Morgunblaðið - 23.08.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 23.08.1991, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 Morgunblaðið/Ámi Sæberg * Töfraflautan ílslensku óperunni íslenska óperan frumsýnir Töfraflautuna eftir Mozart 30. september næstkomandi, og er undirbúningsvinna vegna uppfærslunnar nú hafin. Æfinga- og hljómsveitarstjóri er Robin Stapleton, en leik- stjóri er Christopher Renshaw. í aðalhlutverkum verða m.a. Ólöf kolbrún Harðardóttir, Þorgeir J. Andrésson, Viðar Gunnarsson, Yelda Kodallo,_ Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Signý Sæmunds- dóttir. Á myndinni, sem tekin var á æfingu í gærmorgun, eru þau Ivona Jagla, æfingastjóri, Robin Stapleton, hljómsveitarstjóri og Bergþór Pálsson, óperusöngvari. Framkvæmdum við Perluna slegið á frest ÁKVEÐIÐ hefur verið að slá á frest frekari framkvæmdum við Perluna í Öskjuhlíð, þar sem í ljós hefur komið að kostnaður vegna framkvæmda þar verður umtalsvert hærri á þessu ári en endur- skoðuð áætlun ársins frá því í apríl síðastliðnum sagði fyrir um. Markús Örn Antonsson borgarstjóri hefur falið hitaveitusljóra að gera nákvæma greinargerð um alla einstaka útgjaldaliði sem far- ið hafa fram úr áætlun og hvernig staðið var að ákvörðun um þá. Borgarstjóri kynnti þessa ákvörðun sína á fundi borgarráðs síðastliðinn þriðjudag. I bréfi borgarstjóra til borgar- ráðs segir að verki þessu verði hraðað svo sem kostur er, og hafi borgarhagfræðingur og ■ forstöðu- maður byggingardeildar borgar- verkfræðings aðstoðað við það, en greinargerðin verði svo lögð fyrir borgarráð og stjórn veitustofnana um leið og hún er tilbúin. Um síðastliðin áramót var gert ráð fyrir því að kostnaður vegna framkvæmda við Perluna yrði 230 milljónir króna á árinu, en við end- urskoðaða áætlun i apríl hefði ver- ið gert ráð fyrir 270 milljóna kostn- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 23. AGUST YFIRLIT: Á Grænlandssundi er 985 mb lægð sem hreyfist austnorð- austur. SPA: Norðvestan kaldi eða stinningskaldi vestan lands en hægari suðvestanátt austan iands. Skýjað og skúrir norðan lands, léttskýj- að á Suður- og Suðausturlandi og nokkuð bjart veður og þurrt að mestu vestan lands. Lægir vestan lands annaðkvöld, hiti 7 tíl 15 stig, hlýjast suðaustan lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGAROAG: Hæg vestanátt, þurrt og bjart víðast hvar í fyrstu en snýst síðan í sunnanátt og þykknar upp suðvestan og vestan lands. Hiti 8 til 15 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Suð- og suðaustan strekkingur og rigning víða um land, mest þó sunnan lands. Hlýtt í veðri. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V Ei r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r •> ? i Þoka Þokumóða Súld * * * * » * * Snjókoma * * * ÖO Mistur --j- Skafrenningur [ý Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær hiti Akureyri 13 Reykjavik 11 að ísl. tíma veöur skýjað rigning Bergen 18 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 19 Narssarssuaq 9 Nuuk 5 Osló 25 Stokkhólmur 20 Þórshöfn skýjað léttskýjað skýjað léttskýjað þoka skýjað hálfskýjað vantar Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando París Madeira Róm Vín Washington Winnipeg 26 helðskírt 27 léttskýjað 28 skýjað 23 léttskýjað 29 hálfskýjað 27 helðskírt 30 léttskýjað 19 mistur 24 skýjað 23 skýjað 24 þokumóða vantar 25 skýjað vantar 33 léttskýjað 17 alskýjað 28 léttskýjað vantar 25 skýjað 25 léttskýjað 28 þokumóða 21 skýjað vantar 26 léttskýjað aði, og heildarkostnaður við mann- virkið yrði þá orðinn rúmar 1.300 milljónir. Markús Örn Antonsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar komið hefði á daginn að kostnaðurinn yrði meiri þá hefði sér þótt full ástæða til þess að gera nákvæma úttekt á stöðu málsins hjá Hitaveitunni. „Mér finnst mikilvægt að fá upþlýsingar um þetta, og þá hvort og hvernig það snertir stöðu Hita- veitunnar almennt, en hún stendur í stórframkvæmdum og þarf á ver- ulegu framkvæmdafé að halda. Bráðabirgðaskýringar á þessu sem fram hafa komið eru þær að um- framkostnaðurinn sé í fyrsta lagi vegna þess að framkvæmdum hafi verið hraðað til þess að koma hús- inu í notkun núna í sumar. Þannig yrðu menn ekki af þeirri sumarum- ferð sem vænta mátti og komið hefur á daginn, en eitthvað á ann- að hundrað þúsund manns hafa þegar heimsótt þetta glæsilega hús. Jafnframt er veitingarekstur- inn þarna með öðrum hætti heldur en gert var ráð fyrir í fyrri áætlun- um. Það er sitthvað smálegt eftir í frágangi í húsinu, sem ég taldi rétt að fresta um sinn meðan farið yrði yfir stöðu málsins í heild, en þar er um að ræða um 20 milljóna króna útgjöld," sagði Markús. Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að áfram yrði unnið frágang á þeim verkþáttum sem í gangi væru í Perlunni, en um væri að ræða stöðvun á nýjum fram- kvæmdum. Þar er meðal annar um að ræða ráðstefnusal, sem áætlað var að kostaði um 8 milljónir króna. Aðspurður sagði Gunnar að hann teldi fjármagn hljóta að vera til til þess að ljúka þessum framkvæmdum. „Það er ekki það sem er, heldur kemur þarna dálítið skyndilega upp hækkun, og við viljum bara fá skýringar á því áður en við höldum áfram. Við gáfum það út við vígsluna að kostnaður við húsið yrði um 1.300 milljónir, en það hefur breyst aðeins og við erum að leita skýringa á því.“ Gunnar sagði að allur kostnaður vegna framkvæmda við Perluna hefði verið greiddur með eigin fé Hitaveitunnar, og engin lán hefðu verið, tekin til framkvæmdanna. Hann sagði að enn hefðu engar leigutekjur verið innheimtar vegna veitingaaðstöðunnar í húsinu. Goði hf.: Markaða leitað fyrir kindakjöt í Japan o g Mexíkó GOÐI hf. leitar nú markaða fyrir um eitt þúsund tonn af kinda- lyöti, sem falla til í haust vegna samnings bændasamtakanna og ríkisins um samdrátt í sauðfjárframleiðslu, en samkvæmt búvöru- samningnum kaupir ríkið allt að 55 þúsund kindur og má ekki setja afurðir af þeim á innanlandsmarkað. Að sögn Jóhanns Steins- sonar, deildarstjóra útflutningsdeildar Goða, standa nú yfir samn- ingaviðræður við aðila í Japan og Mexíkó um kaup á kjötinu, en reynt er að fá fyrir það verð sem dugir fyrir slátur- og flutnings- kostnaði. Jóhann sagði að samkeppnin við það kjöt sem væri á boðstólum frá Ástralíu gerði það að verkum að nánast væri ókleift að fá viðunandi verð fyrir þessa vöru. Ef af útflutn- ingi til Japans og Mexíkó yrði þá væri stefnt að því að kjötið yrði flutt út í heilum skrokkum nánast beint úr sláturhúsunum í nóvem- ber, og yrði það umbúið og stimpl- að eins og önnur vara til neyslu. „Mexíkanar nota mikið af kinda- kjöti og það gera Japanir líka, en þeir sækja einmitt í feita kjötið MSB kaupir áfram mjólk frá Efranesi MJ ÓLKURSAMLAGIÐ í Borg- arnesi mun halda áfram að kaupa mjólk frá ábúendum jarð- arínnar Efraness í Stafholtst- ungnahreppi þrátt fyrir beiðni frá lögfræðingi seljanda hennar um hið gagnstæða, sem MSB barst fyrir skömmu. Ósk lög- fræðingsins var byggð á þeim rökum að seljandi ætti umráða- rétt yfir fullvirðisrétti jarðar- innar. „Samkvæmt lögum ber okkur að taka við allri þeirri mjólk sem framleidd er á svæðinu frá býlum I I okkar. Það má segja að það sé hægt að selja flesta hluti ef maður er eitthvað nálægt því gangverði sem á þeim er, en staðreyndin er sú að það gangverð sem er á kinda- kjöti í heiminum dugar okkur eng- an veginn hér heima á íslandi. Það er búið að kanna ýmsa möguleika varðandi sölu á þessu kjöti, og þá meðal annars að selja féð lifandi úr landi. Það gaf hins vegar ekk- ert verð, enda hefði það líka verið óskaplega vondur kostur að selja þetta þannig," sagði Jóhann. sem eru með framleiðslurétt. Á meðan mjólk er framleidd í Efra- nesi þá greiðum við þeim fyrir hana sem þar búa hverju sinni,“ sagði Indriði Albertsson, mjólkur- bússtjóri MSB, í samtali við Morg- unblaðið. „Skömmu eftir að óskin kom frá lögmanni seljanda jarðarinnar um að hætta að kaupa mjólk frá Efra- nesi barst okkur bréf frá lögmanni ábúenda um að kaupa mjólkina áfram. Við erum ekki dómarar í þessu máli og munum því áfram kaupa frá ábúendum enda okkur það skylt samkvæmt lögum,“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.