Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 Kaupmáttur hefur aukist um 4% frá gerð þj óðar sáttarinnar ÞRÓUN kaupmáttar hélst svo til óbreytt á fyrstu þremur ársfjórðung- um árið 1990 en jókst síðan nokkuð á þeim fjórða og ennfrekar á fyrsta ársfjórðungi 1991. Heildaraukning kaupmáttar á þessu árstímabili er tæp 4%. Vinnutími verkafólks styttist en vinnutími afgreiðslufólks lengist. Þessar upplýsingar. koma fram í tilkynningu sem Kjararannsóknar- nefnd hefur sent frá sér og eru niðurstöður nefndarinnar fyrir fyrsta heila árið frá gerð þjóðarsátt- arsamninganna. Greitt tímakaup landverkafólks í Alþýðusambandinu hækkaði að meðaltali um 10% frá fyrsta árs- Skagafjörður: Heimsókn forsetans hefst í dag OPINBER heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, í Skagafjarðarsýslu og Sauðár- krókskaupstað, hefst í dag, en henni lýkur á sunnudaginn Heimsóknin hefst klukkan níu árdegis með móttökuathöfn á Alex- andersflugvelli við Sauðárkrók. Þar verður tekið á móti forsetanum og mun Þorsteinn Ásgrímsson oddviti héraðsnefndar flytja ávarp en karlakórinn Heimir syngur nokkur lög. Að því loknu verður ekið að tónlistarskólanum þar sem snæddur verður morgunverður af hlaðborði í boði matvælaframleiðenda í Skagafirði. Þaðan verður farið upp á Nafir og gróðursett tré í Sauðár- gili. Þá verður haldið í Safnahús Skagfirðinga og opnuð sýning á málverkum skagfirskra listamanna. í hádeginu munu íbúar Lýtings- staðahrepps bjóða forsetanuin í hádegisverð í félagsheimilinu Ás- garði en þaðan verður ekið að Arn- arstapa og minnismerki um Steph- an G. Stephansson skoðað. Því næst verða skátar heimsóttir í skála í nágrenninu og gróðursett með þeim tré, en síðan verður kirkjan á Víðimýri skoðuð. Að því loknu verð- ur forsetinn í samsæti með íbúum Staðar- Seylu- og Akrahrepps í fé- lagsheimilinu Miðgarði, en dag- skránni í dag lýkur með kvöldverð- arboði bæjarstjómar Sauðárkróks í Hóteli Mælifelii. fjórðungi 1990 til fyrsta ársfjórð- ungs 1991. Á sama tíma hækkaði framfærsluvísitalan um tæp 6%. Kaupmáttur jókst því um 4%. Hluta af þessari hækkun má rekja til aukins hlutfalls bónusgreiðslna í greiddu tímakaupi. Mánaðartekjur, þ.e. heildarlaun með yfirvinnu, hækkuðu á sama tímabili um 9% og kaupmáttur heildartekna því um 3%. Meðalvinn- utími hjá landverkafólki innan ASÍ styttist um tæþa hálfa klukkustund á viku að meðaltali á sama tímabili og því eykst kaupmáttur heildar- tekna heldur minna en kaupmáttur greidda tímakaupsins. Vinnutími styttist um 0,4 stundir frá fyrsta ársfjórðungi 1990 til sama tíma þessa árs. Vinnutími heldur samkvæmt þessu áfram að styttast, en á árinu 1990 styttist hann um 0,4 stundir miðað við árið áður. Slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1988. Vinnutími afgreiðslu- fólks hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Afgreiðslukonur í fullu starfi vinna nú að jafnaði þremur tímum lengri vinnuviku en verkakonur og afgreiðslukarlar ein- um tíma skemur en verkakarlar. , Davíð Oddsson tekur á móti Igor Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna, í ráðherrabústaðnum í gær. Að baki þeirra eru Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytissljóri og Helga Jónsdóttir skrifstofustjóri. Davíð Oddsson, forsætisráðherra: Stjórnmálasamband tekið upp við Eystrasaltsríkin á næstunni Viðurkenning á fullveldi Rússlands skoðuð DAVlÐ Oddsson forsætisráðherra skýrði Igor Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, frá því í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið að árétta viðurkenningu á sjálfstæði Eistlands og Lettlands og að hún tæki upp formlegt stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú, ef þau óskuðu þess, innan skamms. Sovéski sendiherrann greindi forsætisráðherra frá því að viðurkenning á sjálfstæði ríkjanna bryti í bága við sovésk lög. Igor Krasavin sendiherra óskaði eftir fundi með forsætisráðherra í gær til að koma á framfæri munn- legri tilkynningu frá ríkisstjórn Sov- étríkjanna um stöðu mála í landinu. Sendiherrann skýrði Davíð Odds- syni frá því að ríkisstjórn Sovétríkj- anna legði áherslu á að Vesturlönd ryfu ekki efnahagsleg tengsl við Sovétríkin á þessum tíma þar sem nú sé mikið í húfi. Davíð sagði að hann hefði fyrir hönd ríkisstjórnar íslands fagnað því að rétt stjóm- völd væru komin til valda á ný í Sovétríkjunum. Davíð sagði að sendiherrann hefði verið beðinn um að skýra so- véskum stjómvöldum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar um við- urkenningu