Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DÉSEMBER 1988 Að hárri köllun Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Krislján Albertsson: MENN OG MÁLAVEXTIR. Ritgerðasafii. Almenna bókafélagið 1988. Kristján Albertsson skiptir rit- gerðasafni sínu, Mönnum og mál- avöxtum, í þrjá hluta: Manna minni, A víðavangi og Safn til sögu ís- lands. Vel fer á því að safnið skuli hefj- ast á grein vegna aldarafmælis Ein- ars Benediktssonar. Eins og Krist- ján bendir á á engin þjóð bókmennt- um sínum meir að þakka en íslend- ingar: „Öldum saman gat vart heit- ið að til væri í landinu annað inn- lent vald en máttur orðs og anda, lifandi og liðinna manna. Og það vald skar úr þegar örlög þjóðarinn- ar réðust, eftir langvarandi ófamað og niðurlæging, og stefnt var fram til endumýjunar, framfara og frels- is.“ Um Einar Benediktsson skrifar Kristján Albertsson: „Verk Einars Benediktssonar er mesta átak skálds á yngri tímum til þess að styrkja þjóð vora í ást til landsins og í trúnni á gildi sitt og hlutskipti, til að efla anda henn- ar og þor, og beina kröftum hennar að hárri köllun." Að hárri köllun stefnir Kristján Albertsson jafnan í ritgerðum sínum. Það gildir einu hvort hann skrifar um skáld, athafnamenn eða stjómmálamenn. Hann er sífellt að brýna þjóðina að standa sig, ein- staklinga að vanda sig, gera betur. Að sama skapi eru ádrepur hans sprottnar af þörf til að forðast að þegja við því sem rangt er, eins og hann segir sjálfur í Formálsorðum. í grein frá 1932 um ljóðaþýðing- ar Magnúsar Ásgeirssonar og rit- gerðir þýddar af Guðmundi Finn- bogasyni segir Kristján Albertsson að það sem hvað mest hái íslenskri ljóðlist sé „hugmyndafátækt og slit- in yrkisefni“. Ljóðaþýðingar Magn- úsar gætu að hans dómi losað skáld úr fjötrum vanans og komið til leið- ar því sem mikilvægast er: „Að beina hugum skáldanna inn á nýjar brautir og þá ekki hvað síst í form- list, efnisvali og viðhorfí til lífsins." I sömu grein gleðst Kristján jrfír verki Guðmundar Finnbogasonar. Hann segir að ritgerðin sé bók- menntagrein sem nauðsyn sé að nái þroska á íslandi. Til þess að svo mætti verða hefur hann sjálfur lagt mikið af mörkum, bæði fyrr og síðar. Þær ritgerðir Kristjáns Alberts- sonar sem mest unun er að lesa eru ritgerðir hans um fornan og nýjan skáldskap, íslenska tungu, minnis- verða menn og ferðalýsingar. Um Áma Pálsson sem eins og Kristján var snjall ritgerðahöfund- ur, en afkastaði ekki miklu á því sviði, er komist þannig að orði í Mönnum og málavöxtum að ég get ekki stillt mig um að vitna til þess: „Ámi Pálsson átti sitt megingildi í því, hver hann var. Þó hefði hann að ósekju mátt vinna meira en hann gerði, eða svo kann að virðast. En samtíð hans hefði farið mikils á mis, ef hann hefði ekkert gert nema vinna." Umfjöllun Kristjáns um menn sem stóðu honum nærri er í senn nærfærin og á köflum skáldleg. Þetta á við um það sem hann skrif- ar um Thor Jensen og konu hans, Margréti Þorbjörgu. Hann getur einnig í örfáum orðum dregið upp sannfærandi mynd af mikilhæfum vinum sínum, eins og til dæmis minningargreinin um Bjarna Bene- diktsson sýnir svo vel. Kristján