Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 57 Skipan og verksvið umhverfisráðimeytis eftirSigrunu Helgadóttur Umhverfísmál eru stór og viða- mikill málaflokkur sem nauðsyn- legt er að skipi verðugan sess í stjómkerfí landsins. Umhverfísmál á íslandi falla að einhveiju leyti undir flest öll ráðu- neytin. Afleiðingin er óstjóm og skömn. Það hefur lengi verið að- kallandi að sameina öll verkefni á sviði umhverfismála undir eitt ráðuneyti til að tryggja virka og hagkvæma stjómun og markvissa umhverfísvemd. Rúmlega áratugur er síðan fyrst var lagt fram á þingi frumvarp til laga um umhverfísmál og síðan hafa margsinnis verið samin frum- vörp um það efni, en án árangurs. Það sem helst hefur komið í veg fyrir samræmda stjóm umhverfis- mála í einu ráðuneyti er afstaða embættismanna sem ekki hafa vilj- að missa spæni úr sínum öskum. Þeir telja gjaman að aðrar stofnan- ir en þeirra eigin eigi að flytjast undir umhverfísráðuneyti en hjá eigin stofnunum hafa þeir ekki viljað breyta neinu. Þessi tregða embættismanna hefur valdið því, að í þeim tillögum sem hingað til hafa verið settar fram um skipan umhverfísmála hefur stjómun stærstu og mikilvægustu náttúru- auðlinda landsins verið haldið utan umhverfisráðuneytis. Stefiia Kvennalistans í stjómarmyndunarviðræðum vorið 1987 setti Kvennalistinn það m.a. að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjóm að stofnað yrði sérstakt ráðuneyti fyrir þátttöku í ríkis- stjóm að stofnað yrði sérstakt ráðuneyti umhverfismála. Þár var fyrst og fremst gert ráð fyrir til- flutningi stofnana frá öðrum ráðu- neytum til ráðuneytis umhverfís- mála. Stefna Kvennalistans er, að undir umhverfísráðuneyti eigi að vera allar þær stofnanir sem hafa með að gera rannsóknir og stjóm náttúruauðlinda íslands, náttúru- vemd, umhverfisfræðslu, skipu- lagsmál, mengunarvamir og öll alþjóðleg samskipti á sviði um- hverfismála. Mjög mikilvægt er, að aðskilja mat á og eftirlit með auðlindum landsins annars vegar og hagnýt- ingu auðlindanna hins vegar. Hið síðamefnda á heima í ráðuneyti- (-um) atvinnumála, en hið fyrr- nefnda í sérstöku ráðuneyti um- hverfismála. Á þann hátt verður umfjöllun og ákvarðanataka um nýtingu auðlindanna opin og síður hætta á hagsmunatengslum við eftirlit. Með þetta markmið að leiðar- ljósi er hér sett fram tillaga að skipan umhverfisráðuneytis í fímm deildum, lífríkisdeild, jarðefna- og orkudeild, friðlýsinga- og fræðslu- deild, landmælinga- og skipulags- deild og mengunarvamadeild. Lífríkisdeild a) Lffiríki hafsins. Mat á stærð auðlindar og tillögur um stjóm- un, t.d. stærð ákveðinna físki- stofna og mögulega veiði úr þeim. Þetta starf er nú unnið á Hafrannsóknastofnun. b) Lífiríki ferskvatns. Rannsókn- ir á og eftirlit með stofnum ferskvatnsfíska og öðrum lífverum ferskvatns, nú unnið á V eiðimálastofhun. c) Spendýr, fuglar og önnur landdýr. Mat á og eftirlit með stofnstærðum dýra t.d. rjúpu, ref og hreindýmm og tillögur um aðferðir við stjómun stofn- stærða t.d. ef talið er að þurfi að ijölga (t.d. æðarfugli), fækka (rottum), eða vemda (öminn) ákveðnar dýrategund- ir. Enginn einn aðili hefur nú þetta verksvið en það er að hluta til unnið af dýrafræði- deild Náttúrufræðistofiiun- ar, Hafrannsóknastofiiun, (hvalir og selir), menntamála- ráðuneyti (fuglafriðunamefnd og hreindýrafulltrúi) Veiði- stjóraembætti Búnaðarfé- lagsins og hjá meindýraeyð- um sveitarfélaganna. d) Gróður og jarðvegur. Flokk- un og rannsóknir á gróðurlend- um Islands og mat beitarþols. . Gróðurvemd og vinna að endur- heimt fyrri landgæða. Þetta er starfssvið Landgræðslu ríkis- ins, og einnig vinna eftirtaldir aðilar að þessu verkefni að hluta: GrasafræðideOd Nátt- úrufræðistofinunar, Skóg- rækt rikisins, Rannsókna- stofiiun landbúnaðarins og landnýtingarráðunautur Búnaðarfélagsins. Jarðefna- og orkudeild a) Berggrunnur og laus jarð- efiii. Mat og flokkun á námum og eftirlit með nýtingu. b) Ferskvatn, heitt og