Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐv ÞRIBJUDAGUR 20. DESEMBER '1988 Albert Guðmundsson verður sendiherra í París: Mun nota mín persónulegu sam- bönd Islandi til framdráttar Gerir tillögn um Inga Björn Albertsson sem varaformann. Kosningar í vor eða nýjar stjórnarmyndunarviðræður segir Júlíus Sólnes tilvonandi formaður ALBERT Guðmundsson formaður Borgaraflokksins tilkynnti Jóni Bald- vin Hannibalssyni utanríkisráðherra á sunnudagsmorgun að hann vildi þiggja boð um að gegna stöðu sendiherra íslands í Frakklandi með aðsetur i París. Albert sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði boðið Óla Þ. Guðbjartssyni að velja í milli þess að verða varafor- maður flokksins eða taka við formennsku þingflokksins. ÓIi hefði val- ið formennsku þingflokksins og þvf sagðist Albert ætla að leggja til við aðalstjórn flokksins, að sonur hans, Ingi Björn Albertsson taki við varaformannsstöðu flokksins, þegar Júlfus Sólnes tekur við formennsk- unni. Benedikt Bogason kemur inn á Alþingi fyrir Albert og Ásgeir Hann- es Eiríksson verður fyrsti varamaður. Albert Guðmundsson var spurður um framtíð Borgaraflokksins eftir að hann lætur af embættum flokks- ins og þingmennsku og flyst til París- ar. Hann segir ekki ástæðu til að ætla annað en að Borgaraflokkurinn haldi áfram að dafna, enda sé hann með góða stefnuskrá og hæfa menn til að framfylgja henni. ' Albert kveðst hafa heyrt þess get- ið að breytingar verði á hlutverki og vægi sendiráðsins í París með tilliti til samninga við Evrópubandalagið. „Ég hef heyrt að sendiráð íslands í Frakklandi komi til með að hafa ein- hver afskipti af undirbúningi þátt- töku íslands í Efnahagsbandalaginu, en það starf hlýtur að hvíla aðallega Júlíus Sólnes á Briissel þó að það hvíli að ein- hveiju leyti á sendiráðinu f Frakkl- andi. Kannski að verulegu leyti. VEÐURHORFUR íDAG, 20. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Grœnlandi er 1017 mb hæð, en skammt vest- ur af Hvarfi er 970 víðáttumikil Isegð sem hreyfist norður og um 300 km suð suð-austur af Hvarfi er að myndast ný lægð sem mun hreyfast aust-norð-austur. Veður fer hlýnandi þegar kemur fram á nóttina, en kólnar aftur þegar líður á morgunínn. SPÁ: Gengur f allhvassa eða hvassa vestan- og suðvestan átt í fyrramálið, en skammt út af Vestfjörðum verður norðaustan storm- ur. Á Austurlandi lóttir til en annars verða snjó- eða slydduél um mikinn hluta landsins. Heldur kólnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Vestan- og norðvest- anótt, víðast kaldi og smá él sunnan og vestanlands. Norðaniands verður hæg austan- og norðaustanótt með smá éljum en hæg- viðri og að mestu úrkomulaust austanlands. Hiti 4-6 stig. TÁKN: o ► Heiðskírt Léttskýjað Hátfskýjað A ' Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hrtastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V Él -— Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —}- Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hltl 0 1 veður skýjað láttskýjað Bergen 3 skýjað Helsinkl +10 skýjað skúr Kaupmannah. 5 Narasarsauaq B úrkoma Nuuk +6 alskýjað Osló +3 skýjað Stokkhólmur +2 skýjað Þórshöfn 4 skúr Algarve 15 heiðskfrt Amsterdam 9 skúr Barcelona 8 mistur Bertin +6 skúr Chicago +3 heiðskfrt Feneyjar 1 þokumóða Frankfurt 8 rigning Glasgow 7 skúr Hamborg 6 skúr Las Palmas London 11 vantar léttskýjað Los Angeles 8 léttskýjað Lúxemborg 7 rigning Madríd 5 heiðskfrt Malaga 15 Mttskfjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal +11 alskýjað NewYork +2 alskýjað Orlando 1 heiðskfrt París 10 alskfjað Róm 10 hálfskýjað San Diego 11 skýjað Vin 7 rignlng Washington +2 hálfskýjað Winnipeg +5 alskýjað Ingi Björn AJbertsson Ástæðan er sú að Frakkamir eru mjög sterkir aðilar í Efnahagsbanda- laginu." Albert var spurður hvort hann hafi beitt sér fyrir áherslubreytingum á starfi sendiherrans í París. „Ég kem til með að reyna að nota mín persónuleg sambönd við ráðamenn þama úti til þess að skapa velvilja og skilning á málstað íslands, það er nú aðallega á þeim vettvangi sem ég get beitt mér. Ég mun gera það eftir því sem utanríkisráðuneytið og utanríkisráðherra óska eftir." Breytingin kom á óvart Morgunblaðið ræddi við Harald Kröyer sendiherra í gærmorgun. Hann var þá nýbúinn að frétta að Albert ætlaði að taka boði um stöð- una. Hann var spurður hvort það hefði komið honum á óvárt þegar fyrst var farið að ræða um að Al- bert tæki við stöðu hans. „Það er ekki hægt að segja núna að þetta komi mér á óvart, það er búið að ræða svo lengi og mikið um þetta en, það gerði það, já,“ sagði hann. Haraldur segir að svo hafi talast til milli sín og Steingríms Hermanns- sonar fyrrverandi utanríkisráðherra að það væri eðlilegast að Haraldur gegndi stöðunni þar til hann nær eftirlaunaaldri. „Það eru ekki nema tvö ár sem ég á eftir núna af mínu tímabili þangað til ég fer á eftirlaun. Það var engum fastmælum bundið, en ég átti svona frekar von á því.