Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 19 Mauno Koivisto, forseti Finn- lands. halda að góð samskipti þeirra við Rússland gætu haft góð áhrif á sjálf- stæðishorfur ríkjanna þriggja. Meri utanríkisráðherra hefur dval- ist í Finnlandi þá daga sem valdarán- ið stóð yfir í Moskvu. Hann var einn- ig útnefndur sem formaður væntan- legrar útlagastjórnar Eistlendinga. Meri segist ætla að senda samsvar- andi beiðni um viðurkenningu til allra aðildarríkja Ráðstefnunnar um ör- yggi og samstarf í Evrópu (RÖSE). samskiptum við Finna. Forsetinn kvaðst vona að Finnar þyrftu ekki að taka ákvörðun um það við hvaða yfirvöld mætti hafa við- skipti. Þetta væri nýtt vandamál því hingað til hefðu Finnar ekki gert greinarmun á Sovétríkjunum og Rússlandi sem nágrönnum. Spurning^u um hvort hann hafi reynt að ná sambandi við valda- ránsklíkuna eða við Míkhaíl Gorb- atsjov þessa daga svaraði Koivisto neitandi. Attmenningarnir í Kreml hefðu hins vegar sent fmnsku ríkisstjórninni og liklega öðrum ríkisstjórnum bréf þar sem meðal annars hafi verið tekið fram að Gorbatsjov væri ekki í hættu. Þessu kvaðst Koivisto hafa treyst en hann bætti við að persónulega hafi hann auðvitað haft áhyggjur af örlögum Gorbatsjovs. Kynni þeirra hófust áður en Gorbatsjov varð leiðtogi kommúnistaflokksins og forseti Sovétríkjanna og hafa verið góð. Úkraínska þingið; Vilja bráða- birgðastjóm Kænugarði. Reuter. LEIÐTOGAR úkraínska þingsins komu saman í gær og tilkynntu að þeir ætluðu að stofna sérstakar þjóðvarðliðasveitir í lýðveldinu og kröfðust þess að fá vald yfir þeim sovésku hersveitum sem þar eru. Þeir kröfðust þess einnig að bráðabirgðastjórn, sem yrði afar frábrugðin þeirri núverandi, yrði mynduð í Moskvu til að koma í veg fyrir að valdarán endurtaki sig. Ákveðið var að halda sérstakan neyðarfund á morgun til að endur- skipuieggja vamir lýðveldisins. Þar mun einnig verða rætt að taka upp annan gjaldmiðil en rúbluna í land- inu. Afstaða úkraínskra ráðamanna til valdaránsins skiptist í þijú hom. Sumir þingfulltrúar studdu valdarán- ið, aðrir fordæmdu það og enn aðrir tóku ekki afstöðu til þess. Kravtsjúk lýsti þó yfir andstöðu við neyðar- nefndina eftir nokkuð hik. Sagði hann í gær að sovéska sjónvarpið hefði klippt viðtal við sig fyrr í vik- unni með þeim hætti að raunveruleg afstaða hans hefði ekki komið fram. Hann sagði einnig að eftir tveggja daga fundahöld hefðu 15 af 25 full- trúum í forsætisnefnd landsins stutt yfirlýsingu þess efnis að tilskipanir neyðarnefndarinnar myndu ekki virt- ar. Jafnframt sagði hann að fulltrúar ráðsins yrðu nú að gera grein fyrir atkvæði sínu. Flestar þjóðir fagna endurkomu Gorbatsjovs: Kohl hvetur til aukins stuðnings við umbætur í Sovétríkjunum Almenn varkárni ríkjandi varðandi fjárstuðning Vesturlanda George Bush Bandaríkjaforseti ræðir við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga í síma eftir valdaránið hafði misheppnast og Gorbatsjov hafði aftur tekið við völdum. London, Brussel, París, Bonn, Havana. Reuter. FLESTIR leiðtogar heimsins fögnuðu í gær endurkomu for- seta Sovétríkjanna, Míkhails Gorbatsjovs, í embætti sitt. Var- kárni gætti þó í yfirlýsingum manna um beinan fjárstuðning við á hans, en Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, gekk þó lengst í viljayfirlýsingum sínum um stuðning Sovétmönnum til handa. í viðtali á þýskri sjónvarpsstöð sagði Kohl: „Heimskulegasta stefna okkar nú, væri að halda að okkur höndum eins og áhugasamir áhorf- endur og spyija: Hvað ætla þeir að gera í Moskvu?