Albertsson Víða í Mönnum og málavöxtum víkur Kristján Albertsson að Atóm- stöð Halldórs Laxness sem hann telur bæði smekklausa og ranginda- fulla sögu um ísland nútímans. Jafnvel í Formálsorðum eyðir Kristján heilmiklu púðri í Atómstöð- ina. Þar telur hann allt dálæti á sögunni „yfirnáttúrlegt fyrir- brigði". Atómstöðin er sem kunnugt er ekki gallalaus saga og sem söguleg heimild er hún farsakennd og yfir- drifín, samin í hita baráttunnar. En þáttur organistans og Uglu er með þeim hætti að auðvelt er að skilja hrifningu lesenda. Á þennan veigamikla þátt hefur líka verið lögð rík áhersla í leikgerðum sögunnar, ekki síst hinni sænsku. Að útlend- ingar kalla Atómstöðina Land til sölu gæti aftur á móti verið af pólitískum toga svo framarlega sem sá titill er ekki auglýsingabragð. í Safni til sögu íslands, lokahluta Manna og málavaxta, sem snýst „einkum um íslenska kommún- ismann" eins og komist er að orði í Formálsorðum, kynnast lesendur þeirri list Kristjáns Albertssonar að fjalla um stjórnmál í senn af rök- vísi og þykkjuþunga. Ekki er minnst um vert að greinar Kristjáns þessa efnis, allar úr Morgunblaðinu eins og reyndar meginhluti bókarinnar, eru skrifaðar á góðu og kjarnmiklu máli og ætti það að vera hvatning til þeirra sem skrifa um stjómmál að láta ekki merkið niður falla. Ritgerðir og greinar þarf að vanda eftir föngum og eiga þær sem fram úr skara að fá sérstakan sess á síðum blaða. Með því er best haldið uppi merki manna eins og Kristjáns Albertssonar. Sem betur fer er ritgerðin ekki útdauð bókmenntagrein á íslandi. En bók eins og Menn og málavext- ir getur vakið af dvala, sagt hugs- analetinni stríð á hendur. í gleði og sorg Bókmenntir ErlendurJónsson Hermann Ragnar Stefánsson: STÓRU STUNDIRNAR. 94 bls. Hörpuútgáfan. 1988. Afmæli, brúðkaup, útför — allt eru það stórar stundir í lífínu, hver með sínum hætti. Ekki eru til um það neinar lögskipaðar regl- ur hvemig beri að haga sér við þess konar tækifæri. Hins vegar hafa skapast um það venjur á ár- anna og aldanna rás. Hingað til hefur hver og einn orðið að nema þær með lífsreynslunni, horfa á hvemig aðrir haga sér og reyna að gera eins. Þar til nú að Her- mann Ragnar Stefánsson hefur tekið sér fyrir hendur að lýsa í bók ýmsum venjum sem að þessu lúta. Vafalaust mun hún koma í góðar þarfír. Sumum vex í augum að undirbúa venjulegt gestaboð. Þeim gefur höfundur einnig góð ráð. Að sínu leyti fær svo hinn, sem gestur er í slíku boði, heil- ræði sem að haldi mega koma í því hlutverki sem hann leikur þó það muni tæpast þykja eins vand- meðfarið. Höfundur minnir á það í form- ála að »við lifum á tímum frjáls- lyndis.« Það em vissulega orð að sönnu. En þess ber þá einnig að geta að reglur kunna vera strang- ar á sinn hátt þó þær útheimti hvorki samkvæmisklæðnað né virðuleika. Að vera kumpánlegur getur líka verið vandasamt. Aðal- atriðið er að hver og einn átti sig á hvað við á hveiju sinni. Þessi bók Hermanns Ragnars veitir kannski ekki mikla leiðbeining varðandi hversdagslegu stundim- ar. En hliðsjón má af henni hafa í því sem öðm því allt er þetta samhengi háð, líf jafnt sem leikur. Sumir vilja fínna eitthvert markmið í öllu, helst hagnýtt. Hver er þá tilgangurinn með gestaboði svo dæmi sé tekið? Her: mann Ragnar svarar því svo: »1 fyrsta lagi að blanda geði við fólk, því að maður er manns gaman, og í öðm lagi að gleyma dagsins önn og amstri um stundarsakir í góðra vina hópi.