Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 30
30 peor flUflM'SP'ín f>Q íTTrnAfnTT.mfltJ fTICTAJHMTTiDÍTOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 7 Messað í tílefni bókar eftirÁsgeir Jakobsson Mér er skylt að geta lítillar bókar en snotrar, sem er einhvers staðar á reki í jólastraumnum. Þessa litlu bók, sem Högni Torfason fyrrum ritstjóri hefur tekið saman með ágætum, er um iðnað sem átt hefur í hinu mesta brasi, og aðeins þrjú fyrirtæki sem geta státað af langlífí en fjöldi hlotið bráðan dauða, eða dregist upp úr vesöld á nokkrum árum. Það er ekki á allra færi að skrifa skemmtilega bók um niðursuðu físks á dósir, en Högni gerir bókina læsilega með líflegum og góðum penna sínum. Hann byggir bókina að stórum hluta á viðtölum við skil- góða brautryðjendur en lætur fylgja eigin sögulega umfjöllun. Viðtöl heyra undir fagurbókmenntir þau beztu, en rusl þau lökustu, en einn- ig geta viðtöl verið hin bezta sagn- fræði, ef sögumaðurinn er skil- merkilegur og höfundur klæðir einkafrásögn hans almennum sögu- legum staðreyndum. Högni kann til verka, enda langa æfíngu að baki. Við íslendingar höfum misjafna reynslu af iðnaði. Á kreppuárunum var reynt að efla innlendan iðnað í þeirri sjálfsþurftarhugsjón, ásamt atvinnubótanauðsyn, sem menn lifðu þá í. Þær tilraunir þróuðust undir vemdarhöftum, og þau stóðu nær óslitið fram að svonefndri „við- reisn“, Flest var af vanefnum gert, fjármágn ónógt, svo og kunnáttan og iðnaðarvörur okkar urðu marg- falt dýrari en innfluttar og gæðin minni. Iðnaður, sem þróast hafði með þessum hætti, var náttúrlega van- búinn til að mæta samkeppni. Hann þurfti aukna kunnáttu, stóraukið fjármagn og endurskipulagningu. í uppbyggingu eftirstríðsáranna beindust kraftamir að hraðfrysting- unni, hún var nógu stórfelld vinnsluaðferð til geymslu á okkar mikla afla og flökunin létti fískinn í flutningi. Hraðfrystivinnslan náði ekki því stigi að geta kallast iðnaður, hún bætti ekki „hráefnið", það fremur versnaði, og breytti því ekki í aðra vöm. Auðvitað er fískur ekki hrá- efni. Atama er ljóta tuggan: „Frystihúsin vantar hráefni“, í stað „físk til vinnslu". Nú mun loks upp tekið af sumum fyrirtækjum að auka og breyta þessari vinnslu í iðnað hérlendis, en hingað til hefur iðnaðarstig vinnslunnar verið í markaðslandinu og þar með ágóða- stigið í vinnslunni. Rekstur frysti- húsanna f Englandi er spor afturá- bak f þeirri æskilegu þróun, að físk- ur sé fullunnin hérlendis til sölu í verzlunum í markaðslandinu. Verksmiðjur, sem milliliður milli frystihúsa hérlendis og verzlana í markaðslandi getur verið nauðsyn í Bandaríkjunum, en ekki í næstu löndum. Það er einhver meinloka í rekstri frystihúsanna í Grímsbæ, og að auki þröskuldur sem erfítt er að stíga yfír, hinn mikli kostnað- ur hérlendis. Lagmetisvinnslan er iðnaður, og hún skapar mikla atvinnu og fram- leiðir vöm, sem á að geta skilað verzlunarágóða, við emm ekki þar í vinnslupuði, eins og í frysting- unni, fyrir aðra til að hella út á sósunni eða bæta kryddi í og taka þar allan ágóðann. Vegna miklu meiri afkasta í veið- um en vinnslu og fólk vill að auki borga sérstaklega fyrir ferskleika físks, er haglegt tap á allri vinnslu físks, ef það fæst að selja hann upp úr sjó á réttu markaðsverði., en það er líka dýrt að hafa fólk atvinnu- laust og þó gefur næstbesta raunina að vinna fiskinn á borð neytend- anna. Það er tímabært að leggja meiri áherzlu á lagmetisiðnaðinn en gert hefur verið, en það er meira að gera en segja það, að koma íslenzkum iðnaði í samkeppnisað- stöðu á erlendum mörkuðum. ís- lenzkur iðnaður getur ekki bjargað sér með yfirburða afköstum, eins og fískveiðamar hafa