kalt. Rannsóknir á magni og eftirlit með nýtingu. c) Orkulindir. Rannsóknir á or- kulindum, þ.e. orku á jarðhita- svæðum, í fallvötnum, vindi, sjávarföllum, sól og e.t.v. fl. og tillögur til nýtingar. Þessi störf em nú aðallega unnin hjá Orkustoftiun en einnig hjá jarðfiræðideOd Náttúrufiræði- stofiiunar, Hafrannsókna- stofiiun (setlög í sjó) og Nátt- úruvemdarráði. Friðlýsinga- og fræðsludeild a) Náttúruminjar. Flokkun og skráning náttúruminja og frið- lýsing þeirra til náttúrufriðunar og/eða útivistar. Þetta er nú eitt af meginverkefnum Nátt- uruvemdarráðs. b) Fomleifar. Skráning, rann- sóknir, flokkun og friðlýsing fastra fomleifa. Þetta starf er nú unnið á fomleifadeild Þjóð- minjasafnsins. Á margan hátt eru sambærileg vinnubrögð við skráningu og friðlýsingu fom- leifa og náttúraminja og mikil- vægt að hvorar tveggju séu skráðar og kortlagðar áður en svæðaskipulag er gert. c) Friðlýst svæði. Eftirlit og rekstur friðlýstra svæða í um- sjón ríkisins. Er nú fyrst og fremst unnið af Náttúravemd- arráði, en einnig Þingvalla- nefind og Geysisnefnd. d) Umhverfisfræðsla. Umhverf- isvemd verður ómarkviss og handahófskennd nema almenn- ingur þekki umhverfí sitt, hafí verið fræddur um það og hafí lært að virða það. Umhverfis- fræðsla er hér sett í sömu deiid og umsjón með friðlýstum svæðum vegna þess að slík svæði era góður vettvangur umhverfísfræðslu og Náttúra- vemdarráð er sú ríkisstofnun sem nú hefur helst með að gera fræðslu til almennings um um- hverfsimál og náttúruvemd. Landmælingfa- og skipulagsdeild a) Landmælingar og kortagerð. Loftljósmyndun, grann- og sér- kortagerð. Góð kort eru for- senda góðs skipulags og niður- stöður þeirra náttúrafarskann- ana sem unnar era í öðram deildum ráðuneytisins þurfa að kortleggjast áður en skipulag er gert eða landnýting ákveðin. Þetta er fyrst og fremst það Sigrún Helgadóttir „Núlifandi kynslóðir hafa bæði getu og þekkingn til þess að snúa vörn í sókn til betra mannlífs í sátt við umhverfið. Slík sókn verður að vera mark- viss og skipulögð til þess að skila árangri.“ starf sem nú_er unnið hjá Land- mælingum íslands, en korta- gerð er einnig á Rannsókna- stofimn landbúnaðarins, Orkustofnun og víðar. b) Skipulag. Landskipulag, svæðaskipulag og landnýting- aráætlun. Nú unnið hjá Skipu- lagi ríksins. c) Starfsleyfisveitingar og eft- irlit með mannvirkjagerð. Nú unnið fyrst og fremst hjá Nátt- úravemdarráði og Hollustu- vemd ríkisins. Mengunarvarnadeild a) Mengunarvamir í lofti, láði og legi. Mengun virðir ekki landamæri og berst t.d. úr lofti í jarðveg í vatn og í haf og því eðlilegt að allar mengunarvam- ir og eftirlit með starfsemi sem hefur mengun í för með sér séu undir einni yfírstjóm. Nú er unnið að mengunarvömum hjá mengunarvamadeild Holl- ustuverndar ríkisins, Geisla- vömum ríkisins, Eiturefna- nefiid og Siglingamálastofh- un auk utanríkisráðuneytis- ins sem hefur með að gera mengun frá hemum. b) Endurnýting og endur- vinnsla. Ekki er um að ræða neitt markvisst starf á þessum vettvangi á vegum stjómvalda. Biýnt er að koma á endumýt- ingu flestra hluta og endur- vinnslu þess sem unnt er að endurvinna, og þess vegna er hér sérstaklega tekið fram að það eigi að vera verksvið um- hverfisráðuneytis að gera til- lögur um fyrirkomulag á því sviði. Framkvæmd Eins og fram kemur í ofan- skráðu yfirliti er flest af því, sem kæmi til kasta umhverfisráðuneyt- is, nú þegar unnið á vegum íslenska ríkisins og því er hér ekki gert ráð fyrir „nýju bákni“, heldur fyrst og fremst tilflutningi og sam- ræmingu. Því er þó ekki að leyna, að þörf er á átaki til úrbóta á mörgum sviðum umhverfísmála, en með þeirri skipan mála sem hér er stungið upp á, verður slíkt átak frekar gert en við núverandi að- stæður þar sem þessi mikilvægi málaflokkur er sem homreka í flestum ráðunejrtum. Einnig ætti það að vera mun hagkvæmara að sambærileg störf séu unnin undir einni stjóm en ekki dreifð um allt stjómkerfíð, eins og nú á sér