Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 ást er... .. . að dást að nýja hattinum hennar. TM Reg. U.S. Pat Off.—allrightsreserved ® 1988 Los AngelesTimesSyndicate I / ______? ? ? HÖGNI HREKKVÍSI liTUr: ór FyraR skímanpi og BTART NÝÁR'" Samskipti okkar við hin dýrin Til Velvakanda. Daprar myndir og frásagnir mátti sjá nýlega í sjónvarpi og blöð- um af blásaklausum kambháfi nokkrum sem veiddist „fyrir tilvilj- un“ í troll Guðbjargar ÍS úti fyrir Vestfjarðamiðum nú í fyrstu viku desember. Sem betur fer lést dýrið fljótlega eftir komuna í eilífðar- fiskafangelsið í Vestmannaeyjum. Því engar frásagnir fara af því að nokkur vistmaður þar hafi nokkru sinni komist þaðan lifandi. Með þennan vamarlausa fisk var síðan, eftir dómsdagsógæfu hans að vera að ráfa í veg fyrir mann- inn í Atlantshafinu, þvælst ijneð hann í þröngum plastkassa um borð í skipinu til heimahafnar þesst og haldin þar alþjóðleg sýning á vesal- ings dýrinu fyrir fjölmiðlaelíturja í landinu. Þar var dýrið tekið jipp úr boxi eftir pöntun pressunnar og „klappað" á viðeigandi hátt svo vel liti út á myndunum á skjánum. Ekki vantaði það. En það vantaði ýmislegt annað þama. Það vantaði að spyija gest- inn sjálfan hvort hann kærði sig um þessa meðferð á sér. Og það vantaði líka kærleikann í allt þetta vonda mál. Hvað eru menn eigin- iega að gera minnstu bræðrum sínum? — Sá sem veiddur vildi verða og að flogið yrði með sig í físka- fangelsissafnið i Vestmannaeyjun- um kasti fyrsta steininum__ Flogið var síðan með þetta fá- gæta djúpsjávardýr í 30 þúsund feta hæð yfír sjávarmáli yfir landið þvert og endilangt til að koma því í fiskafangelsið í Vestmannaeyjum, aðkomugestum safnsins til „skemmtunar". Þetta er ekki ósvip- að því sem gerðist víða í Bretlandi á síðustu öld þegar helsta sunnu- dagsskemmtun margs heldra fólks- ins þar var að fara í „skemmtiheim- sókn“ á geðveikrahælin og sjá „fá- vitana" sem þar voru reyrðir niður í spennitreyjur vegna fötlunar sinnar eða veikinda. Sem betur fer drapst kambháfurinn En eins og áður sagði þá drapst þessi blásaklausa skepna úti í Eyj- um, sem betur fer, eftir aðeins ■ i nýj» bránDið, þjáður *f kalar»v«ki. Vestmannaeyjar: Háfvarður ér þjáð- ur af kafaraveiki KAMBHÁFURINN, m» GmA- bióðtókunáJ fynr fr»n K ÍS ttkk I vfirpuaa á Vf*t- m .6 aðgn Krátin* E^ilaooar, for- ■■ a fjrir Dokkru, vnr i xtMumxnn*ufnsina, beftirakkitek- i ist að koxuut ( - nokkurra daga dauðastríð í með- förum okkar mannanna. Já, ég sagði sem betur fer drapst það. Því þó fólk sé eflaust margt á annarri skoðun í málinu en við dýra- vinimir, þá hljóta samt allir vel- hugsandi menn eftir einlæga íhug- un að vera okkur sammála um það að frá sjónarhóli dýrsins sjálfs, (sem ekkert hefur gert á hlut okkar svo vitað sé) þá hlýtur að vera skárra að mæta skapara sínum strax heldur en að hokra þama uppi á þurru landi úti í Eyjum, í einhverju agnarsmáu fiskabúri, og fá aldrei að hitta hugsanlegan maka sinn eða nokkurn félaga sinn af sömu tegund framar. Þau örlög held ég að enginn óbilaður né bilaður maður gæti hugsað sér til eilífðar. Sá hinn sami sem hugs- að gæti sér slíkt kasti þá fyrsta steininum... Dýrin á að skoða í náttúrulegn umhverfi þeirra en ekki okkar Það em falsröksemdir að ekki sé hægt fyrir okkur mannfólkið að nálgast náttúmna eða hin dýrin á hnettinum öðm vísi en í svona gerviveröld þeirra eða fangelsi. Aðrir valkostir em tii. Ég vil benda á það að með núverandi tækni get- ur maðurinn nálgast nánast hvaða dýr sem er við náttúmlegar aðstæð- ur þess, en ekki alltaf við náttúm- legar aðstæður okkar. Og ég vil í þessu sambandi líka benda á tilvist hinna umfangsmik) hvalaskoðunarfyrirtækja í Bandaríkjunum, Kanada, á Indl- andi, Sri Lanka og víðar, sem ein- göngu em gerð út til að sýna óbreyttri alþýðunni hvalina við rétt- ar aðstæður þeirra. Og ekki bara öllum aðilum málsins að sársauka- iausu heldur mjög líklega öllum aðilunum til yndisauka og ánægju. Mjög líklega hvölunum líka að því sagt er. Að minnsta kosti þekkja þeir yfirleitt hvalaskoðunarbátana frá fískibátunum og koma fljótlega til þerira til að „sýna sig og sjá aðra“ sem þeir hafa ekki síður gam- an af en mannfólkið að sögn kunn- ugra. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að reka „náttúruleg" fiskasöfn í hafinu sjálfu ekki síður en innilokunarfiskasöfn uppi á landi sem aldrei verða neitt í líkingu við hin fyrmefndu að gæðum eða mannúð. Þetta er allt saman hægt ef menn bara kæra sig um. Magnús H. Skarphéðinsson Börnum ekki sýnd kurt- eisi í búðum Kæri Velvakandi. Við emm hér tvær tólf ára stelp- ur og skrifum þér vegna þess að bömum er sýnd ókurteisi í búðum og sjoppum. T.d. lenti önnur okkar í því uppi í Breiðholti í Leimbakka að hún keypti 1,5 1 af Sprite í sjopp- unni þar. Svo kom í ljós að hún átti að kaupa Diet Sprite. Ætlaði hún þá að fá að skipta flöskunni en þá var afgreiðslukonan bara með snúð og spurði hvort flaskan væri 2ja ára. Þá fór vinkonan í matvöm- búðina við hliðina á sjoppunni og fékk strax skipt. Og í Miklagarði em bömin látin bíða þar til búið er að afgreiða fullorðna, þó að krakkamir hafi komið á undan. Þess vegna fyrir hönd allra krakka á Reykjavíkursvæðinu bið ég alla sjoppu- og búðareigendur að athuga þetta betur. E. & K. Víkverji skrifar að hefur stundum verið haft á orði, að erfiðleikum valdi í samstarfi stjómmálaflokka í ríkis- stjórn, ef fyrrverandi forsætisráð- herra sitji í ráðuneyti undir for- sæti annars manns. Um þetta em þó fjölmörg dæmi hér. Steingrímur Hermannsson sat sem slíkur í ríkis- stjóm undir forsæti Þorsteins Páls- sonar. Geir Hallgrímsson hafði verið forsætisráðherra, þegar hann tók sæti í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar 1983. Ólafur Jó- hannesson fráfarandi forsætisráð- herra sat í ríkisstjóm Geirs Hallg- rímssonar 1974-1978. Hins vegar tók Hermann Jónasson ekki sæti í ríkisstjóm Óiafs Thors 1953, þótt Framsóknarflokkurinn ætti aðild að þeirri ríkisstjóm. En Hermann og Ólafur, sem báðir höfðu verið forsætisráðherrar, þegar hér var komið sögu tóku hins vegar sæti í ríkisstjóm Steingríms Steinþórs- sonar 1950-1953. Á þessu er haft orð hér vegna athyglisverðra ummæla Poul Schluters, forsætisráðherra Dan- merkur, í samtali við Morgunblaðið í fyrradag. Hann var spurður, hvort hann gæti hugsað sér að sitja í ríkisstjórn án þess að vera forsæt- isráðherra. Hann svaraði:“Nei. Mér finnst enn heillandi að vera með í að hafa áhrif á þróunina og það er enn margt óunnið. Og þeg- ar ég sleppi stýrinu á næsti forsæt- isráðherra ekki að þurfa að hlusta á mig gefa ráðleggingar úr aftur- sætinu. En það er aldrei að vita, þetta gæti orðið allt öðm vísi.“ XXX Fróðlegt er að fylgjast með þeim breytingum, sem hafa orðið á bókaútgáfu hér. Sennilega er nú orðið hægt að búa til svokall- aðar metsölubækur. Margar af þeim bókum, sem nú em gefnar út fyrir jólin em eins og löng blaða- viðtöl og ekkert við því að segja. Miðað við bókasölu nú virðist nokk- uð ömggt að bækur seljast vel, sem fjalla um fólk, sem er eða hefur verið áberandi í flölmiðlum og þá ekki sízt sjónvarpi. Þá virðast hvers kyns uppákomur vera góð söluvara, ekki sízt, ef aðili að slíku segir “allt“. Auglýsingar hafa svo mikil áhrif á fólk, að þegar það er spurt á fömum vegi, hvaða bækur það vilji helzt eignast em svörin í takt við það, sem mest er auglýst, eins og sjá mátti í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins. Fagurbókmenntir eins og skilja mátti það orð hér áður fyrr a.m.k. falla hins vegar í skuggann fyrir sölubókunum. Spuming er, hvort nokkuð vit er í því að gefa slíkar bækur út á þessum árstíma, nema ætlunin sé að gera þær að sölubók- um með auglýsingamennsku og virðist það einnig geta tekizt, ef kerfisbundið er unnið að því. Allt þetta kemur Víkverja spánskt fyrir sjónir, enda skilur hann ekki lög- mál bókaútgáfu á íslandi, því að hann hefur aldrei tekið þátt í henni, eins og ýmsir aðrir blaða- menn! xxx að er líka forvitnilegt að sjá, hvað bækur um nazisma selj- ast vel. Þeir ungu menn, sem 111- ugi og Hrafn Jökulssynir skrifa um sem íslenzka nazista, kunna því áreiðanlega ekki vel að vera kallaðir nazistar. Þeir litu á sig sem þjóðernissinna og margir þeirra vom engir aðdáendur Þýzkalands Hitlers. Hins vegar hefði stjóm- málasaga þeirra vafalaust orðið önnur, ef Hitler hefði sigrað í stríðinu! En hvað skyldi valda forvitni fólks um þennan tíma og þennan hóp æskumanna , sem flestir voru svo lánssamir að losna við einræðis- hyggjuna í tíma. Undanfarið hafa gamlir Stalínistar einnig fengið þetta tækifæri, þótt seint sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.