lafað á. Svo dæmi sé nefnt bjargast naumlega rekstur togara hér á 5 þús. tonna ársafla, en togari í samkeppnislandi kemur vel út með 2.500 tonn. í íslenzkum iðnaði er ekki að búast við nema í bezta falli álíka afköstum og í samkeppnislandi. Það eru mörg ljón á veginum, en það stærsta eru stjómvöld, sem vita sér það til vinsælda að leyfa almenningi að borga útflutningsat- vinnuveginum gjaldeyri sinn með Ásgeir Jakobsson Bók Högna Torfasonar, Saga Lagmetisiðnaðar- ins, er tímabær bók og að henni mikill fengur í umræðuna um aukna vinnslu fisks hérlendis. fölskum krónum. „Það þýðir ekki að leiðrétta gengið,“ segja stjóm- völdin, „allur kostnaður eykst jafn- harðan innanlands og þar með verð- bólgan." Þetta er rétt. Síðan á dög- um viðreisnarstjómarinnar hafa stjómvöld ekki haft mannskap til að leiðrétta gengi og um leið koma í veg fyrir að gengisleiðrétting eyddist jafnharðan á verðbólgubál- inu. Til að bjarga málum, þegar út- flutningsatvinnuvegurinn er að stöðvast, undir fölsku krónunni, er gripið til svonefndrar millifærsluað- ferðar, sem líka má kalla vasaað- ferðina, fært úr einum vasa þegn- anna í annan. Þessi aðferð hefur reynzt vera endaleysa. Þar sem allt hið sama byijar upp aftur og aftur, þar til komið er upp svo flókið kerfí í færslu milli vasa, að það hefur leitt til stöðnunar, skuldasöfnunar, og almennra vandræða. Það er ekki hægt að koma lagi á þjóðarbúskap með falska peninga í umferð, það er margbúið að reyna þá aðferð, og alltaf með sama ár- angri. Islenzka fískholdið gefur mark- aðsmöguleikana umfram aðrá í lag- metisiðnaði. í markaðsmálum er þó við stóra að etja. Þessi iðnaður er háþróaður víða um lönd og markað- ir sem borgað gætu sig eru einmitt í þeim löndum sem fullkomnasta hafa vinnsluna á matvælunum. Mikii verkkunnátta og markaðs- þekking er þvi okkur höfuðnauðsyn. Lagmetisiðja verður að vera fram- tíðaratvinnuvegur. Það leynir sér ekki á bók Högna að fjárskortur til markaðsöflunar ásamt of mikilli dreifíngu kraft- anna, fyrirtæki of smá til að beija sig inn á markaði og lagmetisiðnað- ur því reynt að fara inná sömu braut og fíystihúsin á sínum tíma, að stofna til heildarmarkaðssamtaka. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna vann kraftaverk í markaðsmálum. Sölusamtök íslenzkra fískframleið- enda reyndust einnig vel á kreppu- tímanum. Hættan við þessháttar samtök er svo jafnan sú að þau staðni, af því að öryggissjónarmiðin verði um of ríkjandi. Sé ftmdinn góður mark- aður, er honum haldið með öllum ráðum, en ekki leitað nægjanlega hvort fínnast kunni annar betri. Öryggi umfram allt er skiljanlegt sjónarmið, þegar um stór heildar- samtök er að ræða. íslenzk stjóm- völd, sem eru með fíngur sína í öll- um útflutningi, krefjast fyrst og fremst öryggis. Ef tilraun einstaklinga bregst er strax hrópað: — Það verður að hafa stjóm á þessu. Frjáls samkeppni fær ekki tíma til að sýna kosti sína vegna ríkjandi stjómunaráráttu hériendis. Högni rekur lagmetis- og niður- suðusöguna hérlendis frá upphafí og segir frá frumheijanum, Skotan- um James Ritchie, sem hóf hér nið- ursuðu á laxi 1858 í Borgamesi, en flutti verksmiðjuna síðar upp með Hvítá í nánd við Hvítárvelli. Ritchie rak verksmiðju sína í 18 ár eða til 1876. Með Ritchie vann Hraðastaðir eftir Steinar Guðmundsson Nýlega vakti Sigríður Halldórs- dóttir athygli mína á því í Mbl. að eigendur Hraðastaða í Mosfellsdal hefðu boðið ráðamönnum sveitar- innar Hraðastaðahólinn ásamt hús- um og útihúsum að gjöf í þeim til- gangi að bjarga megi frá gleymsku þeim þætti byggðasögu sveitarinn- ar, sem þarna er að mást út. Seinna sá ég svo í sama blaði greinargerð frá bæjarstjóra Mos- fellsbæjar