Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 67 SIÐAN Bubbl Morthens og Megas hafa leiklð mikið saman í gegn um árin og tekið upp allmörg lög saman auk þess að koma fram saman á ýmsum tónleikum. Það er þó ekki fyrr en nú fyrir skemmstu sem þeir sendu frá sér plötu sem báðir eru skrifað- ir fyrir, plötuna Bláir draumar. Tónlistin á Bláum draumum stingur í stúf við hefðbundna íslenska poppframleiðslu, án þess þó að vera byltingarkennd. Frekast mætti líkja henni við dægurlög sem leikin eru og út- sett af jasstónlistarmönnum, enda komu við sögu á þlötunni jassararnir Kenneth Knudsen hljómborðsleikari, Jón Páll Bjarnason gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Tórinas R. Einarsson bassaleikari auk aðstoðarmanna sem ekki verða taldir hér. Rokksíðan ræddi við Bubba og Megas í húsi vestur í bæ. Hvernig finnst ykkur Bláir draumar falla inn í dægurlaga- súpuna sem gefin er út fyrir þessi jól? Bubbi: Mér finnst þessi plata aðeins meira en dægurlagaplata og menn eiga eftir að geta tekið þessa plötu fram eftir tíu ár og hlustað á hana aftur. Jassinn og blúsinn halda velli. Hinsvegareru tólftommutöffararnir og áheyr- endur þeirra oft manna fordóma- fyllstir og það kemur því skemmtilega á óvart hve mikið af ungu fólki hefur verið að láta í Ijós hrifningu á plötunni. Megas: Þau viðbrögð segja manni að það er hægt að gera plötu sem á eru sígildar klisjur en ekki þær klisjur sem verið er að hjakka á í „frjálsu" útvarps- stöðvunum, ég vona að þú gleymir ekki gæsalöppunum, og vinna úr þeim tónlist sem getur fallið í kramið, ef fólk fær tæki- færi til að kynnast henni. En platan er matreidd fyrir poppmarkað. Megas: Við lögðum upp í leið- angurinn með það fyrir augum að daðra við alþýðusmekk, en á ferðalaginu rifaöist upp fyrir okk- ur ýmislegt og við brugðum á það ráð að semja þessa tónlist og útsetja og spila inn á langtum breiðari grundvelli en einhverri fátæklegri línu dagsins í dag. Það er náttúrlega dapurleg til- hugsun að það sé ekki hægt að gefa út plötur á íslandi nema rétt fyrir jól, en ég tel að líftími þessarar plötu eigi eftir að vera lengri en til 23. desember. Ég er dægurlagasmiður, en dægur- lög þurfa ekki að deyja um leið og þau eru sungin og miðað við allt það sem við Bubbi höfum lagt í þessa plötu og þá gleði sem höfðum af því að gera hana þá held ég að hún eigi eftir að lifa lengi hjá fólki. Bubbi: Þetta er ein af þremur plötum sem ég hef gert sem ég get hlustað á. Ég hlusta á Utan- garðsmenn og á Konu og ég hlusta á þessa plötu og á eftir að hlusta á hana lengi. Bubbi, á plötunni er eitt lag, Menn að hnýta snörur, einskon- ar syntasamba, sem stingur í stúf við jasssveifluna. Bubbi: Mér finnst alltaf gott að hafa eitt lag a.m.k. á hverri plötu sem sker sig úr. Þetta var upphaflega western swing-lag og átti að vera þannig. Kenneth, sem á mikið í þessari plötu, var einu sinni að prófa ýmis hljóð á hljóðgerfilinn og þá varð þessi tónagangur til. Eg féll þegar fyrir honum og við tróðum honum inn í lagið. Hann er rétt á eftir taktin- um í gegn um það alit, sem gerði feikilega erfitt að vinna það og ég var heila nótt að synga inn textann, því ég taldi alltaf á móti taktinum. Magnús, þú átt lika lag á piöt- unni sem stingur í stúf tónlistar- lega, lagið Tvær stjörnur. Ann- að lag, Litlir sætir strákar, á þó líklega eftir að vekja meiri at- hygli og þá fyrir textann. Á seinni árum hefur íslensk borg- arastétt tekið þig í sátt. Kemur þú þér ekki út úr húsi aftur með þessu lagi? Megas: Ég get eðlilega ekki verið að eltast við allan hugsan- legan misskilning. Óhreinum er náttúrulega allt óhreint og það er ekkert við því að gera. Allflest- ir sem ég hef heyrt i varðandi þetta lag hafa látið í Ijós ánægju sína og þeir hafa skilið að lagið er mettað