Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 28
28 OQO r crrrTO»<r'7TO'TTrT ao cttTr > a rrTTraia^ /ttct a t<ttxt ttv ctr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 Hvalveiðistefiia Islendinga: Glappaskot eftirBjörn G. Jónsson ogÞorvarð Ámason Þrátt fyrir áralangar deilur hér innanlands um hvalveiðistefnu ís- lendinga hefur heldur lítið borið á að megininntak málsins hafi verið rætt sem skyldi. íslendingar hafa fundið sér óvin í samtökum um- hverfisvemdarfólks, hreyfingu sem eignast æ meiri hljómgrunn meðal almennings á Vesturlöndum. í haust hefur svo umræðan að mestu snúíst um það hvemig best sé að berjast gegn óvininum grænleita. Við sem þessa grein skrifum teljum að umræða í þessum dúr sé á villi- götum-. Allt of lítið fer fyrir því að menn reyni að átta sig á því hvað sé raunverulega að gerast. Af hveiju leggja t.d. umhverfisvemd- arsamtök eins og grænfriðungar slíkt ofurkapp á að ekki séu veiddir nokkrir tugir stórhvela hér norður við ísland? Eru ekki önnur, nærtæk- ari og brýnni mál fyrir slík samtök að beijast fyrir? Það er skoðun okkar, að til að skilja hvað sé á ferðinni þá verðum við að setja þessa hvalveiðideilu í stærra sam- hengi. Þó er e.t.v. mest um vert að við reynum að átta okkur á því á hvaða tímum við lifum. Þetta hafa íslensk stjómvöld ekki borið gæfu tii að gera og því spilað sig út í hom, þaðan sem vonlítið er um vöm fýrir vafasaman málstað. Aðstæðumar hafa hagað því þannig til að ísland hefur komist í brennidepil í málaflokki sem gerist æ ágengari um lausnir og gerir áður óþekktar kröfur til allra þjóðríkja heims. Hér er að sjálf- sögðu átt við umhverfismálin og þá ógn sem stafar að heimsbyggð- inni ef ekkert verður að gert. Allir sem vilja vita og nenna að setja sig inn í þau mál sjá að þar eru á ferð- inni mikilvægustu verkefni samtím- ans og nánustu framtíðar. Jafn- framt hlýtur að vera ljóst að lausn- ir fínnast ekki nema með víðtæku og einlægu samstarfí yfir landa- mæri einstakra ríkja. Alþjóðlegt eðli umhverfísmála Til glöggvunar má nefna örfá þeirra mála sem nú eru uppi. Eyð- ing ósónlagsins í lofthjúpi jarðar er hótun við tilveru lífvera á þurr- lendi jarðar og í efri lögum sjávar. Þá hefur „útrýmingarkrampi" nú um hríð heijað á lífríki jarðar, aðal- lega vegna eyðingar regnskóganna við miðbaug jarðar, tegundaauðug- ustu vistkerfa sem þekkt eru. Þá má nefna skógadauðann í Evrópu ogN-Ameríku, upphleðslu úrgangs- efha á láði og legi, gróðurhúsaáhrif- in o.s.frv. Sammerktþessum málum er að þau eru hótun við sjálfan til- verugrundvöll okkar og að þau eru tilkomin af mannavöldum, vitaskuld ekki af ásettu ráði heldur eru þau óvelkominn fylgifískur nútíma framleiðslu- og lifnaðarhátta. Aðgerðir til að laga framleiðslu- hætti að þessum grundvelli eru óhjákvæmilega kostnaðarsamar. Þær kalla auk þess á endurmat á ríkjandi hugmyndum um tengsl lífsgæða og hagvaxtar sem kann að reynast nokkuð sársaukafullt í samféiögum sem hingað til hafa byggt velferð sína á takmarkalaus- um vexti. Efnahagskerfí heimsins byggist á samkeppni framleiðslu- eininga, svo sem fyrirtækja, þjóðrílqa og efnahagsbandalaga. Baráttan um