Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 75
ooor tmcrwniP'arT nc- «nn/,nmn;T(3rí mnt TOWTTrrww MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 *T' 75 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS SIEMENS -gœði DRAUMARYKSUGAN ÞÍN FRÁ SIEMENS! SIEMENS framleiösla tryggir endingu og gæöi. SIEMENS -gceði GÓÐUR ÖRBYLGJUOFN FRÁ SIEMENS! • Fjórar stillingar fyrir örbylgjustyrk: 90, 180, 360 og 600 W • Tímarofi meö hámarkstíma = 30 mín. • Snúningsdiskur • Tekur 21 lítra • Góður leiðarvísir og íslensk matreiðslubók. Verö: 21.950 krónur. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SI'MI 28300 Bladid sem þú vaknar við! HF 1212 Þær gerast ekki betri en þessi. Ryksuga eins og þú vilt hafa þær. • Stillanlegur sogkraftur. Minnst 250 W, mest 1100 W ■ Afar lipur, létt og hljóðlát • 4 fylgihlutir í innbyggðu hólfi • Margföld sýklasía i útblæstri ■ Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari il SIEMENS framleiðsla tryggir endingu og gæði • Verð kr. 11.400,- SUPER 9112 SMUH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Um gróðureyðmguna: Víst er jörðin flöt Til Velvakanda. Fyrir nokkrum dögum fóru fram mjög merkilegar og um leið sér- kennilegar umræður í sjónvarpssal um gróðurvernd og uppblásturinn í þessu landi. Áttust þar við annars vegar tveir sérfróðir menn á þessu sviði og einn ráðherra og hins veg- ar þrír fulltrúar bændastéttarinnar, einkum sauðfjárbænda. Var það inntakið í máli þeirra síðamefndu, að sauðfjárbeitin ætti minnstan þátt í, að landið er að fjúka á haf út. Nú langar mig til að varpa fram þeirri spumingu til íslenskra vísindamanna og fjölmiðlanna hvort ekki sé rétt að hætta þessari vit- leysu? Er það hægt nú á ofanverðri tuttugustu öld að bjóða fólki upp á svona umræðu? Öldum saman hafa menn vitað hveijar era afleiðingar ofbeitarinn- ar og sagan kann að greina frá fomum menningarríkjum, sem hrundu saman vegna þess, að of nærri landinu var gengið. Skógun- um í Skotlandi var útrýmt með sauðfjárbeit og Nýsjálendingar vom komnir vel á veg með það þegar þeir gripu í taumana. Skógunum, sem skýldu Eþíópíu fram yfir sfðustu aldamót, hefur nú verið tortímt og afleiðingin er uppblást- ur, hungur og örbirgð. Þetta vita allir og lausaganga búfjár þekkist nú hvergi meðal sið- aðra þjóða. Þetta vita íslendingar líka en samt er fólki boðið upp á þau rök í fúlustu alvöru, að beitin eigi kannski minnstan þátt í upp- blæstrinum; að iausaganga heyri næstum sögunni til; að skaflar, sem ekki þiðna í köldustu ámm, komi gróðureyðingunni af stað; að ásýnd landsins sé ljót nema bitvargurinn sé til staðar; að um sé að kenna veðurfarinu og eldfjallagjósku og svo loksins rúsínan í pylsuendanum, að með friðun kafni allur gróður í sinu! Geta íslenskir fjölmiðlar ekki fundið einhvem, sem heldur því fram, að jörðin sé flöt? Bretar hafa lengi haft þann sið að leyfa fólki að viðra sérkennilegar skoðanir í ákveðnu homi í Hyde Park í London og væri nú ekki ráð að fínna fulltrúum ofbeitarinnar hér á landi slíkan vettvang? íslenskir vísindamenn verða þá líka að hætta að rökræða við þetta fólk frammi fyrir alþjóð og fjölmiðlamir verða að hætta að draga dár að sjálfum sér og almenningi með því að birta hvaða vitleysu, sem er. Gott dæmi um það síðamefnda sást í Velvak- anda fyrir skemmstu þegar þar birt- ist langur pistill um verðleika sels- ins, sem eyðilagði laxanót fyrir vestan og olli því, að laxinn slapp út. Það er mál að linni. íslenskir vísindamenn og allir þeir, sem ekki vilja, að landið allt verði að einum „Skútustaðahreppi", verða að snúa bökum saman og krefjast þess, að vöm verði snúið í sókn. Þá og ekki fyrr mun merarhjartað í brjósti flestra stjómmálamannanna þora að ljá þessu máli lið. Náttúruunnandi NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN PÓSTKROFUSALA - SMASALA - HEILDSALA. SIMAR 10262 - 10263. LAUGAVEGI 25. Ólögleg aug- lýsing? Kæri Velvakandi. Það vakti athygli mína við lestur Morgunblaðsins 7. desember að á bls. 27 var fregn frá heilbrigðis- ráðuneytinu, þar sem þeirri ósk er beint til fjölmiðla að þeir birti ekki auglýsingar um jólaglögg, þar sem hvers konar auglýsingar á áfengi séu bannaðar með lögum. Ekki það að mér fínnst nokkuð við þetta að athuga, síður en svo. En svo fletti ég áfram og kom að bls. 43. Blasir ekki auglýsing frá íslensk/am- eríska við mér: „Ódýrt og gott — Gimsöy-glögg þegar komið er inn úr kuldanum." 