Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 291. tbl. 76. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988___________________________________Prentsmiðja Morgitnblaðsins Ný samtök í Póllandi: Stíftii yfirvalda leiðir til ofbeldis Varsjá. Reuter. NÝSTOPNUÐ stjórnmálasamtök ýmissa stjórnarandstæöinga í Póllandi vara stjórnvöld við því að verði framhald á stifiii þeirra gagnvart stjórnarandstæðingum geti afleiðingin orðið ofbeldisalda í landinu. Þetta kom fram í yfírlýsingu samtakanna sem stofhuð voru á sunnu- dag. Formaður þeirra var kjörinn Lech Walesa, leiðtogi hinna bönnuðu verkalýðssamtaka Samstöðu. Nýju samtökin nefnast „Borgara- samtökin" og eru stofnendur 129 talsins, þ. á m. hófsamir félagar úr Samstöðu ásamt ráðgjöfum verka- lýðssamtakanna, kaþólskum menntamönnum, rithöfundum og Eiginkona Olofs Palme: Sá manninn við kvik- myndahúsið Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. LISBETH Palme, eiginkona Olofs heitins Palme, sá manninn, sem nú er í haldi hjá lögreglunni, um kvöldið, nokkru áður en maður hennar var myrtur. Kom þetta fram í sænska sjónvarpinu í gær- kvöld. Sænska sjónvarpið sagði, að við sakbendingu hefði Lisbeth borið kennsl á manninn og sagt, að hún hefði séð hann við kvikmyndahúsið á Sveavágen um kvöldið nokkru áður en maður hennar var skotinn til bana og hún sjálf særð. Ekki vildi hún samt fullyrða, að hann hefði verið sá, sem hleypti skotunum af, enda bar það að í svo skjótri svipan. Sjá einnig „Allt snýst um að...“ á bls. 37. fleiri aðilum. Stofnfundurinn hvatti alla deiluaðila í Póllandi til að lýsa andúð á ofbeldi en átök urðu nýlega milli lögreglumanna og mótmælenda sem réðust á þá fyrmefndu með gijótkasti, táragasi og hvellsprengj- um. Áköfustu stjómarandstæðing- amir, er vilja ekki semja við yfir- völd, tóku ekki þátt í stofnfundi Borgarasamtakanna sem haldinn var í kjallara gamallar kirkju í Varsjá. I yfirlýsingu þeirra segir að stjóm- völd hafí ekkert látið undan þá þrjá mánuði sem reynt hefur verið bak við tjöldin að semja um lögleiðingu Samstöðu, er bönnuð var 1981. Hætta sé á því að ofbeldi verði svar- að með ofbeldi. Gert er ráð fyrir því að miðstjóm kommúnistaflokksins, sem fundar í dag, þriðjudag, og á morgun, muni marka ákveðna stefnu í viðræðunum við stjómarandstæðinga. akan Miklir kuldar em nú á jarðskjálftasvæð- unum í Sovét-Arm- eníu og hefur veður- farið enn aukið á þjáningar fólks þar. Að sögn Níkolajs Ryzhkovs, forsætis- ráðherra Sovétríkj- anna og aðalstjóm- anda hjálparaðgerð- anna, eru 514 þús- und manns heimilis- lausir eftir náttúru- hamfarimar en ekki er enn vitað með vissu hve margir fómst. Á myndinni sést maður reyna að taka gröf í kirkju- garði borgarinnar Lenínakans en hak- inn vifinur illa á freðnum jarðvegin- um. Sjá einnig bls. 36 : „Endurreisn hafín__“ Reuter Ný samsteypustjórn Likúds og Verkamannaflokksins í ísrael; Samkomulag við Arafat kemur alls ekki til greina Tekin 00 g0 0 grofi Lenín- Reuter Gandhi íKína Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Indlands, kannar hér heiðurs- vörð kínverskra hermanna við komu sína til Peking í gær. Gandhi sagðist vona að opinber heimsókn hans, sem stendur í fímm daga, myndi marka tíma- mót í samskiptum ríkjanna, en þau hafa átt í landamæradeil- um síðan styijöld braust út á milli j)$irra árið 1962. Sjá ennfrenyir bls. 37:„ Verður endLbundinn...?" Jerúsalem, Washington. Reuter. Stjórnarflokkarnir í ísrael, Likúd og Verkamannaflokkurinn, náðu i gær