stað t.d. hvað varðar mengunarvamir. Sú skipulagsbreyting sem hér um ræðir er eftirfarandi: Hafrann- sóknastofnun flyst úr sjávarút- vegsráðuneyti en skiptist á milli deilda númer Ia, Ib, og Ila í ráðu- neyti umhverfísmála hér að ofan. Veiðimálastoftiun flyst frá land- búnaðarráðuneyti. Rannsóknastarfsemi Náttúra- fræðistofnunar flyst öll undir um- hverfísráðuneyti (safnið yrði áfram undir menntamálaráðuneyti), en skiptist þar á milli deilda Ic, Id og Ila. Deild sjávarspendýra hjá Haf- rannsóknastofnun og Veiðistjóra- embættið sameinast dýrafræði- deild Náttúrafræðistofnunar undir deild Ic í hinu nýja ráðuneyti og þangað fara líka hreindýraeftirlit og starfsemi fuglafriðunamefndar. Landgræðsla ríkisins flyst öll undir ráðuneyti umhverfísmála, þá deild þess sem hefur með að gera gróður og jarðvegseftirlit og hefur númerið Id hér að ofan. Það sam- einast Landgræðslunni grasa- fræðideild Náttúrafræðistoftiunar, mestur hluti Skógræktar ríkisins, nokkuð af starfsemi Rannsókna- stoftiunar landbúnaðarins t.d. gróðurkortagerðin og landnýting- arráðunautur Búnaðarfélagsins. Orkustofnun flyst frá iðnaðar- ráðuneyti og er meginuppistaða í jarðefna- og orkudeild hins nýja ráðuneytis. Náttúravemdarráð flyst frá menntamálaráðuneyti en starfsemi þess skiptist á milli deilda númer na, Illa, HIc, Illd og IVc. Umsjón með rannsóknum og skráningu fastra fomleifa flyst undir um- hverfisráðuneyti, en önnur starf- semi Þjóðminjasafns er áfram und- ir menntamálaráðuneyti. Þingvallanefnd og Geysisnefnd era lagðar niður en stjómun þess- ara svæða sem og annarra frið- lýstra svæði fellur undir deild IIIc. Landmælingar íslands flytjast frá samgönguráðuneyti og Skipu- lag ríkisins frá félagsmálaráðu- neyti. Eiturefnanefnd er lögð niður en starfsemi hennar sett undir Meng- unarvamadeild, þ.e. deild með númerið Va hér að ofan, en þang- að flytjast líka mengunarvama- deildir Hollustuvemdar ríkisins og Siglingamálastofnunar og Geisla- vamir ríkisins, og þessi deild um- hverfisráðuneytis tekur líka að sér samskipti við erlenda aðila varð- andi mengun, sem utanríkisráðu- neytið hefur haft með að gera. Augljóst er að slíkar breytingar á stjómkerfínu sem hér er stungið upp á verða ekki gerðar í einu vetfangi. Á undanfömum áram hefur verið unnið að tillögum um breytingar á íslenska stjómkefinu og einnig hefur verið keypt aukið húsnæði fyrir stjómarráðið og ríkisstofnanir. Sú starfsemi og þær stofnanir og deildir sem hér hafa verið upp taldar má flytja í um- hverfisráðuneyti á sama hátt og Hagstofunni er skákað á milli ráðuneyta við stjómarmyndun. Einnig þyrftu þær að vera undir sama þaki eða a.m.k. nálægt hver annarri til að greiða fyrir samnýt- ingu aðstöðu og samvinnu á milli þeirra. Þegar svo væri komið þætti sameining stofnana sem nú heyra undir mörg ráðuneyti sjálfsögð. Virðingarleysi manna fyrir náttúranni birtist m.a. í ofnýtingu auðlinda, eyðingu gróðurs, útrým- ingu dýrategunda, mengun og öðr- um náttúraspjöllum og ógnar nú tilvist okkar. Núlifandi kynslóðir hafa bæði getu og þekkingu til þess að snúa vöm í sókn til betra mannlífs í sátt við umhverfíð. S15k sókn verður að vera markviss og skipulögð til þess að skila árangri. Að því miðar sú endurskipulagning umhverfísmála sem hér hefur verið lýst. Höfimdur er líBrœðingur með framhaldsnám í stjórnun náttúru- auðlinda. Hún ernú starfskona þingkvenna Kvennalistans. G Idhúshornið Suðurlandsbraut 20 Cirni 91 - 84090 Lundia Jólagjöfin! rm Kr. 6.950,- Lundia járnhillur í bílskúrinn, geymsluna og á lagerinn. Samsetningarmöguleikar Lundia hillna eru óendanlegir. Fáið senda mynda- og verðlista. Lundiá Sundaborg 7 - Sími 680922 HVÍTI PUNKTURINN TRYGGER GÆÐIN Helstu útsölustaðir í Reykjavík: Penninn, Austurstræti, Hallarmúla, Kringlunni Griffill, Síðumúla MEBA, Kringlunni Mál og Menning, Laugaveg, Síðumúla Bókabúð Eymundsen, Austurstræti Qóð cjjöfr sem gleður SHEAFFER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.