Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 Breiðholtsútibú Félagsmálastofiiunar: Vonum að takist að ráða nýtt starfsfólk - segir félagsmálastjóri „VIÐ erum að reyna að ráða fólk í staðinn fyrir þá sem sagt hafa upp og eru að fara i leyfi í Breiðholtsútibúi og höfum von- ir um að það geti tekist,“ sagði Sveinn Ragnarsson félagsmála- stjóri vegna yfírlýsinga yfirfé- lagsráðgjafa Breiðholtsútibús stofhunarinnar þess efiiis að útilit sé fyrir að þjónusta útibús- ins lamist upp úr áramótum. Sveinn sagði að tveir starfsmenn hefðu sagt upp, einn fengið sig fluttan annað, tveir að fara í bams- burðarleyfi og einn í launalaust leyfi um skamma stund. Hann sagði að þetta væri lítill hluti af starfsfólki stofnunarinnar í heild, en alls starfa þar yfir 40 félagsráðgjafar og fólk með sambærilega menntun, en það þyngdi málið að allt lenti þetta á einu og sama hverfinu. Því gætu orðið einhverjir erfiðleikar um stundarsakir á meðan nýtt fólk væri að komast inn í málin. Félagsráðgjafar hjá Félagsmála- stofnun eru óánægðir með álag í starfi og launakjör sín, sem þeir segja lægri en hjá félagsráðgjöfum á Borgarspítalanum og hafa lýst ábyrgð á hendur borgaryfirvöldum vegna þess ástand sem sé að skap- ast vegna þessa. Sveinn sagði að álagið væri vissulega mikið, en launin væru svipuð og á Borg- arspítalanum. Ráðherrar, ráðuneytisstjórar og að- stoðarmenn ráðherra: Ríkið greiðir hótel auk dagpeninganna RÍKISS JÓÐUR greiðir hótelreikn- inga ráðherra, ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra á ferðalögum erlendis, auk dag- peninga samkvæmt ákvörðun ferðakostnaðarnefiadar. Ráðu- neytisstjórarnir og aðstoðarmenn- irnir £á fúlla dagpeninga og ráð- herrarnir fúlla dagpeninga og 20% álag að auki. Lækjargata: Stúlka slasaðist EKIÐ var á 21 árs gamla stúlku í Lækjargötu, móts við Amtmannsstíg, laust eftir miðnætti aðfaranótt mánu- dags. Hún fótbrotnaði og hlaut áverka í andliti og var flutt á sjúkrahús. Stúlkan, sem er sænsk, varð fyrir bíl sem ekið eftir vinstri akrein suður Lækjargötu. Öku- maðurinn mun ekki hafa orðið stúlkunnar var þegar hún fór út á götuna á milli kyrrstæðra bfla á hægri akrein. Frá tónleikunum í Gerðubergi á sunnudagínn. Morgunblaðið/Bjarni Islenska hljómsveitín í Gerðubergi Tónleikar til heiðurs Jórunni Viðar og Jóni Ásgeirssyni ÞRIÐJA efiiisskráin úr „Nám- um“ íslensku hljómsveitarinnar var flutt I menningarmiðstöð- inni Gerðubergi á sunnudaginn. Fimmtánda öldin var þá gerð að yrkisefiii. Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs tveimur tón- skáldum, sem eiga merkisaf- mæli í ár, þeim Jórunni Viðar og Jóni Ásgeirssyni. Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt- söngkona, Viðar Gunnarsson bassasöngvari og íslenska hljóm- sveitin undir stjóm Guðmundar Emilssonar frumfluttu tónverkið „Klukkukvæði" eftir John Speight við samnefnt og frumort kvæði Hannesar Péturssonar. A undan tónlistarflutningi var afhjúpað málverk sem Einar Hákonarson hefur gert og hann nefnir „Við Klukkukvæði". „Námur“, tónleikaröð íslensku hljómsveitarinnar, fjalla um til- tekin brot úr íslandssögunni. Dagpeningar ferðakostnaðar- nefndar eru mismunandi eftir lönd- um og taka mið af dvalarkostnaði í viðkomandi löndum. Þeir eiga að ná til uppihalds og gistingar. Ráðherr- ar, ráðuneytisstjórar og aðstoðar- menn ráðherra fá gistikostnaðinn þvi tvígreiddan. Staðgreiðsla er dregin af gistingarhluta dagpeninganna og álagi en staðgreiðsla er almennt ekki dregin af dagpeningum sem ríkis- starfsmenn fá á ferðalögum sínum erlendis. Ráðherrar eru einu embættis- mennimir sem mega hafa maka með sér á kostnað ríkisins á ferðalögum erlendis. Makinn