Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAQUR 20. DESEMBER 1988 21 Hafrannsóknir hófust jafiisnemma við Is- land og annars staðar Morgunblaðið/Emilía Úr liandriti Jóns lærða. Þarna er sandlægjan, sem átti að vera út- dauð hér laust eftir Krists burð. Jón Jónsson, fiskifræðingur, sýnir þennan hval á mynd, sem birt er í fyrsta sinn í lit í bókinni Hafrann- sóknir við ísland. En það er sami hvalur sem nú kallast gráhvalur og nýlega var verið að bjarga úr vök i Ameríku. Viðtal við dr. Jón Jónsson, fiskifræðing Ekki er ofsögum sagt að ís- lendingar eigi allt sitt undir haf- inu í kring um þessa eyju norður í höfúm og það sem í þvi lifír. Nú er komið út hjá Menningar- sjóði fyrra bindi af verki, sem Jón Jónsson, fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefúr unnið á undanförnum árum, Haf- rannsóknir við ísland. Þótt haf- rannsóknir í nútímaskilningi heQist ekki fyrr en á þremur síðustu áratugum 19. aldar, þá hefúr Jón leitað merkilegra fanga um þetta allt frá því land byggðist og eru fyrstu heimildir frá Snorra Sturlusyni. Þessu bindi lýkur 1937 á rannsóknum Arna Friðrikssonar hjá Fiskifé- lagi íslands 1931-37. Þá er stofii- uð Atvinnudeild Háskóla íslands og þar með fískideild sem rann- sóknimar flytjast til og fara að vaxa og eflast. Fjallar seinna bindið, sem Jón hefúr þegar dregið til efiii, um hafrannsóknir íslendinga síðan. f bókinni sem nú er komin út eru línurit og margar myndir, þar á meðal fyrstu litmyndir úr handrit- um Jóns lærða af hvölum og for- vitnilegt fyrir nútímafólk að þar er komin fyrsta mynd af sandlægju, sem Jón bendir okkur á að sé sami hvalur og gráhvalúrinn sem nýlega var verið að bjarga við mikinn áhuga og fréttaflutning um allari heim. Aftast í bókinni er útdráttur á ensku, atriðisorðalisti og heim- ildalisti. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins kvaðst dr. Jón Jónsson fískifræðingur hafa unnið að þessu verki síðan hann lét af störfum sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar 1984. Hafði lengi haft það á bak við eyrað að nota til þessa síðustu æviár sín, áður en hann „yrði of kalkaður", eins og hann orðaði það. Því greip hann tækifærið þegar breyting varð á stofriuninni með nýjum lögum, sem m.a. gerðu ráð fýrir ráðningu forstjóra til fimm ára og tjáði ráðherra að hann kysi að láta af störfum til að geta helgað sig þessu verki. Til að skrifa bækur i stað þess að skrifa upp á reikn- inga. Jón Jónsson hafði 1954 tekið við af Áma Friðrikssyni, fiskifræð- ingi, sem þá fór til þriggja ára til starfa í Kaupmannahöfn. Átti að leysa hann af á meðan, en Árni var þama til dauðadags og Jón sat uppi með forstjórastarfið í 30 ár. Jafnframt hafði hann umsjón með þorskrannsóknunum þar til Sigfús Schopka fiskifræðingur var kominn til að taka við. „Ég sá mér leik á borði, að breyta um starf og geta tekið til við skrift- ir. Átti þegar eitthvert efni sem ég hafði stungið í skúffu en ekki haft tíma til að sinna," segir Jón. „Heil- margt-hafði verið að gerast hjá stofnuninni á þeim ámm. Við byggðum þetta hús á Skúlagötu 4, eignuðumst 3 rannsóknaskip, þar af tvö nýsmíðuð og svo fór mann- afli vaxandi. Þegar ég tók við af Áma vomm sérfræðingamir Her- mann Einarsson, Unnsteinn Stef- ánsson og ég, en þegar ég hætti vom sérfræðingamir um 50. Svo það var heilmikið verk að byggja þetta allt upp. Útfærsla landhelg- innar var í gangi og líffræðilegan gmndvöll hennar þurfti óspart að nýta í málflutningi okkar. Mér fannst ég eiginlega vera skuld- bundinn því verki að skrifa sögu hafrannsóknanna. Ég er milliliður- Jón Jónsson, fískifræðingur. inn sem brúar bilið milli Áma Frið- rikssonar og ungu mannanna sem tóku við. Eg þekkti Áma vel og hans störf