“ Síðan 1989 hafa Þjóðveijar veitt eða gefið loforð um aðstoð upp að 60 milljörðum marka, en þeir telja sig standa í mikilli þakkarskuld við Gorbatsjov eftir sameiningu þýsku ríkjanna, sem Sovétmenn hindruðu ekki. „Sú stað- reynd að þeir [Sovétmenn] vörðust svo hetjulega tilrauninni til valda- ráns, gefur þeim rétt á að fá gríðar- lega aðstoð,“ sagði ráðuneytisstjóri kanslaraskrifstofunnar, Rudolf Seiters. George Bush Bandaríkjaforseti, fagnaði sigri lýðræðisaflanna, og taldi að samband Sovétríkjanna og Bandaríkjanna myndi styrkjast við þessa atburði. Hættunni á valda- töku afturhaldsmanna væri afstýrt. Bush hefur fengið mikið lof almenn- ings og embættismanna, fyrir að taka eindregna afstöðu með Borís Jeltsín og neita að viðurkenna stjórn valdaræningjanna. James Baker utanríkisráðherra útilokaði þó eftir skyndifund, utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í Brussel, að Bandaríkin myndu taka ákvörðun um meiriháttar aðstoð við Sovétríkin. „Efnahag Sovétríkjanna verður ekki borgið með því að þeir fái sjálfkrafa ávísanir sem aðrir skrifa," sagði hann. Framkvæmda- stjóri NATO, Manfred Wörner, sagði að misheppnað valdaránið hefði engin áhrif á niðurskurð her- afla, og hafi aukið líkur á samvinnu vestrænna ríkja og Sovétríkjanna. „Eg held að atburðirnir hafi aukið möguleika á sjálfstæði Eystrasalts- landanna,“ bætti Wörner við. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti yfir fögnuði með lyktir valda- ránsins, og kvaðst álíta, að sovésk yfirvöld myndu hraða umbótum í lýðræðisátt. Francois Mitterrand Frakklandsforseti sagði Gorbatsjov í gær að iðnveldin sjö (G-7) myndu auka aðstoð sína við Sovétríkin, umfram það sem lofað var á fundi þeirra í júlí. Mitterrand, sem hefur lengi verið dyggur stuðningsmaður umbótaáætlunar Gorbatsjovs, sætti gagnrýni frönsku stjórnarandstöð- unnar fyrir að hafa dregið of lengi að lýs yfir stuðningi við Jeltsín og fyrir að hafa verið of mjúkmáll þegar hann fordæmdi valdaránið. Mitterrand svaraði þessum ásökun- um og bauð Borís Jeltsín til Frakk- lands, eins fljótt og honum væri unnt. Utanríksráðherra Hollands, Hans van den Broek, sagði að þótt valdaránið væri yfirstaðið, væri staðan í Sovétríkjunum afar flókin. „Við verðum að sýna gaétni og halda vöku okkar, enn er óvíst hvort lýð- ræðisöfl í Sovétríkjunum hafi unnið fullan sigur," sagði hann á fundi í Brussel. Hann bætti því við, að líklegt væri, að leiðtogar Evrópu- bandalagsins myndu funda með Gorbatsjov bráðlega. Van den Bro- ek sagði einnig að slíkur fundur þyrfti rækilegan undirbúning til að verða árangursríkur. Ráðamenn á Ítalíu lofuðu í gær að hjálpa Sovétríkjunum til þess að verða fullgildir aðiljar að Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Utanríkisráð- herra Ítalíu, Gianni De Michelis, fagnaði komu Gorbatsjovs til Moskvu og fullyrti að nú gæti ekk- ert stöðvað umbætur í Sovétríkjun- um. í Páfagarði var lýst yfir ánægju með að valdaránið mistókst. Felipe Gonzalez, forsætisráðherra Spánar, fagnaði lyktum valdaránsins, og kvaðst vona, að það virkaði sem bólusetning á hugsanlega upphafs- menn valdaráns í framtíðinni. í Portúgal fögnuðu jafnvel leiðtogar kommúnista að Gorbatsjov sæti aftur í embætti, en fyrr í þessari viku, lýstu þeir yfír ánægju með valdaránið. Fréttaskýrendur telja að fyrri yfirlýsingin hafi verið flokknum mikill álitshnekki, en al- mennar kosningar verða í Portúgal í október, og því dragi þeir nú í land. Stjórn Fídels Kastrós á Kúbu lét engin ummæli falla um lok valda- ránsins, og virðist sem hraðinn á uppgangi þess og lokum hafi komið þeim í opna skjöldu. Efnahagur Kúbu er mjög upp á Sovétmenn kominn en Kúbumenn hafa haldið fast við kommúnískt einsflokks- stjórnkerfi sitt. Flestir aðrir sem lýstu yfir stuðningi við valdaránið, s.s. Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, og fulltrúar PLO, vildu ekki tjá sig um endalok þess, eða gáfu út mjög varfærnar tilkynningar. í samvinnu við Pullman Hotel í Köln býður Hótel Saga upp á: ÞÝSKA VIKU dagana 23-31■ ágúst. Verndari kynningarinnar er Þýska sendiráðið á Islandi Þýskir sérréttir eru á matseðli Grillsins og þýskir réttir á hlaðborðinu i Skrúði, auk þýskra vína og þýsks bjórs. e&k>/7!//7W ‘'Pféfflí/WZÚS' é//éfe/ Sog/// Hótelstjóri og matreiðslumeistarar frá Pullman Hotel ásamt þekktum sítarleikara tryggja ósvikið þýskt andrúmsloft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.