kímni og vináttu. Hvað varðar Tvær stjörnur, þá var ég með í huga ákveðna út- setningu þegar ég fór að vinna lagið. Eg var búinn að setja sam- an píanóleik sem var ætlað til að sýna framvinduna. Svo próf- uðum við lagið bara með píanói og það hljómaði svo vel að öllu því sem búið var að vinna var hent út. Útkoman er svo sú að ég stend við hlið píanósins eins og liedersöngvari. Þessi útsetn- ing féll betur að textanum og jók á breidd plötunnar. Platan heitir Bláir draumar; eruð þið mjög bláir menn? Bubbi: Ég er blár, geysilega blár. Til þess að geta sungið blús verður þú að hafa gengið í gegn- um þrengingar og ég finn það að þegar ég er að syngja hægan blús að það er eitthvað innra með mér sem styrkir mig. Megas: Ég er mjög hrifinn af blúsnum, en Bubbi er mesti blúsari á Norðurlöndum. Ég gef Bubba „fri bane“ með allan blús á þessari plötu og þeir blúsar sem ég var búinn að semja fyrir plötuna duttu út á leiðinni, enda var ætlunin að hafa það besta frá hvorum. Öll þessi tónlist og allir þessir textar eru blóð sviti og tár. Það er alveg sama hvaða blíða og yndisleiki eru í lýsingunni; text- arnir væru ekki svona blíðir og yndislegir nema vegna þess hvað það hafa farið hroðalegir hlutir á undan. Blúsinn er það að hafa sloppið lifandi í gegn um þreng- ingar og blúsinn er líka til að hjálpa manni til að sleppa lifandi. Eruð þið að syngja ykkur frá einhverju á þessari plötu? Megas: Nei, það er frekar að ég sé að efla mig og styrkja, enda hentar blúsinn einkar vel til þess. Bubbi: Ég var að syngja mig frá ýmsu á Konu, en á þessari plötu er ég bara í góðu jafn- vægi. Mér líður vel á meðan ég er að gera þessa plötu og ég get sungið allan þennan blús vegna þess að mér líður vel. Eitthvað að lokum? Megas: Ég vil bara árétta hvað þetta prógramm er í góðu jafn- vægi og hvað það hefur góð áhrif og skapar góða líðan. Bubbi: Ég vil óska öllum tón- listarmönnum velfarnaðar og góðrar sölu um þessi jól og öllum fyrirtækjum, háum sem lágum, alls hins besta. Jólakveðjur frá mér til allra. Megas: Og frá mér. Bláir draumar/Bubbi og Megas: Fágun og hófstilling í fyrirrúmi ÞEIR félagarnir Bubbi Morthens og Megas standa saman að plötunni „Bláir draumar“ og má það heita lyginni líkast ef hana verður ekki að finna f mörgum pakkanum nú um jólin. Hætt er þó við að plata þessi höfði eink- um til eldri aðdáenda þeirra pilt- anna því hér kveður nokkuð við nýjan tón og á það ekki sfst við um lagasmiðar Bubba Morth- ens. Blús- og jasslög hans á „Bláum draumum" eru öldungis til fyrirmyndar og söngur hans hefur að mati þess sem þetta ritar aldrei hljómað betur. Lög Megasar hljóma á hinn bóginn fremur kunnuglega en standa þó flest fyrir sínu. Hljóðfæra- leikur allur er einfaldlega fram- úrskarandi. Fjölhæfni Bubba Morthens sem hljómlistarmanns og söngv- ara er nánast ótrúleg eins og sannast hefur á öllum þeim aragrúa hljómplatna sem hann hefur gefið út á ferli sínum. Þær hafa vissulega verið misjafnar að gæðum enda hefur maðurinn komið víða við og stundum virð- ist nokkuð hafa skort á sjálfs- gagnrýnina. Meiri ögun hefur einkennt vinnubrögð Megasar í gegnum tíðina en hann hefur verið ótrúlega afkastamikill í ár og er það ef til vill af þeim sökum sem nokkur laga hans á plötunni hljóma kunnuglega. Raunar virð- ist minni vinna hafa verið lögð í útsetningar laga hans sbr. „Flæðarmál“, sem tæpast gæti verið einfaldara, en þó ber að geta þess að útsetningin á laginu „Vatnsrennibrautin" er framúr- skarandi vönduð og fáguð og er fyllsta ástæða til að vekja at- hygli manna á píanóleik Kenn- eths Knudsens í því. Söngur Bubba Morthens í lög- unum „Filterlaus Kamel blús", „Hann er svo blár" og „Seinasti dagurinn", sem er að mati undir- ritaðs besta lag plötunnar, er í algjörum sérflokki og víst er að enginn