Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 „Rétt að menn haldi vöku sinni“ Rætt við Hrafii og Illuga Jökulssyni, höfunda bókar um íslenska nasista Orðið nasisti hefur, eftir hörmungar stríðsáranna, enn afar óþægilegan hljóm í eyrum fólks sem eitthvert veður hefur á annað borð af þeim ógnarverkum sem nasistar stóðu fyrir, hvar sem þeir drápu niður fæti í stjórnartíð sinni. Af þessum sökum er ekki laust við að það fari um fólk þegar það ber augum forsíðu nýrrar bókar sem bókaútgáfán Tákn sendir frá sér fyrir þessi jól. Íslensk- ir nasistar heitir bókin, skrifuð af bræðrunum Hrafiii og Dluga Jökulssonum. Milli nafna þeirra á forsíðunni trónir sjálfur „foringinn“, Adolf Hitler, og fyrir neðan er mynd af glaðbeittum íslenskum æskumönnum í nasista- búningum og ungri stúlku sem heilsar með hyllingar- kveðju nasista. Einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu átti blaðamaður tal við höfunda bókarinnar íslenskir nasistar. Þeir bræður Hrafn og Illugi unnu þessa bók i félagi og sögðu að þeir hefðu haft þann háttinn á að vinna heimildavinnu saman jöfnum höndum en þegár kom að úrvinnslu gagna og ritun bókarinnar skiptu þeir með sér verkum og skrifuðu kaflana til skiptis. Þeir sögðu að það hefði frá upphafí verið stefha þeirra að hafa bókina í léttum frásagn- arstíl og gera hana sem aðgengi- legasta aflestrar svo þeir sem litla þekkingu hefðu á efninu gætu haft af henni full not. Heimildaskrá er engin með þess- ari bók og sögðust höfundar hafa sætt nokkurri gagnrýni fyrir það. Hins vegar hefði það verið í hæsta máta erfítt viðureignar að útbúa slíka skrá þar sem fjöldi heimildarmanna vildi ekki fyrir nokkum mun láta nafns síns getið. Þar sem vitnað er i blöð eða bækur er þess hins vegar í flestum tilvikum getið hver heim- ildin er. „Við erum enda ekki að skrifa fyrir sagnfræðinga heldur fyrir upplýstan almenning," sögðu þeir. Blaðamaður spurði hver átt hafí hugmyndina að útgáfu þess- arar bókar. Illugi svaraði því til að forráðamenn bókaútgáftmnar Tákns hefðu leitað til þeirra Hrafns með þessa hugmynd. Þeim hefði frá því fyrsta þótt efnið spennandi, því hefðu þeir slegið til. Gagnasöftiun og ritun bókarinnar stóð yfír í nærfellt ár. En hver var afstaða höfunda til þessa viðkvæma efniviðar sem þeir voru þama að fjalla um? „Við leyfðum okkur að hafa skoð- un á efninu," segir Hrafn. „Ég veit ekki hvort sú skoðun má flokkast undir öfgakennda af- stöðu, en alténd leyfðum við okk- ur að hafa skoðun á þessu máli.“ „Ég held að við séum hins vegar ekki að þröngva okkar skoðunum uppá lesendur, við reyndum að rekja söguna eins hlutlaust og okkur var unnt,“ segir Illugi. „Við tókum hins veg- ar þá afstöðu í upphafi að reyna að skrifa léttan og skemmtilegan texta fremur en þurran og fræði- legan. Við teljum sjálfír að það hafí heppnast.“ í bókinni um íslenska nasista eru á þriðja hundrað myndir sem ekki hafa verið birtar áður. Að sögn höfunda gekk fremur vel að ná í þessar myndir. Þeir kom- urrlst m.a yfír albúm með mynd- um sem ungir nasistar tóku af flokksfélögum sínum og einnig var eitthvað um að menn hringdu til höfundanna og byðu fram myndir af kunningjum í nasista- búningum. í nánari frásögn um heimildir sögðu höfundar enn- fremur: „í fyrsta lagi er um að ræða skjöl og bréf sem varða sögu þjóðemisflokksins, þar á meðal einkabréf manna í þessum flokki nasista. Við komumst yfir þau skjöl úr dánarbúi Helga. S. Jónssonar. Annað mál eru svo skjöl utanríkisráðuneytis um af- skipti íslenskra _ stjómvalda af máli íslendings, Ólafs Pétursson- ar, sem var dæmur stríðsglæpa- maður í Noregi. Þessi afskipti hafa aldrei fyrr verið dregin fram í dagsljósið og aldrei verið skýrð. Maður þessi starfaði í leyniþjón- ustu Þjóðverja og kom upp um norska andspymumenn. íslensk stjómvöld fengu hann lausan úr fangelsi. Við áttum ekki að fá að sjá þessi sköl. Við fengum þverlega neitun hjá utanríkis- ráðuneytinu. En við tókum til okkar ráða en höfum hins vegar ákveðið að