Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 15

Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 15 Miðhálendið: Nær tuttugu þúsund manns yfir Sprengisand í sumar Slóðar á hálendinu breytast frá ári til árs að sögn forstjóra Landmælinga „FOLK kemur iðulega seint og um síðir í Versali og veit ekkert hvar það er statt því að vegurinn þarna framhjá er hvergi á kort- um“, segir Jórunn Eggertsdóttir í Lækjartúni í Ásahreppi, en hún hefur ásamt Sveini Tyrfingssyni manni sínum yfirumsjón með veður- athugunum í Versölum á Sprengisandsleið í júlí og ágústmánuði. Þau hjónin reka jafnframt greiðasölu og bensínafgreiðslu í Versölum þennan tíma. Ágúst Guðmundsson forstjóri Landmælinga segir að það væri ábyrgðarleysi að merkja inn á kort vegi og vegarslóða sem hvergi væru til nema á áætlunum Vegagerðarinnar eða annarra aðila. „Eftir að Landsvirkjun gerði svo- kallaðar Kvíslaveitur urðu heil- miklar breytingar á landslaginu þama“, segir Jórunn. „Gamli vegur- inn er úr leið, en brú var sett á afrennslið úr Kvíslaveitum. Hvorki brúin né vegurinn að henni eru merkt á kortum, en gamli vegurinn látinn halda sér. Eins er leið um svokallaða Kistuöldu sundurgrafin af skurðum eftir Landsvirkjum og engum fær.“ EIGNARHALDSFELÖG Versl- unar- og Iðnaðarbanka undirbúa nú að leysa félögin upp og sam- eina við Islandsbanka í okóber. Áður en til sameiningarinnar kemur þarf að selja hlutabréf Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans I íslenska útvarpsfélag- inu og aflétta ábyrgð á 115 millj- óna króna láni útvarpsfélagsins. Gert hafði verið ráð fyrir að ábyrgðinni yrði breytt í hlutafé en tillaga þar um náði ekki fram að ganga á aðalfundi Islenska útvarpsfélagsins hf. nýverið. Ekkert er hins vegar til fyrir- stöðu fyrir sameiningu hjá Eign- arhaldsfélagi Iðnaðarbankans. Einar Sveinsson, stjómarformað- ur Eignarhaldsfélags Verslun- arbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að í samningi um ábyrgð eignarhaldsfélagsins væri gert ráð fyrir að hægt væri að breyta ábyrgðinni í hlutafé þegar að því kæmi að eignarhaldsfélagið yrði leyst upp. „Þeir sem gerðu þessa samninga við okkur voru greinilega ekki reiðubúnir að standa við þá þannig að þetta er að okkar mati ótvírætt samningsbrot. Þetta er óheppilegt en ekki úrslitaatriði hvað varðar sameininguna við ís- Ágúst Guðmundsson forstjóri Landmælinga segir að mjög erfitt sé að hafa fyrirliggjandi nakvæm kort af vegum og slóðum á miðhá- lendi íslands. Hann segir að Land- mælingar leitist við að merkja inn á sín kort alla þá vegi sem tilheyri þjóðvegakerfinu og séu í umsjá Vegagerðar ríkisins. Hins vegar séu iðulega umfangsmiklar fram- kvæmdir uppi á hálendinu og í tengslum við þær séu gjarnan lagð- landsbanka. Við munum semja okk- ur frá ábyrgðinni." Einar kvaðst ekki geta sagt nán- ar til um framhald málsins á þessu stigi en boðaður hefði verið fundur í næstu viku þar sem frekari ákvarðanir yrðu teknar um samein- inguna. Ekki náðist í Jóhann J. Ólafsson, stjórnarformann íslenska útvarps- félagsins vegna þessa máls. Alþjóðasamtök búvörufram- leiðenda, IFAP, sem er félags- skapur 81 bændasamtaka frá bæði iðnaðar- og þróunarlöndun- um, gengst fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu í Reykjavík dagana 16. til 18. október næstkomandi í boði ríkisstjórnar Islands og að frum- kvæði ísiensku bændasamtak- anna. Yfirskrift ráðstefnunar verður: Umhverfið og sjálfbær þróun - lykil- hlutverk bænda. í fréttatilkynningu frá IFAP segir að markmið ráð- ir bráðabirgðavegir. Slíkir slóðar þurrkist oft út að vetrinum og það ráðist gjarnan af því hver fari fyrst- ur um svæðið á sumrin hvar slóðinn liggi það árið. Almennt segir Ágúst að allir þeir sem hyggist fara um miðhálendið ættu að afla sér sem nákvæmastra upplýsinga um hvaða leiðir heppilegast sé að fara hverju sinni og hvert astand þeirra sé. Eins segir Ágúst að oft ráðist það ekki fyrr en komið sé fram á sumar hvar vegir verði lagðir -i-a hálendinu það árið. Þess vegna sé oft að finna vegi þar á haustin sem ekki séu merktir inn á kort sem gefin eru