Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 44

Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 44
Hengifossgil: Ungur Þjóð- verji hrapar til bana NÍTJÁN ára gamall Þjóðverji lést þegar honum skrikaði fótur í skriðu í Hengifossgili í Fljótsd- al í gær. Hann hrapaði 4 metra og var látinn þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn- var á ferðalagi hér á landi með átta löndum sínum og héldu- félagar hans af landi brott með feijunni Norrænu í gærmorg- un. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum hrapaði maðurinn niður af syllu um flóra metra og er'talið að hann hafi látist samstundis. Að sögn lögreglu hafði maðurinn ^iekið sig út úr hópnum og valið erfiðari leið yfir gilið og líklega skrikað fótur í lausamöl og fallið niður. Héðinn hóf titilvörnina með vinningi FJÓRUM skákum af sex á Skák- þingi íslands lauk með jafntefli er fyrsta umferð mótsins var tefld í gær. Héðinn Steingrímsson vann Halldór Grétar Einarsson í 46 leikjum og Helgi Ólafsson sigraði Helga Áss Grétarsson í 41 leik. Héðinn er Islandsmeistari frá því í fyrra. Onnur umferð á Skákþingi íslands verður tefld í dag og hefst hún í Garðaskóla kl. 17. Öðrum skákum á mótinu lauk með jafntefli. Skák þeirra Jóns L. Árna- sonar og Jóhanns Hjartarsonar lauk eftir 27 leiki, skák þeirra Karls Þor- steins og Þrastar Þórhallssonar eftir , ^24 leiki, skák Sigurðar Daða Sigfús- sonar og Snorra Bergssonar eftir 46 leiki og skák þeirra Róberts Harðar- sonar og Margeirs Péturssonar eftir 63 leiki. Kínverskur refur horfir að- dáunaraugum á danska dúkku á íslenskum búningi. * Islenskir minjagripir Um það bil 75% af minjagrip- um sem seldir eru hér á landi eru innfluttir. Að sögn íslensks ^ fararstjóra eru ferðamenn, sem hingað koma, hins vegar sann- færðir um að þeir minjagripir, sem þeir kaupa, séu framleidd- ir hér á landi. Af þeim inn- fluttu minjagripum, sem seldir eru hérlendis, eru flestir fram- leiddir í Þýskalandi, Danmörku og á Ítalíu. Sjá bls. 8 í B- ~3 blaði: íslenskir minjagripir eru útlenskir. — svo vel sétryggt FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Morgxinblaðið/KGA Lyftuopið í Þjóðarbókhlöðunni sem Þórarinn féll niður um. Sjá má rafmagnssnúruna sem hann greip í í fallinu efst á myndinni. Lítt slasaður eftir tólf metra fall niður um lyftuop: Hann féll öskrandi fram hjá okkur - segir félag-i hans sem fylgdist með slysinu „HANN hljóp upp til að slaka til okkar rafmagnssnúru. Síðan heyrðum við brothljóð, og sáum hann koma öskrandi niður opið og fram hjá okkur,“ sagði Ein- ar Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið, en vinnufélagi hans, Þórarinn Þórarinsson, féll 12 metra niður um lyftuop í Þjóðarbókhlöðunni í gær. Honum bar saman við lækna sem rannsökuðu Þórarin í gær- kvöldi að kraftaverk sé að hann skuli hafa sloppið lítið meiddur, en heimildir Morgunblaðsins herma að hann hafi fingur- brotnað og marist við fallið. Þórarinn hafnaði í steinsteyptri gryfju. Atvikið átti sér stað laust eftir klukkan fimm í gærdag, er piit- arnir ætluðu að hífa rafmagns- töflu úr kjallara bókhlöðunnar upp á þriðju hæð, og þaðan féll Þórar- inn. Félagar hans voru á jarðhæð, en lyftuopið endar í gryfju í kjall- ara hússins. „Hann rann á plasti