segja ekki í hveiju þau fólust." En skyldi það vera svo að sum- um mönnum hér á þessu landi þyki ónotalegt að þessi bók kem- ur út, hvað segja höfundar um það? „Það vora mjög margir sem vildu alls ekki að þessi bók kæmi út,“ segir Hrafn. „Þama var ýmist um að ræða þá sem vora í nasistaflokknum íslenska og svo aðstandendur þeirra. Einnig fannst mörgum, sem muna vel þessa tíma, að ástæðulaust væri að rifja þetta upp. Mönnum fínnst sjálfsagt óþægilegt að landar þeirra, aðstandendur eða beinlín- is þeir sjálfir hafí á æskuáranum aðhyllst stefnu sem síðan leiddi til þeirra hörmunga sem flestöli- um era kunnar. Okkur fannst hins vegar að þetta ætti ekki að liggja í þagnargildi, þetta er hluti af okkar nútímasögu, sá hluti hefur ekki verið mikið til um- Qöllunar fram að þessu. Það er ekki hægt að loka augunum fyr- ir því að hér hafí starfað nas- istar." En skyldi nasisminn vera end- anlega dauður á íslandi, skyldu þeir bræður hafa orðið nokkurs vísari í þeim efnum þegar þeir leituðu heimilda í þessa bók? „Það era til menn hér á landi sem enn trúa statt og stöðugt á nasis- mann og dá enn sinn Adolf Hitl- er,“ svarar Ilkigi. „Það er mjög athyglisvert að fá innsýn inn í hugarheim þeirra manna." Hrafn bætir því við að flestir þeirra manna sem voru í forystu íslenska nasistaflokksins hafí aldrei nokkru sinni gert upp þessa fortíð sína. Aldrei um þetta ijallað, aldrei viðurkennt að þeim hafí skjátlast, að þeim hafí orðið á mistök. En þó þetta sé sagt leggur Hrafn áherslu á að þar með er ekki verið að segja að allir þessir menn hafí síðan verið nasistar, því fari auðvitað flarri. „Þeir hafa aðeins dregist með þetta lík í lestinni," segir Hrafn ennfremur. Kommúnistum og jafnaðar- mönnum varð tíðrætt um það á kreppuáranum að íslenskir nas- istar væra allir saman yfístéttar- ungmenni. Ekki vilja höfundar bókarinnar um íslenska nasista samþykkja þetta. „Fyrst þegar Gísli Sigurbjömsson kemur hing- að til lands frá Þýskalandi þá fær hann til liðs við sig menn úr hægri armi Sjálfstæðisflokksins, Hrafh og Illugi Jökulssynir. t.d. miðaldra kaupsýslumenn sem óttuðust uppgang kommúnista sem þá létu mjög að sér kveða," segir Illugi. „En þessir menn duttu síðan út úr nasistaflokkn- um þegar þjóðemishreyfingin klofnaði. Þeir fór þá aftur til síns heima og héldu áfram að starfa í Sjálfstæðisflokknum. Þá tekur við nasistaflokknum hópur ungra manna. Einhveijir þeirra hafa vafalaust verið úr hópi betri borg- ara en upp til hópa vora þetta skólapiltair úr menntaskóla og Háskólanum, en einnig iðnaðar- menn og verkamenn." „Menn verða að athuga það að á þessum áram var pólitíkin mjög heiftug og menn skipuðu sér eindregið í andstæðar fylk- ingar," segir Hrafh. „Einstreng- ingsskapurinn var alveg jafn mikill í flestum tilvikum hjá kommúnistum. Þeir elskuðu sinn Stalín, sem svo reyndist standa Hitler fyllilega jafnfætis í múg- morðum. Sumir menn dáðu Hitler t.d. mjög fyrir það hve harkalega hann barði niður kommúnista og hve vel honum gekk að koma á lögum og reglu. Fjöldi manna telur að lög og regla og skipulag á öllum hlutum sé hið ákjósan- lega stig allra hluta. Menn sem þannig hugsa hafa vafalaust hneygst til fylgis við nasismann." Menn tala um erfíða tíma núna, er hugsanlegt að hér séu að skapast skilyrði fyrir slíka öfgastefnu sem nasisminn var? Ekki vilja þeir Hrafn og Illugi meina að málum sé neitt í líkingu svo komið í þjóðfélagi okkar í dag sem var á kreppuáranum. „Ég held að það þyrfti miklu meiri upplausn til þess að það myndi skapast hér ftjór jarðveg- ur fyrir nasisma,“ segir Illugi. „Hins vegar er rétt að menn haldi vöku sinni," heldur Hrafn áfram og Illugi bætir við: „Það er með hreinum ólíkindum að nasisminn skyldi yfírhöfuð spretta upp á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar með þess- ari frumstæðu hugmyndafræði, í þessu rótgróna menningarríki sem Þýskaland var. Það er hins vegar ekki hægt að slá því föstu að það sem hrinti nasismanum af stað sé dautt. Þó