« Sinn er siður í hverju landi, seg- ir máltækið. En ein er sú regla sem Hermann Ragnar leggur áherslu á. Og veitir víst ekki af þegar talað er til íslendinga: »Það er aldrei of vel brýnt fyrir gestum að mæta stundvíslega í gestaboð, þannig að allir gestir komi á sömu fímm mínútunum.« Stundvísi, sem talin er til dygða með öðmm þjóð- Hermann Ragnar Stefánsson um, hefur hingað til flokkast und- ir smámunasemi hér á Fróni! Það er kostur við bók þessa hversu gagnorð hún er. Þama fer ekkert rúm til spillis vegna mála- lenginga. Útgefandi bætir svo um betur með mörgum og glæsilegum litmyndum af fólki, blómum og veisluborðum sem einnig má hafa til leiðbeiningar þegar ætlunin er að efna til samkvæmis. Þess vegna er gaman að blaða í þessari bók, fletta henni, jafnvel aftur og aftur! HAMINGJA Bókmenntir Jenna Jensdóttir Guðjón Sveinsson: Hamingju- blómin. Myndir eftir Pétur Behr- ens. Bókaforlag Odds Björnsson- ar 1988. Hamingjublómin er eins og hljóðlátt ákall þess er skyggnist grannt um í vitskertri veröld og sér þá, að í þrotlausu lífsgæðakapp- hlaupi og argaþrasi daganna er verið að kasta á glæ ýmsum þeim innri verðmætum er gera lífið ham- ingjuríkara og mikilvægara í ein- staklingsvitund og um leið í sam- eign með öðrum. Sterkum myndum er brugðið upp, í byijun sögunnar, af fallegu umhverfí náttúrunnar, þar sem allt er í blóma og flugur, fuglar og físk- ar una sér í tjömum og við tjamir í blómskrúði kringum þær. Út úr þessu umhverfi stígur lítil, falleg stúlka með hamingjublóm í höndum. Hún gengur á vit þorpsbúa í nálægðinni og býður fram blómin sín. Viðtökur þorpsbúa eru misjafn- ar. Hávarður hundraðkall sem á stríðshijáð heimili, þar sem hver óskrar að öðmm, skellir dymm við nef blómastúlkunnar. Fallega frúin, sem vill skrautklæða dætur sínar tvær áður en ráðherrafrúin kemur í heimsókn, lokar íburðarmikla Guðjón Sveinsson heimilinu sínu fyrir blómastúlkunni, og biður hana að „hætta að abbast upp á heiðvirt fólk". Blómastúlkan fer einnig bónleið frá Hafliða hólk- víða og feitu konunni hans. En samhljómur við hamingjuna er ekki með öllu horfínn og það fær litla blómastúlkan að lokum að sjá og reyna. Fallega gerðar litmyndir árétta efni sögunnar. Útgáfan er vönduð. Mótor med 2000 líma kolaendingu =20 ára notkun Þreföld ryksiun =mengunarlaus útblástur 10 lítra pappírspoki =sá stærsti (og er ódýr) Kónískslanga =stíflasl síður, eykur sogaflid stálrör, afbragös sogstykhi, áhaldageymsla loflknúid ttfipasogstyhki med snúningsbursta ftest aukalega Nilfisk ernú meö nýrri enn betri útblásturssíu "Mikro-Static-Filter". Hreinni útblástur en áður hefurþekkst. Þetta ergóð fréttfyrirasma ogofiuemissjúha. jFDnix HÁTÚNI 6ASÍMI (91)24420 NILFISK Nf NILHSK Á KYNNiNGARVERDI 1J-111 1 (stgr. KYNNIN6ARVERD TÍL JÖLfl NÚMEDNfJUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.