fær 20% af dag- peningum ferðakostnaðamefndar auk þess sem ríkið greiðir farseðil og hótelreikning á sama hátt og ráð- herrans. Aðrir ríkisstarfsmenn fá ferða- kostnað sinn endurgreiddan í formi dagpeninga, þar á meðal forstöðu- menn ríkisstofnana, samkvæmt upp- lýsingum Jónasar H. Jónssonar deild- arstjóra í Ríkisbókhaldi. Undantekn- ingar eru þó einhveijar. Til dæmis sagði Jónas að dæmi væri um að ef ráðherra óskaði eftir að hafa sendi- nefndir hjá sér á dýru hóteli fengju menn hótelreikning greiddan en skerta dagpeninga. Slíkar undan- tekningar eru ákveðnar af ráðherra. Engin gárveiting til byggingar heilsugæslustöðva í Reykjavík: Reginhneyksli að Reykja- vík fái ekki framlög - segir Davið Oddsson borgarstjóri „ÞAÐ er reginhneyksli að þegar uppbygging heilsugæslustöðva úti á landi er langt komin og því hefúr verið lýst yfir að nú sé komið að Reykjavík skuli Qár- veitingamefiid leggja til að Reykjavíkurborg fái ekki neinn hlut af stofnframlögum til heilsugæslustöðva,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri. A föstu- dag samþykktu borgarráðsfull- trúar allra flokka tillögu þar sem lýst er fúrðu á þessum tillögum og var ályktunin send til þing- manna Reykjavíkur. í ályktuninni kemur fram 230 milljónir kr. væru til skiptanna í þessum málaflokki í fjárlagafrum- varpi en Reykjavíkurborg hafi sótt um 100 milljónir kr. til að ljúka framkvæmdum við þær heilsu- gæslustöðvar sem nú eru í bygg- ingu, það er við Hraunberg og Vest- urgötu. Síðan segir: „Borgarráð lýsir furðu sinni á þessari tillögu- gerð sem hlýtur að leiða af sér stöðvun framkvæmda og skorar á alla þingmenn Reylqavíkur að beita sér fyrir eðlilegum flárveitingum til umræddra heilsugæslustöðva á fjárlögum 1989, en alkunnugt er að Reykjavík hefur fengið hlutfalls- lega mun lægri framlög til heilsu- gæslustöðva á liðnum árum en önn- ur kjördæmi." „Ef þetta verður afgreitt svona í þinginu, sem ég trúi ekki fyrr en ég tek á því, er endanlega orðið ljóst að þingmenn Reykjavíkur láta sig kjördæmi sitt engu skipta. Ég skil heldur ekki hvemig heilbrigðis- ráðherra getur litið á sig sem ráð- herra alls landsins ef þetta gengur eftir,“ sagði Davíð Oddsson. Flugleiðir bjóða út þjónustu í Keflavik: Breytingar snerta 40 starfsmenn Samruni Almennra og Sjóvár: Viðskiptasamningar munu haldast og þjónusta batna SAMNINGAR viðskiptamanna Almennra trygginga hf og Sjóvár hf við félögin munu halda gildi sínu gagnvart nýja félaginu, eftir að þau sameinast. Stefint er að því að samruninn verði í janúar næstkom- andi. Þá verða hluthafafundir félaganna og á þeim verður tekin endan- leg ákvörðun um samrunann. „Þetta er almennt á réttu róli. Það hafa ekki komið upp nein atvik sem ættu að hindra framgang þessa máls,“ segir Einar Sveinsson forstjóri Sjóvár. Almennar safiia nú hlut- afé til þess að undirbúa samrunann og styrkja stöðu sína, að sögn Ólafs B. Thors forstjóra. Ólafur segir að endanleg dagsetn- ing sameiningarinnar hafi ekki verið ákveðin, en stefnt sé að lokum jan- úar eða byijun febrúar. Hluthafa- fundur í janúar mun taka endanlega ákvörðun um málið. Nú stendur yfir hlutafjársöfnun Almennra og henni þarf að ljúka áður en af samruna verður. Hann segir ekki liggja ljóst fyrir ennþá hver hlutaskipti Almennra og Sjóvár verða í nýja félaginu. Mark- aðshlutdeild beggja félaganna er nú samanlagt um 31%. Þar af hafa Al- mennar um 12,5%. Félögin munu fyrst um sinn starfa á tveimur stöðum þar sem aðalstöðv- ar þeirra eru nú, Almennra við Síðumúla og Sjóvár við Suðurlands- braut í Reykjavík, auk útibúa og umboða. Seint á næsta ári er gert ráð fyrir að öli starfsemi aðalskrif- stofu flytjist