Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 Iðnrekendur gera könnun: Jákvæð viðhorf til íslenskrar vöru VIÐHORF íslendinga til innlendra iðnaðarvara er jákvætt ef marka má könnun sem Félag íslenskra iðnrekenda hefiir látið gera. Telja neytendur þær sambærilegar erlendum að gæðum en ekki hvað verð snertir. 66,5% telur að fólk eigi fremur að kaupa íslenskar vörur en erlendar og einnig telur meirihluti að hráefhi í íslenskum vörum séu betri en í erlendum. Frá slysstaðnum á Miklubraut. Tvö umferðarslys í gær: Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fimm manns á slysadeild HARÐUR árekstur varð milli þriggja bíla í Ártúnsbrekku síðdeg- is í gær. Kona var flutt á slysadeild vegna minniháttar áverka en, að sögn lögreglu, var mikil mildi að ekki hlutust stórslys af. Tveir fólksbflar eru taldir ónýtir eftir áreksturinn en að auki kom þar vörubíll við sögu. Þá voru fjórir voru fluttir á siysa- deild vegna meiðsla í baki og hálsi eftir Qögurra bíla árekstur á Miklubraut við Kringluna. Bflamir fjórir voru allir á leið austur Miklubraut þégar ökumað- ur fremsta bflsins stöðvaði vegna annarrar umferðar. Ökumenn þriggja bfla, sem næstir komu, voru því ekki viðbúnir og skemmd- ust bflamir §órir vemlega. Þurfti að fjarlægja alla með krana. Meiðsli þeirra íjögurra sem leit- uðu til siysadeildar vom ekki talin alvarleg, að sögn lögregiu. Aðdragandi slyssins í Artúns- brekkunni varð sá að ökumaður fólksbfls, sem ekið var um af- rennsli af Reykjanesbraut og austur Ártúnsbrekku, missti stjóm á bflnum sem þeyttist yfir á öfugan vegarhelming enda skilja hvorki umferðareyjur né vegrið á milli umferðar í austur og vestur. Þar hafnaði bfllinn á öðmm fólksbfl en síðan á vömbfl, báðum á leið vestur, niður, brekk- una. Ökumaður fólksbflsins sem var á vesturleið var fluttur á slysa- deild með vægt taugaáfall en aðra sakaði ekki. Hæstiréttur: Afturköllun atvinnu- leyfisins var ómerkt MEIRIHLUTI Hæstaréttar hefiir ómerkt þá ákvörðun umsjónar- nefiidar leigubifreiða, sem staðfest var af samgönguráðherra og með dómi undirréttar, að afturkalla atvinnuleyfi leigubílstjóra, sem neitaði að greiða gjöld til Bifreiðastjórafélagsins Frama eða teljast til félagsmanna þess. Minnihluti réttarins viidi staðfesta dóm undirréttar og þar með ákvörðun nefndarinnar. Gallup á íslandi gerði tilvitnaða könnun símleiðis meðal 1000 ís- lendinga dagana 9.-13. desember. í úrtakinu var fólk 15-70 ára og var það valið úr þjóðskrá með leyfi tölvunefndar. Þegar spurt var hvort fólk ætti fremur að kaupa íslenskar eða er- lendar iðnaðarvömr sögðu 66,5% að fremur ætti að kaupa íslenskar vömr 0,3% sögðu að fremur ætti að kaupa erlent en 26,5% sögðu að láta ætti verð og gæði ráða valinu. Spurt var um vömgæði og -verð; hönnun, útlit, umbúðir og gæði hráefna. Gefnir vom fjórir mögu- leikar: betra, verra eða svipað eða veit ekki. 45,7% taldi vömgæði svipuð, 26,5% taldi gæði íslenskrar vöm betri. 13,2% töldu þau verri en 14,5% sögðu: veit ekki. 7,3% svarenda taldi íslenska vöm ódýrari en erlenda, 65,1% taldi hana dýrari en 16,8% töldu verð svipað. 