að gjöf þessari hafí verið hafnað og réðu þar úrslitum at- kvæði yngri kynslóðar þótt sú eldri vildi þiggja. Ég er svo heppinn að hafa sótt . ást mína til landsins upp í Mosfells- dal og tel mig því ekki geta látið skammsýni ungra manna 1 bæjar- stjóm Mosfellsbæjar afskiptalausa þegar þeir af óvitaskap slá á fram- réttar hendur ungs fólks sem býður fram föðurleifð sína sem gjöf til þjóðarinnar svo bjarga megi frá glötun sýnishomi af menningu nán- ustu fortíðar. En þama er vð löglegan meiri- hluta réttkjörinna ráðamanna að eiga og því ekkert við þessu að gera. En tilfínningar mínar vil ég samt láta flakka. Upp á Hraðastaðahólinn kom ég fyrst sem stráklingur á leið í göng- ur. Þar bjó Qallkóngurinn og í mínum'hUga eitthvað meira heldur en venjulegur maður. En það er fleira í Mosfellsdalnum heldur en Hraðastaðir. Þar er Kýrgil, þar sem blindur höfðinginn er sagður hafa falið silfrið áður en hann sló þrælun- um saman og kom þeim fyrir í dý- inu. Þar er Guddulaug með dulinn lækningamátt í hveijum dropa. Þar em Hestbrekkur, þar sem bændur skildu eftir í hafti alla þá hesta sem þeir gátu við sig losað áður en þeir riðu til Alþingis með sitt trúss. Þar er Tröllafoss, sem á í samkeppni við Miklugljúfur í Arisóna um hylli túrista sem baksvið í tilraunum þeirra til að gera hvem annan ódauðlegan með hjálp dýrustu myndavéla. Og svo telja þeir sig þama í niðursveitinni geta komið fram við okkur dalbúa á BörBör- son-vísu. Nei, við verðleggjum hvorki náttúrufegurð né sögu lands- ins. Nú er það okkar að duga eða drepast — okkar dalbúa. Ef boð æskufólksins á Hraðastöðum stend- ur enn, þá ber okkur að taka því. Þetta tækifæri gefst ekki aftur; og svo erum við líka dauðleg — bæði þeir í niðursveitinni og við á sögu- slóðum, en okkur var falið landið og sagan við varðveislu. Dalbúar em það margir, bæði grónir og aðfluttir, að þeim ætti ekki að vera skotaskuld úr því að rotta sig saman og gefa dalnum slnum jafn mörg dagsverk og með þarf til að rikka Hraðastaði upp og girða hólinn og ganga frá setri sem Steinar Guðmundsson „Nú er það okkar að duga eða drepast — okkar dalbúa. Ef boð æskufólksins á Hraða- stöðum stendur enn, þá ber okkur að taka þvi. Þetta tækifæri gefst ekki aftur.“ ekki þyrfti að vera þeim til skamm- ar. Þegar þeir sem til Þingvalla fara komast yfir Ásana neðan dalsins losna augu þeirra við hörmungina sem malarsjúkir Mosfellingar með sveitarstjómina í broddi fylkingar hafa skilið eftir sig allt frá brekku- brún ofan Ullamessins upp undir Helgafell og niður með Varmá og jafn langt sem augað eygir í átt til Esjunnar beggja megin Köldu- kvíslar, án þess að gera svo mikið sem tilraun til að krafsa yfír skömmina. Þar stendur margur fer- fætlingurinn þeim framar. Við skulum því gefa ferðafólkinu dalinn með okkur. Leyfa þeim að sjá að þar býr fólk sem ber virðing- ur fyrir landi og sögu. Fyrst komum við að Tjaldanesi þar sem Egill Skallagrímsson, fyrsti höfðingi dalsins, var heygður. Svo lítum við í áttina til Skammadals þar sem stúlkan villtist með brauðið dýra og gaf okkur forsmekk að því að við emm abyrg fyrir því sem okkur er trúað fyrir. Og hinum megin í dalnum er minningakirkjan sem reist var þar sem pokapresturinn sigraði kirlquvaldið og andinn flaug. Og ekki má gleyma fjós- haugnum við býlið þama undir fell- inu því þar innsigluðu sjálfstæðir dalbúar prókúmrétt sinn frá Guði þegar stela átti klukkunni hans. Nei, við dalbúar megum ekki láta deigan síga, við megum ekki sleppa þessu tækifæri úr greipum okkar. Við eigum ekki dalinn, við eigum bara að gæta hans og skila honum sem heillegustum til þeirra sem á eftir koma. Malarpúkamir eyðilögðu farveg árinnar sem öldum