Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 36
36_______________________________ Yasser Arafat, leiðtogi PLO: J&M32SQ í)S.5LlíílAtoJ<íiIM .QEiAJSMnPHOM MORGUNBLAÐIÐ, R 20. : '■{ Ríki Palestínumanna verð- ur stofnað ínnan fimm ára Vín, Washington, Abu Dhabi, Lundúnum. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, sagðist í gær telja að stofhað yrði sjálfstætt ríki Palestínu innan fimm ára. Samtökin áforma að skipa útlagastjórn innan tveggja tO þriggja mánaða, að sögn breska dagblaðsins London Times. Salah Khalaf, sem á sæti í framkvæmdastjórn PLO, sagði hins vegar að slíkt væri háð því að efiit yrði til ráðstefiiu um frið í Mið-Austurlöndum. Efnt var til blaðamannafundar að loknum viðræðum Arafats og Franz Vranitzky, kanslara Aust- urríkis, í gær og þegar leiðtogi PLO var spurður hvort ríki Palestínu- manna yrði að veruleika innan fimm ára, svaraði hann brosandi: „Fyrir þann tíma.“ Hann sagði ennfremur að uppreisn Palestínumanna á her- numdu svæðunum, intifada, myndi halda áfram. Arafat ræddi einnig við Alois Mock, utanríkisráðherra Austurrík- is, sem féllst á að fulltrúi PLO í Austurríki yrði gerður að sendi- herra. Austurríska stjórnin, sem viðurkenndi sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna í síðustu viku, áforma að skipa austurríska sendi- herrann í Túnis sem umboðsmann Austurríkis gagnvart PLO. London Times hafði eftir Yasser Abed Rabbo, sem á sæti í fram- kvæmdastjóm PLO, að samtökin hefðu ákveðið að skipa útlagastjórn innan tveggja til þriggja mánaða vegna þess að sjálfstæðisyfirlýsing Palestínumanna hefðu fengið já- kvæðari viðtökur en búist hefði verið við. Um 70 ríki hafa viður- kennt ríki Palestínumanna. Rabbo sagði að fulltrúar ýmissa hópa inn- an samtakanna, svo sem múslima og marxista, fengju sæti í stjóm- inni. Salah Khalaf sagði að slík stjóm yrði mynduð bráðlega kæmi í ljós að verulegur áhugi væri fyrir ráð- stefnu um frið í Mið-Austurlöndum. Hann sagði að viðræður Banda- ríkjamanna og PLO, sem hófust í Túnis á föstudag, væru mikið áfall fyrir ísraela, sem gætu jafnvel tek- Reuter Yasser Arafat ið upp á því að fremja hryðjuverk víðsvegar um heim og skella síðan skuldinni á PLO. Víetnamar draga herí frá Kambódíu Xamat, Víetnam. Bangkok. Reuter. ÞÚSUNDIR víetnamskra her- manna héldu i gær heimleiðis frá Kambódíu, en fyrirhugað er að Víetnamar kveðji 18 þúsund her- menn þaðan í fyrstu lotu, sem lýkur á morgun, miðvikudag. Að sögn útvarpsins í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, er heimkvaðning víetnömsku her- mannanna liður í tilraunum til að stilla til friðar í landinu eftir ófrið í áratug. Um 100 þúsund víetnamskir her- menn voru sendir til Kambódíu á sínum tíma til þess að bola stjóm Rauðu kmeranna frá völdum. Um næstkomandi áramót mun láta nærri að Víetnamar hafi kvatt helming heraflans til baka. Eftir verða þá í Kambódíu um 50 þúsund víetnamskir hermenn. Yfirvöld í Hanoi, höfuðborg Víetnams, hafa fullyrt að þeir verði allir á brott á fyrri hluta ársins 1990. Tugþúsundir Kambódíumanna veifuðu fánum við þjóðvegi og á árbökkum er víetnömsku hermenn- imir héldu heimleiðis. Reuter Hjálpargögnum til skjálftasvæðanna í Armeníu í Sovétríkjunum skipað um borð í þotu suður-kóreska flugfélagsins Korean Air á Kimpo-flugvellinum í Seoul, höfúðborg Suður-Kóreu. Þotan hélt í gær til Moskvu og er fyrsta suður-kóreska flugvélin sem fær leyfí til að lenda i Sovétríkjunum. Flugvéh í er sömu gerðar og sú sem Sovétmenn skutu niður yfir Sakhalín-eyju haustið 1983. Skjálftasvæðin í Armeníu; Endurreisn hafín í Kírovakan Moskvu. Washington. Seoul. Reuter. ENDURBYGGING íbúðarhúsa, sem stóðu jarðskjálftana í Arm- eníu að einhveiju leyti af sér, var hafín í borginni Kírovakan i gær. Sögðu embættismenn, að eftir tvo til þijá daga yrði lokið við að flyfja alla á brott af skjálftasvæðunum er ekki störf- uðu við björgunar- eða endur- reisnarstarf. Um helmingur húsa gjöreyði- lagðist í Kírovakan þar sem rúm- lega 160 