söngvari hórlenskur og þó víðar væri leitað hefur jafn- gott vald á blús- og jasstónlist og hann. Raddbeitingin er fram- úrskarandi vönduð, fáguð og þrungin þeirri tilfinningu sem blúsinn á að koma til skila. Text- ar Bubba Morthens falla einnig sérstaklega vel að lögunum og greinilegt er að hann leggur nú mun meiri vinnu í texta sína en áður. Eitt besta dæmið um þetta á „Bláum draumum" er lagið „Hann er svo blár". Undirritaður vill þó undanskilja textann við lagið „Menn að hnýta snörur", sem er fremur óskýr og bernsk- ur. Raunar á þetta lag ekkert sameiginlegt með hinum lögun- um á plötunni. Tölvuhljóðfæri og elektrónísk fjölmúlavíl af ýmsum sortum eru þar í fyrirrúmi og þótt leikið sé á þau af umtals- verðri íþrótt og trommuleikurinn sé bráðskemmtilegur verður þetta að teljast lakasta lag plöt- unnar. Raunar má segja um „Bláa drauma" að platan sé fremur sundurlaus. Slíkt er að mati und- irritaðs almennt og yfirleitt frem- ur til góðs en ills og er svo einn- ig hér nema hvað varðar lagið sem minnst var á hér að framan. Lög Megasar á plötunni eru ekki í sama anda og lög Bubba Morth- ens. Þau eru vissulega í rólegri kantinum en geta ekki talist jass- eða blústónlist þótt form þeirra og uppbygging sé fremur einföld. Textar Megasar eru líkt og áður bæði skemmtilegir og vandaðir flestir hverjir og er ástæða til að nefna „Vatnsrennibrautina" og „Tvær stjörnur", en sá síðar- nefndi er með því betra sem komið hefur frá Megasi. „Litlir sætir strákar" sker sig nokkuð úr öðrum textum Megasar á plöt- unni. Þarna er að finna sórkenni- lega blöndu einkennilegrar gam- ansemi og pervisma, sem tæp- ast mun falla öllum í geð. Alltjent þykir undirrituðum ólíklegt að skáldið flytji þetta lag á næstu styrktartónleikum Kvenna- athvarfsins. Lagið er hins vegar frábærlega spilað. Enn er ógetið lagsins „Ég bið að heilsa" eftir Inga T. við texta Jónasar Hallgrímssonar. Útsetn- ingin er verulega skemmtileg enda lagið mjög gott en sam- söngur þeira piltanna spillir fyrir. Raddir þeirra og söngstill fara ekki sérlega vel saman en þó skal undanskilinn söngur þeirra í „Eitt til fimmtán glös" sem er bæði ruddalegur og óvandaður og hæfir textanum sérstaklega vel. Um hljóðfæraleik og útsetn- ingar á þessari plötu mætti hafa langt mál. Hljóðfæraleikinn ann- ast: Kenneth Knudsen (píanó, tölvutól), Jón Páll Bjarnason (gítar), Tómas R. Einarsson (bassi), Birgir Baldursson (bumb- ur) og Karl Sighvatsson (Hamm- ond-orgel). Að auki koma við sögu Ólafur Flosason (óbó), Öss- ur Geirsson (básúna) og telpna- kór Öldutúnsskóla. Full ástæða er til að vekja athygli á leik þeirra Kenneths Knudsens, Birgis, Tómasar R. og Jóns Páls, önnur eins fágun, hófstilling og færni er vandfundin. Píanóleikur Knudsens var nefndur hór að framan en að auki er vert að benda á gítarleik Jóns Páls Bjarnasonar í „Filterlaus Kamel blús" og samspil hans og Knud- sens í „Vatnsrennibrautin". Þeir Bubbi Morthens og Megas eru skráðir fyrir útsetningum á „Blá- um draumum" og án þess að ætlunin sé að halla nokkuð á þá piltana má telja líklegt að fjór- menningarnir fyrrnefndu hafi nú lagt sitt af mörkum. „Bláir draumar" er vel heppn- uð plata sem á allan hátt er rétt- lætanlegt að mæla með. Hér er að finna verulega fágaða tónlist sem flutt er af einstaklega hæf- um mönnum og það er að sönnu ánægjulegt að íslenskur tónlist- armaður geti flutt blús- og jass- tónlist af slíkri innlifun og Bubbi Morthens og samið lög í þessum gæðaflokki. Aðdáendur þessarar tónlistar hljóta að vænta þess að hann láti ekki þessa plötu nægja. Textarnirfylgja með, sem er vel. Plötualbúmið er óspenn- andi og hefðbundnar „nektar- myndir" fylgja, sem fara brátt að verða hallærislegar og þreytandi. Ásgeir Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.