saman var búin að hagræða sér í landslaginu. Hún mglaðist og tmflaðist og mddist niður úr eigin botni uns blessaðar Andrés Fjeldsted og hans sonur Sigurður, reyndi fyrir sér á Eng- landsmarkaði með soðinn óg súrs- aðan lax nokkur eftir aldamót, en ekki gekk það. Þá var það næst, að Pétur H. Bjamason stofnaði nið- ursuðuverksmiðju íslands 1906 vestur á ísafírði. Það gekk allt með sóma hjá Pétri. Hann sauð niður skarkolaflök og sfðar heilagfíski- bollur og fékk útlend heiðursverð- laun á sýningu 1908 í Róm og Berlín sama ár, og 1. verðlaun á Landbúnaðarsýningu í Árósum 1909 og „Niðursuðuverksmiðja ís- lands útnefnd Konunglegur hirð- sali“. í nóv. 1912 brann vömgeymsla verksmiðjunnar og hætti þá Pétur rekstrinum á ísafírði og fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann hélt verksmiðjurekstrinum áfram undir sama nafni og 1914 gekk Tómas Jónsson kjötkaupmaður í félag við hann og ráku þeir verksmiðjuna saman til ársins 1917. í verksmiðj- unni syðra var soðið niður bæði kjöt og fískur og þar gerð tilraun með gaffalbita. Af því að svona vel tókst til hjá Pétri, að reksturinn gekk bærilega og varan viðurkennd sem góð vara, segir Högni það undarlegt að ekki skyldi framhald verða á þessari iðju. Það sýnist ekkert gerast í þessum iðnaði markvert fyrr en Norsaram- ir Símon Olsen og O.G. Syre fóm að stunda rækjuveiðar frá ísafirði 1935, eftir nokkra tilraunaveiði. (fyrst 1924) og stofnuðu 1935 ásamt fleimm hlutafélagið Kampa- lampa hf. til ap setja á fót rækju- verksmiðju á ísafírði. Rækjuverk- smiðja ísafjarðar var eitt af of- beldisverkum Kratanna á ísafírði. Kampalampi h.f. hafði verið stofnaður af einkaaðilum (Syre, Olsen o.fl.), en Kratar réðu bæjar- stjóminni og neituðu um leyfí og lóð og réðust í þetta sjálfír, bæjar- stjómin, sem átti hauk í homi þar sem vom stjómvöld þessa tíma, Kratar og Framsókn og áttu sér pólitíska nefnd, Fiskimálanefnd, sem réð öllum styrkveitingum til nýjunga á þessum tíma í sjávarút- vegi. Kratamir settu náttúrlega verksmiðjuna á hausinn fljótlega. Þeir em óheillafuglar í rekstri. Kratanáttúran að jafna niður á við passar ekki í viðskiptalífínu. Högni fer kurteislega í þessa frá- sögn, en alveg nægjanlega. Þetta var mikið hitamál eins og öll pólitík á ísafírði í þann tíma. Af brautryðj- klappimar undan Gljúfrasteini sögðu hingað og ekki lengra — og við það situr. Laxneslækurinn þótt- ist mega gera eins, hann varð líka að sætta sig við að vera rændur náttúrorennslinu. Og einhveijum spekúlöntum sem héldu að laxaseiði þyrftu ekki á vatni að halda til að alast upp í markaðsvöm tókst að telja sveitarstjóminni trú um ágæti þessarar nýju eldisaðferðar, og með blessun yfírvaldsins var viðkvæm- um gróðrinum síðan flett ofan af Laxnesseymnum, en seyðin sem alast áttu upp á þurru komu auðvit- að aldrei og hið hroðalega landbrot sker saklausan í augu. Gróður er bara gróður og gamalt hús baggi. Einskis virði. Og til að kóróna allar skemmdimar þá sendi sveitar- stjómin stóra jarðvinnsluvél og lét hana tæta sundur eitt sérstæðasta menningartákn síns tíma — kutta Þrætumóann í sundur alveg að ástæðulausu og skilja gapandi sárin eftir, vindinum og veðmm til dund- urs. Og svo er talað um landvemd. Oj bara. Nei, við dalbúar verðum að taka til okkar ráða. en ég veit ekki hvem- ig á að ná okkur saman. Þess vegna skrifa ég þessa grein því Morgun- blaðið, rekst vafalaust á marga sem fínnst taka þvf að sinna einhveiju öðra en sjálfu sér. Tryggjum okkur verkefnið í vetur og heíjumst handa í vor. Með bestu kveðju. Steinar Guðmundsson. Villunni, Minna-Mosfelli. Höfundur er áhugamaður um náttúruvemd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.