2 uppskriftir af glöggi og önnur með rauðvíni! Spyr sá sem ekki veit: Samrýmist þetta? Með ósk um góða og ánægjulega aðventu. Ásta 4 Rjúpurn- ar og jólin W$% sliMnærfa/totmður 6 silM 1gölslk$fMima Þaögerasér ekkiallirgrein fyrir því, hvað það er þýðingar- mikiðfyrírheils- unaaðlátasér ekki verða katt. Islenska ullin er mjög góð og er betri en allt annað, sérstaklega í mildum kulda og vosbúð. En í dag ferðumst við á milli heimilis og vinnustaðar i bilum og förum frá hlýjum heimilum okkar á hlýja vinnustaði. Þessar stuttu ferðir geta verið ansi kaldar og jafnvel ðriagarikar ef við verjum okkur ekki fyrir kuldanum. Hér kemur silkið sem lausnin. Silkið er mjög hlýtt en aldrei óþægilega hlýtt; það bókstaflega gælir við hörundiö. Silkiö er örþunnt og breytir þvi ekki útliti ykkar. Pið verðið áfram jafn grönn þótt þið kteeðist því sem vöm gegn kulda. tví er haldið fram í indverskum, kinverskum og fræðum annarra Austurlanda að silkið vemdi likamam í fleiri en einum skilningi. Stöndum fast á rétti okkar Kæri Velvakandi. Um þessar mundir er staddur hér á íslandi fulltrúi frá Greenpeace samtökunum sem er að biðla til íslendinga varðandi hugsanlegt samstarf í náttúruverndarmálum. Það virðist vera öðmvísi hljóð í þessum umhverfísvemdarmönnum eftir að íslendingar hafa snúið vörn í sókn í hvalveiðimálum. Þegar Sea Shephard samtökin eru búin að borga Hval hf. skaðabætur vegna tjóns á Hvalstöðinni og tveimur hvalbátum, þá held ég að tíminn sé kominn til að ræða saman, en alls ekki fyrr. En áður en viðræð- ur geta hafist verða Greenpeace að viðurkenna gmndvallarréttindi ís- lendinga til að aðhafast innan eigin lögsögu. Annað kemur ekki til greina. Vilhjálmur Alfreðsson 1. Til Velvakanda. „Nálgast jólin helg og há“. Allir em i önnum að búa sig undir þau. Ljósum er fíölgað á flestum heimil- um, bæði úti og inni til þess að birt- an verði sem mest á þessari aðal- hátíð ársins. Bömin hlakka til jól- anna. Þau munu fá margar jólagjaf- ir: leikföng og sælgæti. Vonandi er að ekkert bam verði afskipt' þegar jólahátíðin rennur upp. Og vonandi er að hin væntanlega hátíð glæði í bijóstum allra hinn sanna kærleik- sanda fyrir öllu sem lífsanda dregur, ekki bara fyrir meðbræðmm okkar í líki manna, heldur einnig fyrir meðbræðmm okkar í líki dýra, svo sem rjúpnanna litlu. En þær em, því miður, ofsóttar grimmilega af mönn- um fyrir hver jól. II. Látum hugann reika litla stund til þessara fögm fugla. Heiðar og fjöll em heimkynni þeirra. Þær lifa ein- göngu á jurtum og gera engri vem 5 dýraríkinu méin. Þegar hríðar ganga og frosthörkur á fjöllum uppi slá þær sér niður á lægri lendur. Á nóttum kúra þær í skjóli hvar sem það er að fínna. Þar láta þær fyrirberast. Fagurt getur verið um nætur á heiðalöndum, þrátt fyrir kuldann þegar stillur ganga og bjartviðri. Máninn varpar fölu geislagliti á hvitan snjóinn og stjömur blika um allan himin og oft má líta fiörugan dans norðurljósa sem flökta í marg- litum dýrðarljóma. Öll náttúran ljóm- ar þá í feimilbirtu þessara geisla- gjafa sem breyta hvítklæddum auðn- um í eins konar töfraheim. En undir steini sitja ijúpur saman og reyna að þreyja langa, kalda nótt uns aftur tekur að birta og dagur með nýjum vonum ljómar á ný. Ingvar Agnarsson Rjúpur undir steini um kalda vetrarnótt í skini tungls og stjarna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.