Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 15
 Land o g þjóð í farangriniim Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Isabel Allende: ÁST OG SKUGGAR. Berglind Gunnars- dóttir þýddi. Mál og menning 1988. Isabel Allende hefur síður en svo lokið við að skrifa skáldsögur um Chile samtímans, ættjörð sína og vanda hennar. Það gerði hún í Húsi andanna (1982) sem kom út í íslenskri þýðingu í fyrra. Og það gerir hún líka í Ást og skuggum (1984) sem nú gefst kostur á að lesa á íslensku. Isabel Allende getur sannarlega tekið undir með landa sínum, Pablo Neruda, eins og hún reyndar gerir í Ást og skuggum: „Ég hef land okkar meðferðis;/ hvert sem ég fer fylgir mér kjarninn/ í endilöngu ættlandi mínu.“ Ást og skuggar er sem fyrr seg- ir samtímasaga og gerist undir herforingjastjóm með öllu sem slíku stjómarfari fylgir. Oftast er það af hinu illa, að minnsta kosti fyrir þorra fólks. En skáldsagan er ekki síst um ástina eins og titill- inn vitnar um. Stutt orðsending frá höfundi í upphafi bókar inniheldur m. a.: „Þessi saga segir frá konu og manni sem elskuðu hvort annað svo innilega að þau björguðust frá hversdagsleika tilverunnar." Með sérstæðum hætti og í anda hinna miklu skáldsagnahöfunda Suður-Ameríku, t.d. Gabriel García Márquez, sameinar Isabel Allende töfra hugarflugs og félagslegan veruleik. Þessi einkenni vom enn meira áberandi í Húsi andanna, en em líka meðal helstu einkenna Ástar og skugga. í Ást og skugg- um er söguefnið samfelldara þótt nokkrir lausir endar blasi við án þess að skaða að marki. Isabel Allende er vissulega heitt í hamsi og reiði hennar vegna Isabel Allende stjómmálaástandsins í Chile er augljós. Þess vegna em fulltrúar þeirra afla sem hún fyrirlítur yfir- leitt í dökkum eintóna litum. En það væri að einfalda um of við- leitni höfundarins ef lesandi þætt- ist ekki hafa komið auga á neina fjölbreytni í mannlýsingum. Sagan væri lítils virði væri hún eingöngu áróðursrit, enda slíkar bækur ekki bjóðandi öðmm en einfeldningum. Elskendumir í Ást og skuggum em blaðakonan Irene Beltrán og ljósmyndarinn FYancisco Leal. Kynni þeirra og samstarf á eftir að breyta miklu og hafa víðtæk samfélagsleg áhrif. Saman tekst þeim að afhjúpa glæpsamlegt at- hæfí yfírvalda, morð pólitískra andstæðinga. Þegar verst gegnir vex ástin milli þessara tveggja sannleiksleitandi einstaklinga sem látnir em fela í sér vonina um betri tíma. Lýsing þeirra ógna sem þau Ir- ene og Francisco ganga í gegnum stangast ekki á við fréttir frá Chile og öðmm löndum Suður-Améríku þar sem pyntingar og aftökur virð- ast tíðkast á báða bóga, jafnt meðal þeirra sem styðja herfor- ingjastjórnir og hinna sem kenna sig við marxisma af einhveiju tagi. Táknræn persóna í Ast og skuggum er flogaveika stúlkan, Evangelina sem hleypir ýmsum ósköpum af stað. Eftir því sem á söguna líður skýrist mynd hennar. Hún verður fómarlamb einkenni- legra örlaga og vitnar í senn um mannlega eiginleika og yfírskilvit- lega strauma. Endalok hennar em kannski lík því sem land hennar og þjóð hafa mátt þola. Evangelina í háttum sínum og lýsingum ann- arra persóna á henni verður eftir- minnilegust af öllu því litríka (og líka venjubundna) fólki sem fyrir kemur í sögunni. Isabel Allende er lagið að skapa seiðandi andrúmsloft, ekki síst í ástarlýsingum og lýsingum á ýmsu því sem varðar ilm og bragð. Til- fínningar hennar sem höfundar em afar næmar og gera Ást og skugga eftirsóknarverða lesningu. Að þessu leyti minnir hún á García