Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 69 Herdís G. Karls- dóttir — Minning Fædd 23. júlí 1915 Dáin 9. desember 1988 Merkilegu lífshlaupi er lokið. Dísa vinkona mín og velgerðarmað- ur er látin eftir nokkurra mánaða erfitt sjúkdómsstríð. Herdís Gróa fæddist norður í Húnavatnssýslu og ólst þar upp við lífshætti þeirra tíma: vinnusemi og grandvarleik. Líf hennar allt ein- kenndist af þessum fornu dyggðum ásamt heilbrigðu bijóstviti og stakri fómarlund. Ung fluttist hún til Reykjavíkur en þar kynntist hún Sigurhirti Péturssyni lögfræðingi. Eignuðust þau tvo syni, Karl og Sigfús, sem nú eru kunnir menn og harðgiftir fjölskyldufeður. Bamaböm Dísu em orðin fimm. Herdís og Sigurhjörtur slitu sam- bandi sínu eftir fárra ára samlíf en síðan kom það að mestu I hlut Herdísar að annast uppeldi drengj- anna tveggja. Hún axlaði þessa ábyrgð möglunarlaust. Slíkt hið sama urðu margar aðrar einstæðar konur að gera bæði þá og síðar en það vom aðrir og fátækari tímar á Islandi fyrir 40—50 ámm. Með stakri iðjusemi, fórnfýsi og miklum sjálfsaga einbeitti Herdís lífsþreki sínu að því að koma hinum mann- vænlegu drengjum sínum til þroska. Framanaf var stundum knappt í búi eins og reyndar víða um íslenzka mannheima á þeim ámm en smám saman vænkaðist hagur fjölskyld- unnar. Sýnirnir bmgðust ekki von- um Herdísar og urðu hinir mætustu og nýtustu menn. Fyrir þessar sak- ir og vegna þeirrar gleði er henni veittist af góðum tengdadætmm og bamabömum fannst Dísu hún upp- skera í garði lífsins þá ávexti sem sætastir em: velgengni, heilbrigði og hamingja niðjanna. Megindrætt- ir í lífi Herdísar breyttust aldrei hvorki í blíðu né stríðu, elja hennar var líkust náttúrulögmáli og má segja að henni félli aldrei verk úr hendi. Þegar hlé varð á skyldum greip hún í hannyrðir og liggur eft- ir hana fjöldi fagurra útsaumsverka sem prýða heimili vina og vanda- manna og er mitt ekki undanskilið. Leikni Dísu og vandvirkni í þessum efnum sem öðmm var fágæt, en saum hennar stenzt samanburð við það, sem bezt hefur verið gert í þessu landi og em íslenzkar konur þó engir aukvisar í handaverkum sínum. í stómm og smáum saumuð- um myndverkum Herdísar má skoða mikla mannkosti hennar og hagleik. Herdís var að sumu leyti hinn veiki reyr því heilsan var ekki alltaf upp á það bezta en hún brotnaði aldrei gagnvart skylduverki sínu og mörgum gat hún verið skjólgóð eik. Við sjáum stundum þessar persónur sem alltaf geta veitt og eiga ein- hver falin auðævi sem aldrei minnka þótt af sé tekið. Þannig var Herdís_ og geta margir borið því vitni. A heimili sínu var hún sí og æ veitandi og hefi ég notið þessa allt frá því er ég lítil telpa tók að venja komur mínar til Dísu. Nú seinni árin bauð hún fjölskyldu minni til sláturveizlu á hveiju hausti og fóm allir af þeim fundi mettir af góðum mat og glaðir í hjarta. Árin eftir 1950 átti Herdís sér vin og sambýlismann sem var Guðni Skúlason bifreiðastjóri. Þau studdu hvort annað á heimili þeirra í Grýtu- bakka 20 og á ég einnig góðar minningar af viðtökum Guðna gegnum mörg ár. Guðni lézt fyrir ári og nú er Herdís burtkvödd af þessum heimi. Henni fýlgir þakk- læti mitt og virðing. Auður Steinþórsdóttir Als Minning: Guðrún Andrésdóttir írá Minna-Hofí Fædd 4. október 1893 Dáin 10. desember 1988 Fóstra mín, Guðrún Andrésdóttir frá Minna-Hofi í Gnúpveijahreppi, lést þann 10. desember í Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík, eftir að hafa dvalið þar nokkur sl. ár. Guðrún var fædd á Stóra-Hofi í Gnúpveijahreppi þann 4. október 1893 en fluttist að Minna-Hofi árið 1897 ásamt foreldmm sínum, Guð- rúnu Jónsdóttur og Andrési Illuga- syni og bróður sínum, Jóni. Guðrún bjó á Minna-Hofi fram til ársins 1948 en þá fluttu þau systkinin til Reykjavíkur. Hér í Reykjavík bjó hún með bróður sínum Jóni