samkomulagi um að halda áfram stjórnarsamstarfí. Yitzhak Shamir, leiðtogi hægri flokksins Likúds, verður áfram forsætisráðherra en Shimon Per- es, formaður Verkamannaflokks- ins, sem gegnt hefur embætti ut- anrikisráðherra síðustu tvö árin, tekur við fíármálunum. í stjórnar- sáttmálanum er kveðið á um leyfi fyrir átta nýjum byggðum fsrael- skra landnema á herteknu svæð- unum sem ísraelsstjórn hefur ver- ið harðlega gagnrýnd fyrir, m.a. af Bandaríkjastjórn. Landnemabyggðimar, sem Verka- mannaflokkurinn er andvígur, voru erfiðasti ásteytingarsteinninn í við- ræðum flokkanna ásamt þeirri kröfu Peresar að flokkur hans fengi for- mennsku í hinni valdamiklu fjár- hagsnefnd Knessets, þings ísraels. Likúd vildi leyfa 40 landnemabyggð- ir en Peres sættist á átta gegn því að fá völdin í fjárhagsnefnd þingsins. Einn af samningamönnum Likúds, Moshe Katzav, sagði fréttamönnum að sú ákvörðun Bandarfkjastjómar í síðustu viku, að hefja viðræður við Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, þrátt fyrir andstöðu ísraela, hefði orðið til að hvetja stóm flokkana tvo til að semja aftur sín í milli fremur en að mynda veika stjóm með ein- hveijum hinna mörgu smáflokka þingsins. Einn af ráðherrum Likúd, Yitzhak Modai, skýrði frá því að stefna nýju stjómarinnar gagnvart PLO yrði ein- faldlega sú að neita öllum viðræðum við samtökin og jafnframt að upp- reisn Palestínumanna á hemumdu svæðunum yrði brotin á bak aftur. ísrael myndi aldrei sætta sig við sér- stakt ríki Palestínumanna. Tveir af sitjandi ráðhermm Verka- mannaflokksins, Ezer Weizman og Mordechai Gur, hafa lýst sig fylgj- andi viðræðum við PLO. Peres sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að hann væri reiðubúinn að ræða við hvem þann Palestínumann sem ekki stundaði hryðjuverk og skipti fortíðin engu máli. „Ég hef ákveðnar efa- semdir varðandi hr. Arafat," sagði Peres en vildi ekki vísa mögulegum viðræðum við PLO-leiðtogann á bug. Sjá ennfremur bls. 36: „Ríki Palestínumanna ...“ Bretland: „Tö£rakúlur“ eyða krabbameini London. Reuter. BRESKIR vísindamenn skýrðu frá þvf fyrir helgi, að þeir hefðu ' náð miklum og merkum árangri í meðhöndlun krabbameins. Fólst hann í því að beina mótefiium, svokölluðum „töfrakúlum", að krabba- meinsfrumum. Vísindamennimir, sem starfa við Sameindalíffræðistofnunina í Cam- bridge, segja í grein í læknatímarit- inu The Lancet, að 67 ára gamall uppgjafaprófessor og kona, sem þjáðust af hvítblæði, hafi nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi. „Við fullyrðum ekki, að þau séu albata en við eyddum öllum krabba- meinsfrumum, sem við gátum fundið. Það er ekki lítill árangur," sagði einn vísindamannanna, dr. Mike Clarke. Einræktuðum mótefnum, töfra- kúlum eins og þau em kölluð, er unnt að beina gegn bakteríum, veimm og krabbameinsfrumum en hingað til hefur sá hængur verið á, að mótefnin hafa verið unnin úr músum og mannslíkaminn hefur hafnað þeim. Nú hefur vísinda- mönnunum hins vegar tekist að komast yfir þennan þröskuld með því að blanda saman mótefnum úr mönnum og rottum og við þau hefur mannslíkaminn ekkert að athuga. Bresku vísindamennimir kváð- ust bjartsýnir á, að þessi aðferð gæti komið að góðu gagni þegar líkaminn hafnar ígræddum líffær- um og einnig við liðagikt, heila- og mænusigg (ms-sjúkdóm) og sykursýki í ungu fólki. Töfrakúlumar vinna í raun þannig, að þær auðvelda ónæmi- skerfi líkamans að greina krabba- meinsfmmumar og eyða þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.