sem var á stigapallinum og hras- aði að lyftuopinu," sagði Einar ennfremur. Við opið var fyrirstaða úr léttu timbri sem gaf sig undan þunga Þórarins. „Hann náði sem betur fer að grípa tvisvar í raf- magnssnúruna í fallinu, og það hefur líklega tekið af honum fall- ið,“ sagði Einar. „Við hringdum samstundis á sjúkrabíl og lög- reglu. Það er ótrúlegt, en hann var farinn að gera að gamni sínu strax á leiðinni út í sjúkrabílinn." Þórarni var ekið með hraði á slysadeild Borgarspítalans, þar sem hann var rannsakaður fram á kvöld. Um klukkan átta var endanlega ljóst að meiðsli hans voru aðeins smávægileg, en hon- um var haldið á Borgarspítalanum í nótt þar sem hann mun gangast undir lítilvæga aðgerð í dag. Þór- arinn vildi ekki tala við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Ólafur Egilsson hittir starfandi utanríkisráðherra Rússlands: Hlýtur hugmynd Jeltsíns um rík- isstjóm forseta lýðveldanna byr? ÓLAFUR Egilsson sendiherra íslands í Moskvu átti síðdegis í gær fund með Andrei V. Fedorov starfandi utanríkisráðherra lýðveld- isins Rússlands. Þeir ræddu núverandi stöðu mála í Sovétríkjunum og á hvern hátt líklegt væri að þróunin yrði næstu daga. Ólafur segir að óhjákvæmilegt verði að taka aukið tillit til Borísar Jeltsíns forseta Rússlands. Ein þeirra spurninga sem vakni sé hvort nú hljóti byr undir vængi hugmynd Jeltsíns, um að ný ríkis- stjórn Sovétríkjanna verði skipuð forsetuin lýðveldanna. Ölafur Egilsson segir ljóst að í vændum séu miklar breytingar í Sovétríkjunum, margt verði end- urskoðað í umræðum ráðamanna á næstu dögum í ljósi þess sem gerst hafi. Meðal annars eigi margir von á að staða Eystrasaltsríkjanna breytist, einkum eftir að sam- bandslagamál verði til lykta leidd. Fram hafi komið gagnrýni á sam- bandslagasamninginn eins og hann hafi Iegið fyrir þegar ætlun- in var að skrifa undir. Lýðveldin hafi ekki talið sig fá nægilegt svigrúm til að fjalla um samning- inn. Fram kom á blaðamannafundi Gorbatsjovs í gær að hann myndi ræða við forseta lýðveldanna um sambandslögin í dag. Islenski sendiherrann segir að staða Borísar Jeltsíns sé vissulega sterk og athyglin beinist að sam- starfi hans og Míkhaíls Gorbatsj- ovs við stjórnvölinn. Nú hafi losn- að mikilvægir ráðherrastólar í so- vésku ríkisstjórninni og raunar sé ljóst að ný ríkisstjórn hljóti að verða mynduð áður en langt um líður. Menn hljóti að spyija hvort hugmyndin um ríkisstjórn forseta lýðveldanna verði ofan á eða mynduð verði einhverskonar sam- steypustjórn. Æðsta ráð sovéska þingsins kemur að sögn Ólafs saman á mánudag. Hann segir að hópur harðlínumanna virðist þegar vera farinn að reyna að milda áfallið sem afturhaldsöflin í kommúnista- flokknum hafí orðið fyrir. Sojus-hópurinn svonefndi reynir þannig samkvæmt heimildum blaðsins að koma í veg fyrir stór- átök, þeim er hentast að sem minnst verði gert úr hlut ýmissa forystumanna flokksins í atburð- um síðustu daga. Stefán Lárus Stefánsson sendi- ráðsritari ræddi við rússneska ráð- herrann ásamt Ólafí Egilssyni. Ólafur kveðst hafa greint Jóni Baldvini Hannibalssyni frá efni fundarins þegar eftir að honum lauk, en telur sér ekki fært að skýra nánar frá því í fjölmiðlum að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.