og hann hafði haldið áfram störfum Bjama Sæmunds- sonar. Þannig er ég eiginlega þriðja kynslóðin. Á forstjóraárum mínum við Hafrannsóknastofnun kynnist ég líka flestum þeim erlendu vísindamönnum sem komu við sögu hafrannsókna, enda mikil samvinna okkar í milli. í sjálfa sér er merkileg sú stað- reynd að haf- og fískirannsóknir heflast hér sem vísindagrein jafn- snemma og annar staðar. „Fyrstu mælingar á straumum við landið em gerðar af Carli Irminger, sem skrifaði merka ritgerð um þetta um miðbik síðustu aldar. Hann sýndi fram á það að þessi heiti Norður- Atlantshafsstraumur, sem við köll- um Golfstrauminn, fellur norður með vesturströnd íslands og heldur þaðan suður með austurströnd Grænlands. Hann hafði miklar upp- lýsingar frá íslandsförunum og Grænlandsförunum sem notuðu til mælinga afdrift.skipsins frá einum stað á annan. Síðan fóru Danir að mæla strauma á Fyllu gömlu og sýndu fram á það á 8. áratug síðustu aldar að þessi heiti straum- ur fór vestur og norður með ís- landi. En það var þó íslendingur sem fyrstur manna benti á þetta, Einar Ásmundsson í Nesi. Hann skrifaði 1861 grein í íslending sem svar við fyrirspurn frá Jóni Hjal- talín landlækni um hafísinn við ís- land. Kveðst þar ímynda sér að ein- hver grein af flóastraumnum (Golf- straumnum) kljúfi sig svo, að fyrir vesturlandi liggi straumurinn norð- ur með landinu, og framhald af honum sé straumur sá sem hann nefnir fyrir norðan og austan. „Aft- ur geri ég ráð fyrir að meginhluti flóastraumsins slái sér austur með landinu að sunnan og komi til veg- ar sunnanstraumi í hafinu milli Is- lands og Noregs, en af þessu leiði austanstraum norður í íshafinu og norðurstraum suður með suður- strönd Grænlands.“ Þetta er mjög merkilegt, að Einar bendir á að Golfstraumurinn gangi suður með Austfjörðum 15 árum áður en Dan- ir sýna fram á það með mælingum. Eftir það rekur svo hver leiðangur- inn annan.“ Sandlægjan var ekki útdauð En bókin um hafrannsóknir við ísland teygir sig langt aftur fyrir það er vísindalegar rannsóknir hóf- ust. „Elsta heimildin er úr Snorra Eddu. Þar eru 56 nöfn á fiskum úr fiska- og hvalaþulu sem þá er i til. Hún fylgir sem annex við Eddu. Þar eru alls 60 nöfn, þar af 26 sem notuð eru enn þann dag í dag. Á sama tíma eru þekkt fimm engil- saxnesk fiskanöfn. Öll þau hvala- nöfti sem við notum í dag eru nefnd í þessari hvalaþulu. Einnig fjallar Konungsskuggsjá um miðja 13. öld heilmikið um hvali og hegðun þeirra. Þarna er mikið af merkileg- um upplýsingum. Til dæmis er stærðin á minni hvölunum mjög nákvæm, en stærð stóru hvalanna ráða þeir ekki eins við. Hvað rekur svo annað. Biskupamir Oddur Ein- arsson og Gísli Oddsson skrifa á 16. öld hvor sína bókina um nátt- úru íslands þar sem er að finna upplýsingar um fiska.“ En merkilegasta ritið á 17. öld, sem Jón Jónsson nýtir í bók sinni, er Um íslands aðskiljanlegar nátt- úrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Og notar hann stórmerkilegar lit- myndir úr handriti hans. Frægust er myndin af sandlægju, en frægur bresloir vísindamaður, F.C. Fraser hjá British Museum, sýndi fram á það í ritgerð 1970 að sandlægjan sé það sem nú heitir gráhvalur. Var talið að hann hefði verið veiddur upp á Austur-Atlantshafi laust eftir Krists burð. í Kyrrahafi var hún enn til og hefur nú fjölgað þar. En Baskar voru hér við land við hval- veiðar í byijun 17. aldar og Jón kynntist þeim vel. Teikningamar af hvölum hefur hann fengið hjá þeim. Þessi sandlægja, sem líka er nefnd hjá Snorra, er þá enn til hér á 17. öld þótt allir°haldi að hún sé útdauð. Hjá Jóni lærða er heilmikið af skemmtilegum lýsingum. Halldór Hermannsson gaf út æfisögu Jóns um 1924, en litmyndimar birtast nú í fyrsta sinn. Svo