markaðshlutdeild úti- lokar hreinlega annað en yfirgrips- miklar aðgerðir sem gangi jafnt yfir alla í sömu framleiðslugrein. Tökum dæmi: Hver getur reiknað með því að t.a.m. franskur bílaiðn- aður leggi út i kostnaðarsamar breytingar á framleiðslu og út- búnaði bfla til að hlífa umhverfinu ef keppinautamir komast hjá slíkum kostnaði og geta þ.a.l. undir- boðið franska framleiðendur á heimsmarkaðnum? Margt lætur þjóðum heims betur en að ná breiðri samstöðu. í þetta skiptið brýtur þó nauðsyn þumbara- hátt og gamla ósiði. Þegar er farið að örla á viðbrögðum og umleitun- um til að ná samstöðu um raun- hæfar aðgerðir. Nægir að nefna tilraunir Norðurlandaráðs til að koma á fót áætlun um sjávarmeng- unarvamir og tilraunir Evrópuríkja til að ná samkomulagi um að minnka um 30% losun sýrandi úr- gangsefna út í andrúmsloftið. Samt steytir á skeijum í þessari viðleitni, einstök riki þverskallast við að horf- ast í augu við sinn þátt í sameigin- legu vandamáli og stjómmálamenn hafa ekki kjark til að ganga nægi- lega langt. Viðleitni til lausnar umhverfisvandamálanna þarf nú á einhveiju sviði að ná afgerandi árangri, einhvers staðar verður að bijóta ísinn. Þvflíkur árangur myndi verka afar hvetjandi sem fordæmi og slá á þá ógleði sem blundar með almenningi á Vesturlöndum gagn- vart þessum málum en þó fyrst og fremst gagnvart aðgerðarleysinu. Hvalavernd: Flaggskip umhverfísverndarsinna Víkjum þá aftur að hvalveiðum. Sú ofuráhersla sem t.d. grænfrið- ungar leggja á hvalafriðun verður e.t.v. skiljanlegri með ofangreind sjónarmið í huga. Greenpeace er bara hluti af stórri hreyfingu sem m.a. hefur fætt af sér græningja- flokkana í V-Evrópu. Græna hreyf- ingin er pólitískt afl sem sprottið hefur fram sem svar við sterku áreiti. FVá því að þessi hreyfíng fór að kveða sér hljóðs eru liðnir liðlega tveir áratugir eða frá því að skugga- hliðar iðnaðarsamfélagsins komust fyrst í hámæli. Rányrkja við hval- veiðar var eitt greinilegasta dæmið um offarir mannsins í samskiptum við náttúruna. Sérstaklega átti það við um gegndarlausa sókn í stór- hvelastofna í Suðurhöfum. Á umhverfísmálaráðstefnu SÞ í Stokkhólmi 1972 var samþykkt ályktun sem verið hefur grænfrið- ungum og öðrum umhverfisvemd- arsamtökum leiðarljós í aðgerðum þeirra. Ályktunin var efnislega á þá leið að ef okkur tekst ekki að bjarga hvalastofnunum í heims- höfunum, hvemig eigum við þá von til að bjarga okkur sjálfum? Vemd- un hvala hefur því orðið eins konar flaggskip-þessarar hreyfíngar. Mik- ill árangur hefur óneitanlega náðst því að hvalveiðar hafa dregist vem- lega saman. Samþykkt Alþjóða- hvalveiðiráðsins frá 1982 um 4 ára stöðvun á hvalveiðum átti að marka tímamót um nýja og ábyrgari starfshætti á þessu sviði. Því miður vantaði herslumuninn til að sá árangur næðist. Þar með er ekki sagt að umhverfis- vemdarsinnar telji hvalveiðar vera alvarlegasta umhverfisvandamálið í dag en táknrænt gildi þess er ótví- rætt. í þessu máli vænta menn for- dæmis sem nýtast myndi til frekari ávinninga. Vafasamt pólitískt samhengi Leiðum þá hugann að hvalveiði- stefnunni hér innanlands og hvað sé bogið við hana. Öllum er