út það sama ár. Ágúst kveðst telja þetta eðlileg og rétt vinnubrögð, enda væri það ábyrgð- arleysi að merkja inn á kort vegi sem hvergi væru til nema í áætlun- um. Ágúst segir að áður én kort séu prentuð séu gerðar af þeim prófark- ir sem eru lesnar yfir af þeim aðil- um sem staðháttum eru kunnugast- ir og leiðréttingar gerðar sam- kvæmt ábendingum þeirra. Jórunn Eggertsdóttir segir að þótt fólk hafi lent í vandræðum og villum á leiðinni yfir Sprengisand hafi enn ekki orðið nein slys af þeim völdum. Sumarið í sumar er hið fimmta í röðinni sem Jórunn og Sveinn sjá um stöðina í Versöl- um. Að sögn Jórunnar er umferðin um hálendið stöðugt að aukast og hún segir að sér kæmi ekki á óvart þó að hátt í tuttugu þúsund manns færu um Sprengisand í sumar. Jórunn segir að umgengni ferða- manna í Versölum sé góð, en víða á vinsælum stöðum þar sem engri gæslu sé haldið uppi sé ástandið mun verra. Sem dæmi nefnir Jórunn að eftir því sem umferð að Þóris- vatni og ásókn í veiði í vatninu aukist versni umgengnin þar. stefnunnar sé að skapa vettvang þar sem Q'allað verði um umhverfis- mál landbúnaðarins og stöðu hans í framtíðinni frá sjónarhóli bænda. Á ráðstefnunni verður afgreidd ályktun sem mun verða. framlag samtaka bænda til umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður í Brasilíu 1992. Stjórnandi ráðstefnunnar í Reykja- vík verður H.O.A. Kjeldsen, formað- ur dönsku bændasamtakanna, en hann er jafnframt formaður Alþjóð- asamtaka bænda. Eignarhaldsfélög Verslunar- og Iðnaðarbanka: Sameining við Islands- banka í undirbúningi Alþjóðleg ráðstefna um umhverfismál og land- búnað haldin í Reykjavík Júlíus Jónsson með 13 punda hænginn og annan minni við Neðri- Skrauta í Leirvogsá. Vatnsá lífleg Vatnsá, lítil bergvatnsá sem rennur skammt frá Vík í Mýrdal, hefur verið lífleg og fyrir skömmu voru þar komnir um 50 laxar á land á þijár stangir. Þarna hefur verið vaxandi laxveiði hin síðari ár í kjölfar mikillar ræktunar og þetta þykir mjög góð veiði þar sem um síðsumarsá er að ræða og besti tíminn er rét að heíjast. Þá er sjóbirtingur farinn að sýna sig, en hann hefur Iengi verið aðalfisk- urinn í Vatnsá. Sjóbirtingstíminn er svona í þann mund að hefjast, en lax og sjóbirtingur virðast lifa góðu lífi hlið við hlið í ánni, en slíkt er ekki algengt. Nýlega hitti hópur sem var við veiðar í tvo daga á laxagöngu og lágu 16 lax- ar í valnum, sá stærsti 16 punda. Hér og þar ... Langá hefur gefið rétt um 800 laxa. Þar er nóg af laxi og reyting- sveiði, upp og ofan hveiju sinni hvar veiðist best, en iax er um alla á, frá neðstu stöðum og langt inn á afrétt, enda gekk talsvert af laxi snemma sumars langt inn á Fjall og er dreifður þar og ekki auðfundinn. Þetta vita menn vegna þess að fiskförin sáust í laxastiganum í Sveðjufossi á sín- um tíma. Stærstu laxarnir í sum- ar voru 15 og 16 pund, dregnir úr Glanna. Stóra-Laxá er aðeins að sækja í sig veðrið á nýjan leik. Hún byijaði afar vel, en veiðin datt niður um miðbik sumarsins. I hönd fer nú besti veiðitíminn og veiðin er aðeins að lifna. Um 180 laxar hafa komið á land, þannig að horfur eru á því að áin skili að minnsta kosti meðalveiði. Síðasta hoil í Laxá í Dölum gaf 130 laxa og veiðimaður einn sem var að koma úr ánni sagðist telja milli 500 og 600 laxa komna áland.„Þetta hefur meira og minna verið að veiðast á nokkrum dögum, en áin er að verða vatns- lítil aftur þannig að botninn dettur úr þessu ef að það fer ekki að rigna af viti aftur,“ sagði viðmæ- landi blaðsins. Það hafði veiðst heldur meira í Laxá í Leirársveit heldur en fram kom í Morgunblaðinu í gær. Sagt var að holl hefði fengið 90 laxa. Reyndar fékk hollið 118 laxa, en 90 lágu eftir tvo daga. Þar var skekkjan. Stærsti laxinn úr Leirvogsá í sumar veiddist á þriðjudaginn. Það var Júlíus Jónsson sem veiddi laxinn í Neðri-Skrauta. Þetta var nýrunninn 13 punda hængur sem tók gula Frances túbu. Júlíus fékk ásamt félaga sínum 5 laxa og þann daginn komu 6 laxar úr ánni. Veiðin nam þá um 290 löx- um að sögn Júlíusar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.