Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 80
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Á innfelldu myndunum eru Ingvar Bragason til vinstri og Sigurður Jónsson skipstjóri til hægri. Sóley á strandstað í Súgandafirði. Skipveijar af varðskipinu Tý í gúmmíbát. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Tveir menn björguðust er línubátur strandaði í Súgandafírði: Varð ekki var við neina breytingu fyrr en báturinn steytti á grunni - segir Sigurður Jónsson skipstjóri. Báturinn náðist af strandstað í gærkvöldi ísafirði. SÓLEY ÍS, 9 tonna línubátur frá Suðureyri, strandaði á leið í róður í gærmorgun innanvert á Galtartanga I mynni Súganda- Qarðar. Tveggja manna áhöfn bátsins komst ómeidd í land. Gúmmíbátur frá varðskipinu Tý sótti þá í fjöruna nokkru inn- an við strandstaðinn og voru þeir komnir til Suðureyrar um níuleytið í gærmorgun, rúmum þremur tímum eftir strandið. Báturinn náðist síðan af strandstað undir kvöldið í gær. Sigurður Jónsson skipstjóri Þeir voru á fótum um fimm- sagði í samtali við Morgunblaðið leytið. Þrátt fyrir vindsperring og að hann áttaði sig ekki á hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann hefur stundað róðra frá Suðureyri síðustu 6—7 árin og gjörþekkir því leiðina. Með honum í þessum róðri var Ingvar Bragason, einnig reyndur sjómaður frá Suðureyri. éljagang var ákveðið að taka lóð- irnar og halda út. Eftir að hafa siglt í björtu eftir leiðarmerkjun- um út fjörðinn, stillti hann sjálf- stýringuna á venjulega stefnu út fjörðinn. Þá gerði dimmt él, svo ekki hafði hann landsýn eftir það. Hann var við opinn stýrishús- gluggann og fylgdist með sjólagi og veðri. Ekki varð hann var við neina breytingu fyrr en báturinn steytti á grunni. Jafnvel þá sást ekki til lands. Bátinn bar strax með öldunni upp í fjöruna, svo útilokað var að ná honum .út aftur. Síðan barst hann inn með stórgrýttri fjörunni að þeir telja nokkurn veg. Sigurð- ur kallaði strax í talstöðina og náði sambandi við mb. Ingimar Magnússon og náði skipstjóri hans sambandi við land. Skipstjórinn og útgerðarmað- urinn, Snorri Snorrason, fóru á strandstað um hádegisbilið í gær og skoðuðu bátinn. Þótt ótrúlegt megi virðast er skrokkurinn, sem er úr plasti, svo til óskemmdur eftir að hafa barist í fjörunni, en stýrisbúnaður var úr sambandi svo og botnstykki. Báturinn strandaði utarlega í Geltinum innanvert á svokölluðum Tanga eða Galtartanga. Það var álit manna að hefði báturinn strandað eins og 100 metrum utar hefði honum ekki verið bjargað. - Úlfar Atkvæðagreiðsla um bráða- birgðalögin væntanlega í dag Ríkisstjórnin vonast eftir stuðningi þingmanna Borgaraflokks ATKVÆÐI verða -væntanlega greidd um bráðabirgðalög ríkis- sljórnarinnar í neðri deild í dag, en samkomulag er um að hraða afgreiðslu frumvarps til staðfestingar þeirra gegnum fjárhags- og viðskiptanefiid deildarinéar svo hægt verði að taka þau til annarar umræðu. Þá kemur í ljós hvort lögin hafa þingmeirihluta í neðri deild, en samningaviðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um breyt- ingar á lögunum fóru út um þúfur í gær. Forystumenn stjórnar- flokkanna gera sér þó góðar vonir að einn eða fleiri þingmenn Borgaraflokksins sitji hjá við afgreiðslu málsins. Atvinnutrygg- ingasjóður: Samræmast lánveitmgar ekki reglu- gerðinni? Bréf Ríkisendur- skoðunar flar- lægt úr höndum sljórnarmanna RÍKISENDURSKOÐUN sendi Atvinnutryggingasjóði bréf fyr- ir síðustu helgi um réttmæti lánveitinga Atvinnutrygginga- sjóðs samkvæmt reglugerðinni um sjóðinn. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins beinast spurningar Ríkisendurskoðun- ar að lánveitingum úr sjóðnum og hvort þær samrýmist reglu- gerðinni um hann. Bréfið var tekið af stjórnarmönnum At- vinnutryggingasjóðs í fundar- lok samkvæmt ákvörðun Gunn- ars Hilmarssonar formanns sjóðsins. Spumingar ríkisendurskoðunar byggjast á því, að framlegð þess fyrirtækis, sem tekið var til skoð- unar og hefur fengið lán, sé ekki nægilega mikil til þess að borga upp lánið á 6 árum, eins og reglu- gerðin gerir ráð fyrir. Fyrirtækið, sem Ríkisendur- skoðun fékk til skoðunar, er Grandi hf., eitt best stæða fyrir- tækið af þeim 70, sem Atvinnu- tryggingasjóður hefur fjallað um. Morgunblaðið hafði samband við Halldór V. Sigurðsson ríkis- endurskoðanda í gærkvöldi. Ríkis- endurskoðandi staðfesti, að fyrir- ■spumimar í bréfinu til Atvinnu- tryggingasjóðs byggðust á ákveðnum forsendum sem væm skilgreindar samkvæmt reglu- gerðinni um sjóðinn. „Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar...“ 4DAGAR TIL JÓLA FJÓRIR DAGAR eru til jóla og í dag, þriðjudag, kemur jólasveinninn Bjúgnakrækir til byggða. Bjúgnakrækir heimsækir Þjóðminjasafnið klukkan 11 í dag. Formlegar viðræður hófust á laugardag milli fulltrúa stjórnar og stjómarandstöðu um breytingar á bráðabirgðalögunum og mikilvæg- ustu tekjuöflunarfrumvörpum ríkis- stjómarinnar, sem nú em til með- ferðar í neðri deild Alþingis. Stjóm- arandstaðan sameinaðist í efri deild um breytingartillögur við bráða- birgðalögin, m.a. um að Atvinnu- tryggingarsjóði yrði breytt í rekstr- ardeild við Byggðastofnun. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra Iagði til í viðræðum við stjórnarandstöðu að fjölgað yrði í stjóm Atvinnutryggingarsjóðs úr 5 í 8 og fengi stjómarandstaðan að tilnefna viðbótarmennina. Þá lagði hann til að sjóðnum yrði breytt í rekstrardeild við Byggðastofnun eft- ir ákveðinn tíma, eftir tvö ár, eða þegar hann héfði lokið hlutverki sínu samkvæmt bráðabirgðalögunum. Annar fundur þessara aðila var í gær. Sá fundur stóð aðeins í um hálftíma en að honum loknum sagði Stéingrímur Hermannsson við Morg- unblaðið að ekki hefði náðst saman, þótt ríkisstjómin hefði verið tilbúin til að ganga til móts við tillögur stjórnarandstöðu um Atvinnutrygg- ingarsjóðinn. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði að tillögur for- sætisráðherra, svo sem um ijölgun í stjórn Atvinnutryggingarsjóðs, hefðu ekki verið skref í áttina að hugmyndum sjálfstæðismanna held- ur frá þeim og því hlægilegt að koma fram með slíkt. Með því móti slitu þeir í raun viðræðunum. Ég harma þessa niðurstöðu og mér finnst hún sýna viljaleysi ríkisstjómarinnar og skeytingarleysi,“ sagði Þorsteinn. Þær hugmyndir voru uppi í gær að ríkisstjórnin hefði þegar tryggt sér stuðning einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar, aðallega úr Borgaraflokki, og því hefði samn- ingafundurinn leyst upp. Steingrím- ur Hermannsson neitaði þessu og sagði stjórnina hafa gengið alveg heiðarlega til viðræðnanna. Bráða- birgðalögin voru tekin til fyrstu umræðu í neðri deild í gær og í gærkvöldi, síðan vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar. Samkvæmt upplýsingum úr Borgaraflokknum munu þingmenn hans í neðri deild koma fram með sömu breytingartil- lögur við bráðabirgðalögin, og þeir settu fram í efri deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.