þúsund manns bjuggu. Borgin Spítak, þar sem 20 þúsund manns bjuggu, hmndi hins vegar alveg til grunna og hefur Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi heitið því að ný borg verði reist á sama stað. Leit var haldið áfram um helgina en að sögn sovézkra fjölmiðla fannst enginn á lífi. í gær voru liðn- ir 12 dagar frá jarðskjálftunum. Embættismenn sögðu að nú væri talið að 55 þúsund manns hefðu týnt lífi í þeim. Lyf- og önnur hjálpargögn héldu áfram að streyma til skjálftasvæð- anna um helgina. Meðal annars flaug júmbótþota frá suður-kóreska flugfélaginu Korean Air með 42 tonn af lyfjum, teppum, og lækn- ingatækjum til Moskvu í gær. Er það í fyrsta sinn, sem suður-kór- eskri flugvél er leyft að lenda í Sovétríkjunum. Árið 1983 skutu Sovétmenn niður sams konar þotu suður-kóreska flugfélagsins með 269 manns innanborðs er hún villt- ist af leið og flaug yfir Sakhalín- eyju á leið frá New York til Seoul og fórust allir sem um borð voru. Reuter Tíbetar mótmæla íNýju Delhí Tíbetar í Nýju Delhí á Indlandi mótmæltu í gær meintum mann- réttindabrotum Kínveija í Tfbet og báðu Rajiv Gandhi, forsætis- ráðherra Indlands, að taka málið upp við kínverska ráðamenn. Gandhi hélt til Kína í gær og stendur heimsókn hans i fimm daga. Um 200 Tíbetar tóku þátt í mótmælunum í Nýju Delhí. Á myndinni reyna halda nokkrir tíbetskir flóttamenn aftur af reið- um landa sínum. Ungveijaland; Jafiiaðarstefiia Svía og Spánverja áhugaverð Búdapest. Reuter. UNGVERJAR ætla að taka jafnaðarstefiiuna í Svíþjóð og á Spáni sér til fyrirmyndar við endurnýjun síns eigin sósíalisma, að sögn Matyas Szueroes, eins af forystumönnum ungverska kommúnista- flokksins. Szueroes, sem er æðsti ráðamaður flokksins í utanríkismálum, segir í nýjasta hefti vikuritsins Reform, að bæði ungverskt þjóðlíf og kommúni- staflokkurinn verði að gangast undir endurnýjun. „Reynsla Spánverja og Svía vísar okkur veginn í þessu efni; við höfum ævinlega notað okkur reyslu annarra þjóða og flokka,“ sagði hann. Szueroes sagði, að tímabært væri að halda kosningar samkvæmt fjöl- flokkakerfí í Ungveijalandi á næsta ári. Kommúnistaflokkur Ungveija- lands hefur verið allsráðandi í landinu frá því að keppinautar hans um völdin voru útilokaðir síðla á fimmta áratugnum. Noregur: Arne Treholt fær ekki leyfí um jólin Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. „EIGINMAÐUR minn Arne Treholt er lokaður inni eins og dýr. Ég sakna manns míns - leyfíð okkur að halda jól saman utan fangelsismúrana. “ Svo hljóðar bréf sem eiginkona Arne Treholts, sem dæmdur var fyrir njósnir í þágu Sovétmanna árið 1985, sendi Helen Bösterud, dómsmálaráðherra Noregs. Arne Treholt er 46 ára og afþlánar 20 ára fangelsisdóm. Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki veita Treholt jólaleyfi að þessu sinni. „Ame Treholt nýtur forréttinda í fangelsi. Hann tek- ur ijórum til fimm sinnum oftar á móti gestum en aðrir fangar," segir í svari dómsmálaráðuneyt- isins. Á síðasta ári gekk Treholt að eiga Renee Michelle Steele, tvítuga stúlku sem hann kynntist þegar hann sat í Drammen- fangelsinu. Steele er þeirrar skoðunar að leyfa eigi Treholt að vera hjá henni yfír jólin og segir að það myndi bæta líðan þeirra beggja. „Er dómsmála- ráðuneytið virkilega þeirrar skoðunar að öryggi ríkisins sé ógnað ef sýndur er örlítill kær- leiksvottur?" spyr Steele í bréfí sínu til ráðherra. Ame Treholt var handtekinn árið 1984 og dæmdur fyrir njósn- ir ári síðar. 1986 komst upp um áform hans um að flýja til Afrík- uríksins Ghana og síðan hefur hann verið í strangri gæslu. Undanfarin ár hefur hann verið trúnaðarmaður fanga í Ull- ersmo-fangelsinu og hefur oft gagnrýnt aðbúnað í norskum fangelsum á opinberum vett- vangi. Fyrir skömmu settu níu dan- skir stjómmálamenn, með jafn- aðarmanninn Ritt Bjerregaard í broddi fylkingar, fram þá kröfu að Ame Treholt yrði leyft að halda upp á jólin utan fangelsis- múrana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.