. að Fjölnisvegi 7, í tveimur þakherbergjum. Vorið 48 kom ég heim frá Englandi, en þar hafði ég talsvert fengist við að mála. A þessum ámm hafði ég enn ekki ákveðið að gera málaralistina að lífsstarfi og fór með þetta eins og mannsmorð“, sagði Steingrímur. Myndin, „Dionysos-öðm nafni Bakkus" er olíumálverk, málað á olíuborinn papír. „Sumir hafa viljað sjá í því mexíkönsk áhrif, en ég lít fýrst og fremst á það sem persónu- lega tjáningu með táknrænu ívafi. Það má etv. segja að efniviðurinn, vínguðinn, tengist þessum sjö ára áfanga í lífi mínu, þó það hafí á sínum tíma fyrst og fremst verið fantasía um stóran þátt í lífinu." Steingrímur sagði að sýningin í Hveragerði hefði gengið yfirmáta vel. „Það er ekki síður ástæða til að minnast andlegra áfanga í lífí sínu en líkamlegra; stundum fer hvort tveggja saman,“ sagði málar- inn að lokum. AUK hl. 3.157/SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.