24,5% taldi útlit og hönnun íslenskrar vöm betra, Alþýðusamband íslands: 150% hækkun vaxtakostnað- arfískvinnslu Fjármagnskostnaður, sem hlutfall af tekjum fískvinnslufyr- irtækja, hækkaði um 150% á milli áranna 1987 og 1988 en launa- kostnaður um 4%. Þetta kemur meðal annars fram í greinargerð sem hagdeild Alþýðusambands íslands byggði á gögnum frá Þjóðhagsstofnun, segir í frétta- tilkynningu frá ASÍ. Fjármagnskostnaður, sem hlut- fall af tekjum fískvinnslufyrirtækja, hefur aukist um 60% á þessu ári miðað við meðaltal áranna 1980 til 1987 en á sama tíma hefur launa- kostnaður, sem hlutfall af tekjum fyrirtækjanna, aukist um 7,5%, seg- ir í fréttatilkynningunni. Sjá frásögn á bls. 47. Samkomulag hefiir tekist í stjórnarflokkunum um að breyta firumvarpi um vörugjald þannig, isráðherra sagði á Alþingi í gær. Ríkisstjómin hefur boðað að um áramót verði tekin upp nýr grunnur lánskjaravísitölu, þannig að laun vegi þar helming, og jafnframt verði heimilað að velja viðmiðun við gengi sem lánskjaravísitölu. Komið hefur fram að fjármálaráðherra hefur boðið lífeyrissjóðunum að skulda- 21,3% taldi hana verr hannaða og útlítandi en 42,7% taldi hönnun og útlit svipað hvort sem um íslenska eða erlenda vöru væri að ræða. 36,7% aðspurðra taldi umbúðir íslensks og erlends iðnvamings svipaðar, 20,5% taldi þær íslensku betri en 25,2% töldu íslenskar betri. 40,1% töldu að í íslenskum iðnvamingi væri betra hráefni en í erlendum, 26,5% töldu það svipað en aðeins 9,4% töldu íslenskan iðn- vaming ffamleiddan úr verra hrá- efni en erlendan. Ríkisendurskoðun: Fyrirspurnir vegna viðhalds lögreglubíla RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent dómsmálaráðuneytinu fyr- irspumir um viðskipti þess við bifreiðaverkstæði á höfuðborg- arsvæðinu. Verkstæðið hefiir um nokkurra missera skeið ann- ast vaxandi hluta viðgerða á lögreglubflum frá landsbyggð- inni. Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að ráðuneytinu hefði verið sent bréf þar sem óskað væri eftir skýongum á ýmsum atriðum í sambandi við þessi viðskipjti. Að öðm leyti vildi hann ekki skýra frá málinu. Viðkomandi verkstæði hefur gert við tugi lögreglubfla víðs veg- ar af á landinu. Meðal annars hafa lögreglubifreiðar í Þingeyjar- sýslum, Suður- og Norður-Múla- sýslum, Barðastrandarsýslu, Skaftafellssýslu og Siglufirði, ver- ið sendar suður til viðgerða. Fyrirspumir Ríkisendurskoðun- ar munu meðal annars varða það hvort til sé að dreifa verksamningi milli ráðuneytisins og verkstæðis- ins er veiti ríkissjóði sérstakan afslátt eða ábata af viðskiptum þessum. að í stað þriggja gjaldflokka, 10%, 20% og 25%, verði einn 10% gjald- flokkur. Á móti verði skattstofn- bréf sem Húsnæðisstofnun mun kaupa á næsta ári, verði tryggð með núgildandi lánskjaravísitölu, en aðspurður sagði Steingrímur að ekki væri búið að ákveða hvort leyft yrði að miða við þá vísitölu eftir áramót við nýja lánssamninga. Ákvörðun umsjónanefndarinnar hafði verið reist á reglugerð um takmörkun leigubifreiða í Reykjavík og ráðstöfun atvinnu- leyfa. Meirihluti Hæstaréttar taldi að samkvæmt 69. grein stjómar- inn breikkaður og nái þá m.a. yfír húsgögn og innréttingar, bílavarahluti og allar almennar byggingarvörur. Að auki verði lagður sérstakur 