kunn- ugt að Alþingi samþykkti í janúar 1983 að mótmæla ekki fjögurra ára hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins (1986-89) og því er ísland formlega bundið af ákvörðun ráðs- ins. Hvað sem olli þá skámst íslend- ingar samt sem áður úr leik þegar til kastanna kom. „Hvalveiðar í vísindaskyni" skyldu verða íslenska tilbrigðið við stöðvun hvalveiða. Nú ber þess að geta, áður en lengra er haldið, að hvalrannsóknir sem slíkar em góðra gjalda verðar. íslendingar hefðu vitaskuld átt að gera átak í slíkum rannsóknum löngu fyrr, ekki skorti til þess hrá- efni og gögn á 35 ára veiðitíma- bili. Svo skyndilega kviknaði áhug- inn á hvalrannsóknum hér á landi að undmm sætti. Slíkt hlaut að vekja grunsemdir um að verið væri að dulbúa áframhaldandi veiðar og stunda hagsmunagæslu fyrir Hval hf. í nafni vísinda. Það er þetta pólitíska samhengi sem stjómvöld hafa sett íslenskar hvalrannsóknir í sem er höfuðatriði málsins og það Bjöm G. Jónsson Þorvarður Árnason „Það er skoðun okkar sem þessa grein ritum að stefna íslenskra yfir- valda í hvalveiðimálinu þoli illa dagsins ljós, til þess séu forsendur hennar of hæpnar. Enda er langt síðan að megininntak deilunnar hefur borið á góma. Nú orðið snýst málið fyrst of firemst um einhvem ótilgreindan heiður yfirvalda.“ sem valdið hefur okkur íslendingum hnekki á alþjóðavettvangi. Það verður jafnframt að teljast vafa- samur greiði við þá sem að rann- sóknunum starfa að standa svo að málum. Ný landhelgisdeila? Sú skoðun heyrist að íslendingar séu í hvalveiðimálinu í dag í hlið- stæðri baráttu og þeir voru gagn- vart Bretum og V-Þjóðverjum í landhelgisdeilunum hér áður fyrr. Enn sem fyrr sé það smáþjóðin sem á í höggi við voldug erlend öfl um réttinn til að nýta auðlind sem henni ber einni. Ekkert er fjær sanni og ef hægt er að draga hliðstæðu það- an þá er hlutverk íslands í dag meira í ætt við hlutverk andstæð: inga okkar í landhelgisdeilunum. í síðustu landhelgisdeilu nutu íslend- ingar víðtæks stuðnings vegna þeirra vemdunarsjónarmiða sem við höfðum uppi. í dag vekja íslending- ar andúð vegna andstöðu við slík sjónarmið. íslendingar skipuðu sér þá í fylkingarbijóst fyrir nýjum við- horfum til nýtingar auðlinda sjávar. Þessi nýju viðhorf leiddu m.a. af sér hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, plagg sem okkur var mikið í mun að íiti dagsins ljós og sem frumkvæði íslendinga átti stór- an þátt í að skapa. Nú standa ís- lendingar gegn viðlíka nýjum og framsæknum viðhorfum og, ef grannt er skoðað, gegn anda þessa sama hafréttarsáttmála. Sáttmál- inn leggur höfuðáherslu á samstarf þjóða við nýtingu og vemdun auð- linda hafsins. í hafréttarsáttmálan- um (64. grein; viðauki 1) eru allar tegundir stórhvela skilgreindar sem „miklar fartegundir". Augljóst er að engin ein þjóð getur eignað sér slíkar tegundir, hvalir hljóta að telj- ast alþjóðaeign. í 65. grein hans segir ennfremur: .. .Ríki skulu starfa saman með vemdun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, eink- um starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að vemdun og stjómun þeirra og rannsóknum á þeim. Vísindi og dáðir