hann spretti varla upp á ný í svipaðri mynd þá getur vafalaust enn verið fyr- ir hendi það sem kom honum á laggimar." Síðast en ekki síst kom fram hjá þeim Hrafni og Illuga að þeir telji sig hafa orðið margs vísari um íslenskt þjóðfélag við samantekt þessarar bókar um íslenska nasista. Þeim fannst að sögn mjög athyglisvert að fræð- ast um þessa tíma og einnig að fylgjast með því hvers konar umræður spretta upp í kjölfar útkomu hennar. „Ótrúlega marg- ir virðast hræddir við að tala opinskátt um þessi mál,“ segir Hrafn. Spumingunni um hvað menn græði á að lesa þessa bók svaraði Illugi á þessaleið: „Menn fræðast væntanlega um þessa liðnu tíma og öðlast vonandi betri skilning á þjóðfélagi því sem við búum við í dag.“ Og Hrafn tekur við: „Þessi bók á að segja meiri sögu en af einum litlum flokki sem lifði og dó á fímm áram fjórða áratugarins." Lokaorðin á Illugi: „Þó íslenski nasistaflokk- urinn hafí verið lítill og smár og mjög margir tekið þátt í starfí hans af ástæðum sem helst má jafna við bemskubrek, þá störf- uðu samt innan vébanda þessa flokks menn sem ástæða er til að þakka fyrir að aldrei komust til neinna áhrifa í íslensku þjóð- félagi." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Jólabókin í ár eftir Sigvrbjöm Þorkelsson Nú líður að jólum rétt eina ferð- ina. Jólabókaflóðið stendur sem hæst. Bókin virðist ætla að halda velli þrátt fyrir allt. Það er ein bók sem flestir eiga en er lítið lesin. Það er Biblían, sú bók sem segir okkur frá hinum sanna jólafognuði þegar Guð gerð- ist maður og kom í syni sínum Jesú Kristi til að bjóða okkur að sættast við sig. Biblíuna er auðvelt að fá keypta ef einhver skyldi nú vera svo óheppinn að eiga hana ekki. Gídeonfélagar á íslandi hafa síðan 1954 gefíð skólabömum ein- tak af Nýja testamentinu þá 12 ára bömum en nú 10 ára. Því ættu langflestir íslendingar á aldrinum 10 ára til 46 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf frá Gíde- onfélögum. Þetta gera um 145.000 eintök sem þýðir að Nýja testa- mentið ætti að hafa komið inn á langflest íslensk heimili. Nýja testamentið eða Biblían segir okkur sannleikann um okkur sjálf og það sem meira er hún seg- ir okkur sannleikann um Guð og son hans Jesú Krist sem við fögnum á hveijum jólum, eða hvað? Gideonfélagar koma einnig fyrir Biblíum eða Nýja testamentinu við hvert sjúkrarúm, við rúm aldraðra á elli heimilum, inni á hótelherbergj- um og inni í fangaklefum. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hafí eilíft líf. Guð Sigurbjörn Þorkelsson sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur til að heim- urinn skyldi frelsast fyrir hann.“ Jóh. 3. 16-17. Hvers vegna ekki að prófa að taka jólin alvarlega? Hvar er Nýja testamentið sem Gídeonfélagar gáfu þér? Hvemig væri að leita að því, dusta rikið af því og lesa í því um jólin og leyfa þannig Guði að tala til þín í þeirri helgu hátíð sem jólin eru. Lestu með opnum og já- kvæðum huga og með bæn í hjarta. Misstu ekki af því hvað okkur er boðað á jólunum. „Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hveiju tvíeggj- uðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans." Hebr. 4:12. Geram hina sönnu jólabók, þ.e.a.s. bók bókanna, að jólabókinni í ár. Fæstir þurfa að kaupa sér hana, aðeins að finna hana í bóka- hillunni. „í upphafí var Orðið og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir urðu til fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er. í honum var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því. Heimurinn var til orðinn fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar en hans eigin menn tóku ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs böm, þeim er trúa á nafn hans. Og orðið varð hold og hann bjó með oss fullur náðar og sannleika." (Tekið úr 1. kafla Jo- hannesarguðspjalls.) Guð gefi okkur íslendingum gleðileg og sönn jól. Höíuadur er framkvæmdastjóri Gídeonfélagains á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.