Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 80

Morgunblaðið - 20.12.1988, Side 80
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Á innfelldu myndunum eru Ingvar Bragason til vinstri og Sigurður Jónsson skipstjóri til hægri. Sóley á strandstað í Súgandafirði. Skipveijar af varðskipinu Tý í gúmmíbát. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Tveir menn björguðust er línubátur strandaði í Súgandafírði: Varð ekki var við neina breytingu fyrr en báturinn steytti á grunni - segir Sigurður Jónsson skipstjóri. Báturinn náðist af strandstað í gærkvöldi ísafirði. SÓLEY ÍS, 9 tonna línubátur frá Suðureyri, strandaði á leið í róður í gærmorgun innanvert á Galtartanga I mynni Súganda- Qarðar. Tveggja manna áhöfn bátsins komst ómeidd í land. Gúmmíbátur frá varðskipinu Tý sótti þá í fjöruna nokkru inn- an við strandstaðinn og voru þeir komnir til Suðureyrar um níuleytið í gærmorgun, rúmum þremur tímum eftir strandið. Báturinn náðist síðan af strandstað undir kvöldið í gær. Sigurður Jónsson skipstjóri Þeir voru á fótum um fimm- sagði í samtali við Morgunblaðið leytið. Þrátt fyrir vindsperring og að hann áttaði sig ekki á hvað þarna hefði farið úrskeiðis. Hann hefur stundað róðra frá Suðureyri síðustu 6—7 árin og gjörþekkir því leiðina. Með honum í þessum róðri var Ingvar Bragason, einnig reyndur sjómaður frá Suðureyri. éljagang var ákveðið að taka lóð- irnar og halda út. Eftir að hafa siglt í björtu eftir leiðarmerkjun- um út fjörðinn, stillti hann sjálf- stýringuna á venjulega stefnu út fjörðinn. Þá gerði dimmt él, svo ekki hafði hann landsýn eftir það. Hann var við opinn stýrishús- gluggann og fylgdist með sjólagi og veðri. Ekki varð hann var við neina breytingu fyrr en báturinn steytti á grunni. Jafnvel þá sást ekki til lands. Bátinn bar strax með öldunni upp í fjöruna, svo útilokað var að ná honum .út aftur. Síðan barst hann inn með stórgrýttri fjörunni að þeir telja nokkurn veg. Sigurð- ur kallaði strax í talstöðina og náði sambandi við mb. Ingimar Magnússon og náði skipstjóri hans sambandi við land. Skipstjórinn og útgerðarmað- urinn, Snorri Snorrason, fóru á strandstað um hádegisbilið í gær og skoðuðu bátinn. Þótt ótrúlegt megi virðast er skrokkurinn, sem er úr plasti, svo til óskemmdur eftir að hafa barist í fjörunni, en stýrisbúnaður var úr sambandi svo og botnstykki. Báturinn strandaði utarlega í Geltinum innanvert á svokölluðum Tanga eða Galtartanga. Það var álit manna að hefði báturinn strandað eins og 100 metrum utar hefði honum ekki verið bjargað. - Úlfar Atkvæðagreiðsla um bráða- birgðalögin væntanlega í dag Ríkisstjórnin vonast eftir stuðningi þingmanna Borgaraflokks ATKVÆÐI verða -væntanlega greidd um bráðabirgðalög ríkis- sljórnarinnar í neðri deild í dag, en samkomulag er um að hraða afgreiðslu frumvarps til staðfestingar þeirra gegnum fjárhags- og viðskiptanefiid deildarinéar svo hægt verði að taka þau til annarar umræðu. Þá kemur í ljós hvort lögin hafa þingmeirihluta í neðri deild, en samningaviðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um breyt- ingar á lögunum fóru út um þúfur í gær. Forystumenn stjórnar- flokkanna gera sér þó góðar vonir að einn eða fleiri þingmenn Borgaraflokksins sitji hjá við afgreiðslu málsins. Atvinnutrygg- ingasjóður: Samræmast lánveitmgar ekki reglu- gerðinni? Bréf Ríkisendur- skoðunar flar- lægt úr höndum sljórnarmanna RÍKISENDURSKOÐUN sendi Atvinnutryggingasjóði bréf fyr- ir síðustu helgi um réttmæti lánveitinga Atvinnutrygginga- sjóðs samkvæmt reglugerðinni um sjóðinn. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins beinast spurningar Ríkisendurskoðun- ar að lánveitingum úr sjóðnum og hvort þær samrýmist reglu- gerðinni um hann. Bréfið var tekið af stjórnarmönnum At- vinnutryggingasjóðs í fundar- lok samkvæmt ákvörðun Gunn- ars Hilmarssonar formanns sjóðsins. Spumingar ríkisendurskoðunar byggjast á því, að framlegð þess fyrirtækis, sem tekið var til skoð- unar og hefur fengið lán, sé ekki nægilega mikil til þess að borga upp lánið á 6 árum, eins og reglu- gerðin gerir ráð fyrir. Fyrirtækið, sem Ríkisendur- skoðun fékk til skoðunar, er Grandi hf., eitt best stæða fyrir- tækið af þeim 70, sem Atvinnu- tryggingasjóður hefur fjallað um. Morgunblaðið hafði samband við Halldór V. Sigurðsson ríkis- endurskoðanda í gærkvöldi. Ríkis- endurskoðandi staðfesti, að fyrir- ■spumimar í bréfinu til Atvinnu- tryggingasjóðs byggðust á ákveðnum forsendum sem væm skilgreindar samkvæmt reglu- gerðinni um sjóðinn. „Níundi var Bjúgnakrækir, brögðóttur og snar...“ 4DAGAR TIL JÓLA FJÓRIR DAGAR eru til jóla og í dag, þriðjudag, kemur jólasveinninn Bjúgnakrækir til byggða. Bjúgnakrækir heimsækir Þjóðminjasafnið klukkan 11 í dag. Formlegar viðræður hófust á laugardag milli fulltrúa stjórnar og stjómarandstöðu um breytingar á bráðabirgðalögunum og mikilvæg- ustu tekjuöflunarfrumvörpum ríkis- stjómarinnar, sem nú em til með- ferðar í neðri deild Alþingis. Stjóm- arandstaðan sameinaðist í efri deild um breytingartillögur við bráða- birgðalögin, m.a. um að Atvinnu- tryggingarsjóði yrði breytt í rekstr- ardeild við Byggðastofnun. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra Iagði til í viðræðum við stjórnarandstöðu að fjölgað yrði í stjóm Atvinnutryggingarsjóðs úr 5 í 8 og fengi stjómarandstaðan að tilnefna viðbótarmennina. Þá lagði hann til að sjóðnum yrði breytt í rekstrardeild við Byggðastofnun eft- ir ákveðinn tíma, eftir tvö ár, eða þegar hann héfði lokið hlutverki sínu samkvæmt bráðabirgðalögunum. Annar fundur þessara aðila var í gær. Sá fundur stóð aðeins í um hálftíma en að honum loknum sagði Stéingrímur Hermannsson við Morg- unblaðið að ekki hefði náðst saman, þótt ríkisstjómin hefði verið tilbúin til að ganga til móts við tillögur stjórnarandstöðu um Atvinnutrygg- ingarsjóðinn. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins sagði að tillögur for- sætisráðherra, svo sem um ijölgun í stjórn Atvinnutryggingarsjóðs, hefðu ekki verið skref í áttina að hugmyndum sjálfstæðismanna held- ur frá þeim og því hlægilegt að koma fram með slíkt. Með því móti slitu þeir í raun viðræðunum. Ég harma þessa niðurstöðu og mér finnst hún sýna viljaleysi ríkisstjómarinnar og skeytingarleysi,“ sagði Þorsteinn. Þær hugmyndir voru uppi í gær að ríkisstjórnin hefði þegar tryggt sér stuðning einstakra þingmanna stjórnarandstöðunnar, aðallega úr Borgaraflokki, og því hefði samn- ingafundurinn leyst upp. Steingrím- ur Hermannsson neitaði þessu og sagði stjórnina hafa gengið alveg heiðarlega til viðræðnanna. Bráða- birgðalögin voru tekin til fyrstu umræðu í neðri deild í gær og í gærkvöldi, síðan vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar. Samkvæmt upplýsingum úr Borgaraflokknum munu þingmenn hans í neðri deild koma fram með sömu breytingartil- lögur við bráðabirgðalögin, og þeir settu fram í efri deild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.