þar til hann lést árið 1974. Eftir það bjó hún ein. Hún giftist aldrei og eignaðist engin böm en þau vom mörg börnin sem þau systkinin tóku til lengri eða skemmri tíma meðan þau bjuggu á Minna-Hofí. Það vom ekki stór húsakynnin á Minna-Hofi en hjarta- rúm þeirra systkinanna var stórt. Þau létu sér annt um böm og dýr. Þau sýndu búpeningi sínum mikla umhyggju og nærgætni. Það var Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. þeiira aðalsmerki að hugsa vel um dýrin. Mér er alltaf minnisstætt hvað hún Gunna var þolinmóð við mig og hvað hún kenndi mér mikið af vísum og versum og alltaf kunni hún lagið við vísurnar og raulaði með um leið og hún miðlaði mér af sínum fróðleiksbrunni. Hún kenndi mér að lesa og skrifa, pijóna og sauma. Öllum sem kynntust henni duldist ekki að þar fór guð- hrædd, hjartahlý og fórnfús kona. Eg á henni mikið að þakka og þeim báðum systkinunum. Ég og fjölskylda mín kveðjum nú þessa góðu fóstru mína með innilegu þakklæti fyrir allt gott og elskulegt. Blessuð sé minning hennar. Fár þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kristín Björgvinsdóttir t ANNAÓ. JOHNSEN fyrrv. yfirhjúkrunarkona, Túngötu 7, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. desember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Heimilissjóð Hjúkrunarfélags íslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Guðríður Jónsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR, Lækjarfit 6, Garðabse, sem andaðist 14. desember, ferfram frá Garðakirkju miðvikudag- inn 21. desember kl. 13.30. Kristrún Sveinsdóttir, Sigurlaug Stefánsdóttir, Jóhannes Hjaltested, Sveinn Viðar Stefánsson, Heiða Sólrún Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Guðný S. Stefánsdóttlr, Sigriður Brynjólfsdóttir, Jón Sigfússon, Unnur Jóhannsdóttir, Hörður S. Hrafndal og barnabörn. t Þökkum vinsemd við útför móður okkar, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Heiðarbraut 57, Akranesi. Synir, tengdadætur og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför frænku okkar, MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR, Birkimel 6b. Fyrir hönd ættingja, Margrót Þorvaldsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ANDRÉSAR ÁRNA PÁLSSONAR, Kerlingadal, Mýrdal. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Börn hins látna og aðrir vandamenn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, EYÞÓRS HELGA TÓMASSONAR forstjóra, Ásvegi 32, Akureyri. Hildur Eiðsdóttir, Friðjón, Anna, Linda Denný, Tómas, Viðar, Valur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, systur, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR HALLDÓRSDÓTTUR, Brekku, Svarfaðardal. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Klemensdóttir, Elín Halidórsdóttir, Kristín Klemensdóttir, Gunnar Jónsson, Sigurður Marinósson, Helga Hauksdóttir og barnabörn. ■ t Hjartans þakkir til ættingja og vina fyrir þá samúð og hlýju, sem þið sýnduð okkur við andlát og útför mannsins míns, föður okk- ar, tengdaföður og afa, VILHJÁLMS ÞÓRÐARSONAR bifreiðastjóra, Ofanleiti 27. Helga Finnbogadóttir, Svanur Þ. Vilhjálmsson, Rósfna Myrtle Vilhjálmsdóttir, Hlöðver Vilhjálmsson, Hraf nhildur Ásgeirsdóttir, Erla Vilhjálmsdóttir, Skúli Jóhannesson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Anna Johnsen, Viðar Vilhjálmsson, Rósa Stefánsdóttir Einar Þ. Vilhjálmsson, Jóhanna Björnsdóttir og barnabörn. Lokað í dag frá kl. 13.00-16.00, vegna jarðarfarar ÖNNU E. ÓLAFSDÓTTUR JOHNSEN. Hjúkrunarfélag íslands. • Lokað Skrifstofur og afgreiðsla Sindrastáls hf. verða lokaðar fyrir hádegi miðvikudaginn 21. desember vegna jarðar- farar frú JAKOBÍNU ÞÓRÐARDÓTTUR. Sindrastál hf. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít Steinefnavertcsmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.