“ Haraldur kvaðst ekki hafa vitn- eskju um hvert hann eigi að fara frá París né heldur hvenær sendiherra- skiptin verða. Honum vár ekki heldur kunnugt um að fyrir dyrum stæðu breytingar á starfsemi eða hlutverki sendiráðsins í París. Breyttir starfshættir sendiráða á döfinni „Það er unnið að tillögum um breytingar á starfsháttum sendiráða út frá tveimur meginatriðum," sagði Albert Guðmundsson Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra. „í fyrsta lagi Efnahags- bandalagsmálinu og í öðru lagi hlut- verki þeirra við viðskiptaþjónustu og markaðsöflun. Það á við um sendi- ráðin öll í heild. Að því er varðar Efnahagsbandalagsmálið, þá er í fjárlögum gert ráð fyrir styrkingu á starfsemi þeirra sendiráða sem bera þá starfsemi uppi. Það eru aðallega Briissel, Genf og að hluta til París.“ Jón sagði ekki liggja ljóst fyrir hvert Haraldur Kröyer færi frá París, né heldur um aðrar hugsanlegar mannabreytingar í utanríkisþjón- ustunni. Það mál væri athugað í heild og niðurstaðna að vænta um leið og tillögur eru væntanlegar um viðskiptaþjónustuna. „Það verður væntanlega snemma á næsta ári,“ sagði utanríkisráðherra. Kosningar í vor eða ný stjórnarmyndun Júlíus Sólnes tekur við for- mennsku í Borgaraflokknum af Al- bert Guðmundssyni. Júlíus segir ekki að vænta stefnubreytingar hjá Borg- araflokknum. „Á þessum stutta tíma sem við höfum verið til, höfum við mótað ákveðna stefnu sem við mun- um halda áfram að standa fyrir. Við erum öll sammála um það að Borgar- flokkurinn er kominn til þess að vera og hann er nauðsynlegur í íslenskum stjómmálum til þess að veita gömlu flokkunum aðhald." Júlíus var spurður hvort afstaða Borgaraflokksins til ríkisstjómarinn- ar breyttist við brottför Álberts og hvort líkur væru á að flokkurinn muni ganga til stuðnings við ríkis- stjómina, jafnvel stjómarsamstarfs. Hann segir Borgaraflokkinn ávallt hafa verið reiðubúinn til þess að taka þátt í stjómarmyndunarviðræðum. „Ég vil ekki útiloka það, að ef yrði boðið til formlegra stjómarmyndun- arviðræðna til myndunar nýrrar ríkisstjómar, að við tækjum þátt í slíku. En við höfum hins vegar marg lýst því yfir að við munum ekki að óbreyttu ganga beint inn í þessa ríkisstjóm eins og sumir hafa haldið. Það kemur ekki til mála.“ Um möguleika ríkisstjómarinnar sagði Júlíus að hún ætti tveggja kosta völ. „Ég fæ ekki séð að stjóm með svona veikan meirihluta eða nánast engan meirihluta á bak við sig geti starfað til lengdar. Ég held að það sé alveg útilokað. Ég held að ekki sé nema um tvo kosti að velja, annað hvort endar þetta með kosningum einhvem tíma á útmán- uðum eða þá að það verður að semja um nýja stjóm og reyna að finna annan meirihluta." Misjöfiijólaös JÓLAÖSIN SÍÐASTA laugardag fyrir jól var misjöfn eftir borgar- hlutum. Mikið var að gera í Kringlunni og á Laugaveginum en minna í Kvosinni. Einar Ingi Halldórsson fram- kvæmdastjóri Kringlunnar segir að mikið hafi verið að gera hjá þeim að undanfömu, góð aðsókn og góð verslun. Laugardagurinn var þar engin undantekin og seg- ir hann að meira hafi verið að gera þá en síðasta laugardag fyr- ir jól í fyrra. Telur hann að það sé einkum að þakka því að bfla- stæðum við Kringluna hefur fjölg- að nokkuð. Ásbjöm Egilsson fram- kvæmdastjóri samtakanna Gamli miðbærinn segir að hann hafi haft samband við um 30 verslanir nú eftir helgina. Á laugardag hafi verið mjög mikið að gera um allan Laugaveginn. Umferðin hófst þó seinna en venjulega eða uppúr hádegi vegna veðurs. Hvað Laugaveginn varðar segir Ásbjöm að umferðin hafi ekki verið síðri en síðasta laugardag fyrir jól í fyrra. Hann sagði hins vegar ekki sömu sögu að segja úr Kvosinni eða af svæðinu vestan við göngu- götuna. Þar hafi verið rólegri verslun en á Laugaveginum og þetta hafi. menn óttast þar sem ekki hafi fengist í gegn að opna göngugötuna fyrir bílaumferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.