15% aukaskatt- ur á sætindi og gosdrykki. Þetta hefiir það í för með sér, að vöru- gjald á rafmagnstækjum og heim- ilistækjum, snyrtivörum og ýms- um byggingarvörum lækkar úr 14% í 10%. Breytingar þessar hafa lítil áhrif á tekjur ríkissjóðs og framfærslu- og byggingarvísitölu miðað við það frumvarp sem fyrir lá frá hendi ríkis- stjómarinnar. í því var gert ráð fyr- ir að söluskattur á sætindi hækkaði úr 14% í 25%, að vörugjald á heimil- istækjum, snyrtivörum og ýmsum byggingarvörum hækkaði úr 14% í 20% og að auki yrði tekið upp nýtt 10% vörugjald á innréttingar og ýmsar byggingarvörur. Frumvarpið breytt er talið hafa það í för með skrárinnar þurfí ótvíræða heimild í settum lögum frá Alþingi til að leggja bönd á atvinnufrelsi manna, reglugerðarákvæði nægi þar ekki. Sé lagaheimild til að takmarka mannréttindi ekki ótvíræð beri að sér að framfærsluvísitala hækki um 0,5% og byggingarvísitala um 3,2%. Fjármálaráðherra hefur einnig lagt til bréytingar á frumvarpi um tekju- og eignaskatt, þannig að skattprósentan hækki um 2,3% í stað 2%, en á móti verði persónuafsláttur og bamabætur þær sömu, og eru í núgildandi tekjuskattsfrumvarpi, uppreiknaðar samkvæmt láns- kjaravísitölu, eða ívið hærri en fyrir- liggjandi framvarp gerir ráð fyrir. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur Alþýðuflokkurinn ekki viljað fallast á þessa breytingu, en hann samþykkti fyrir skömmu að tekjuskatturinn yrði aðeins hækk- aður um 2% og persónuafsláttur og bamabætur yrðu óbreyttar. Búist er við að fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar afgreiði framvarpið í dag, og það verði þá tekið til 2. umræðu í neðri deild. túlka þau einstaklingi í hag enda séu mannréttindaákvæði sett til vemdar einstaklingum en ekki stjómvöldum. Taldi meirihlutinn að brostið hefði heimild í lögum um leigubifreiðar til að ákveða með reglugerð að þátttaka í stétt- arfélagi skyldi vera skilyrði at- vinnuleyfis. Hafi því verið óheimilt að svipta bifreiðastjórann atvinnu- leyfi er hann hætti að greiða fé- lagsgjöld og sagði sig úr félaginu. Minnihluti réttarins taldi laga- heimild næga í lögum um leigubif- reiðar sem séu heimildarlög um takmörkun atvinnufrelsis á þessu sviði. Meirihlutann skipuðu dómar- amir Guðmundur Jonsson, Har- aldur Blöndal, Guðrún Erlends- dóttir og Gunnar G. Schram, próf- essor, en minnihlutann Guðmund- ur Skaftason, Haraldur Henrýs- son, settur hæstaréttardómari, og Sigurður Reynir Pétursson hæsta- réttarlögmaður. Kona kærði nauðgun KONA á sextugsaldri kærði mann á þrítugsaldri fyrir nauðg- un aðfaranótt mánudagsins. Verknaðurinn mun hafa verið framinn á heimili I austurbænum í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Síðdegis í gær var lögð fram í sakadómi krafa um gæsluvarðhald yfir honum til 22. þessa mánaðar. Rannsóknarlögregla ríkisins varðist frétta af málinu í gær. Breytingar á vörugjaldsfrumvarpinu: Vömgjald á heimilistækjum verði lækkað úr 14% í 10% Rikisstjórnin: Rætt verður um láns- kjaravísitöluna í dag RÍKISSTJÓRNIN mun í dag fjalla um fyrirhugaðar breytingar á lánskjaravísitölunni, að því er Steingrímur Hermannsson forsæt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.