Hafa þá íslendingar ekki starfað í þessum anda? Hvatti ekki Al- þjóðahvalveiðiráðið til rannsókna meðan á banninu stæði? Jú reyndar og þar tókst íslenskum stjómvöld- um að fínna gloppu í samþykktinni og því eru „vísindaveiðar" íslend- inga orðin þriggja ára staðreynd. Með vísindaveiðum sínum vildu ís- lendingar upphaflega taka 200 dýr á ári, 80 langreyðar, 40 sandreyðar og 80 hrefnur. Hrefnumar voru fljótlega gefnar eftir og eftir stóð krafan um veiðar á 120 stórhvelum til rannsókna. 120 dýr eru u.þ.b. þriðjungur þess ársafla sem Hvalur hf. fangaði og dró að landi að með- altali á árunum 1948-1983. Þriðj- ungur af afla í atvinnuskyni skyldi þannig notaður til rannsókna! Tök- um aftur hliðstæðu úr síðustu land- helgisdeilu. Segjum að Bretar og V-Þjóðveijar hefðu loks fallist á sjónarmið íslendinga en krafist í nafni vísinda og fiskirannsókna að taka þriðjung af ársmeðalafla sínum á íslandsmiðum. Það hefðu orðið ein 100 þúsund tonn af bol- físki og hefði vafalaust þótt hrein ögrun við íslendinga. Það er skoðun okkar sem þessa grein ritum að stefna íslenskra yfir- valda í hvalveiðimálinu þoli illa dagsins ljós, til þess séu forsendur hennar of hæpnar. Enda er langt síðan að megininntak deilunnar hefur borið á góma. Nú orðið snýst málið fyrst og fremst um einhvern ótilgreindan heiður yfirvalda. Það er gremjulegt að sjá hvemig blind tilfinningasemi ræður orðið ferðinni og hvemig raunverulegir hagsmun- ir og orðstír eru látnir fyrir róða. Helst koma í hug ýmsar fomar hetjur úr íslendingasögunum eða öllu heldur skopgerð þeirra: Þorgeir Hávarsson hangandi af björgum fram í hvönninni. Að komast heilir í höfíi Megnið af því sem að framan er skrifað er útlegging okkar höfund- anna á því sem við túlkum sem mistök í stefnumörkun íslenskra jrfirvalda í þessu máli og því sem við höfum kallað glappaskot í fyrir- sögn. Þannig teljum við að íslend- ingum hafi gengið úr greipum gull- ið tækifæri til að ganga fram fyrir skjöldu í alþjóðasamstarfí um um- hverfisvemd. Við það hefði margt áunnist. Við hefðum lagt mikilvægu máli lið sem er ávinningur í sjálfu sér. Þá hefði ísland skapað sér orðstír á alþjóðavettvangi fyrir höfðingskap sem tvímælalaust hefði komið sér betur en sú landkynning sem ísland hefur hlotið upp á síðkastið. Loks má nefna að þannig hefðu kröfur íslendinga um vemd- un sjávargæða fengið aukið vægi vegna samræmis orða okkar og gjörða. Engu verður breytt um orðinn hlut. Hvalrannsóknir íslendinga síðustu þijú árin eru staðreynd og ekki nema eitt ár eftir af upphaf- legri rannsóknaráætlun. Einhvers konar endahnút þarf að reka á þess- ar rannsóknir því hart væri að þurfa að kasta á glæ þriggja ára vinnu. Spumingin er því hvort hægt verð- ur að komast af með þann hluta rannsóknanna sem ekki byggist á veiðum næsta sumar. Hvað sem verður þá er tímabært að rnenn taki að hugleiða áframhaldið. Árið 1990 tekur Alþjóðahvalveiðiráðið afstöðu. Við undirritaðir teljum að enn séu til leiðir fyrir íslendinga að komast á réttan kjöl. f því sambandi má minna á þingsályktunartillögn frá Árna Gunnarssyni sem lögð var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.