á sjálfstæði Eistlands og Lettlands, með sama hætti og hún hefði viðurkennt Litháen. Hann sagði að á næstunni yrði unnið að því í samræmi við ályktun Alþingis að taka upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin þrjú. Lára Margrét Ragnarsdóttir Alþingmaður: Þriðjungnr lettneskra þingmanna ákærður fyrir stuðning við valdaránið ísland hefur sérstöðu á þingmannafundi við Eystrasalt „ÍSLAND hefur sérstaka stöðu á þessum fundum, okkur hefur verið afar vel fagnað og mér kom á óvart hve mjög fólk er þakk- látt hér fyrir aðgerðir íslenskra sljórnvalda í sjálfstæðismálum Eystrasaltslandanna,“ segir Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingis- maður sem sækir þingmannaráðstefnu þar ásamt Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni. Lára Margrét segir að skriðdrekar séu horfnir af götum Rígu og Vilníus, en fólk sé varkárt. Talið sé að þriðjung- ur þingmanna Lettlands hafi stutt hina misheppnuðu valdaránstil- raun í Sovétríkjunum. Þeir verði sóttir til saka. Þá segir Lára að tæki sjónvarpstöðvarinnar í Vilníus hafi verið eyðilögð og nú skorti fjármagn til að endurnýja búnað svo hefja megi sendingar á ný. Talið sé að vitni hafi fundist að morðum landmæravarða þar fyrir nokkru. Lára Margrét og Jóhannes sátu fund 40 þingmanna frá Vestur- löndum í Rígu í gær og héldu til. Vilníus um kvöldið. Þar verður gengið frá lokaályktun í dag, þeg- ar nákvæmlega 52 ár eru liðin frá undirritun samnings Þjóðverja og Sovétmanna sem fól í sér innlimun Eystrasaltsríkja í Sovétríkin. Eld- ar verða kveiktir í löndunum þremur til að minnast „svart- borðadagsins" og milli þeirra mynduð brennandi keðja. Sérstaða íslendinganna á fund- unum felst í að þeir eru fulltrúar Aiþingis, sem allt styður sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltslanda. Aðrir þingmenn eru að sögn Láru Lára M. Ragnarsdóttir Margrétar úr áhugahópum um málið innan þinganna. Hún segir mikið hafa verið fagnað á fundin- um þegar hún greindi frá síðustu yfirlýsingum forsætis- og utanrík- isráðherra íslands um Eystra- saltslönd. Lára Margrét segir að enn séu vegatálmar við þjóðþingin í Lett- landi og Litháen, ekki sé fundað í þeim húsum vegna hættunnar sem enn vofi yfir. „Svarthúfur eru ennþá á ferli, ívið fleiri í Litháen en Lettlandi. Mér er sagt að nú sé talið vitað hverjir myrtu landa- mæraverði í Litháen fyrr í sumar. Þá hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir að um þriðjungur þingmanna í Rígu hafi stutt valdaránsaðgerð- ir á mánudaginn. Verið var að kalla saman Hæstarétt Lettlands í gær til að fjalla um ákærur á hendur þeim sem liggja undir grun.“ Davíð kvaðst í sambandi við Eystrasaltsríkin hafa vísað til þess að atburðirnir sem nú hefðu gerst hlytu að breyta afstöðu Sovétríkj- anna í þessum efnum og að Borís Jeltsín, sem hefði í raun bjargað sovésku stjórnarskránni, hefði ályktað og hvatt til þess að Vestur- lönd viðurkenni Eystrasaltslöndin sem sjálfstæð ríki. „Við getum ekki trúað því að sá aðili sem hafí bjargað sovésku stjórnarskránni og stöðu Sovétríkj- anna myndi mæla með slíku ef hann teldi það brot á stjórnar- skránni. Við sögðumst einnig von- ast til þess að þessi ákvörðun ís- lands yrði ekki miskilin. Við vildum eiga mjög gott samstarf við Sovét- ríkin eins og við höfum átt og við teldum ekki að þessar ákvarðanir beindust á neinn hátt gegn Sovét- ríkjunum,“ sagði Davíð. Davíð sagði að á næstu dögum yrði lokið við tæknilega vinnu í ut- anríkisráðuneytinu við að taka upp stjórnmálasamband við Eystra- saltsríkin og kvaðst hann ekki eiga von á miklum töfum í þeim efnum. Davíð skýrði Krasavin einnig frá því að íslenska ríkisstjórnin hlyti að hugleiða yfirlýsingar forystu- manna rússneska lýðveldisins um fullveldi þess og hvort ekki væri eðlilegt í framhaldinu að Rússland yrði viðurkennt sem fullvalda ríki. Sú ákvörðun hefði enn ekki verið tekin en ríkisstjórnin hefði hlýtt gaumgæfilega á yfirlýsingar Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sem og utanríkisráðherra rússneska sam- bandslýðveldisins. „Ég á kannski ekki beint von á því að önnur lýðveldi Sovétríkjanna leiti eftir viðurkenningu okkar en við því má þó búast, að þegar at- burðirnir gerast með þessum hætti, og meira segja Rússland er farið að leita eftir viðurkenningu, þá komi önnur ríki í kjölfarið. Það verð- ur metið í hvetju falli fyrir sig en ég á ekki von á því að það verði veruleg fyrirstaða af okkar hálfu í þeim efnurn," sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.