Márquez, en hún er mun hófsam- ari. Ástarfundur í lýsingu hennar minnir þó kannski enn frekar á annan meistara, ljóðskáldið Pablo Nemda, einkum tilbeiðslukennda óði hans: „í lófum hans hvíldu tvær heitar og leynilegar svölur sem vom fæddar fyrir hendur hans og hör- und ungu konunnar, fölblátt í tunglsbirtunni, titraði undan snert- ingu hans. Hann tók um mitti hennar og lyfti henni á fætur, kraup fyrir framan hana og leitaði í hlýjuna milli bijósta hennar, þar ilmaði af viði, möndlum og kanel. Hann losaði böndin á sandölunum og gældi við fæturna sem vom smáir eins og á stelpukrakka; mundi þá úr draumum sínum, sak- lausa og fíma.“ Að sama skapi era lýsingar Isa- bel Allende magnaðar þegar hún dregur upp myndir ofbeldis, hröm- unar og dauða. Berglind Gunnarsdóttir hefur þýtt Ást og skugga á lifandi íslensku sem í senn er einföld og kjarnmikil. Svanhildur Bogadóttir Rit um að- búnað togara- sjómanna ÚT ER komið ritið Aðbúnaður tog- arasjómanna — breytingar með nýsköpunartogurum og vökulög- um um tóif stunda hvíldartfma eftir Svanhildi Bogadóttur sagn- fræðing. Eins og nafnið ber með sér fjallar ritið um aðbúnað sjómanna á togur- um fyrir og eftir tilkomu nýsköpunar- togaranna svokölluðu upp úr seinna stríði. í riti Svanhildar er farið um allan togarann og lýst aðbúnaði áhafnar- innar, vistarvemm, hreinlætisaðstöðu og annarri aðstöðu, og þvi hversu gífurlegar breytingar urðu með til- komu nýsköpunartogaranna á þessu sem og lífínu um borð. Einnig er lýst harðri baráttu sjó- manna fyrir að fá vinnuviku sína stytta úr 112 tímum á viku í 84, á sama tíma og eðlilegur vinnutími í landi var talinn 40—50 stundir. Lög um 12 stunda hvíldartíma háseta á sólarhring vom ekki samþykkt á Al- þingi fyrr en 1955 eftir 13 ára bar- áttu, 10 fmmvörp og mikinn þrýsting frá sjómönnum. Rit Svanhilddar var uppmnalega skrifað sem BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 1985. Það er í nýjum flokki sagnfræðirita, sem ber nafnið Ritröð sagnfræðinema og er gefín út af sagnfræðinemum við Háskóla íslands í samvinnu við Sagn- ffæðistofnun Háskólans. (Fréttatilkynning') DAGUR AF DEGI Umsagnir um bækur eftir Matthías Johannessen . . . góðskáld sem andar öðru og meira endurnærandi lofti. Breska skáldið og gagn- rýnandinn, Adam Thorpe, um The Naked Machine í Literary Review, London. . . . þótti mikið til um kvæðin sem vöktu hjá okkur endurminningar um íslands- ferðina 1979. Siegfried Lenz um Ultima Thule. Sól á heimsenda er tiltölulega stutt saga, en eftirminnileg. Ef það sem stendur á milli línanna, og þau hugrenningatengsl sem bókin gefur tilefni til, eru líka reiknuð með, þá er hún sennilega mesta bókin, sem hefur komið núna fyrir jól. Danski sendikennarínn og bókmenntafrœðingurmn Kjeld Gall Jorgensen. tYMUHOMO" Æ 1 1 1 MANNFRÆÐI HRAFNKELS SÖGU OG FRUMFÆTTIR Hermann Pálsson MANNFRÆÐI HRAFNKELS SÖGU og frumþættir Hermann Pálsson Dr. Hermann Pálsson, prófessor í Edinborg, sýnirenníþessu ritisínu hversu hann leggur sig fram um aö sjá Hrafn- kels sögu Freysgoða í nýju Ijósi. Bókin ein- kennist af þekkingu og gerhygli. IÐNBYLTING HUGARFARSINS Ólafur Ásgeirsson Ólafur Ásgeirsson IÐNBYLTING HUGARFARSINS Bók um afstööu manna til þróunar atvinnulífs og afskipta ríkisvaldsins af henni hér á landi fyrstu áratugi 20. aldar, eftir Ólaf Ásgeirsson. X ~ Bókaufgáfa /HENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK SlMI 6218 22 /A r~N ca , pppóryj L/ L./ v/ í \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.