er þama hand- ritið íslands fískifræði eftir hinn fræga Jón Grindvíking, sem ekki hefiir verið birt fyrr. Þar eru skemmtilegar lýsingar. Jón bendir á að þar sé í fyrsta sinni getið um rauðmagakökuna og lýst hrygningu rauðmagans. Hjá þessum tveimur mönnum er sambland af hjátrú, hindurvitnum og vísindalegum at- hugunum. Skúli fógeti lýsir missterkum árgöngum Jón rekur heimildir og athuganir áfram. Nú koma til Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, þá Niel Horrebow og svo fyrsti fiskifræð- ingurinn Olafur Olavius, sem skrif- aði mikið um útgerðarhætti íslend- inga, merkilegar athugasemdir, segir Jón. „Og í lok 18. aldar kem- ur gullpennaritgerð Skúla Magnús- sonar. Sem landfógeti þekkti hann auðvitað vel afla og aflabrögð á þessu tímabili. Um þorskinn segir hann að miklar sveiflur séu á milli- fiski, en það er það sem við köllum nú missterka árganga. ÞeirCkoma fram í millifiskinum, og verður Skúli fyrstur til að lýsa missterkum árgöngum. Færeyski náttúrufræð- ingurinn Nicolaj Mohr, sem sendur var hingað og gaf út bók 1786, hefur mikið af upplýsingum um fiska og lægri dýr og eru myndir frá honum í bókinni. Þá má fínna miklar rannsóknir á fiski í dagbók Sveins Pálssonar. Hann lýsir nýjum tegundum og hefur áhyggjur af þverrandi afla. Ofveiði er ekki byjjuð á þessum tíma, að því er Jón segir. Sveiflur í aflabrögðum hafi stafað af um- komuleysi íslendinga, litlum bát- kænum og misjöfnum veðrum. Það verður ekki fyrr en líða tekur á 19. öldina og byijun þeirrar 20. Ekki er hægt að sanna ofveiði fyrr en á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þá höfðu Bretar byijað togveiðarnar upp úr aldamótum. Hann minnir á að við sögðum í landhelgisdeilunum að ef við fengjum landhelgina í okkar hendur skyldum við stjóma veiðunum svo ekki yrði ofveiði. En ekki liðu nema nokkur ár áður en við vorum farin að veiða allan þann fisk sem áður hafði verið veiddur af öllum. „Það er mikið búið að gera, en verður að halda í höndina á flotanum og stjóma með harðri hendi. Ef flotanum verður gefínn laus taumurinn klárum við fiskinn fljótlega," segir hann. „Ef ekki hefði komið til kvótinn og þessar ströngu reglur væmm við löngu búnir að ofveiða og lítill þorskur eftir." Sem fyrr er sagt, lýkur fyrra bindi af Hafrannsóknum við ísland 1937. Og í semna bindinu, sem Jón Jónsson er að vinna að, fara að koma í ljós áhrif veiðanna á ástand fiskistofnanna. Þar er sagt frá land- helgismálinu þar sem við urðum að afla og tjalda öllum tiltækum gögn- um, uppbyggingu stofnanna, síldar- ævintýrinu og sfldarleitinni, lokun Faxaflóa, sem var upphafið að að- gerðum til varnar stofnunum, en hugmyndin að lokun flóans kom þegar fram á níunda áratug 19. aldar. En það er önnur saga. E.Pá. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, SEM ER BETRIEN ÞAÐ BESTA FRÁ ERLENDUM KEPPINAUTUM Islensku pottarnir og pönnurnar eru nú á yfir 15 þúsund heimilum. Look-pönnurn- ar og pottarnir eru framleiddir úr áli með sérstakri fargsteypuaðferð. Pannan hefur óvið- jafnanlega hitaleiðni. Botninn er þykkur og verpist aldrei. Pottarnir og pönnurnar eru húðuð með níðsterkri húð sem ekki festist við. Húðin er styrkt með ryðfríu stálneti, sem hindrar slit og margfaldar endingu. r jDO COOKWAR <J Jk Yfir 80 útsölustaðir um allt land. Framleitt af Alpan hf., Eyrarbakka. Heildsöludreifing Amaro hf., Akureyri, s. 96-22831. 10 FRABÆRiR TEGUNDIR Steikarpönnur Pottréttapönnur Pottréttapönnur Pottar með loki Skaftpottar með loki Glerlok Glerlok Kína panna (WOK) STÆRÐIR 20, 24, 26, 28, 32 cm 24, 26, 28 cm 27, 28 cm 3, 4, 4.5, 5 lítrar 1.4, 2.1, 2.8 lítrar 16, 18, 20, 24, 26 ,28 ,32 cm 27 cm 30 cm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.