í nýbyggingu sem er að rísa við Kringluna í Reykjavík. Báðir telja forstjóramir að mikil hagræðing náist með þessari samein- ingu. Ólafur var spurður hvort starfs- fólki verði fækkað. „Það er ljóst að innan félaganna er margt mjög hæft starfsfólk og það er verið að vinna að því að njóta þeirra krafta eftir sameininguna. Þegar starfsemin er komin í endanlegt form verður þó ekki þörf fyrir alla. Þetta em hins vegar það margir starfsmenn að nokkur endumýjun á sér alltaf stað, þannig að við vonum að við þurfum ekki að segja upp fólki, að við getum látið nægja að ráða ekki í stöður sem losna.“ Um 120 manns vinna hjá báðum félögunum. „Það er ljóst að við ætlum okkur að ná fram hagræðingu," sagði Ein- ar Sveinsson. Hann nefndi að mikið sparaðist í húsnæðiskostnaði, fjár- munir ávöxtuðust betur og þjónusta muni batna þar sem starfsmenn beggja félaganna leggja saman krafta sína. „Við ætlum að styrkja samkeppnisstöðu okkar, við getum til dæmis lagt saman krafta í mark- aðsdeildum og tjónadeildum félag- anna og boðið betri þjónustu. í stað þess að keppa hver við annan getum við sameinaðir keppt við hina,“ sagði Einar. FLUGLEIÐIR eru um þessar mundir að leita eftir tilboðum í ýmsa þjónustu félagsins á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða hlaðvinnu fyrir flugvélar, ræstingu flugvéla, ræstingu þeirra svæða sem Flugleiðir hafa á leigu í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, ræstingu þj ónustubyggingar félagsins á Keflavikurflugvelli og ýmsa tímavinnu samkvæmt beiðni Flugleiða. Sumir þessara þátta eru nú unnir á vegum Flugleiða og munu þessar breytingar snerta um 40 starfsmenn fyrirtækisins. Þeirri hugmynd hefúr verið hreyft að einhveijir starfsmanna bjóði í verkið. „Það hefur áður verið töluvert um útboð á vegum Flugleiða," sagði Ein- ar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða. Nefndi hann sem dæmi hrein- gemingar á Hótel Esju, fraktflutn- inga innanlands og bakstur fyrir flugið og hótelin. Þetta væri því eng- in ný stefna sem verið væri að taka upp heldur liður í þeirri stöðugu við- leitni að ná sem mestri hagræðingu í öllum rekstrarþáttum. „Þetta er bara þáttur í áframhaldandi þróun í fyrirtækinu," sagði Einar. Þeir þættir sem nú væri verið að bjóða út væru í dag að hluta til á vegum félagsins, s.s. hleðsluvinnan, en aðrir þættir væru unnir af verk- tökum. Væri nú verið að sameina þessa þjónustu undir einn hatt. „Þetta hefur verið til umræðu í all nokkum tíma og það var ákveðið í haust að hentugast yrði að bjóða þessa verkþætti út. Þessar breyting- ar snerta um 40 starfsmenn fyrir- tækisins og hefur verið talað um það sem einn af möguleikunum að ein- hveijir af starfsmönnunum byðu í verkið." Menntamálaráðuneytið: Stefiit að jafhari kynja- skiptingu ‘ AÐILAR sem tilnefiia eiga fúlltrúa í nefndir á vegum menntamálaráðuneytisins eru nú beðnir um að benda á bæði karl og konu til starf- ans. Ráðherra mun síðan að velja þar á milli með það sjón- armið til hliðsjónar að hafa sem jafnasta kynjaskiptingu í nefndinni. Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra ákvað að taka upp þennan hátt eftir að könn- un á vegum Jafnréttisráðs leiddi í ljós að konum hefur fækkað í nefndum, stjómum og ráðum hjá ríkinu. Mennta- málaráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að fyrirskipa þessa aðferð, en bendir þeim sem skipa eiga menn í nefndir á þennan möguleika. í dreifi- bréfi því sem ráðuneytið sendir til viðkomandi aðila segir að regla sem þessi gildi bæði í Noregi og Danmörku og hafi hún leitt til þess að hlutur kvenna í nefndum hafi aukist mjög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.